Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1994, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1994, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 22. NÖVEMBER 1994 Menning Dagskrá um lög HauksMorthens ÖmHagiiai3san,DV,Edum: Leikfélag Mjótsdalshéraðs hef- ur sett saman sérstaka dagskrá utan um lög Hauks Morthens og bérhúnheitíð„Hérstóðbær. . ." Undir söngnum leikur hljóm- sveitin EB-sextettinn en raeðal söngvara í þessarf dagskrá eru Margrét Lára Þórarinsdóttir og Ingibjörg Ingadóttir. Þá syngur Sigurborg Hannesdóttir lagjð Til eru fræ á mjög áhrifarikan hátt. Fyrir blé samanstendur dag- skráin af söngvum sem Sveinn Herjólisson tengir saman með gamansömum kynningarpisti- um. Þá birtist Simbi á gulri skyrtu og Capri Katrínu er sung- ið lof. Eftir hlé rennur dagskráin meira inn í kabarettfbrmið þar sem söngvarnir eru ftéttaðir inn i leikþætti Arndísar Þorvalds- dóttur. Ingibjörg ingadóttir og Broddi Bjarnason i hlutverkum sinum t „Hér stóö bær. . . " Tónleikar til styrktarAlnæm- issamtökunum MikMr tónleikar til styrktar Al- næmissamtökunum eru í unduv búningi i Undirheimum Fjöl- brautaskólans í Breiðholti. Tón- leikarnir verða á föstudagskvöld. Hefst dagskráin kl. 19.40 og endar á miðnætti. Á tónleikunum kem- ur fram fjöídi lujómsveita og skemmtikrafta; Maus, Curyer, Olympía, Talz GLzur, Wool, Sig- urrós, Drome, Muleskinner, Haf dis og Sigurrós. Myndlistarmenn æfír vegna niöurskurðar Myndskreytingasjóös: Pökkuðu Sólf arinu inn í mótmælaskyni - ekki útilokaö að fleiri listaverkum verði pakkað inn „Frá því fjárlagafrumvarpið var lagt fram og ljóst var að leggja ætti Listskreytingasjóð niður höfum við verið í aðgerðum og beitt ráðamenn þrýstingi. Menn hlusta og segjast hafa skilning en ekkert gerist. Sjóð- urinn fellur undir ráðuneyti mennta- mála en ráðherra segir að sjóðurinn sé ekki í sínum höndum og fríar sig allri ábyrgð," sagði Hrafnhildur Sig- urðardóttir, stjórnarmaður í Sam- bandi íslenskra myndlistarmanna, við DV. Félgar í Sambandi íslenskra mynd- listarmanna, SÍM, fjölmenntu við Sólfar, hstaverk Jóns Gunnars Árna- sonar við Sæbraut, í gær og pókkuðu því inn í mótmælaskyni við niður- skurð Listkreytingasjóös. Á þann hátt segjast félagar í SÍM fara í eins konar verkfall. Ekki er útilokað að fleiri bstaverkum verði pakkað inn á næstunni. í yfirlýsingu SÍM er niðurskurður Myndskreytingasjóðs kallaður menningarslys sem ekki varði ein- ungis myndlistarmenn heldur hinn almenna borgara í landinu. Mynd- listarverk í opinberri eigu séu eign almennings en Listskreytingasjóður leggi til stóran hluta þess fjármagns sem ríkið hefur haft til listaverka- kaupa. „Þetta er menningarfjandsamleg ákvörðun og alvarleg tíðindi fyrir myndlist á íslandi. Því viljum við leita stuðnings allra þeirra sem láta sig þessi mái varða til að koma í veg fyrir að þessi niðurskurður á fram- lagi til myndlistar verði samþykktur á Alþingi," segir í opnu bréfi Sólveig- ar Eggertsdóttur, formanns SÍM. „Ef sjóðurinn verður lagður niður verður fjárhagur skrifstofu SÍM lagður í rúst. Það athugðu ráðamenn ekki en skrifstofan rekur Listkreyt- ingasjóð. Ég held að þegar menn skoða málið í alvöru gangi þessi nið- urskurðaráform til baka. Enda