Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1994, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1994, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994 5 Fréttir Forsvarsmenn kvikmyndahúsa um reykingabann 1 bíóum 1. desember: Við komum af fjöllum - erum aö framleiða kynmngarmyndir, segir formaöur tóbaksvamanefndar Mikill misskilningur hefur komiö upp á milli eigenda kvikmyndahús- anna og tóbaksvamanefndar um framkvæmd á „reyklausum bíóum“ sem haldið hefur verið fram að eigi að taka gildi 1. desember. í viðtals- þætti á Stöð 2 lýsti Baldur Sigurðar- son hjá Bifhjólaklúbbi lýðveldisins, sem verið hefur talsmaður tóbaks- varnanefndar, því yfir að ákveðið hefði verið að reykingar yrðu ekki leyfðar í bíóum eftir 1. desember. Rekstraraðilar Háskólabíós og Stjörnubíós sögðu báðir við DV að Fæðingum Búist er við að fæðingum á Landspítalanum fækki um 200 á þessu ári miðað við árið í fyrra. Samkvæmt upplýsingum Guð- rúnar Bjargar Sigurbjörnsdóttur, yfirþósmóður á kvennadeiid LandspítaJans, verða fæðingam- ar á þessu ári um 2.900 talsins eða svipaðar og árið 1992 meðan fæð- ingarnar í fyrra fóru i rösklega 3.000. „Álagið á kvennadeildina er minna núna þó að alltaf komi toppar þar sem við þurfum að opna setustofur fyrir sængurkon- ur. Ástandið er gott og ég býst við að það verði tiltölulega gott í lok ársins. Fæðingamar eru yfirleitt fæstar í desember og kringum áramótin en flesíar í júní og júli því að þá er svo víða lokað ann- ars staðar,“ segir Guðrún Björg. á Islandsmet Öm Ragnaisson, DV, Eiðuin; „Viö ætlum að vera stanslaust við nám í 2 sólarhringa frá kl. 5 miövikudaginn 23. nóv. til kl. 5 fóstudaginn 23. og slá þannig ís- landsmet í maraþonnámi. Við reynum að afla tekna með áheit- um til að hleypa lifi í félagslifið hjá okkur," sagði Ásta Kristín Þorsteinsdóttir, formaður nem- endaráðs í Alþýðuskólanum á Eiðum. Send voru ‘dreifibréf á flest heimili á Austurlandi vegna málsins. „Við ketmararnir höfum trú á að svona maraþonnám geti skilað árangri í námi, einkum í sam- bandi við ritgerðavinnu sem nú er í hámarki og svo styttist óðum í jólaprófm," sagði Emil I. Emils- son íslenskukennari. Tekjurnar ætla nemendur að nota í eitt og annað x félagslífmu en 40% af teltjunum verða gefnar til al- næmisvarna á vegum landlækn- isembættisins. „þeir kæmu affjöllum“ - ekkert hefði verið rætt eða samþykkt með þeim vegna málsins. Halldóra Bjarnadóttir, formaður tóbaksvarnanefndar, segir það skrýtið. Hún hafi talið að Baldur hafi rætt við alla eigendur kvik- myndahúsanna sem hafi samþykkt tfilöguna. Framleiðsla standi yfir á auglýsingamyndum um reykbannið sem eigi að sýna í bíóum fram að 1. desember. „Ég verða að segja eins og er - ég hef bara ekki hugmynd um þetta. Ég heyrði bara um málið í viðtalsþætti á Stöð 2,“ sagði Karl Ottó Schiöth, formaður Félags kvikmyndahúsa- eigenda. „Það hringdi einhver á veg- um tóbaksvarnanefndar í foður minn og ræddi málin. Menn voru sammála um að finna lausn. En síðan átti að kalla okkur saman. Það hefur ekki gerst. Ekki stend ég á móti þessu en framkvæmdin getur aldrei komið tfi af okkar hálfu - að henda út fólki sem reykir, ekki frekar en að lögregl- an tæki allt ölvað fólk úr umferð niðri í bæ. Ég get ekki séð að þetta sé framkvæmanlegt. Það þarf að kalla saman fund - gaman væri að vita hver hefur samþykkt þetta fyrir hönd bíóanna," sagði Karl Ottó. „Ég kem af fjöllum," sagði Friðbert Pálsson, forstöðumaður Háskóla- bíós. „Þessir hlutir hafa vissulega verið ræddir í samvinnu við Krabba- meinsfélagið - að endurskoða reglur um reykingar. Við myndum ekki berjast gegn þessu en það þyrfti þá að skapa aðstöðu fyrir þá sem reykja," sagði Friðbert. „Ég var búinn að tala við fulltrúa hjá báðum þessum bíóum. Eg talaði við Friðbert fyrir tveimur mánuðum. Ég gekk út frá því að þetta væri munnlegur samningur. Skriflegan samning á ekki að þurfa því þetta eru tóbaksvarnalögin," sagði Baldur Sig- urðarson um