Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1994, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 Úúönd Stuttar fréttir Kristnir hægrimenn þakka sér sigur Repúblikanaílokksins: Grundvallarréttindi kvenna eru í hættu - segja stuðningsmenn frjálsra fóstureyðinga „Frambjóöendur sem styðja fjöl- skylduna og eru á móti fóstureyðing- um unnu hvern sigurinn á fætur öðrum um land allt og færðu repú- blikönum meirihluta í fulltrúadeild þingsins í fyrsta sinn síðan 1946.“ Þetta segir í yfirlýsingu Kristilegu samfylkingarinnar, hægrisinnaðrar hreyfingar sem nýtur vaxandi fylgis innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum og sem þakkar sér sigurgöngu flokksins í kosningunum vestra á þriðjudag. Samfylkingin hefur eina milljón félagsmanna og stóð hún fyrir gífur- legum áróðri, dreifði m.a. 33 milljón- um bæklinga, mest í kirkjum. Samkvæmt skoðanakönnun sem samfylkingin lét gera fyrir utan kjör- staði voru kristilegir íhaldsmenn einn þriðji kjósenda nú. Þeir voru aðeins átján prósent kjósenda árið 1988 og 24 prósent kjósenda árið 1992. Ríflegur meirihluti þeirra studdi repúblikana. Kristilega samfylkingin beitir sér fyrir siðferðismálum á borð við bænahald í skólum, íjölskyldugildi, og fóstureyðingar eru eitur í beinum stuðningsmanna hennar. Rúmlega 40 andstæðingar fóstureyðinga bætt- ust nú í þingmannaskarann. Kristi- legir hafa þó í æ ríkara mæli snúið sér að venjulegri baráttumálum eins og lægri sköttum sem þeir segja að sé hefðbundnum bandarískum fjöl- skyldum til framdráttar. Stuðningsmönnum réttar kvenna til fóstureyðinga líst ekki á blikuna og segja að grundvallarréttindi kvenna séu í hættu og þingið hafl Námsmenn við ríkisháskólann i Los Angeles í Kaliforniu efndu til mótmælaaðgerða vegna samþykktar tillögu 187 aldrei verið fjandsamlegra konum. í kosningunum á þriðjudag. Þar er gert ráð fyrir að ólöglegir innflytjendur fái ekki félagslega aðstoð hins opin- Reuter bera. Tveir dómarar hafa tímabundið komið í veg fyrir framkvæmd tillögunnar. Símamynd Reuter Einn glæsilegasti sportbíll landsins Til sölu Chevrolet Corvette '84, ekinn 110 þús. km, fjarlægjanleg- ur sóltoppur (sunroof). Bein innspýting, sjálfskiptur, overdrive, lock up, læst drif. Rafmagn í sætum, rúðum og speglum, útvarp- kasettutæki, 6 way Bose hljóðkerfi, Cruise Control, Air condition, velti- og vökvastýri, samlæsing, leðurinnréttingar, þjófavörn, digi- tal mælaborð, bíltölva og margt fleira. Verð kr. 1.900 þús. Einstakur bfll sem vekur alls staðar athygli. Uppl. í símboða 984-58864. Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Dalsel 11, hluti, þingl. eig. Ólaíur H. Helgason og Sigrún Klara Sigurðar- dóttir, gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík, J.J.R. Trésmiðir sf., Kaupfélag Eyfirðinga, Raufarhafitar- hreppur og sýslumaðurinn á Húsavík, 14. nóvember 1994 kl. 14.00. Fjarðarsel 13, 1. hæð, ris og bílskúr, þingl. eig. Kristín Haraldsdóttir og Sigurður Helgi Óskarsson, gerðar- beiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík og Sameinaði lífeyrissjóðurinn, 14. nóvember 1994 kl. 13.30. Lindargata 54, hluti, þingl. eig. Guð- rún Jónsdóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, húsbréfa- deild, Gjaldheimtan í Reykjavík, Húsasmiðjan hfi, Sparisjóður vélstjóra og tollstjórinn í Reykjavík, 14. nóv- ember 1994 kl. 16.00. Möðrufell 1,02-03, þingl. eig. Ingibjörg Birgisdóttir og Magnús Magnússon, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður verkamanna, Gjaldheimtan í Reykja- vík, Húsfélagið Möðrufelli 1, Lands- banki íslands, Ríkisútvarpið, Sjóvá- Almennar hf. tollstjórinn í Reykjavík og íslandsbanki hfi, 14. nóvember 1994 kl. 15.30.