Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1994, Side 10
10
FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994
Merming
Viðurkenning
fyrirkynningu
áíslenskri
menningu
Stjóm Mennlngarsjóðs íslands-
banka hefur ákveöið að veita
þýska rithöfundinum Wolfgang
Schiffer viöurkenningu fyrir
starf hans að kynningu á ís-
lenskri menningu í Þýskalandi.
Viðurkenningin var afhent í
Ustasaíhi Sigurjóns Ólafssonar í
fyrradag.
Wolfgang Sciffer er forstööu-
maður leiklistardeildar vestur-
þýska útvarpsins. Hann nam
germönsk fræöi, heimspeki og
leiklistarfræði við háskólann í
Köln og hefur samið skáldsögur,
leikrit og ljóð og þýtt erlendar
bókmenntir á þýsku. Hann kom
fyrst til íslands árið 1982 og hefur
síðan heimsótt landið árlega. í
rúmleg áratug hefur hann unnið
ötuUega aö því að kynna íslenska
menningu og skáldskap í Þýska-
landi. Wolfgang Sciffer var
sæmdur riddarakrossi íslensku
fálkaorðunnar áriö 1992.
Upplestrarúr
nýjum verkum
Mál og menning og Forlagið
efna til upplestra úr nýjum skáid-
verkum á íjórum stöðum á land-
inu; á Hótel ísafirði 19. nóvemb-
er, á Hótel Borg í Reykjavík 22.
nóvember, í Deiglunni á Akur-
eyri 23. nóvember og í Mennta-
skólanum á Egilsstöðum 24. nóv-
ember. Yfirskrift upplestranna er
„Þaö eru skáld á skipinu - ís-
lenskur skáldskapur 1994“.
Bókakynningá
Breiðdalsvík
Síguistejnn Melsted, DV, ÐrtáödaJsvífc
í tilefni út-
komu nýrrar
bókar sinnar,
Undirbláuaug-
liti eilífðarinn-
ar, bauð höl'-
undurinn, Guð-
jón Svcinsson,
upp á molakaffi
með meiru í Grunnskólanum á
sunnudaginn. Gamall nemandi
höfundar, Anna M. Birgisdóttir
bókmenntafræðingur, krufði
bókina lítillega. Þá gaf höfundur
sjálfur innsýn í efni bókarinnar.
Guöjón er Breiðdælingur í húö
og hár, fæddur 1937. Er þetta 24.
bók hans.
Hjónabandið flutti bráð-
skeramtilegar vísur eftir Sigurð
Ó. Pálsson á Egilsstöðura og Jón-
björgu, konu hans, og tvær litlar
stúlkur iéku á fiðlu og sungu.
Kvíkmyndasafn íslands:
Vill opna saf n
I Bæjarbíói
- fögnum þessu, segir formaður bæiarráðs
Forráðamenn Kvikmyndasafns ís-
lands hafa óskað eftir því við bæjar-
yfirvöld í Hafnarfirði að fá afnot af
Bæjarbíói við Strandgötu undir kvik-
myndasafn. í greinargerð frá Kvik-
myndasafni segir að safnið myndi
ekki nýta sér húsnæði bíósins nema
að htlu leyti fyrstu tvö árin og því
ætti eðlileg starfsemi að vera hjá
Leikfélagi Hafnaríjarðar þann tíma.
Stefnt er að framkvæmdum við
geymsluhúsnæði í byijun 1995 og að
safnið komi sér formlega fyrir í Bæj-
arbíói árið 1996. Sýningarhald væri
ekki komið í fuhan gang fyrr en 1997.
í greinargérð frá Kvikmyndasafni
segir að Bæjarbíó hafi kvikmynda-
sögulegt gildi og því myndi það sóma
sér vel sem aðsetur Kvikmyndasafns
íslands. Bæjarbíó og húsnæði tengt
því yrði eiginlegt aðsetur Kvik-
myndasafns. Þar yrði skrifstofa for-
stöðumanns og eins til þriggja starfs-
manna, sýningaraðstaða og reglu-
bundið sýningarhald á kvikmyndum
ásamt aðstöðu fyrir bókasafn og
myndbandasafn. Markmiðið yrði að
geyma aht efni Kvikmyndasafns og
RÚV og annað efni tengt kvikmynda-
sögunni.
