Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1994, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994 Stuttar fréttir UÚönd Viijaforsætid VerkamannafloKkurinn á ír- landi, sem felldi stjórn Reynolds á dögunum, vill forsætisráð- herraembættið. flestatkvæði Kommúnistar fengu flest at- kvæði í kosningunum í Nepal en fengu þó ekki hreinan meiri- hiuta. Ciinton ánægður Bill Clinton Bandarikjafor- seti Iýsti yfir ánægju sinni með loftárásir NATO á ílug- völl Serba í Krajina og sagði aö það hefði verið það eina rétta. ísamahorfi OPEC, samtök olíuríkja, ætla ekki aö auka framleiðslu á næsta ári til að reyna að hækka verðið. Fagna undiiritun Öryggisráð SÞ fagnar undirrit- un friðarsamninga Angólastjórn- ar og skæruliða UNITA, Á ráðstefnu SÞ um glæpastarf- semi eru menn á þvi aö skipu- lagöir glæpir ógni lýðræðinu. Húseyðilagt ísraelsher hefur eyðilagt hluta húss mannsins sem sprengdi strætisvagn i Tel Aviv. Frekari mótmæli Leiðtogar stjómarandstöðu í tveimur fylkjum Mexíkó ætla að mótmæla frekar kosningaúrslit- um sem þeir segja fölsuð. Beriusconi tapar Silvio Ber- lusconi, forsæt- isráðherra ítal- íu, og flokkur hans, Áíram Ítalía, töpuðu miklu fylgi í sveitarstjóm- arkosningum í gær en samstjórnarfloklcur hans vann á. Fordæmirdráp Útlægur leiötogi heittrúar- manna í Alsír fordæmdi morð á útlendingum í landinu. Skoriðniður Danska stjórnin og stjórnar- andstaðan komu sér saman um niöurskurö á íjáriögum næsta árs. Líklegt er talið aö öldugangur hafi rifið stafnhlera ferjunnar Eisflands af áður en hún sökk. Ráðherra yfn’heyrður Dómari hefur yfirheyrt fyrrum franskan ráðherra í tengslum við spillingarmál, Newt Gingrich, væntanlegur leiðtogi repú- blikana í full- trúadeild Bandaríkja- þings, veitti Clinton forseta óvænt stuðning við skjóta af- greiðslu á GATT-samningnutn. Malavi vill hjálp Maiavístjóm vill erlenda aðstoð til að berjast gegn fátækt í sveit- um landsins. Álverð fór yfir tvö þúsund doil- ara tonnið 1 gær í fyrsta sinn í 4 ár. Reuter NATO gerði loftárásir á flugvöll Serba í Krajina-héraði í Króatíu: Veitir okkur styrk til að verjast árásum - segir leiðtogi Krajina-Serba sem segjast ekki munu missa móðinn Ekki þykir líklegt að takmarkaður árangur loftárása flugvéla Atlants- hafsbandalagsins (NATO) á flugvöll Serba í Ubdina í Krajina-héraði í Króatíu í gær muni fá þá til að hætta við að reyna að leggja undir sig Bi- hac-hérað í Bosníu þar sem múslím- ar ráða ríkjum. Um fimmtíu bandarískar, breskar, hollenskar og franskar ílugvélar tóku þátt í loftárásunum sem eru mesta hernaðaraðgerð NATO frá stofnun þess. Allar flugvélarnar sneru heim í heilu lagi. Serbar í Krajina segja að einn mað- ur hafi látið lífið í árásunum sem voru svar NATO við loftárásum Serba á Bihac um helgina. Banda- rískir embættismenn sögðu að NATO-vélarnar hefðu sprengt fimm gíga í flugbrautina í Uhdina, auk þess sem sprengjur hefðu lent á loftvarna- byssum og flugskeytapalli. Serbar skutu á flugvélarnar en skot þeirra geiguðu. Leighton Smith aðmíráll, yfirmað- ur suðurdeildar NATO, sagði að árásin hefði heppnast vel. Ekki hefði þó tekist að gera flugbrautina alveg ónothæfa. „Það er fremur auðvelt að fyffa upp í holu á flugbraut svo ég geri ekki ráð fyrir að flugvöflurinn verði ónot- hæfur í langan tíma,“ sagði Smith. Yasushi Akashi, sérlegur sendi- maður SÞ, sagði í Zagreb að loftárás- unum hefði verið ætlað að koma í veg fyrir frekari notkun Ubdina- ílugvallar til loftárása á Bihac. Milan Martic, leiðtogi Serba í Kraj- ina, sagði að þeir mundu ekki missa móðinn við árásirnar. „Serbneska lýðveldið í Krajina er fullvalda og þetta veitir okkur aukinn styrk til að verja okkur gegn öllum árásar- mönnum,“ sagði hann í sjónvarpi Krajina-Serba. Reuter Serbneskur varðsveitarmaður virðir fyrir sér skemmdirnar á flugbrautinni á Ubdina-flugvelli í Krajina-héraði i Króatíu sem orrustuvélar NATO gerðu árásir á í gær til að hefna fyrir árásir Serba á Bihac-hérað í Bosníu. Simamynd Reuter Skemmdarverk í vítislest Mikill eldur kom upp í farþega- hraðlest í Kanada í gær er hún var að fara í gegnum borgina Brighton í Ontario á miklum hraða. 