Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1994, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1994, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1994 Fréttir Opið prófkjör Alþýðubandalagsins í Reykjavík: Stef nir í hörkuátök um þrjú efstu sætin - nokkrir fulltrúar úr launþegahreyfmgunni ætla í slaginn Alþýöubandalagiö í Reykjavík hef- ur ákveðið aö viðhaft verði opið próf- kjör við val á lista flokksins í kom- andi alþingiskosningum. Próíkjörið á að fara fram eigi síöar en 14. jan- úar næstkomandi. Enda þótt stutt sé síöan þetta var ákveðið er þegar komin hreyfing á framboðsmálin. Ljóst er aö hart verður barist um þxjú efstu sætin en Alþýðubandalag- ið stefnir að því að ná þriðja mannin- um aftur inn í Reykjavík. Svavar Guðrún Björn Grétar Ögmundur Sótt að þingmönnunum Þingmenn Alþýðubandalagsins í Reykjavík, þau Svavar Gestsson og Quörún Helgadóttir, gefa bæði kost á sér áfram í efstu sætin. Svo virðist sem að þeim verði sótt og það nokkuð fast. Þau geta þurft að hafa allmikiö fyrir því að halda sætum sínum. Einkum sýnist fast sótt að Guð- rúnu. Tveir sterkir menn úr laun- þegahreyfingunni virðast hklegir til að gefa kost á sér í prófkjörið, þeir Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambandsins, og Ög- mundur Jónasson, formaður BSRB. Björn Grétar sagði í samtali við DV að um það hefði verið rætt viö sig að fara í prófkjörið. Hann hefði hins vegar enga ákvörðun tekið. Málið væri ekki útrætt að sinni hálfu. Ögmundur Jónasson sagðist fyrst og fremst vilja sjá drauminn um samfylkingu félagshyggjuaflanna rætast, þá væri hann tilbúinn til aö gefa kost á sér. Aðspurður hvort hann útilokaöi að gefa kost á sér ef samfylkingin tækist ekki sagðist hann ekki gera það, hann hefði í sjálfu sér ekki sett nein skilyrði í þessu máh. Fleiri þungavigtarmenn Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Landssambands iðnverkafólks, var í Guðmundur Einar Karl Hildur Bryndís 3. sæti á hsta Alþýðubandalagsins við síðustu alþingiskosningar. Guö- mundur er sterkur maður innan verkalýðshreyfingarinnar og bland- ar sér í toppbaráttuna gefi hann kost á sér og ekki er annað vitað en að svo verði. Þá hefur DV heimildir fyrir því að Einar Karl Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðubandalagsins, æth í slaginn og muni gefa kost á sér í eitt af efstu sætunum. Einar Karl er að sjálfsögöu þungavigtarmaður í flokknum og einn nánasti samstarfs- maður formannsins, Ólafs Ragnar Grímssonar. Konur sækja að efstu sætunum Konur í Alþýðubandalaginu ætla sér stóran hlut í prófkjörinu. Nokkur Fréttaljós nöfn hafa verið nefnd í því sam- bandi. Þar er nafn Hildar Jónsdótt- ur, ritstjóra Vikublaösins, ofarlega á hsta, eins nafn Bryndísar Hlöðvers- dóttur, lögfræöings Alþýðusam- bands íslands. Hún hefur látið æ meira að sér kveða innan flokksins síðustu misserin. Þá hefur Svanhild- ur Kaaber, fyrrverandi formaður Kennarasambands íslands, veriö nefnd sem framboðskandidat hjá Al- þýðubandalaginu. Armaátök Enda þótt átökin innan Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík hafi nokk- uð hjaðnaö að undanfomu er langt frá því að armarnir tveir séu sestir í helgan stein og hættir að takast á. Nú má gera ráð fyrir að átökin milli þeirra blossi upp af fullum krafti og aö þeir berjist alveg fram að próf- kjöri. Hópurinn sem oftast er nefndur „Flokkseigendafélagið“, og berst hatramlega gegn Olafi Ragnari og hans mönnum, er ákaflega vel skipu- lagður hópur og vel smurð kosninga- vél. Þetta fólk kann mjög vel til verka í öllum innanflokksátökum. Þessi hópur styður Svavar Gestsson en ekki Guðrúnu Helgadóttur í próf- kjörinu. Hópurinn mun einmg styðja Guðmund Þ. Jónsson en trauðla Ög- mund Jónasson og ahs ekki Björn Grétar sem er náinn samstarfsmað- ur Ólafs Ragnars Grímssonar. 10-11 verslanimar: Þrír starfs- menn reknir fyrir þjófnað - eigandikærirekki Þremur starfsmönnum 10-11 versiananna hefur verið sagt upp störfum vegna þjófnaöar úr verslununum. Starfsfólkið hafði ekki verið við störf lengi S versl- ununum en áður en það kom þangaö vann það hjá Bónusi. Þeir hættu allir um svipaö leyti þar fyrr á árinu. Eiríkur Sigurösson hjá 10-11 vildi ekkert ræða máhð í samtali viö DV. Hann vildi hvorki upp- lýsa hversu mikið magn hefði verið um að ræða né heldur hve lengi fólkið kynm að hafa rýrt vörulager fyrirtækisins. Sam- kvæmt heimildum blaðsins voru starfsmennirnir ekki kærðir en þeir voru því sem næst staðnir að verki víð stuld, bæði á matvör- um og öörum vörum í verslunun- um. Starfsmannastjóri hjá Bónusi sagöi við DV að umræddu starfs- fólki, sem nú hefur verið rekið frá 10-11, hefði ekki verið sagt upp á sínum tíma - þaö hefði sjálft