Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1994, Blaðsíða 6
ÞRIDJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994
Neytendur
Verðkönnun ábökunarvörum á Norðurlandi eystra:
Þingey með lægsta
meðalverðið
- Matbær fylgir fast á eftir en Búrfell með hæsta meðalverðið
Allt að 135% verðmunur getur ver-
ið á dökkum súkkulaðihjúp frá Mónu
og 106% verðmunur getur veriö á
sveskjum frá Hagveri. Þetta kemur
fram í nýrri verðkönnun sem Verka-
lýðsfélag Þórshafnar gerði á bökun-
arvörum á Norðurlandi eystra.
Tekið var niður verð á 36 vöruteg-
undum í átta verslunum. Verslanirn-
ar voru: Fosshóll, Matbær KÞ, Þing-
ey, Búrfell, Bakki (Kópaskeri),
Laugavérslun, Kaupf. Langnesinga
og Raufarhöfh. Áttu vörutegundirn-
ar það allar sameiginlegt að vera"
tengdar jólabakstrinum. Þegar könn-
unin var gerð voru sumar stærri
verslanirnar byrjaðar með jólatilboð
og skýrir það í sumum tilvikum mik-
inn verðmun.
Kakó, smjörlíki og síróp
Svo fleiri dæmi séu tekin en í graf-
inu hér á síðunni var 80% verðmun-
ur á 400 g af Flóru kakói sem kostaði
á bilinu 172-310 kr., 78% verðmunur
á hökkuðum möndlum frá Hagveri
sem kostuðu á bilinu 63-112 kr., 69%
verðmunur á kardimommudropum
sem kostuðu á bilinu 39-66 kr. og 70%
verðmunur á Lyles sírópi sem kost-
aði á bilinu 93-158 kr.
Einungis 4% verðmunur var ál
kg af Kötlu púðursykri sem kostaði
á bilinu 117-122 kr., og 14% verðmun-
ur á hökkuðum heslihnetum frá
Hagveri sem kostuðu á bilinu 66-75
kr. 69% verðmunur var á Malterser-
kors þurrgeri sem kostaði á bilinu
16-27 kr. og 36% verðmunur á á Flóru
Verðkönnun á bökunarvörum
— á Norðurlandi eystra —
Mónuhjúpur
300g
277
118
Hæsta
:ta
Hagvers sveskjur
SOOg
266
Hæsta
Lægsta
Komax hvelti
2kg
107
Hæsta
> Xkra smjörlíkl 146 \J34 Kótlu kakó 400 g 277 168 i 1 j Hagvers wndlufíógui 146 74 r
f to ií §1 1 m Íf% 1 2
Hse sta Læg sta Hæsta Læg sta Ha :sta Læg sta
Vanilludropar
51
33
í^l
Hæsta
m
Lægsta
Royal lyftlduft
133
£*is^79
Hæsta
Lægsta
DDS fíórsykur
82
r -
Í9A
Hæsta
51
|
2
Lægsta
4L^S
Það getur borgað sig að gera verðkönnun áður en keypt er inn i magni
fyrir smákökubaksturinn. Verðmunurinn í þessari könnun ar á bilinu 3-135%.
DV-mynd BG
smjörlíki sem kostaði á bilinu 99-135
kr. stk.
Meðalverð og vöruúrval
Samkvæmt útreikningum Sam-
keppnisstofnunar er Þingey með
lægsta meðalverðið (82 stig) í þessari
verðkönnun og Búrfell með það
hæsta (120 stig). Er þá gert ráð fyrir
að 100 stig séu meðalverð. Matbær
KÞ kom fast á eftir Þingey með 85,3
stig, Kaupf. Langnesinga í þriðja
sæti með 94,3 stig, þá Fosshóll með
103,7 stig, Laugaverslun með 104,3
stig, Bakki með 112,7 stig og Raufar-
höfn með 113,8 stig, eða næsthæsta
meðalverðið.
Hvað vöruúrval snertir stóð Þingey
sig best en verslunin bauð upp á 35
vörutegundir af þeim 36 sem kannað-
ar voru. Matbær bauð upp á 34 teg-
undir, Fosshóll 30 tegundir, Búrfell
27, Kaupf. Langnesinga 26, Bakki og
Laugaverslun buðu upp á 20 vöruteg-
undir en Raufarhöfn bauð einungis
upp á 12 af þeim 36 vórutegundum
sem teknar voru í könnuninni.
Drögum úr hraöa £3>
-ökumaf skynsemi!
j Einfalt síldarsalat
#H1Í
m?i
9 9*1 7*00
Verb aðeins 39,90 mín.