45 farþegar slösuöust og að sögn lögreglu leikur grunur á aö um skemmdarverk hafi verið að ræða. Orsök slyssins var að búiö var að setja lausa járnbrautarteina ofan á sporið og varð það til þess eldur varð laus í eldsneytistanki. Úr tankinum spýttist síöan brennandi dísilolía yfir fremstu tvo vagnana og urðu þeir strax alelda. Skelfingu lostnir farþegarnir brutu rúður til að forðast vítislogana, sum- ir áður en lestin loksins stöðvaðist. Flestir slösuðust er þeir stukku út um glugga lestarinnar. Það tók brunaverði þijá klukku- tíma að slökkva eldinn en í tankinum voru um sex þúsund lítrar af olíu. Farþegavagninn sem var næst tank- inum gjöreyðilagðist og líktist mest bráðnuðu plasti. Reuter Hórumamma blekkt Lögfræðingar Heidi Fleiss reyndu í gær við réttarhöld að sýna fram á að „hórumamman" svokall- aða hefði verið blekkt illilega af lögreglunni til að útvega fjórum japönskum kaupsýslumönnum vændiskonur en Japanarnir voru dulbúnir lögreglumenn. Fleiss er sökuð um að hafa rekið dýra vændisþjónustu fyrir þá ríku og frægu í Hollywood segist sak- laus af þeim ásökunum að hafa rekið vændisþjónustu og einnig vlll hún ekki kannast við að hafa átt kókaín í fórum sínum. Fleiss má búast við 11 ára fang- elsisvist verði hún sakfelld. Reuter Tvennar vatnsþéttar dyr voru opnar „Ef rúmgóðar og hreinar feijur dönsku ríkisjárnbrautatina sem vel er haldið við erú bornar saman við nokkuð aldui-hnigið flaggskip Europe-Linien er það eins og að bera saman BMW og Trabant." Þannig kemst blaðamaður danska blaðsins Politiken að orði í grein sem hann skrifar um férð yfir Eystrasaltið í ferjunni Rostock Link sem gengur milli Gedser 1 Danmörku og Rostock í Þýska- landi. Rostock Link hét einu sinni European Gateway og undir því nafni lenti feijan í árekstri háfa aðra sjómílu undan Harwich á Englandi árið 1982 og sökk tii háifs á örskammri stundu og drukknuðu sex manns. Árið 1982 var ferjan eingöngu ætluö til vöruflutninga og mátti mest flytja 38 farþega. Nú hefur hún hins vegar fengið nýja ylir- byggingu og flytur allt að þúsund farþega í einu. Þegar áreksturinn varð voru vatnsþéttar dyr undir bíidekkinu opnar og sjórinn flæddi inn í skip- ið. í ferðunum tveimur sem blaða- maður Politiken fór fyrir skömmu voru tvennar af þrennum vatns- þéttum dyrum einnig opnar, jafn- vel þótt veðrið væri fremur slæmt. Rostock Link er af gerð svokall- aðra einrýmiisskipa. Shk skip eru hins vegar ekki smiðuð lengur. Ef annað skip siglir á vatnsþétt skil- rúm einsrýmisskips sekkur það. Það þolir ekki að meira en eitt rými fyllist afsjó. Engu að síöur uppfýll- ir Rostock Link alþjóðlegar stöðug- ieikakröfur. Ferja þessi siglir daglega milli Gedser og Rostock, með allt að eitt þúsund farþega í hverri ferð og 285 bila á tveimur dekkjum og hún er skráð í Nassau á Bahamaeyjum. Henrík Clmistiansen, yfirmaður öryggismála hjá útgerð ferjunnar, segir aö skip félagsins uppfylli öll alþjóðlegar kröfur um öryggi. Þau séu undir eftirhti sömu yfirvalda og öll dönsk skip, auk þess sem þau verði aö komast í gegnum skoðun á Bahamaeyjum. Blaðamaður Poli- tiken bendir þó á að ekki séu ötl dönsk skilyrði uppfyllt, svo sem eins og með neyðarrafstöðina sem á að fara sjálfkrafa í gang stöðvist vélar skipsins. Svo sé eklú og verði vélstjórinn aö kveikja á rafstöð- inni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.