Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1994, Qupperneq 26
34 * FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994
Afmæli dv
Haraldur Friðriksson
Haraldur Friöriksson bakarameist-
ari, Sunnubraut 18, Kópavogi, verö-
ur fimmtugur á morgun.
Starfsferill
Haraldur fæddist í Vestmannaeyj-
um en flutti ungur meö foreldrum
sínum á Eyrarbakka, síðan á Selfoss
og loks í Kópavoginn 1953 þar sem
hann hefur átt heima síðan.
Hann lauk gagnfræðaprófi frá
Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1961,
sveinsprófi í bakaraiðn 1969 og hlaut
meistararéttindi í iðninni 1985.
Haraldur hóf störf í bakaríi fóður
síns, Bakaríi Friðriks Haraldssonar,
1962. Hann gerðist meðeigandi í fyr-
irtækinu 1974 og hefur rekið það
síðan með föður sínum sem sam-
eignarfélag.
Haraldur hefur tekið virkan þátt
í félagsmálum. Hann starfaði í
skátafélaginu Kópum um árabil og
var þar félagsforingi og stóð að
stofnun Hjálparsveitar skáta í
Kópavogi 1969 og var fyrsti formað-
ur sveitarinnar. Hann sat í stjóm
Labak - Landssambands bakara-
meistara 1983-90 og var formaður
samtakanna 1985-90, átti sæti í
stjóm Landssambands iðnaðar-
manna 1987-91 og hefur verið félagi
í Rotaryklúbbi Kópavogs frá 1990.
Fjölskylda
Haraidur kvæntist 15.3.1969 Ás-
rúnu Davíðsdóttur, f. 24.11.1946,
söngkennara og skrifstofustjóra við
Söngskólann í Reykjavík. Hún er
dóttir Davíðs Áskelssonar, kennara
í Kópavogi, og Guöbjargar Krist-
jánsdóttur húsmóöur sem bæði eru
látin.
Systkini Haralds eru Finnur Þór
Friðriksson, f. 7.6.1951, flugmaður
hjá Atlanta, búsettur á Sauðár-
króki, kvæntur Jóhönnu Björns-
dóttur skrifstofumanni og em dæt-
ur þeirra Steina Margrét nemi og
Rúna Birna nemi; Dröfn Huid Frið-
riksdóttir, f. 29.2.1960, tækniteikn-
ari í London, gift AmþóriÞórðar-
syni, verkfræðingi hjá Evrópubank-
anum í London, og em börn þeirra
Ásrún Lára nemi, Friðrik Þór nemi
ogKatrín, nýfædd.
Foreldrar Haralds eru Friðrik
Haraldsson, f. 9.8.1922, bakara-
meistari í Kópavogi, og Steina
MargrétFinnsdóttir, f. 10.6.1926,
húsmóðir.
Ætt
Albróðir Friðriks er Rúrik Har-
aldsson leikari. Hálfsystir Haralds,
samfeðra, var Unnur, móðir Frið-
riks Sigurbjörnssonar, skrifstofu-
stjóra HÍ, föður Þorvalds fornleifa-
fræðings og útvarpsfréttamanns;
móðir Áslaugar Sigurbjömsdóttur,
móður Sigurbjöms Magnússonar
lögmanns, og móðir dr. phil. Bjöms
Sigurbjömssonar, forstjóra sameig-
inlegra deilda FAO og IAFA í Vín.
Friörik er sonur Haralds, kaup-
manns og trésmiðs í Vestmannaeyj-
um, Sigurðssonar, b. í Butru í Fljóts-
hlíð, Ólafssonar, b. í Tjamarkoti,
Sigurðssonar. Móðir Haralds var
Guðbjörg Sigurðardóttir. Móðir
Guðbjargar var Ingibjörg, systir
Tómasar Fjölnismanns, langafa
Helga yfirlæknis, föður Tómasar
yfirlæknis og Ragnhildar, fyrrv. al-
þingismanns, en Tómas var einnig
afi Jóns Helgasonar biskups og Áif-
heiðar, ömmu Sigurðar prófessors
og Páls ráðuneytistjóra Líndal, föð-
ur Bjöms bankastjóra og Þórhildar
Líndal, umboðsmanns barna. Ingi-
björg var dóttir Sæmundar, b. í Ey-
vindarholti, Ögmundssonar, prests
á Krossi, bróður Böðvars, prests í
Holtaþingum, föður Þorvalds,
prests í Holti, langafa Sigríðar, móð-
ur Vigdísar forseta. Ögmundur var
sonur Presta-Högna á Breiðabóls-
stað, Sigurðssonar. Móðir Sæmund-
ar var Salvör Sigurðardóttir, systir
Jóns, afa Jóns forseta. Móðir Frið-
riks var Kristjana Einarsdóttir.
