Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1994, Blaðsíða 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994
Spumingin
Ætlarðu í jólaglögg á
næstunni?
Hugrún Harðardóttir: Ég held ekki.
Helga Thoroddsen: Nei.
Gunnar Egilsson: Já, hjá fyrirtækinu
sem ég vinn hjá.
Sigurjón Ingi Björgvinsson: Já, á
Meleyri á Hvammstanga.
Sigrún Davíðsdóttir: Nei, ég geri ekki
ráð fyrir því.
Ásgeir óskarsson: Það getur vel ver-
iö.
Lesendur
Er framboð Jóhönnu
raunverulegt?
Konráð Friðfinnsson skrifar:
Margt er skrýtið í pólitíska kýr-
hausnum. - Og nú spyr ég: Hvernig
má það vera að „ílokkur" sem ekki
er til sópar að sér fylgi og er að verða
einn stærsti „stjórnmálaílokkur“
landsins, samkvæmt skoðanakönn-
unum? Eftir þessum könnunum að
dæma þá mun flokkur Jóhönnu Sig-
urðardóttur koma nokkrum þing-
mönnum inn á Alþingi að kosningum
loknum? Sem sé; ósýnilegt stjórn-
málaafl ber sigurorð af sýnilegum
samtökum er starfa á vettvangi
stjómmálanna á íslandi.
Nú er sannleikurinn einfaldlega sá
að Jóhanna hefur ekkert gefið út um
það hvort hún muni yfirleitt bjóða
fram sérstakan flokk. Samt ræða
stjórnmálamenn og almenningur og
auðvitaö fjölmiðlar um þennan
efnivið líkt og allt sé klappaö og klárt
hjá þessari annars ágætu konu. Og
formenn sýnilegu flokkanna eru
famir að titra. Þeir stappa samt í sig
stálinu og segja sem svo: Hún tekur
ekkert fylgi úr mínum flokki og ann-
að í þeim dúr.
En hví hafa menn áhyggjur af því
sem kynni að verða einhvem tím-
ann? Og því sem enginn veit hvort
nokkum tímann veröur? Látum nú
áhyggjur dagsins nægja. Morgun-
dagurinn er hvort sem er óráðinn.
Munum að Jóhanna Siguröardóttir
ber fulla ábyrgð á verkum ríkis-
stjómarinnar, hvað sem öðru líður.
Jóhanna Sigurðardóttir og Guðmundur Árni Stefánsson. Veitir afsögnin
þeim brautargengi?
Alla vega þar til hún sagöi af sér
ráðherradómi.
Hinu er ekki að neita að Jóhanna
hafði fylgi er náði langt út fyrir raðir
Alþýðuflokksins. Hún var enda
ágætur stjómmálamaður með hug-
sjónir er hún trúir á sjálf. Það verð
ég þó að segja henni til lasts - með
allri virðingu fyrir henni - að hún
hljópst sjálfviljug undan merkjum í
ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Og ef
það er leið til að afla sér vinsælda í
fallvöltum heimi stjórnmála þá mót-
mæli ég slíku verkslagi.
Ef allt væri með felldu í þjóðfélag-
inu þá ætti svona háttsemi valds-
manns að vekja upp urg á meðal
fólksins. En það er eins og blessað
fólkið sé ávallt í stjórnarandstöðu og
líti á réttkjöma valdhafa sem sér-
staka óvini sína! - Afsögn Guðmund-
ar Árna er af allt öðmm toga. Maður-
inn var hreinlega flæmdur úr emb-
ætti, nauðugur viljugur, og í raun
án sannaðrar sektar. Á þessu tvennu
er því talsverður munur.
Ferðakostnaður og kvaðir ráðherramaka
Hulda Guðmundsdóttir skrifar:
Umræða um ferðakostnað maka
ráðherra og háttsettra embættis-
manna hefur veriö snörp og bein-
skeytt. Veitti nokkuð af?
