Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1994, Síða 23
FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994
35
dv Fjölmiðlar
Athvarf
fyrir
síbyljunni
Á annan tug útvarpsstöðva er
starfræktur á höfuðborgarsvæð-
inu og víðar. Flestar útvarps-
stöðvanna eru tónlistarstöðvar
sem senda út tónlist af léttara
taginu í bland við spjallþætti. Á
rás eitt Ríkisútvarpsins má þó oft
heyra klassíska tónhst.
Nýverið bættist í hópinn ein rás
til viðhótai- sem sendir ut sígilda
tónlist. Hér er um að ræða út-
varpsstöðina Útvarp Reykjavík
sem sendir út á FM 94,3- Útvarps-
stjóri stöðvarinnar er ekki
ókunnugur útvarpsrekstri en við
stjómvölinn situr Markus Örn
Antonsson, fyrrum útvarpsstjóri
Ríkisútvarpsins.
Stöðin sendir ekki út allan sól-
arhringinn heldur emungis frá
klukkan 15 til 19. Hér er um allt
of stuttan útsendingartíma að
ræða að mati undirritaðs því þörf
er á „athvarfi" fyrirþá sem heyra
vilja sígilda tónlist, hvort sem er
klassíska eða aðra.
Aðeins einu sinni áður hefur
verið gerð tilraun til að starf-
rækja útvarpsstöö sem einungjs
sendi út sígilda tónlist. Sú stöð
hét Ljósvakinn og átti ekki langa
lífdaga. Ef undirritaður man rétt
þá hætti hún útsendingum vegna
þess hve fáir hlustuðu á hana.
Tímarnir hafa breyst. Stór hluti
almennings hefur fengið sig full-
saddan af síbylju hinna útvarps-
stöðvanna og mun leita skjóls hjá
Útvarpi Reykjavík, ef það veit af
henni, eins oghjá rás 1 hingaðtil.
Pétur Pétursson
Andlát
Sigrún Björnsdóttir frá Fáskrúðs-
firði lést á hjúkrunarheimilinu Eir
þann 7. nóvember.
Sigmunda Hannesdóttir frá Hnifsdal,
Lindargötu 64, Reykjavík, lést í Borg-
arspítalanum sunnudaginn 6. nóv-
ember.
Sólveig Erla Ólafsdóttir, Grettisgötu
70, Reykjavík, lést í Borgarspítalan-
um þriðjudaginn 8. nóvember.
Ingibjörg Jóna Marelsdóttir, Heiðar-
gerði 112, Reykjavík, lést á heimili
sínu þriðjudaginn 8. nóvember.
Sigurður Bjarnason gullsmiður frá
Siglufirði, Dvalarheimihnu Ási, lést
í Sjúkrahúsi Suðurlands sunnudag-
inn 30. október. Útfórin hefur farið
fram.
Hallfríður Guðbjartsdóttir, Öldugötu
5, Flateyri, andaðist á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á ísafirði miðvikudag-
inn 9. nóvember.
Aðalheiður E. Jónsdóttir frá Gróf,
Hjallabraut 33, Hafnarfirði, lést í St.
Jósepsspítala 8. nóvember.
Sigurður Ólafsson Sigurðsson,
HjaUabraut 33, áður Hraunkambi 8,
Hafnarflrði, lést á Sólvangi, Hafnar-
firði, þriðjudaginn 8. nóvember.
Jarðarfarir
Guðmundur Einir Guðmundsson vél-
stjóri, Hörgsholti 3, Hafnarfirði, sem
lést í Landakotsspitala fóstudaginn
4. nóvember, verður jarðsunginn frá
Hafnarfj arðarkirkj u fimmtudaginn
17. nóvember kl. 13.30.
Þorgeir Sigurðsson trésmiður frá
Hólmavík verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju fóstudaginn 11. nóv-
ember kl. 15.
Útför Daníels Brandssonar frá
Fróðastöðum fer fram frá Reykholts-
kirkju laugardaginn 12. nóvember
kl. 14. Jarðsett verður í Síðumúla-
kirkjugarði. Bílferð verður frá BSÍ
kl. 11.
Þorvarður Bjarnason, Hörgsdal á
Síðu, sem andaðist 3. þessa mánaðar,
verður jarðsunginn frá Prestbakka-
kirkju 12. nóvember kl. 14.
