Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1994, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1994, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 11. NÖVEMBER 1994 11 Meruung Ásgeir Lárusson í 11 og Ófeigi: Svipir og tilraunamálverk Þaö er orðið ekki óalgengt að menn sýni á tveimur stöðum í einu, líkt og Hringur gerir núna, en það hlýt- ur að vera met að halda þrjár einkasýningar samtímis, jafnvel þótt sýningarstaðirnif séu smáir. Þetta hefur Ásgeir Lárusson nú gert og hafa verk hans verið til sýnis í 11 og Ófeigi við Skólavörðu- stig, jafnframt því sem verk hans hafa skreytt veitingastaðinn 22 viö Laugaveg eins og áður hefur komið fram hér í blaðinu. í Ófegi og Gall- eríi 11 er að finna fjölbreyttar myndir, auk þess sem Ásgeir hefur gefið út ljóðahefti sem eykur enn á fjölbreytnina. Myndirnar í Ófeigi eru málverk sem virðist þó ætlað að vera eins konar and-málverk - að vinna gegn viðteknum hug- myndum okkar um það hvað mál- verk séu, hvernig Ustamönnum beri að vinna þau og áhorfendum að skoða þau. Málverkin eru hvorki myndræn né í rauh af- strakt, heldur Ukjast -þau einna helst veggskúlptúrum sem eins og fyrir tiMljun hafa verið unnin með málningu. En það er á sýningunni í 11 að Asgeir setur fram umfangs- meiri verkin. Þar eru mannamynd- ir Mkar þeim sem hann sýnir á Tuttugu og tveimur - dökkar myndir sem eru unnar þannig að lit er makað á dúk og hann svo tek- inn upp með tusku svo að myndin Frá sýningu Ásgeirs Lárussonr. Myndlist Jón Proppé verður eins og negatifa eða öfug skuggamynd. Fólkið í þessum myndum er eins og svipir framlið- inna eða sýnir í rökkri 'og inntak myndanna virðist oft nálgast mys- tísk eða trúarleg temu. Með því að raða saman mörgum slíkum mynd- um nær Ásgeir að vekja þá tilfinn- ingu með áhorfandanum að hann sé að skyggnast inn í hulda veröld sem margir byggja. Það er ekki ósvipað því að lesa stakt blað úr glötuðu sagnahandriti. í innra her- berginu í 11 eru hexagröm sem Ásgeir hefur fundið með hinni fornu kínversku spádómsaðferð I- Ching. Hexagrömin eru svör vé- Charlie Lang (Nicholas Cage) er hér að fara að tilkynna Yvonne Biasi að hún fái helminginn af lottóvinningnum. Stjörnubíó - Það gæti hent þig: ** Ef na skal loforð Það gæti hent þig (It Could Happén to You) er róman- tisk skemmtun, nógu nálægt raunveruleikanum til þess að nafn myndarinnar geti staðist og óhætt að segja að myndin veitir áhorfandanum vissa veUíðan. Formúlan er það sem þeir kunna í Hollywood og gera manna best. Þegar aftur á móti er að gáð er sagan ósköp þunn og tilgerðarleg en slíkir smámunir eru faldir á bak við gáskafulla skemmtun og barnslega trú á kærleikann gagnvart náunganum. Nicolas Cage leikur lögregluþjóninn Charhe Lang. Hann er heiðarleikinn uppmálaður og hefur gaman af vinnu sinni. Hann er ekki haldinn neinum dag- draumum, ólíkt eiginkonu sinni, Muriel, hárgreiðslu- konu, sem skammast út í allt og alla og telur sig ekki búa í nógu fínu hverfu. Það er Muriel, sem biður eiginmann sinn að kaupa lottómiða með vissum tölum sem hafa birst henni í draumi. Áhuginn hjá Charlie er ekki meiri en svo að hann fer með rangar tölur. Sama dag fer hann á kaffi- stofu og hittir þar fyrir gengUbeinuna Yvonne, sem er