„Sýningarvélar og önnur tæki úr
Bæjarbíói eru enn í góðu lagi og við
myndum auðvitað fagna því ef sam-
komulag næðist um að kvikmynda-
safni yrði fundinn staður hér í Hafn-
arfirði. Bæjarbíó þarf lagfæringar
við og við vonum að bæjaryfirvöld
og ríkisvaldið komi þar inn,“ segir
Magnús Gunnarsson, formaður bæj-
arráðs Hafnarfjarðar.
Stjórn Sjóðs Richards Serra ákvað á dögunum að veita Sólveigu Aðalsteinsdóttur myndlistarkonu viðurkenningu
úr sjóðnum, 400 þúsund krónur. Er þaö í annað sinn sem slík viðurkenning er veitt úr sjóðnum. Telur sjóðsstjórnin
að verk Sólveigar sýni hugmyndaauðgi og næmi fyrir eiginleika efnisins og formrænum möguleika þess í rým-
inu. Sjóðurinn var stofnaður aö tilhlutan myndhöggvarans Richars Serra en hann reisti umhverfisverkið Áfanga
í Viðey 1990. Á myndinni afhendir Bera Nordal, formaður sjóðsins, Sólveigu viðurkenninguna.
Ný skáldsaga frá Pétri Gunnarssyni:
Fjallar um mann sem vill ekki deyja
„Efstu dagar er skáldsaga sem ég
hef verið með í smíöum undanfarin
ár og er að koma út fyrir jólin. Það
er aUtaf það sama uppi á teningnum,
maður er aUtaf eins og fáviti gagn-
vart sínum eigin verkum. Aðrir
verða aö meta þau, mæla og bera
saman. Ég treysti mér ekki tU þess
að skera úr um það og ég hugsa aldr-
ei um það hvort bók sem ég skrifa
sé lík annarri," segir rithöfundurinn
Pétur Gunnarsson.
Mál og menning gefur bráðlega út
sjöttu skáldsögu Péturs sem ber
nafnið Efstu dagar. Veriö er aö leggja
síðustu hönd á bókina en ekki er
búið að ákveða útgáfudag enn þá.
Að sögn HaUdórs Guömundssonar,
útgáfustjóra Máls og menningar, er
Efstu dagar töluvert ólík öðrum
skáldsögum Péturs. Pétur treystir
sér hins vegar ekki til þess að dæma
um það sjálfur.
„í sögunni koma margar persónur
við sögu og hún spannar ansi langt
tímabil í ævi þessara persóna. Sagan
hefst eftir heimsstyrjöldina síðari og
stendur fram á daginn í dag.“
Teygjanlegt hugtak
Nafn sögunnar, Efstu dagar,
minnir óneitanlega á efstu daga í
Nýja testamentinu og tekur Pétur
nafniö þaðan. Segir jafnframt að það
geti haft tvær ólíkar merkingar.
„í Nýja testamentinu er þetta hugs-
að þannig að þegar Jesú Kristur hef-
ur lokið sínu ætlunarverki þá Utu
lærisveinar hans svo á aö stundin
væri runnin upp og það væri mjög
stutt eftir. Það voru í raun og veru
kallaðir efstu dagar. Síðan hafa þess-
ir efstu dagar varað óvart í næstum
því 2000 ár svo þetta er svolítið teygj-
anlegt hugtak. Efstu dagar getur líka
svaraö til þess að þetta eru síðustu
Pétur Gunnarsson.
dagar okkar aldar. Bókin gerist að
því leytinu til líka á efstu dögum,“
segir Pétur.
Get ekki lýst verkinu
í Efstu dögum gerist ein aðalper-
sónan prestur og reynt að koma inn
á hvaða ástæða varð til þess. Að sögn
Péturs gæti eitt tema Efstu daga jafn-
vel fjallað um íjiann sem vill ekki
deyja.