Steina er dóttir Finns í Uppsölum,
bæjarstarfsmanns í Vestmannaeyj-
um, Sigmundssonar, fiskmats-
Haraidur Friðriksson.
manns í Eyjum, Finnssonar. Móðir
Steinu var Þórunn Einarsdóttir.
Haraldur biður vini og vanda-
menn að samgleðjast þeim hjónum
í Lionsheimilinu Lundi við Auð-
brekku í Kópavogi á morgun, laug-
ardaginn 19.11., kl. 17.00-19.00.
Merming_______________________________________________
Pipraðir páfuglar
bomir fyrir böm
Ungviðið getur glaðst fyrir þessi
jól því upp á fat hafa verið færðir
pipraðir páfuglar, saltaðir sjófuglar
og annað hókmenntalegt góðgæti í
bókinni Gamlar vísur handa nýj-
um börnum. í bókinni er að fmna
fjöldann allan af gömlum vísum og
þulum sem hafa verið að falla í
gleymsku og dá á öld sjónvarps og
tölvuleikja. í vísum þessum er
börnunum boöið upp á ferðalag til
þeirra tíma þegar afar og ömmur
sátu með afkomendum sínum í
baðstofum og þuldu upp úr sér
romsur fróðleiks í bundnu máli.
Án efa munu mörg börn eiga erf-
itt með að skilja sumar visumar
þar sem þær byggja á gamalli orð-
notkun og fjarlægum reynsluheimi
íslensks sveitasamfélags. Mun þá
reyna á þekkingu og hæfni hinna
fullorðnu til að útskýra hin flóknu
hugtök og sefja þau í samhengi.
Sem dæmi má nefna vísuna um
pipraða páfugla en þar er sælurík-
inu lýst:
„Þar voru á borðum / pipraöir páfuglar, / saltaðir sjófuglar, / mimjan
og timjan / og multum salve. / Þar var drukkið primet og klaret / og vín-
ið garganus; / gullkistur um gólf dregnar / og gjafir mönnum gefnar; /
þeir fóm þaðan fullríkir, / sem þangað komu fátækir."
Guðrún Hannesdóttir valdi vísumar og myndskreytti bókina og hefur
verkið tekist einstaklega vel. Myndirnar em htskrúðugar og fallegar; vel
til þess fallnar að vekja áhuga hama á vísum og þroska með þeim tilfinn-
ingu fyrir bundnu máh. Æskhegt heföi þó verið að láta orðskýringar
fylgja vísunum því ugglaust munu margir fullorðnir eiga í erfiðleikum
með að svala fróðleiksþorsta bamanna án slíkrar aðstoðar. Guðrún á
þakkir skildar fyrir þessa bók og er ljóst að hún hefur lagt á sig erfitt
ferðalag um vanræktan garð íslenskrar bókmenntasögu.
Gamlar vísur handa nýjum börnum
Guðrún Hannesdóttir tók saman.
Forlagið 1994.
37 bls.
Bókmeimtir
Kristján Ari Arason
L0TTÍ
Vinningstölur ,------------
miövikudaqinn: 16. nóvember
VINNINQAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING
n 6 af 6 2 23.480.000
n 5 af 6 tfl+bónus 1 2.862.855
KH 5 af 6 2 126.147
1 4 af 6 223 1.799
n 3 af 6 Bfl+bónus 807 213
BÓNUSTÖLUR
©@@
Heildarupphæð þessa vlku
50.648.217
áísi, 3.688.217
njyinningur fór til Danmerkur og Noregs
UPPtÝSINGAR, SÍMSVARl »1-48,511
LUKKUUMA M1000- TEXTAVARP 451
BIRT UEO FYRIRVAHA OM ÞRENTVILLUR
Baldur Jónsson
Baldur Jónsson, bóndi í Ysta-
hvammi í Aðaldal, er sextugur í dag.
Starfsferill
Baldur fæddist í Ysta-Hvammi og
ólst þar upp í foreldrahúsum við öll
almenn sveitastörf. Á unghngsár-
unum var hann þrjár vértíðir hjá
Fiskiðjunni í Vestmannaeyjum.
Hann stundaði nám við Bændaskól-
ann á Hólum frá 1952 og lauk þar
búfræðiprófi 1954.
Baldur starfaði síðan á búi for-
eldra sinna, rak þar félagsbú, ásamt
þeim 1959-65 en tók þá við búinu og
hefur síðan stimdað blandaðan bú-
skap í Ysta-Hvammi.
Baldur starfaði í ungmennafélagi
sveitarinnar, starfar í búnaðarfé-
laginu, var einn stofnenda og sat í
stjómhestamannafélagsinsÞjálfa '
um skeið og hefur setið í stjórn Li-
onsklúbbsins.