^pfe^^fðar
Vikutilboð
stórmarkaðanna
Uppskriftir
Það er alltaf gott aö geta dregið eitt-
hvað fram til að bjóöa gestum og
gangandi yfir hátíðarnar og fiestum
fmnst gott að fá eitthvað brauðkyns
tíl tilbreytingar frá heitum mat og
sætindum. Við fengum eftirfarandi
uppskrift að síldarsalati hjá Áslaugu
Krisrjánsdóttur matráðskonu og get-
um fullyrt að það er bæði einfalt og
mjög bragðgott. Þar sem salatið nýt-
ur sín best á rúgbrauði fylgir einnig
uppskrift að því.
Síldarsalat Áslaugar
1 bolli majónes
- upplagtumjólin
'A bolli sýrður rjómi
2 kryddsíldarflök
2 epli
1 dós rauðrófur (200 g)
1 msk. safi af síldinni
1 msk. safi af rauðrófunum
Flysjið ephn. Sigtíð safann frá
rauðrófunum. Saxið eplin, rauðróf-
urnar og síldina smátt og blandið því
öllu saman við majónesið og sýrða
rjómann ásamt safanum. Þetta er
sérlega ljúffengt með rúgbrauði.
Seytt rúgbrauð
5 bollar rúgmjöl
2'/2 bollihveiti
2 bollar sykur
5 tsk. lyftiduft
1 tsk. salt
1 lítri mjólk
Blandið öllum efnum saman og
hnoðið. Bakið í 13 klst. við 100° hita.
Brauðið þarf að baka í lokuðu íláti
og má t.d. nota Mackintosh-dós eða
kökubox úr málmi. Boxið þarf að
rúma aðeins meira en deigið því það
lyftír sér htilsháttar.
Óáfengir
drykkir
Öllum finnst gaman að fá sér
kokkteii til að gera sér dagamun
og því er ekki úr vegi að birta hér
nokkrar gamlar verölaunaupp-
skriftir úr samkeppni DV. Engin
þeirra inniheldur áfengi, enda
upplagt að bjóða upp á óáfenga
drykki á jólunum svo að börnih
geti notið þeirra með okkur.
Tempiar
6 cl Tropicana
2 cl Mai Tai Mix
(Holland House)
1 cl pönnukökusíróp
fyllt með Seven-Up
Skreytihg: appelsínusneið, ahan-
asbitar, rautt kirsuber, rauðrör.
Ógnvekjandi .
3ciTropicana
3 cl sítrónusafi.
2 cl rjómi
1 cl grenadine
'Á pressuö appelsína
Skreyting: sítrðnusneið, rauð rör
og súkkulaðispænir.
Prinsessan
6 cl Egils-appelsínuþykkni
6 cl Egils Bergvatn
6 cl Tropicana
Skreyting: rauð kokkteilber,
smásletta af bl. ávaxtasafa.
GuUmjóíkurdrykkur
l'^dlmjólk
sað úr 'A sítrónu
safi úr 'A appelsínu
1 eggjarauða
1 msk. sykur
2 msk. Emmess appelsínu- eða
vanilluís
Þeytið saman mjólk og eggja-
rauðu. Blandið öllu hinu saman
við og þeytið. Notíð alltaf ískalda
mjólk í alla ísdrykki.
Súkkulaði-mjóikurdrykkur
l'/jdlmjólk
Vi dl súkkulaðisósa
4 msk. Emmess-súkkulaði-, van-
iilti- eða dúettís
Þeytið allt vel saman og beríð
fram strax.
Banana-mjólkurdrykkur
l'/ídimjólk
l lítill banani
l'A msk. sítrónusafi.
l msk. sykur
4 msk. Emmess-vanilluís
appelsinusneið
Merjið bananana með gaffli og
þeytið síðan allt saman.
Haegt er aó »á persónulegt jóla-
kort á 44 kr. stk. með umslagi.
Ódyrari
jólakort
Tveir aðilar hafa haft sam-
band við okkur í kjölfar verð-
könnunar á persónulegum jóla-
kortum. Sigurjón Haraldsson hjá
Myndhraða á Eiðistorgi vildi
koma þvi á framfæri að þeir byðu
jólákortin frá 44 kr. styktóð til 6.
desember ög væru með 13 teg-
undir á boðstólum. Eðlilegt verð
segir hann vera frá 55 kr. stk. en
þáer hannenn undir lægsta verði
í könnuninni sero var 59 kr.
Einnig hafði Oddur Thararen-
sen, framkvæmdastjóri Regn-
bogaframköllunar, samband til
að Koma því á framfæri að stykk-
ið af persónulegum jólakortum
hjá þeim væri á 58 kr. og að hægt
væri að velja um 9 tegundir korta.
Auk þess býðtír Regnbogafram-
köllun upp á 7 eldri tegundir
korta á allt niður í 50 kr. stk.
4-