Gunnar Gíslason vélstjóri, Gnoöar-
vogi 64, sem lést í Landspítalanum
aðfaranótt 2. nóvember, verður
jarðsunginn frá Dómkirkjunni í
Reykjavík fóstudaginn 11. nóvember
kl. 13.30.
Lalli og Lína
Slökkvilið-lögregla
Reykjavík: Lögreglan sími 11166 og
0112, slökkvilið og sjúkrabifreið sími
11100.
Seltjarnarnes: Lögreglan s. 611166,
slökkvilið og sjúkrabifreið s.11100.
Kópavogur: Lögreglan sími 41200,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100.
Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166,
slökkviliö og sjúkrabifreið sími 51100.
Keflavík: Lögreglan s. 15500, slökkvilið
s. 12222 og sjúkrabifreið s. 12221.
Vestmannaeyjar: Lögreglan s, 11666,
slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955.
Akureyri: Lögreglan s. 23222, 23223 og
23224, slökkvilið og sjúkrabifreið s.
22222.
ísafjörður: Slökkvilið s. 3300, brunas.
og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222.
Apótek
Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna
í Reykjavík 4. nóv. til 10. nóv., að báðum
dögum meðtöldum, verður í Holtsapó-
teki, Langholtsvegi 84, sími 35212. Auk
þess verður varsla í Laugavegsapóteki,
Laugavegi 16, sími 24045, kl. 18 til 22
virka daga og kl. 9 til 22 á laugardag.
Uppl. um læknaþjónustu eru gefnar í
síma 18888.
Mosfellsapótek: Opið virka daga frá
kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12.
Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga-
fóstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl.
11-14. Sími 651321.
Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá
kl. 8.30-19, laugardaga kl. 10-14.
Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek
opið mánud. til fimmtud. kl. 9-18.30,
Hafnarfjarðarapótek kl. 9-19. Bæði hafa
opið föstud. kl. 9-19 og laugard. kl. 10-14
og til skiptis helgidaga kl. 10-14. Upplýs-
ingar í símsvara 51600 og 53966.
Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19
virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h.
Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka
daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12.
Apótek Vestmannaeyja: Opið virka
daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar-
daga og sunnudaga.
Akureyrarapótek og Stjörnuapótek,
Akureyri: Á kvöldin er opið í því apó-
teki sem sér um vörslun til kl. 19. Á
helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á
öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak-
vakt. Upplýsingar í síma 22445.
Slysavarðstofan: Sími 696600.
Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur
og Seltjamarnes, sími 11100,
Hafnarfjörður, sími 51100,
Keflavík, sími 20500,
Vestmannaeyjar, sími 11955,
Akureyri, sími 22222.
Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé-
lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og
fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414
Læknar
Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn-
arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar-
stöö Reykjavíkur alla virka daga frá kl.
17 til 08, á laugardögum og helgidögum
allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir,
símaráðleggingar og tímapantanir í
simi 21230. Upplýsingar um lækna og
lyfjaþjónustu í símsvara 18888.
Borgarspitalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla
virka daga fyrir fólk sem ekki hefur
heimilislækni eða nær ekki til hans (s.
696600) en slysa- og sjúkravakt (slysa-
deild) sinnir slösuðum og skyndiveik-
um allan sólarhringinn (s. 696600).
Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er
opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar-
daga kl. 10-11. Sími 612070.
Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes:
Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta
morgun og um helgar, simi 51328.
Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8
næsta morgun og um helgar. Vakthaf-
andi læknir er í síma 20500 (sími Heilsu-
gæslustöðvarinnar).
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í
síma 11966.
Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu-
gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og
helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far-
sími) vakthafandi læknis er 985-23221.
Upplýsingar hjá lögreglunni í síma
23222, slökkviliðinu í síma 22222 og
Akureyrarapóteki í síma 22445.
Heimsóknartími
Landakotsspítali: Alla daga frá kl.
15-16 og 18.30-19. Bamadeild kl. 14-18,
aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör-
gæsludeild eftir samkomulagi.
Borgarspítalinn: Mánud.-fostud. kl.
18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18.
Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og
18.30-19.30.