Fjölskylda
Kona Baldurs er Fanney Helga-
dóttir, f. 1930, húsfreyja. Hún er
dóttir Helga Gunnlaugssonar, b. á
Hafursstöðum í Öxarfirði, og Krist-
ínar Gamalíusdóttur húsfreyju.
Stjúpbörn Baldurs eru Sigríður
Helga, f. 1957, prestsfrú á Skinna-
stað í Öxarfirði, gift Eiríki Jóhanns-
syni, presti þar og á hún tvö böm;
Hálfdán Svanur, f. 1958, b. á Bjarna-
stöðum í Öxarfirði, kvæntur Ehnu
Maríusdóttur, húsfreyju og bónda,
ogeigaþrjúbörn.
Börn Baldurs og Fanneyjar em
Kristín, f. 1960, húsmóðir og sjúkra-
liðanemi, búsett á Húsavík, gift
Kristjám Halldórssyni, starfsmanni
hjá Pósti og síma, og eiga þau þrjú
böm; Sigþóra Oddný, f. 1964, starfs-
maður Eimskipafélags íslands á
Akureyri; Böðvar, f. 1967, b. í Heið-
argarði en kona hans er Lára
Pálmadóttir, búfræðikandídat og
fuhtrúi Landgræðslunnar.
Systkini Baldurs: Ásta, f. 29.3.
1926, saumakona á Húsavík, gift
Hermanni Aðalsteinssyni og eigá
þau fimm börn; Oddný, f. 9.4.1927,
saumakona á Seltjamamesi, var
gift Sigþóri Guðnasyni sem lést 1962
og em böm þeirra fjögur; Valgerð-
ur, f. 1.11.1928, húsfreyja á Héðins-
höföa á Tjörnesi, gift Jónasi Bjarna-
syni og eiga þau fimm börn; Aðal-
björg, f. 8.3.1930, húsfreyja að Litlu-
reykjum í Reykjahverfi, gift Sig-
tryggi Ámasyni og eiga þau íjögur
Baldur Jónsson.
böm; Helga, f. 9.1.1932, húsfreyja í
Lækjarhvammi í Aðaldal, gift Gísla
Kristjánssyni og eiga þau sex böm;
Þórólfur, f. 4.5.1941, smiður á Há-
nefsstöðum í Svarfaðardal, kvæntur
Þorbjörgu Alfreðsdóttur og eiga þau
þrjúbörn.
Foreldrar Baldurs voru Jón
Gunnlaugsson, f. 7.10.1901, d. 22.3.
1974, b. í Ysta-Hvammi, og k.h., Guð-
rún Gísladóttir, f. 7.6.1903, hús-
freyja.
Baldur verður að heiman á afmæl-
isdaginn.
S veinhildur Vilhjálmsdóttir,
Hlíðargötu 33, Neskaupstað.
Ingunn Sigmundsdóttir,
Hjallaseli 55, Reykiavík.
70 ára
Þorsteinn Sigurvaldason,
Meðalholti 19, Reyiyavík.
Eirikur Jónsson,
Einhundi 6E, Akureyri.
Ingibergur Grímsson,
Langholtsvegi 155, Reykjavík,
Rafnhildur Arnadóttir,
Sunnubraut 17, Akranesi.
60 ára
Garðar Gíslason,
Álfaskeiði 56, Hafnarfirði.
Ásmundur Markús Helgason,
Ásholti 6, Reykjavík.
. Hafsteinn Þorbergsson,
Ránargötu 11, Akureyri, '
Hörður Sigursteinsson,
Breiðvangi 16, Hafnarfirði.
Hörðureraðheiman.
Bergur Jónsson,
Hverfisgötu33,
' Hafnarfirði.
Bergurtekurá
■ mótigestumað
Hiallahrauni
13,Hafnarfirði,
laugardaginn
19.11. eftirkl.
50 ára
Jóna Bjarnadóttir,
Kúrlandi 22, Reykjavik.
Sigríður Pálsdóttir,
Eyrarbraut 22, Stokkseyri.
Sigríður Guðmundsdóttir,
Hjahabrekku 16, Kópavogi.
Þorsteinn Páll Gústafsson,
Miðfelii I, Fellahreppi.
40 ára
Sturla Snæbjörn Þórðarson,
Arnarheiöi 29, Hveragerði.
Svanhvít Magnúsdóttir,
Bamaskólanum aö Skógum,
Austur-Eyjafjallahreppi.
Guðrún Bjamey Bjarnadóttir,
Hjallabraut94, Hafnarfirði.
Bjami Þorvaldsson,
Klausturhvamroi 10, Hafnarfiröi.
Sigurður Björnsson,
Njörvasundi 19, Reykjavík.
Guðrún Brynja Sigurðardóttir,
Tjamarlundi 11C, Akureyii.
María Alfreðsdóttir,
Steinageröi 8, Húsavík.