nýkomin úr dómshúsinu þar sem hún var gerð gjaldþrota vegna framtakssemi eiginmanns síns. Hún er skiljanlega ekki í sem bestu skapi þegar CharUe býður henni helmingshlut í lottóvmningi ef svo ólík- lega vUdi til að hann fengi vinning þar sem hann á ekki fyrir þjórfé handa henni. Þegar svo sá stóri kemur á miðann hjá Lang-hjónun- um brjálast Muriel þegar CharUe segist ætla að skipta vinningnum á mUU þeirra og gengUbeinunar. Fram- haldið er á við nútíma Öskubuskuævintýri og í lokin fá aUir það sem þeir verðskulda. Það gæti hent þig gengur ágætlega upp og mörg atr- iði eru bæði fyndin og ágætlega gerð, en það vantar Kvikmyndir Hilmar Karlsson einhvern brodd í söguna þegar fer að Höa á myndina. Það á^samt ekki við um leik Rosie Perez sem vex ás- meginn eftir því sem Uður á myndina og sýnir enn eina ferðina að það fer henni einstaklega vel að leika óþolandi kvensniftir. Það má segja að myndm gangj nokkurn veginn upp þar tíl betlarinn hendir af sér grímunni; reynist vera þekktur ljósmyndari og kemur elskendunum tíl hjálpar með söfnunarátaki. Þarna er farið gróflega yfir strikið aðeins til þess að fá sykursæt- an endi á myndina. Það gæti hent þig (It Could Happen to You) Leikstjóri: Andrew Bergman. Handrit: Jana Anderson. Kvikmyndun: Caleb Deschanel. Tónlist: Carter Burwell. Aðalhlutverk: Nicolas Cage, Bridget Fonda, Rosie Perez og Wendell Pierce. fréttarinnar við spurningum Usta- mannsins; spurningum á borð við þessar: „Hver er staða íslenskrar myndUstar?", „Hvað er guð?", ,,Hver er framtíð sjávarútvegs á Islandi?" Ásgeir lætur sér nægja að hengja sjálf hexagrömin á vegg- ina og rýfur þau þannig úr sam- hengi við spurningarnar og spá- dóminn - gerir þau að myndhst. Þeir sem vUja kafa nánar í framtíð sjávarútvegsins verða því að taka eintak af spádómsbókinni með sér á sýninguna. Ásgeir er listamaður sem leitar víða og virðist frekar vTJja hrinda hugdettum sínum strax í framkvæmd en liggja með þær lengi í höfðinu. Engu að síður virðast mannamyndirnar á Tutt- ugu og tveimur og 11 benda tU þess að eitthvert sterkara samhengi sé að gerjast í Ustsköpun hans.. Það á Uklega næsta sýningarþrenna eftir að leiða í ljós. u> Guffnijfamm) Vfc^^ Laugavegi 178 Kvöldverðartilboð 11/11-17/11 * Hunangslegin graflaxrós með kavíartvennu og sítrónudillsósu * Rósasteiktur lambavöðvi íjurtahjúp með eplasalati og camembertsósu * Heimalöguð sítrónuterta með melónukúlum og jarðarberjasósu Kr. 1.950 Opið í hádeginu mánud.-föstud. Opið á kvöldin miðvikud.-sunnud. Nyr spennandi a la carte matseðill Borðapantanir í síma 88 99 67 /////////////////////////////// JÓLAGJAFA- HANDBÓK 1994 Miðvikudaginn 7. desember mun hin árlega jóla- gjafahandbók DV koma út í 14. sinn. Jólagjafahandbók DV hefur orðið æ ríkari báttur í jólaundirbúningi landsmanna enda er þar að finna hundruð hugmynda að gjöfum fyrir jólin. Skilafrestur auglýsinga er til 25. nóvember en með tilliti til reynslu undanfarinna ára er auglýsendum bent á að hafa samband við Selmu Rut Magnús- dóttur eða Ragnar Sigurjónsson, auglýsingadeild DV, hið fyrs.ta í síma 632700 svo að unnt reynist • að veita öllum sem besta bjónustu. ATH.! Bréfsími okkar er 63 27 27.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.