Fæðingardeild Landspitalans: Kl.
15-16 og 19.30-20.00.
Sængurkvennadeild: Heimsóknartími
frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30.
Fæðingarheimili Reykjavíkur: kl.
15-16.30
Kleppsspítalinn: Kl. 15-16 og 18.30-
19.30.
Flókadeild: Kl. 15.30-16.30.
Grensásdeild: Kl. 16-19.30 virka daga
og kl. 14-19.30 laugard. og sunnud.
Hvítabandið: Frjáls héimsóknartími.
Kópavogshælið: Eftir umtali og kl.
15-17 á helgum dögum.
Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug-
ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga
og aðra helgidaga kl. 15-16.30.
Landspitalinn: Alla virka daga kl. 15-16
og 19-19.30.
Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16.
Sjúkrahúsið Akureyri: Kl. 15.30-16 og
19-19.30.
Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Kl.
15-16 Og 19-19.30.
Sjúkrahús Akraness: Kl. 15.30-16 og
19-19.30.
Hafnarbúðir: Kl. 14-17 Og 19-20.
Vífilsstaðaspítali: Kl. 15-16 og 19.30-20.
Geðdeild Landspítalans Vífilsstaða-
deild: Sunnudaga kl. 15.30-17.
Tilkyiuiingar
AA-samtökin. Eigir þú við áfengis-
vandamál að stríða, þá er sími samtak-
anna 16373, kl. 17-20 daglega.
Blóðbankinn. Móttaka blóðgjafa er op-
in mán.-miðv. kl. 8-15, fimmtud. 8-19 og
föstud. 8-12. Sími 602020.
Söfnin
Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag-
lega kl. 13-16.
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op-
iö laugard og sunnud. kl. 13.30-16.
Árbæjarsafn: Opið í júní, júlí og ágúst.
Upplýsingar í síma 84412.
Borgarbókasafn Reykjavíkur
Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155.
Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s.
79122.
Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270.
Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814.
Ofangreind söfn eru opin sem hér segir:
mánud.-fimmtud. kl. 9-21, fóstud. kl.
9-19, laugard. kl. 13-16.
Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið
mánud.-laugard. kl. 13-19.
Grandasafn, Grandavegi 47, s.27640.
Opið mánud. kl. 11-19, þriðjud.-föstud.
kl. 15-19.
Vísirfyrir'50 árum
Fimmtud. 10. nóvember:
Rússar bera Frakka þungum sökum.
Spakmæli
Forvitnin er stærsta dyggð mannsins
Anatoie France
Seljasafn, Hólmaseli 4-6, s. 683320.
Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs
vegar um borgina.
Sögustundir fyrir börn:
Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgar-
bókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl.
14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl.
10-11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12.
Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8.
Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18.
Listasafn Islands, Fríkirkjuvegi 7:
er opið daglega nema mánud. kl. 12-18.
Listasafn Einars Jónssonar. Opið
laugard. og sunnud. kl. 13.30-16. Lokað
í desember og janúar.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á
Laugarnesi er opið mánud.-fimmtud.
kl. 20-22 og um helgar kl. 14-18. Kaffi-
stofan opin á sama tíma.
Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg:
Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og
laugard. kl. 13.30-16.
Norræna húsið við Hringbraut: Sýn-
ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19.
Bókasafn Norræna hússins: mánud. -
laugardaga kl. 13—19. Sunnud. kl. 14-17.
Sjóminjasafn íslands er opið daglega
kl. 13-17 júní-sept.
J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó-
og vélsmiðjuminjasafn, Súðarvogi 4, S.
814677. Opið kl. 13-17 þriðjud. -laugard.
Þjóðminjasafn íslands. Opið þriðjud,
fimmtud, laugard. og sunnudaga kl.
12-17.
Stofnun Árna Magnússonar: Hand-
ritasýning í Árnagarði við Suöurgötu
opin virka daga kl. 14-16.
Lækningaminjasafnið í Nesstofu á Sel-
tjamarnesi: Opiö kl. 12-16 þriðjud.,
fimmtud., laugard. og sunnudaga.
Minjasafnið á Akureyii, Aðalstræti 58,
sími 96-24162, fax. 96-12562. Opnunar-
tími 1. júní-15. sept. alla daga frá 11 til
17.15. sept. til 1. júní sunnud. frá 14-16.
