Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1994, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1994 Spumingin Eyðir þú miklum tíma í heimanámið? (Spurt í MH) Aðalsteinn Rúnar Óttarsson: Að meðaltali klukkustund á dag. Viktor Már Bjarnason: 4-5 tímum á dag. Þaö er svo voðalega mikið að læra í þessum skóla. Jenný Rósa Baldursdóttir: Klukku- tíma á hverjum degi. Ragna Bjarnadóttir: Það er misjafnt. Stundum klukkutíma á dag og stund- um meira. Bjarki Long: Fimm mínútum á dag. Sigríður Sara Þorsteinsdóttir: Nei, alltof litlum. Lesendur___________ Ásókn KR-inga í Valsmenn G.B. skrifar: Það vakti mikla athygli meðal knattspyrnuáhugamanna í síöustu viku þegar fyrrum fyrirliði Vals í knattspyrnu, Steinar Adólfsson, gekk tá liðs við KR-inga. Þegar nánar er að gáð þarf þetta hins vegar ekki að koma svo mjög á óvart, þegar síð- ustu leiktímabil eru skoðuð, því und- anfarin 3^4 ár hefur ásókn KR-inga í Valsmenn verið mikil. Má rekja þessa miklu ásókn allt aftur til ársins 1988 þegar KR-ingar réðu til sín þjálf- ara Vals, Ian Ross, sem gert hafði Valsmenn tvívegis að íslandsmeist- urum. - Fram að þeim tíma má segja að það hafi verið óþekkt að leikmenn eða þjálfarar flyttu sig milli þessara liða. í framhaldi af þessari ráðningu, árið 1990, gekk fyrrum landshðsfyr- irhði, Atli Eðvaldsson, í KR og má þá segja aö marga hafi rekið í roga- stans. Þó voru þessi félagaskipti að lokum réttlætt með því að hér væri í raun um atvinnmann að ræða, líkt og gilti um þjálfarann Ian Ross. Und- ir stjóm Ross náðu KR-ingar síðan sínum besta árangri í 20 ár, þótt eng- ir titlar hafi unnist, en í kjölfar þessa óx ásókn þeirra í Valsmenn, sem á hveiju ári'höfðu undantekningarlítið unniö einhverja titla. Einar Þór Daníelsson var næstur í röðinni, og árið eftir Izudin Dervic sem hafði orðið bikarmeistari með Val 1991. í fyrra kræktu KR-ingar sér síðan í Salih Porsa, fyrrum bikar- meistara með Val, og bættu síðan við James Bett sem hóf knattspymuferil sinn hjá Val árið 1978. - I ár hafa KR-ingar svo bætt viö Steinari Adólfssyni og líkur em á að fyrmm félagi hans, Anthony Karl Gregory, fylgi í kjölfariö. Þegar allur þessi hópur er skoðað- ur hlýtur sú spurning að vakna hvort þessum Valsmönnum tekst að flytja með sér í vesturbæinn sigurtilfinn- Fyrrum fyrirliði Vals i knattspyrnu, Steinar Adólfsson, (t.v.) meö boltann áður en hann gekk KR á hönd. inguna sem ætíð virðist ríkja á Hlíð- arenda. í þau þijú skipti sem KR- ingar hafa leikið undir merkjum Vals hefur félagið náð að beisla þá með þessari tilfinningu því allir urðu þeir Islandsmeistarar með Val: Hálf- dán Örlygsson 1978 og Stefán Arnar- son og Örn Guömundsson árið 1985. - Þeirri spurningu er hér látiö ósvar- að hvort það eitt að hafa í liði sínu 5 Valsmenn næsta sumar dugar til þess að tendra þann sigumeista sem þarf ætið að vera í meistarahði. Störf sjúkraliða gróflega vanmetin Eyleif Elhðadóttir skrifar: Það var kominn tími til að sjúkra- hðar vekth athygli ráðamanna á tíl- vem sinni og störfum. í kjarasamn- ingum eru grunnlaun þeirra kr. 56.000 á mánuði. Þetta er hrein háð- ung. Margir jeppa-, tösku- og nefnd- armenn hafa þessa upphæð í bif- reiðastyrk eingöngu eða sem þóknun fyrir nefndastörf. - „Margar era nefndimar/hl eru þeirra verk“, segir í revíutexta. Þessi hópur kvenna ber uppi starf- semi dvalar- og hjúkrunarheimUa, auk sjúkrahúsanna. Starfið er erfitt á mörgum þessara stofnana og felst í því að klæða, mata, hátta og snúa sjúkhngum, auk margra annarra verka sem fæst okkar þekkja af eigin raun fyrr en mannleg eymd sækir okkur heim. Það mætti ætla að þessi starfshóp- ur hefði einhveijar aörar þarfir en við hin. Eða hvemig tekst sjúkralið- um að lifa af launum sínum? Kemur það okkur hinum nokkuð við? Flest okkar viljum geta gengið inn fyrir dyr heUbrigðisstofnana þegar eitt- hvað bjátar á, hvort sem við erum ung eða aldin. Komast í skjóhð þar. Oft hefur mér flogið í hug hvort þeir háu herrar, sem ahan sinn starfsaldur hafa þegið há laun, allt að 15-fóld mánaðarlaun þeirrar stétt- ar er annast hina aumu, hafi ekki verið svo forsjáhr að setja á stofn eigin hjúkranarheimih, sem hæfir þeirra virðingu, tU búsetu á efri árum. - Þar ynnu aðeins „ofurhðar“ er nytu góðra laun - og væntanlega virðingar líka. - Þeir gætu sem best eignað sér sína eigin plánetu, líkt og Geimstöðina. Já, svo langt era marg- ir hér í samfélaginu frá þeim raun- veruleika er láglaunastéttir ghma við til að komast af. Að lokum skal sjúkraliðum óskað velfarnaðar í bar- áttunni fyrir bættum kjöram. Jóhannes í Bónusi: Hjálparhella láglaunafólksins Skarphéðinn Hinrik Einarsson skrif- ar: Enginn vafi leikur á því að Jóhann- es kaupmaður í Bónusi hefur hjálpað mörgum láglaunamanninum að beij- ast við kreppuna með lágu vöruverð .