Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1994, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994 15 Með bjálkana í augunum Sú umræöa er hæst heyrist í dag er um meinta spiilingu stjómmála- manna og hátt er hrópað um aftök- ur og rannsóknir. Gagnrýnin og sanngjöm umræða, sem veitir ráðamönnum stofnana og stjóm- málamönnum aðhald, er mjög þörf og af hinu góða. En það rýrir mjög möguleika á árangri af slíkri um ræðu þegar augljóst er að þeir sem fyrir henni standa em að nota hana sem aðferð til að niða niður og rægja keppinauta sína. Það spillir t.d. mjög fyrir trúverð- ugleika slíkrar umræðu þegar fyrir henni fer maður sem á að baki embættisferil eins og Ólafur Ragn- ar Grímsson. - Hver getur t.d. trúað að Ólafur Ragnar sé í alvöm hneykslaður yftr starfslokasamn- ingi við Bjöm Önundarson? Mað- urinn sem gaf útgáfufélagi Tímans KjaUarinn Vaigerður Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi í Hafnarfirði „Eru ekki fleiri en ég sem sjá bjálkana standa úr augum Olafs Ragnars þegar hann hneykslast á 3 milljóna starfs- lokasamningi við Bjöm Ónundarson?“ eftir 8,5 miftjóna skattaskuld og auðveldaði þar með Framsóknar- flokknum að selja tap þessa fyrir- tækis síns? Tap sem nýttist síðan kaupandanum þannig að ríkissjóð- ur tapaði 70 milljónum í sköttum. Um þetta „skítabix“ hafði Ólafur samið við Framsóknarflokkinn og skaðað þannig ríkissjóð um tæpar 80 milljónir. Era ekki fleiri en ég sem sjá bjálkana standa úr augum Ólafs Ragnars þegar hann hneyksl- ast á 3 milljóna starfslokasamningi við Bjöm Önundarson? Ríkislögmaður i léttvigt Það er ekki úr vegi að rifja upp þegar Ólafur Ragnar tók fræðslu- stjóramáhð svokallaða út úr haestarétti gegn eindreginni and- stöðu ríkislögmanns. Þar var um að ræða pólitískt prófmál um það hvort embættismenn gætu af ásettu ráði eytt fjármunum al- mennings án heimiidar. Þá vigtaði álit ríkislögmanns ekki þungt í huga Ólafs Ragnars. Því ofan á það að hundsa álit ríkislög- manns þá ákvað Ólafur Ragnar upp á sitt eindæmi að skenkja 800 þús- und krónum ofan á greiðslu til frEeðslustjórans sem einhvers kon- ar óþægindaþóknun. Eru ekki fleiri en ég sem sjá bjálkana standa úr augimum á Ólafi Ragnari þegar Olafur Ragnar Grimsson, form. Alþýðubandalagsins. - Hver getur trúað þvi að Ólafur Ragnar sé í alvöru hneykslaður...? spyr Valgerður m.a. í grein sinni. hann hneykslast á sérverkefnis- greiðslu til tiltekins lögmanns? Aðstoðarmaður í þungavigt Eitt af hneykslunarefnum fjöl- miðla og Ólafs Ragnars er að Jón Karlsson sat í 12 nefndum sem að- stoðarmaður Guðmundar Áma. Voru raunar aðeins 6. í lögum um stjómarráð íslands er heimild fyrir einum aðstoðarmanni ráðherra. Ólafur Ragnar fór í kringum þessi lög og réð sér þrjá aðstoðarmenn í einu þegar hann var fjármálaráð- herra. Þeir voru Már Guðmunds- son, Svanfríöur Jónasdóttir og Mörður Árnason, hvert um sig á topplaunum með mikla yfirvinnu. Eru ekki fleiri en ég sem sjá bjálk- ana standa úr augunum á Ólafi Ragnari þegar