Bilanir
Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og
Seltjamarnes, sími 686230.
Akureyri, sími 11390.
Suðurnes, sími 13536.
Hafnarfiörður, sími 652936.
Vestmannaeyjar, sími 11321.
Hitaveitubilanir:
Reykjavík og Kópavogur, sími 27311,
Seltjarnarnes, sími 615766, Suðumes,
sími 13536.
Vatnsveitubilanir:
Reykjavík simi 621180.
Seltjarnarnes, sími 27311.
Kópavogur, sími 985 - 28078
Akureyri, sími 23206.
Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555.
Vestmannaeyjar, símar 11322.
Hafnarfiöröur, sími 53445.
Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi.
Seltjamarnesi, Akureyri, Keflavík og
Vestmannaeyjum tilkynnist í 05.
Bilanavakt borgarstofnana, sími „
27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17
síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum
er svarað allan sólarhringinn.
Tekiö er við tilkynningum um bilanir á
veitukerfum borgarinnar og í öðrum
tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa
að fá aöstoö borgarstofnana.
Stjömuspá
Spáin gildir fyrir föstudaginn 11. nóvember
Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.):
Einhver tilbreyting er fyrirsjáanleg, sennilega ferðalag. Þú hug-
leiðir málefni fiölskyldunnar og færð af henni góð tíðindi. Happa-
tölur eru 11, 21 og 32.
Fiskarnir (19. febr.-20. mars.):
Dagurinn byrjar heldur rólega og þér leiðist. Það stendur þó stutt
því eitthvað spennandi og skemmtilegt gerist. Þú hittir einhverja
nýja aðila í kvöld.
Hrúturinn (21. mars-19. apríl):
Þér gengur illa að fást við ákveðin vandamál. Farðu einföldustu
leiðina til lausnar. Þú tekur of Iétt á Qármálunum.
Nautið (20. apriI-20. maí):
Það getur reynst varasamt að blanda saman viðskiptum og
skemmtun. Líklegt er að aðrir hugsi fljótlega um annað en lausn-
ir mála og ákvarðanir.
Tvíburarnir (21. maí-21. júní):
Þú hefur nóg á þinni könnu. Mestur tími þinn fer þó í að sinna
málum sem snerta aðra. Það tekur og tíma að ráðleggja öðrum.
Krabbinn (22. júní-22. júlí):
Aðrir sýna lítið frumkvæði en munu engu að síður taka vel á ef
þú tekur forystuna. Taktu því upp mál sem vert er að ræða. Af-
slappað kvöld gefur tækifæri til viðræðna.
Ljónið (23. júIí-22. ágúst);
Þú verður fyrir einhverjum vonbrigðum. Einhver stendur ekki
við loforð sitt eða sýnir vanþakklæti. Þú ert ekki eins viss og
áður. Farðu því varlega með brothætt mál.
Meyjan (23. ágúst-22. sept.):
Samkeppnin er hörð. Hver maður hugsar um sjálfan sig. Hóp-
starf gengur þvi illa. Þú verður því að huga að eigin hagsmunum.
Happatölur eru 6,18 og 29.
Vogin (23. sept.-23. okt.):
Ákveðinn aðili sýnir þér góðvild. Það samband sem skapast við
þetta gæti leitt til trausts vináttusambands. Þú kannar eitthvað
sem tengist tækni eða tæknimálum.
Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.):
Láttu það ekki á þig fá þótt þú fáir aðrar fréttir en þú vonaðist
eftir. Jafnvel það ólíklegasta kann að reynast rétt. Taktu enga
áhættu í fjármálunum.
Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.):
Dagurinn verður spennandi, einkum fyrir þá rómantísku og ást-
fóngnu. Góður skilningur ríkir á milli manna. Láttu ekki happ
úr hendi sleppa.
Steingeitin (22. des.-19. jan.):
Þín bíður annasamur tími en hann skilar góðum árangri. Þú get-
ur byijað á málunum á nýjan hátt. Þú nýtir vel hæfileika þína.
Víðtæk þjónusta
fyrir lesendur
og auglýsendur!
Aðeins 25 kr. min. Sama verð fyrir alla landsmenn.
99*56*70