er hér verið að brjóta lög. Reyndar hefur það lengi verið gert þar sem fjár- framlagið hefur aldrei verið meira en 25^-30 prósent af lögbundnu fram- lagi. í fyrra átti framlagið að vera 36 milljónir en varð ekki nema 12 millj- ónir. Það er miklu meira í húfi en sparnaður í kaupum listaverka. Fjár- hagsgrundvöllur okkar myndhstar- manna er í húfi þar sem þetta er eini sjóðurinn sem ætlað er að kaupa Ustaverk. Tólf milljónir eru ekki stór tala í fjárlagafrumvarpinu en skiptir okkur höfuðmáli." Á einni sýningu Danshöfundakvölds Islenska dansflokksins gáfu listamenn og aðrir aðstandendur vinnu sína. Innkoma sýningarinnar var 108 þúsund krónur og rann hún til Alnæmissamtakanna á íslandi. Á myndinni sést hvar Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri íslenska dansflokksins, afhendir Björgvini Gíslasyni, formanni Al- næmissamtakanna, innkomu sýningarinnar. Á myndinni er einnig David Greenall, danshöfundur og dansari. Ólafur Jóhann Ólafsson um Sniglaveisluna, sína þriðju skáldsögu: Þetta er skollaleikur með gamansömu ívaf i „í upphafi bókarinnar legg ég upp með þá staðreynd að heimurinn hafi breyst mikið, ekki sé hægt að reiða sig á neitt sem áður var tekið gott og gilt. Öll valdahlutfóll hafa hrunið. Fyrrum fjandvinir eru orðnir bræð- ur. Ef menn ætia að skrifa um jafn viðfeðmt viðfangsefni verður að gera það á mjög knappan hátt, annars gengur það ekki upp. Ég íeik mér með mynd af heiminum á svolítið ólíkindalegan hátt þar sem skolla- leikur er áberandi; leikur kattar aö mús eða dans tveggja músa sem báð- ar halda að þær séu kettir. Sagan gerist aðallega á einu kvöldi í Reykja- vík þar sem menn hittast í veislu. í veislum eru menn glaðir en eins og segir í kvæði Grims Thomsens; í bróðerni vega menn hver annan. Þetta er skollaleikur með glettnu ívafi, persónusaga sem gæti gerst hvar sem er," segir Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur sem nú sendir frá sér sína fjórðu bók, Sniglaveisl- una. *• .:...... <S, a Z ¦ ¦»¦¦¦'¦ - ¦ iMgjW Olafur Jóhann Olafsson. Ólafur er löngu þekktur sem rithöf- undur og forstjóri Sony í Bandaríkj- unum. Fyrri skáldsógur hans, Fyrir- gefning syndanna og Markaðstorg guðanna, fengu yflrleitt miög góðar viðtökur hér heima og erlendis og eins smásagnasafnið Níu lyklar sem kom út 1986. Það vekur jafnan furðu hvernig Ólafur getur sinnt hvoru tveggja, að stjórna stórfyrirtæki eins og Sony og skrifa metsölubækur. Ólafur hefur nýveriö skrifað undir fimm ára starfssamning við Sony. Þar er sér- staklega kveðið á um að hann fái meiri tíma til skrifta en áður. „Þetta er farið að taka svo mikinn tíma. Ég þarf að lesa yfir þýðingar, eiga í samskiptum við erlend útgáfu- fyrirtæki en kem þó ekkert nálægt samningum. Þá eru ótahn viðtöl og önnur kynningarstarfsemi. Bækur eru í samkeppni við svo margt annað þar sem frítími fólks er annars veg- ar." Alltaf þörf fyrir að skrifa Ólafur segist alltaf hafa haft þörf fyrir að skrifa enda fengist við skrift- ir frá því hann var strákup. „Ég fór í eðlisfræði aðallega til að kynnast raunvísindum. En stuttu eftir að ég lauk prófi slysaðist ég iim í viðskipti. Ég ætiaði aldrei að fara í viðskipti og hafði aldrei látið mér koma til hugar að ég myndi enda