„Ég get ekki sagt til um hvert er
tema bókarinnar. Þegar maður er
búinn aö grúfa sig yfir eitt verk í
langan tíma á maður mjög óhægt
með að lýsa þvi sjálfur. Það er sá sem
kemur ferskur að því, lesandinn
væntanlega, sem verður að leggja
dóm á verkið. Ég get ekki endursagt
söguþræði í skáldsögum eftir sjálfan
mig.“
Reylqavíkurborg:
Greiddi9
itiilljónir fyrir
Erróbókina
Ötgáfa nýju bókarinnar um
Erró á íslensku og ensku kostaði
9 milljónir króna sem greiddar
voru úr borgarsjóði. Að útgáf-
unni stóð franskur útgefandi og
var bókin prentuð i Odda.
Reykjavikurborg ákvað að kaupa
þýðingu bókarinnar á íslensku
og ensku og kaupa síðan 1500 ein-
tök á íslensku og 500 eintök á
ensku. Erróbókin kostar tæpar
10 þúsund krónur eintakið.
„Gerður var samningur við
Pennann sem keypti eitt þúsund
eintök. í samningum er kveðið á
um að Penninn skuldbindi sig til
að dreifa bókinni til annarra bók-
sala landsins og sjái til þess að
bókin verði til sölu á Kjarvals-
stöðum þann tima sem sýning
Errós stendur yfir,“ sagði Eggert
Jónsson borgarhagfræðingur.
- En hvað gerir borgin við 500
eintök af Erróbókinni á íslensku
og önnur 500 á ensku?
„Þessi eintök eru hugsuð sem
forði Listasafns Reykjavíkur og
hafðar þar til sölu. Enska útgáfan
er síðan hugsuð til kynningar til
feröamanna.“
Góóaðsóknað
Jörfagleði
Ágæt aðsókn hefur verið að
- þeim þrem sýningum á dans- og
leiksýninguni Jörfagleði sem
sýnd er í Borgarleikhúsinu. Hef-
ur verkið, sem er eftir Auði
Bjarnadóttur, verið sýnt þrisvar
og hlotið mjög jákvæöa umljöll-
un. Tvær sýningar eru ráðgerðar
á verkinu í næstu viku, á þriðju-
dag og miðvikudag, og fara þær
báðar fram í Borgarleikhúsinu. í
Jörfagleði kemur fram fjökli
dansara, leikara og söngvara.
Frá sýnlngu á Jörlagleði.
Akranes:
Lislasafní
Kirkjuhvoli
Garöar Guðjónsson, DV, AkranesL-
Minningarsjóður séra Jóns M.
Guðjónssonar hefur fest kaup á
húsinu Kirkjuhvoli og hyggst
opna þar listasafn í desember.
Kirkjidivoll er með elstu og
glæsilegustu húsum á Akranesi,
reist af Þorsteini Briem og fjöl-
skyldu hans í byrjun þriðja ára-
tugarins.
Séra Jón M. Guðjónsson var
eftirmaður séra Þorsteins á
Akranesí ogþjónaöi Skagamönn-
um einnig í áratugi. Hann bjó um
skeið í Kirkjuhvoii og var helsti
frumkvöðull þess að stofnað var
Byggðasafnið í Görðum. Séra Jón
lést fyrr á þessu ári en ein hinsta
ósk hans fyrir andlátið var að
stofnaður yrði sjóður tif þess að
koma á fót listasafni á Akranesi.
Norsk bókagjöf
Norsk menningarmálayfirvöld
færa sameinuðu Landsbóka-
safni-Háskólabókasafhi í Reykja-
vik að gjöf norsk fræöi og upp-
flettirit að verðmæti um 10 þús-
und norskar krónur sem sam-
svarar um 100 þúsund íslenskum.
Er þetta gert í tilefni af opnun
hins nýja bókasafns 1. desember
næstkomandi.