kos- ið að hætta. Eftir að þjófnaöurinn komst upp kom til áhta að kæra starfs- mennina. Eigendur tóku þá ákvörðun að gera það ekki. Á áttunda tug skipa hótað sviptingu Sjávarútvegsráðuneytið sendi í gær 74 útgerðum skeyti þar sem þeim er tilkynnt ura yflrvofandi veiðileyfissviptingu vegna van- skila á kvótaskýrslum. Utgerðum bátanna er gefinn frestur til mið- nættis á sunnudag til að skila inn skýrslunum til Fiskistofu, annars fellur veiðileyfi þeirra niður. „Þessar viðvaranir eru til- koranar vegna kvótaskýrslna sera menn eiga að druslast til að gera. Þetta er bara trassaskap- ur," segir Þórður Eyþórsson hjá sjávarútvegsráöuneytinu. I dag mælir Dagfari Heilbrigðisráðuneytið er stærsta og fjárfrekasta ráðuneytið. Þar velta milljaröar og milljarðatugir í gegn. Því fylgir mikil ábyrgö og völd að stjóma þessu ráðuneyti og engir nema fæmstu menn ráða við það verkefni. Enda hafa þeir færa menn 1 heilbrigðisráðuneytinu og svo færa að þeir em kallaðir til starfa í útlöndum og þeir era svo færir aö ráðuneytið getur ekki án þeirra verið þótt þeir starfi í út- löndum. Þess vegna em helstu yfir- menn heilbrigðisráðuneytisins í tvöfóldum störfum, hérlendis og erlendis, og em alls staðar ómiss- andi. Svo gerist þaö að fjölmiðlar fara að abbast upp á þessa mikilvægu menn sem sinna mikilvægum störfum og Ríkisendurskoðun fer að fetta fingur út í vinnubrögðin í ráðuneytinu, rétt eins og Ríkisend- urskoðun komi það eitthvað við! Ríkisendurskoðandi segist meira að segja hafa sjálfur komiö niður í hiö virðulega heilbrigðisráðuneyti tíl að hitta máttarstólpa ráðuneyt- isins aö máli. Þessa heimsókn kannast skrif- stofustjóri ráðuneytisins ekki við. Hann rekur ekki mixmi til að slíkur fundur hafi átt sér stað. Nú er þaö Alajör smámál í sjálfu sér skiljanlegt, enda geta mikilvægir menn, sem sinna mikil- vægum störfum, ekki munað eftir öllum þeim smáfiskum sem eiga erindi við ráðuneytið og menn leggja ekki á minnið emhverja skít- lega og nauðaómerkilega fundi með mönnum utan úr bæ. Þess vegna segir skrifstofustjór- inn að ríkisendurskoðandi hafi aldrei komið til sín í ráðuneytiö og er reyndar hissa á því að ríldsend- urskoðandi sé að gera veður út af „algjöm smámáli" eins og því hvort hann hafi talað við ríkisend- urskoðanda vegna álitsgerðar sem ríkislögmaður á að hafa lagt fram varðandi mál tryggingalækmsms, sem varð til þess að heilbrigðisráð- herrann Guðmundur Ámi Stefáns- son varð aö segja af sér ráðherra- dómi. Þetta er smámál í augum skrifstofustjórans, enda má það einu gilda hvort einn ráðherra fjúki. Aðalatriðið er aö máttar- stólpar ráðuneytísins haldi um taumana og stjómi ráöuneytinu, hvað sem öllum ráðherrum líður. Ríkisendurskoðun leyfir sér enn fremur aö gera athugasemdir viö uppáskriftir reikninga, stimpil- klukkur, ferðareikninga, bókhald, auglýsingastyrki og mætingar starfsmanna. Em engin takmörk fyrir afskiptasemi óviðkomandi aðila af því ríki þar sem mikilvæg- ir ráðuneytisstjórar og skrifstofu- stjórar ráða? Hvemig í ósköpunum er hægt að ætlast til þess aö mikil- vægir menn í heilbrigðisráðuneyt- inu á borð við ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra séu með nefið niöri í svona „smámálum". Þeir hafa öðrum hnöppum að hneppa og era meöal annars aö sinna mikilvæg- um störfum erlendis á sama tíma sem þeir stjórna ráöuneytinu. Geta menn búist við aö þeir séu að fylgj- ast með smámálum í sjálfu ráðu- neytinu á meöan? Áuðvitaö kemur skrifstofustjór- anum þetta við. Hann rekur jú ráðuneytið og er þar aðalmaður- inn. Hann firrir sig engri ábyrgð og skorast ekki undan að svara fyrir það sem gerist í ráðuneytinu eða gerist þar ekki. Þaö er hans mál og þess vegna er hann undr- andi á því að aðrir séu að skipta sér af því og blása upp það sem ekkert er. Blása upp „algjör smá- mál“. Yfirmenn ráðuneytisins era í fullu starfi sem yfirmenn og þeir era líka í fullum störfum erlendis og þeir era jafnvel að kenna í Há- skólanum og þeir þiggja laun og dagpeninga og námsleyfi fyrir þessi annasömu störf og hvemig geta þeir þá líka haft afskipti af málefn- um ráðuneytisins þegar þeir eru í störfum annars staðar á sama tíma? Ríkisendurskoðun getur gert athugasemdir hjá þeim sem hafa nógan tíma og hafa ekki fengið ráð- herraleyfi til aö stunda aðra vinnu. En mikilvægir menn í ráðuneyt- inu, sem þurfa að sinna ráðuneyt- inu af því ráðherrar koma þar og fara, þeir lýsa frati á fjölmiöla og Ríkisendurskoöun og alla þá sem era að kássast upp á annarra manna jússur. Þetta verður almenningur að skilja. Honum kemur ekki viö hvað gerist í ráðuneyti þar sem milljörð- um er velt og smápeningar býtta engu til eða frá. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.