Þetta tekur forstjóri ÁTVR óstinnt
upp í bréfi til Mbl. 18. nóv. sl. Hann
vill sérstaklega þakka mökum hinna
opinberu ráðamanna mikil og góð
störf fyrir þjóðfélagið og telur það
ósvinnu að blanda ferðakostnaði
makanna inn í þá spilhngarumræðu
sem nú rís í þjóðfélaginu. Víst séu til
reglur um utanferðir maka ráðherra
á kostnað ríkisins, segir forstjóri
ÁTVR, en þeim reglum verði þó aldr-
ei beitt eftir talnaformúlu eingöngu
því sá sem heimsóttur sé erlendis
hafi alltaf áhrif á hverjir verði gestir
hans. - Þetta er einkennileg rök-
semdafærsla. En látum það nú liggja
milh hluta.
Hitt vekur meiri athygli mína
hvemig forstjóri ÁTVR tínir dæmin
til vamar ráðhermm og mökum
þeirra. - Og gildir þá einu hvort for-
stjórinn kom til starfa í fjármála-
ráðuneytinu 1965 og verið þar í rúma
tvo áratugi. - Maki ráðherra, sem
jafnvíg var sem bílstjóri ráðherra og
aöstoðarmaður eða að maki ráö-
herra, hafi tekið að sér leiðsögn fyrir
maka erlendra ráöherra er sóttu hér
fundi og ráðstefnur eða sinntu kvöð-
um um aö vera til staðar við ótal
tækifæri ásamt ráðherra. Þessi dæmi
em af innlendum vettvangi og eiga
því vart heima í umræðunni.
Eða staðhæfingin um að margar
utanferða ráðherra ásamt maka
veröi að teljast kvaðir fyrir makana?
Sé svo ætti ráðherra að vera það létt
ákvörðun að vera einn á ferð eða aö
taka ritara sinn með þurfi hann á
ferðafélaga að halda. - Eða þá stað-
hæfingin um að hafi störfum eða
kvöðum eigi verið sinnt í utanlands-
feröum þá hafi ferðir þessar (þ.e.
makanná) verið „eina endurgjald
ríkisins fyrir þau mörgu og þýðing-
armiklu störf sem makar ráðherra
unnu sem sjálfboðaliðar"! -
Ekki finnst mér forstjóri ÁTVR,
meö bréfi sínu, hafa hreinsað nógu
vel úr sári þvi sem enn vellur úr
gröfturinn vegna dagpeninga-
greiðslna til maka ráðherra, Og best
fer auðvitað á þvi eins og hann segir
sjálfur að menn haldi ferðakostnaði
maka ráðherranna utan við umræðu
um spillinguna! - Það er líka bara
eftir öðru í þessu „þjóffélagi“.
Skipasmíðar erlendis:
Ekkert að fela hér á landi?
Guðjón Guðmundsson skrifar:
Undarlega mildum höndum fara
íslenskir íjölmiðlar enn sem komiö
er um rannsókn þá sem fram fer í
Færeyjum, Grænlandi og í Dan-
mörku þessa dagana í tengslum við
skipasmíðar í Færeyjum á síðasta
áratug. Ekki það að fjölmiðlar hafi
sniðgengið fréttina, en engin tilraun
er enn gerð til að kanna hvort ekki
sé nákvæmlega sama uppi á teningn-
um hér á landi.
Svindlið í Færeyjum er fólgið í því
að skipasmíðastöð og kaupandi gáfu
upp hærra verð en hiö raunverulega
til þess að fá full lán, því venjulega
átti kaupandinn ekkert handbært fé.
Það hefur oft komið upp sá kvittur
hérlendis að svona viðskipti væru
einmitt tengd íslenskum skipakaup-
um. Talið er að nú þegar hafi rann-
sókn farið fram hér á landi þótt hljótt
fari. En við erum svo sem vön ýmsu
í þessum efnum og það flokkað undir
fyrirgreiðslupólitík. En þessi mál eru
fráleitt á þeim meiði.
Við erum að sjálfsögðu meö allt á hreinu í okkar skipakaupum.