hann hneykslast á nefndafjölda eins aðstoðarmanns Guðmundar Árna? Þeim landsmönnum, sem af ein- lægni vilja vinna gegn spillingu og rangsleitni, er gerður mikill óleik- ur þegar rógberar dulbúa sig sem siðvæðingarmenn. Því þá snýst merking oröanna við og umræðan, sem er svo þörf, verður marklaus. Valgerður Guðmundsdóttir Er fullveldishugtakið úrelt? Það er viða þekkt í umræðu seinni ára er tengist aðildamm- sókn aö Evrópusambandinu (hér eftir skammstafað ES), að því er haldið fram að þjóðríkiö sé úrelt hugtak og heyri sögunni til. Hin hefðbundna skilgreining á fullveldi sé úrelt og nú grundvallist fullveldi á því að vera fullgildur aðifl á þeim vettvangi þar sem ákvarðanir séu teknar. Aðild að ES muni þannig bjarga fullveldinu. Þetta kemur m.a. fram í grein eftir Vilhjálm Egilsson alþingis- mann í DV þann 13. sept. sL Viðflka skoðanir koma fram í máli þeirra sem tala fyrir aöild Svíþjóðar, Nor- egs og Finnlands að ES. Þar er því t.d. haldið fram að tækniþróun Uð- inna áratuga ásamt efnahagslegum breytingum og aukinni alþjóðlegri áherslu á umhverfismái hafi leitt það af sér að möguleikar hvers rík- is til að taka sjálfstæðar ákvarðan- ir hafi minnkað. Þar sem alþjóðleg samvinna hafi aukist verulega, muni ákvarðanataka á alþjóðleg- um vettvangi koma í stað þjóð- bundinnar ákvarðanatöku. Gamalt vín á nýjum belgjum Þessi umræða er ekki ný af nál- inni. Það er ekkert nýtt að sérhvert ríki sé háö ytri skilyrðum og al- þjóðlegum ákvörðunum á einn eða annan hátt. Það em þær aðstæður Kjallaiinn Gunnlaugur Júlíusson hagfræðingur, formaður Sam- stöðu um óháð ísland sem vestræn ríki hafa búið við gegnum tíðina. En hver er kominn til með að segja að nú hafi skyndi- lega verið náð einhveijum vatna- skilum hvað það varðar í Evrópu? Það er einnig afar óljóst hvort einstök ríki, sérstaklega þau smáu, hagnist umfram það sem þau tapa á samstarfi við svo umfangsmiklar ríkjasamsteypur eins og ES er. Vitaskuld hafa stóm ríkin meiri áhrif en hin smærri. Sumir em jafnari en aðrir. Hvað segir sagan okkur? Sagan segir okkur að barátta ein- stakra þjóða fyrir fullveldi hefur ekki tengst því hve auðvelt einstök ríki hafa átt með að standa á eigin fótum. Baráttan fyrir sjálfstæði hefur iðulega tengst ytri áhrifum og verið háð til þess að halda þjóð- bundnum sérkennum og beinst gegn alþjóðlegum samruna. Þannig er krafan um þjóðbundna sjálf- sijóm ekki í samræmi við viðhorf alþjóðasinna sem vilja færa ákvarðanatöku frá þjóðríkinu yfir til alþjóðlegra stofnana. Hvað er að gerast innan ES? Þar sem líkur benda til að aðild- arríkjum ES fjölgi á næstu ámm flggur ljóst fyrir að breyta verður stjómkerfi þess ef samstarfið á að geta gengiö. Því heyrast nú æ há- værari raddir þess efnis frá Mið- Evrópuríkjunum (Frakklandi, Þýskalandi og Benelux-löndunum) sem vilja mynda nokkurs konar kjama þeirra ríkja er hefðu mest áhrif innan sambandsins. - Síðan kæmi næsta deild sem samanstæði af öðnun aöildarlöndum ES ásamt flestum Norðurlandanna. í ysta hring