málið. Talsmaður Sambíóanna, sem eru ekki í samtökum bíóhúsaeigenda, sagði við DV í gær að þau bíó mundu framfylgja hugmyndinni með að hafa reyklaus bíó um næstu mánaðamót - aðstaða verði sköpuð fyrir þá sem reykja. Starfsmenn við annað trollið sem verður í Guðbjörgu. DV-mynd Örn Rækjutrollin í nýjasta frystitogarann 40 tonn Öm Þórarinsson, DV, Fljótum Undanfarnar 5 vikur hafa starfs- menn Neta- og veiðarfæragerðarinn- ar hf. á Siglufirði unnið við að gera tvö rækjutroll í nýjasta frystitogara íslendinga, Guðbjörgu ís 46. Ástæða þess að ísfirðingar leita til Siglufjarðar um framleiðslu veiðar- færa er vafalítið sú að þar voru fram- leidd rækjutrollin í Sunnu, skip Þor- móðs ramma, sem var fyrst ísl. skipa til að veiða í 2 troll samtímis. Sunnan hefur stundað rækjuveiðar í 18 mán- uði og hafa veiðarfærin reynst vel. Vernharður Hafliðason netagerð- armeistari sagði að 5-7 manns hefðu unnið við að gera trollin sem vissu- lega væru góð viðbót við önnur verk- efni fyrirtækisins. Það sér alfarið um veiðarfæraþjónustu við flota Sigl- firðinga og þjónusta við skip úr öör- um landshlutum fer vaxandi. Mikil breyting hefur hins vegar átt sér stað síðustu ár því 1990 var uppistaðan í framleiðslu þorsktroll en nú eru rækjutrollin nánast allsráðandi. Þess má að lokum geta að trollin verða afgreidd til kaupenda nú um miðjan mánuðinn og eru þau ásamt lóðum hlerum og öðrum búnaði tæp 40 tonn að þyngd. Miklu magni brauðs hent 1 svinin: Eitt svínabú notar 666 kíló af brauði á viku umframframleiðsla 1 kringum 8-10% Svínabú á Suðurlandi hafa reynt að mæta hækkuðum sköttum á fóðri með því að blanda fóður dýranna sjálfir heima. Samkvæmt upplýsing- um DV er mest notað af brauði frá bakaríunum á höfuðborgarsvæðinu og einn heimfidarmanna DV benti á að umframframleiðsla brauðs væri um 8-10%, Athygh vakti að ekki reyndist mögulegt að fá bakara og svínabænd- ur þá er rætt var við til þess að gefa upp magn það er notað er til svína- fóðurs. Lára Sigurðardóttir, svína- bóndi á Bjarnastöðum í Grímsnesi, var sú eina sem skaut á 5-600 kíló á viku en tekið skal fram að það er ekki nákvæmur útreikningur og er hún langt frá því að vera stærsti notandinn. „Við notum ekki mikið .magn af brauði, við gefum það með. Það er erfitt að segja um það hversu mikið magn er notað á viku. Ég er ekki tfi- búin til þess að svara því. Það gætu verið 500-600 kfió fyrir um 900 dýr,“ segir Lára. Samkvæmt upplýsingum frá Stef- áni Sandholt, formanni Landssam- bands bakara, er þyngd brauða á bil- inu 300-1.200 grömm. Meðaltalið er því 750 grömm og miðað við það fara rúmlega 666 brauð í svínafóður á viku á eina búinu sem gaf upp ein- hverjar tölur. Að því er DV kemst næst er Tómas Brandsson, svínabóndi á Ormsstöð- um, stærsti brauðnotandinn en hann fær allt umfram brauð frá MS. Hvorki Tómas né yfirmenn brauð- gerðar MS fengust tfi þess að upplýsa um magn það er Tómas fær frá þeim. „Ég hef samskipti við mörg bakarí en ég hvorki get né vfil segja þér hvað ég fæ mikið magn. Það er geysi- leg neysla á brauði hér á landi og mjög lítið sem fer í fóður í saman- burði við það,“ segir Tómas í samtali viðDV. Hjá MS fékk blaðamaður þau svör að ekki stæði tfi að upplýsa neitt um hversu mikið magn brauðs færi í svínafóður. Að sögn Stefáns Sand- holts, formanns Landssambands bakarameistara, eru ekki til neinar tölur um umframframleiöslu innan félagsins. „Við fiktum ekki í rekstrinum hver hjá öðrum. Ég hef ekki hugmynd um hvað aðrir gera. Ég nýti megnið af afgangs brauði sjálfur," segir Stefán. Stefán Sandholt sagði að ekki væru tfi neinar tölur yfir það hversu mikið væri bakað í landinu en á skrá eru yfir 65 bakarí og hvert þeirra hefur oft á tíðum yfir fleiri en einum sölu- stað að ráða. Það gefur því auga leið að mikiö er bakað og miklu magni brauðs er hent fyrir svínin þar sem einungis er upptalið eitt svínabú sem var tilbúið til að gefa upplýsingar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.