Yngjumuppí
Sigurgeir Jónsson skrifar:
I opnu prófkjöri Alþýðubanda-
lagsins hér í Reykjavík má búast
við talsveröri baráttu um efstu
sætin. Ég vil eindregið hvetja fé-
lagsmenn til þess að hafa í huga
að nú er full þörf á að yngja upp
eða endurnýja í þingsætum
ílokksins. Ég teldi t.d. mikinn
feng í því að fá Einar Karl Har-
aldsson og annaðhvort Bryndísi
Hlöðversdóttur eða Hildi Jóns-
dóttur í þingliðið. Ég er ekki að
dæma þau Svavar og Guðrúnu
úr leik, en það má líka koma inn
þriðja manni sem gæti verið ein-
hver ofangreindra.
Atlantaúr
samkeppninni?
Haraldur Guðmundsson hringdi:
Verkfallsboöun Félags ísl. at-
vinnuflugmanna er að mínu mati
lævíst bragö til að losna við At-
lanta flugfélagið út úr samkeppn-
inni við Flugleiðir um íslenska
farþega. Allir vita að Atlanta hef-
ur höggvið drjúgt í farþegafjölda
þann sem annars flygi með Flug-
leiðum. En þaö er ekki gæfulegt
fyrir verkalýðshreyfinguna ef
hún stuðlar að fallí þessa nýja
flugfélags eða hrekur það úr
landi. Þáð væri líka mikil ógæfa
fyrir FÍA ef það léti nota sig til
skemmdarstarfsemi.
Stjórnlagaþing
Jóhönnu
Magnús Guðmundsson hringdi:
Ég styð heilshugar hugmynd
Jóhönnu Sigurðardóttur sem hef-
ur farið fram á aö haldið verði
stjómlagaþing á næsta ári til að
fjalla um kosningalogin, ráð-
herraábyrgð, landsdóm og um
embættaveitingar í æðstu störf
og ráðstöfun fjármuna. - Allt
þetta er tímabært og í raun hið
mesta hneyksli fyrir Alþingi
sjálft að ekki skuli hafa tekist að
ganga frá kosningalögum sem
þjóna landsmönnum meö réttlát-
um hætti. Fyrir þetta eitt myndi
ég kjósa framboð Jóhönnu ef af
framboði hennar verður.
íslensktog
erlentsælgæti
Svava skrifar:
Flestir munu mér sammála um
að íslenskt sælgæti er sérlega
bragðgott og oftast mun betra en
margt það erlenda. En það er einn
hængur á; þaö íslenska er oftast
mun dýrara en það erlenda. Þess
vegna á íslenskt sælgæti undir
högg aö sækja hjá neytendum.
Ég tek dæmi: Snickers (erlent),
61 gramm að þyngd, kostar 60 kr.
- Nizza (íslenskt), 40 gr., kostar
65 kr. - Opal appelsínusúkkulaði
(íslenskt) og engin þyngd ti.1-
grcind, en liklega um 40 gr„ kost-
ar 55 kr. Þessi dæmi eru íslenska
sælgætinu í óhag en neytandinn
veit alltaf hvað að honum snýr.
Vandinn þaroghér
Kristján S. Kjartansson skrifar:
1 Bretlandi er stærsta heilbrigð-
isvandamálið atvinnuleysi. - Stór
hluti af fjárlögum íslenska ríkis-
ins fer í heilbrigðiskerfið, ekki
síst til geð- og áfengissjúkra. Þetta
fólk er með ófullnægðar þarfir
sökum atvinnuleysis. Það virðist
ríkja andlegt kreppuástand í
þjóðfélaginu. Nær væri að vinna
að atvinnuupþbyggingu handa
fólkinu í staö þess að greiða millj-
ónir króna til félagslega og and-
lega sjúkra vegna atvinnu-
ástandsins. Fjöldi fólks á félags-
lega kerfinu lifir við hungur-
mörk. Sumir fá meira að segja
litla eða enga hjálp. Þvi fylgir
mikil ábyrgö að fara með völd svo
enginn bíði tjón af.