- Fyrir fáeinum dögum var ég að hlusta á morgunþátt útvarpsstöðvar- innar FM. Þar var viðtal við Jóhann- es í Bónusi. Hann er greinhega skýr maður og talar jafnframt mjög skýrt. Hann skóf ekki utan af hlutunum og Hringiðísíma -eða skrifið Nafn síraanr. VCTÓur að fyigja fcréfura Jóhannes Jónsson, kaupmaður i Bónusi. - Margir standa f þakkar- skuld viö hann, að mati bréfritara. kom víða við. Hann byijaöi smátt, jók við sig, hægt og sígandi, hann staðgreiðir allar vörar, er með lágmarksfjölda starfsmanna og lætur ágóðann af staðgreiðsluverðinu renna tíl neyt- enda, með lægra vöraverði. íslend- ingar hafa verið að glíma við at- vinnuleysi og kreppu og Jóhannes hefur hjálpað láglaunafóllfl sem hef- ur htið handa í milli. Ég segi því: Fólk stendur í þakkarskuld við Jó- hannes þar sem hann er með sínar verslanir. Hann hefur í raun veriö ljósið í myrkrinu í baráttunni gegn verðbólgu og verðhækkunum und- anfarin ár. Hann ætti að fá Fálkaorð- una. Menn hafa fengið hana fyrir mihna - sumir jafnvel fyrir ekki neitt. Irving Oil úthýst? Magnús Ólafsson skrifar: Maður trúir því ekki fyrr en í fuha hnefana að kanadíska oliu- félaginu, Irving Oh, sem sótt hef- ur um lóðir undir 8 bensínstöðvar á höfuðborgarsvæðinu, verði út- hýst Það trúir því enginn að eng- ar lóðir séu th reiðu fyrir félagiö. Ég veit ekki hvaða leikaraskap er verið setja á svið með þessum svöram. Eitt er þó víst. Það fagna ahir erlendri samkeppni í bensín- sölu hér á landi. Lögásjúkra- liðana Garðai' Sigurðsson hringdi: Mér er th efs að nokkur stétt innan hehbrigðisgeirans hér á landi sé verr launuð en einmitt sjúkraliðar. Til þess má þó ekki koma að þeir geti beitt verkfalls- réttinum. Það á því að setja lög á sjúkraliðana ef til verkfalís kem- ur. Þaö á reyndar við um alla innan heilbrigðisþjónustunnar, að þar verði aldrei verkfóh. Það hlýtur að koma að þvi að við þess- ar stéttir verði samið eins og aðr- ar. Leiðrétting: HelglSeljan ekklSæm. Sigrún Björnsdóttir hringdi: Sem annar umsjónarmaður þáttarins Spurt og spjallað vh ég koma á framfæri leiðréttingu við lesendabréf i DV miðvikudaginn 9. nóv. Þar segir m.a. „... og Helgi Sæmundsson, sem yrkir inn á mihi, mörgum til hinnar mestu skemmtunar". - Hér er vafalítið átt við Helga Seljan, sem fyrr er á minnst í bréfínu, en ekki Helga Sæmundsson. - Einnig vh ég benda á, að gefnu thefni, að þátt- ur þessi hefst kl. 13.20. Að öðru leyti þakka ég Birni Stefánssyni fyrir thskrifin. Morgunpóstur- innágrunni Pressunnar? Siguröur Einarsson skrifar: Makalaust finnst mér að horfa upp á nýja blaðið, Morgunpóst- inn, faha í sama pytt og fyrir- rennara þess, Pressuna sálugu. Ennþá sami subbuskapurinn; óþekktum einstaklingum, hugs- anlega gjaldþrota, stiht upp sem barnaníðingum eða þaöan af verra. - Enn kyndugra að þeir sömu menn og áður stýrðu Press- unni skuh vera innanborðs hjá hinu nýja blaði, í samfloti með viröulegri mönnum úr viðskipta- hfinu, og farnir aö tíleinka sér sth sem ekki hefur tíðkast í okkar htla samfélagi. Óttast hinir nýju aðhar, svo sera Securitas, Oddi hf. og Qeiri ekki að raissa við- skipti fyrír að leggja nafn sitt við shkt? Ekki dytti mér t.d. i hug að biðja um vöktun á eignum og bókhaldi fyrirtækis míns af ótta við að lesa hugsanlega um þaö í blaðinu. Útvarpsstöð Markúsar Haraldur örn Haraldsson skrifan Kæri Markús Örn Antonsson. Ég óska eindregið eftir þ ví að sem ahra fyrst verði útsendingartími stöðvar þinnar (FM 94,3) lengdur og útsending verði um helgar á sama tíma dags og virka daga. - Einnig set ég fram beiðni mína um flutning á sighdum sveita- söngvum (,,country“-tónlist) frá 5., 6. og 7. áratugnum og væri shkt hentugt, t.d. á miðvikudögum. Einnig væri gott að fá upplýs- ingaþátt við og við fyrir þá sem era í Blindrafélaginu. Með kveðju og þökk fyrir framtakið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.