sætu síðan Austur- Evrópuríkin og einnig mjög fá- menn ríki sem hefðu sáralitla möguleika á að hafa áhrif á ákvarð- anir sem máli skiptu. Er þetta sú framtíðarsýn sem tryggir fullveldi íslands? Ég hef ekki séð neitt í málflutningi ES-sinna sem sann- færir mig um það. Gunnlaugur Júlíusson „Því heyrast nú æ háværari raddir þess efnis frá Miö-Evrópuríkjunum (Frakklandi, Þýskalandi og Benelux- löndunum) sem vilja mynda nokkurs konar kjarna þeirra ríkja er hefðu mest áhrif innan sambandsins.“ ÞoHnmæði okkar er þrotin „Helstu rökin fyrir verkfalfl eru þau sömu og þegarviöboð- uðum verk- fall 10. októ- ber sl. Þegar að lögmaöur Atlanta freistaöi þess að fa verkfail- tormáftur fía. iö dæmt ólöglegt ákváðum við aö íresta þvi tfl 17. október og miðuð- um það eingöngu við flug Atlanta til ogfrá íslandi. Síðan hefur okk- ur verið gefið í skyn að saraning- ar séu að nást en á síðustu stundu hefur Amgrímur Jóhannsson, forstjórí Atlanta, fariö til útlanda eöa að slitnaö hafi upp úr viðræð- um út af öðrum ástæðum eins og t.d. forgangsréttarákvæðinu. Núna er liðinn mánuður frá því það verkfall var boðað. Við höf- um ekki reynt að fyigja því eftir og okkar þolinmæði er þrotin. Þess vegna breytum við og boð- um verkfall á allt flug Atlanta. Réttur félagsmanna FÍA, sem starfa hjá Atlanta, er ótviræður. Niðurstaða Félagsdóms er mjög skýr á þá leið að við eigum samn- ingsrétt fyrir þessa menn. Ef við eigum saraningsrétt eigum við flka verkfallsrétt. Okkar eina krafa er að þessir félagsmenn sitji við sarna borð og þeir flugmenn Atlanta sem eru í Fijálsa flug- mannafélaginu. Ef ekki er verið að leggja niður flugfélagið Atlanta gæti verkfall- ið orðið langvinnt. Við höfum reynt að sýna langlundargeð í þeirri von að ná samningum." FÍ A þarf að sætta sig við orðinn hlut „í rauninni snýst þessi deila um for- gangsrétt fé- lagsmanna FÍA hjá flug- félaginu At- lanta. Flugfé- lagið hefur gert gildan kjarasamning við Fijálsa . _____ flugmannafélagið og í þeim samningi er viðurkenndur for- gangsréttur Fijálsa flugmannafé- lagins. í öflum stéttarfélögum á íslandi er um að ræða forgangs- rétt sem felst í því að vinnuveit- andinn er bundinn af þvf að ráða félaga í viðkomandi félagi tíl til- tekinna starfa. Þetta gildir ekki hiá Flugleiðum sem er bundið af mjög stífiun starfsaldurslista FIA. Það er slíkur starfsaldurs- listi sem FÍA vill neyða upp á Atlanta. Þetta hefur Atlanta ekki viljað sætta sig við en þetta er í rauninni kjami deilunnar. Allur annar ágreiningur er gerviástæð- ur sem er þyrlað upp til að fela þennan raunverulega tilgang. Hann myndi skapa FÍA kverka- tak til frambúöar á Atlanta alveg eins og þeir hafa á Flugleiðum. Lausnin í þessari deilu hlýtur að hvíla á þeirri fórsendu aö FÍA fari að sætta sig við orðinn hlut aö það er komið til sögunnar nýtt stéttarféiag við hliðina á því með gildan kjarasamning. Væri FÍA reiðubúið til að gefa eftir for- gangsrétt sinn hjá Flugleiðum?"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.