__________________________ Sundagarðar 2, hluti, þingl. eig. Stál- umbúðir hf., gerðarbeiðandi Gjald- heimtan í Reykjavík, 14. nóvember 1994 kl. 16.30. Sýslumaðurinn í Reykjavík Repúbllkanar lata boö út ganga: Lægri skattar og meira í hermálin - Clinton reynir aö átta sig á stööunni Bill Clinton Bandaríkjaforseti reyndi í gær að átta sig á hvað olli hinni hrikalegu útreið sem demó- krataflokkurinn fékk í kosningunum á þriðjudag þegar repúblikanar fengu meirihluta í báöum deildum þingsins í fyrsta sinn í fjóra áratugi. Hann sagðist bera sinn hluta ábyrgðarinnar og hann væri reiðu- búinn aö starfa með nýjum þing- meirihluta. Á fréttamannafundi sem sjónvarp- að var frá í gærkvöldi sagði Clinton að hann hefði náð skilaboðunum frá kjósendum. „Ég held að þeir hafi verið að segja okkur þetta: við gerð- um breytingu fyrir tveimur árum og við gerðum aðra breytingu núna. Við viljum að þið hraðið breytingunum," sagói Clinton. Ymsir fréttaskýrendur sögðu að frammistaða forsetans á fundinum hefði verið slík að greinilegt væri að hann hefði ekki enn skilið að fullu afleiðingar hins mikla pólitíska jarð- skjálfta á þriðjudag. Repúblikanar eru þegar farnir að undirbúa valdatökuna í þinginu og fulltrúadeildarþingmenn lofuðu því að innan hundrað daga mundu þeir leggja fram umdeildan „samning við Ameríku" þar sem hvatt er til þess að fjárlög verði hallalaus, meira fé verði varið til varnarmála og skattar veröi lækkaðir. Bill Clinton veltir ástæðum ósigurs- ins fyrir sér. Simamynd Reuter Repúblikanar unnu nærri fimmtiu sæti í fulltrúadeildinni og hafa þeir nú 230 þingmenn á móti 204 þing- mönnum demókrata. í öldungadeild- inni eru repúblikanar nú 53 á móti 47 demókrötum. Bob Dole, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, gekk ekki svo langt að styðja „samninginn“ en sagði að rætt hefði verið um lög sem kveði á um hallalaus fjárlög og hugs- anlega yrði einnig ráðist í breytingar á velferðarkerfinu. Skatttekjur norska ríkisins af olíuvinnslu eru 15 miiljörðum isl. króna minni í ár en í fyrra. Kumaratunga forseti Chandrika Bandaranaike Kumaratunga, forsætisráð- herra Srí Lanka, sigraði í forsetakosn- ingunum nú í vikunni og tek- ur senn við embætti. Hún veröur því sú ekkjan sem íbúar Sri Lanka trúa best til að stjórna. Viðurkenna Kúveit Lagt verður fyrir þing íraka í dag að viðurkenna fullveldi Kú- veits. Bandaríkjastjóm gefur lítið fyrir frumvarpið. Serbarísókn Bosniu-Serbar eru nú komnir í sókn gegn múslítnum eftir ósigra síðustu daga. Vopnin föst Ekkert gengur hjá Bandaríkja- stjórn að fá heimild SÞ til að selja Bosmumönnum vopn. Skallapoppari á þing Gamli popparinn Sonny Bono tekur nú sæti í fulltrúadeildinni bandarísku fyrír repúblikana. Flóttamannabúðir á flot Flóttamannabúðir í Vestur- Sahara eyðilögðust í flóðum í gær. Átta drukknuðu. Rocard styðw Delors Michel Roc- ard, áður leið- togi franskra sósílaista, hef- ur lýst yfir stuðningi við forsetaframboð Jacques Del- ors. Þar með má telja víst að Delors verði einn þungaviktarmanna i framboði á vinstri vængnum. Kúrdaráflótta Franska lögreglan handtók í gær 22 kúrdíska flóttamenn þeg- ar þeir komu til landins. Trúmenn drepnir Stjórnarandstæðingar í Alsír segja að 170 bókstafstrúarmenn hafi verið drepnir í október. Stjórnarhernum er kennt um. Baristí Angóla Stjórnarherinn í Angóla er nú í sókn gegn skæruliðum UNITA. Já-menn örvænta Sænskir stuðningsmenn aðild- ar að ESB óttast mjög að tapa í þjóðaratkvæðinu á sunnudaginn. Meiri gróði hjá SAS Meiri hagnaður varð hjá SAS fyrstu níu mánuði þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Hussein í heimsókn Hussein Jórdaniukon- ungur er á leið í opinbera heimsókn til ísraels. Kon- ungur hefur einnig kynnt áætlun um aukiö frelsi i viðskiptum til að bæta aum kjör þegna sinna. Barnamatur á ESB-borði Embættismenn ESB eru að bræða með sér hvort enn eigi að takmarka notkun aukefna í barnamat. Reuter, NTB, TT og Ritzau Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.