í viðskiptum. Það er því miklu nær að segja að ég hafi dottið í viðskiptin fremur en skriftirnar. Það hefur síð- an gerst meö árunum að skriftinar eru mér enn mikilvægari en áður." Ólafur segir ritstörfin koma sér vel í starfi sínu sem aðailega felst í sam- böndum við fólk í hvers kyns hug- verkagerð á vegum Sony, handrits- höfunda og fleiri. En hann segjr enn- fremur að það eigi engan veginn við sig að stjórna fyrirtæki sem framleið- ir bíla eða slíkt. - Ertufarinnaðhugaaðnýrribók? „Sniglaveislan er enn ekki komin út úr kollinum á mér. Persónurnar eru það nátengdar manni að það er erfitt að losna við þær úr höföinu. Ég hamaðist í.Smglaveislunni áður en ég lauk henni, endurskrifaði hana mjög oft, þétti hana og skar niður þannig að það líður smátími áður en ég get byrjað á nýrri. Ég byrja síðan ekki að skrifa fyrr en sögurnar eru nokkuð fullmótaðar í höfðinu á mér. Þannig er meðgöngutíminn lengri en áður," segir Ólafur. Listasafh íslands: Sýningástofn- gjöfsafnsins Listasafn íslands opnar á laug- ardag sýhingu á stofngjöf safns- ins en safnið á 110 árá afmæli um þessar mundir. Er sýningin hald- in í tilefni þess og eins til að heiðra minningu stofnanda þess, Björns Bjarnasonar, fyrrum al- ¦ þiiigismanns. Á sýnmgunn verða aðajlega dónsk málverk frá síðari hltita 19. áidar. Barnabókaráðið: Verðlaunafhent ísmásagnasam- keppni Barnabókaráðið, íslandsdeild IBBY, verðlaunar í dag þrjá höf- unda í smásagnasamkeppni sem efnt var til í tilefni af ári fjólskyld- unnar og afmæli íslenska Iýo- veldisins. Um leið verður bókin Ormagull gefin út. Hún hefur að geyma 14 bestu sögumar í smá- sagnasamkeppninni en þær eru allar byggðar á þjóðlegum sagna- minnum. Hvað um Leonardo? Boðið á leiklistar- hátíðíSlóveníu Leikfélag Reykjavikur hefur verið boðið að koma á leiklistar- hátíð í Ljubljana með leikritíð Hvað um Leonardo? eftir Evald Flisar. Leikritið gerist á heimili fyrir fólk með taugatruflanir og vekur upp margar spurningar um leið og það er fyndið. Leik- stióri er Hallmar Sigurðsson. Leikbrúðuland: íslenskir jóla- sveinartil London Leikbrúðuland er á leið til Lon- don með leikritið Jólaveinar einn og átta eftir Jón Hjartarson Því verða fáar sýningar á leikritínu hér heima, þrjár á íslensku og ein á ensku. Sýningarnar á íslensku verða að Fríkiikjuvegi 1127. nóv- ember og 3. og 4. desember. ÞjóðleiKhúsið Fávitinnjóla- leikrit Æfingar á Fávitanum eftir Fod- br Dostojeyskí standa nú yfir í Þjóðleihúsinu. Er Fávitinn jóla- ieikrit Þjóðleikhússins. Meöal leikenda i Fávitanum eru Hiimir Snær Guðnason, Baltasar Kor- mákur, Tinna Gunnlaugsdðttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Helga Bachmann, Edda Anujóts- dóttir, Hálldóra Björnsdóttir, Stefán Jónsson og Sigurður Skúlason. Leikstjóri er Kaisa Korhonen. Hafnarfjörður Lýðveidisnefnd Hafnarfjarðar ög Byggðasafh Hafnarfjarðar stánda fyrir Ijósmyndasýning- unni „Hafnarfiðrður fyrr og nú", ik sýningunni, sem verður í Hafn- arbprg og verður opnuð á laugar- dag, eru Jöósmyndir eftir Ijós- myndaraha Guðbjart Ásgeirsson og Herdísi Guðmunasdóttur frá árunum 1920-1940 og síðan h'ós- myntíir eftír Magnús Hjörleifsson :sem teknar voru frá sama sjónar- horni áþessu ári. Varpar sýning- in hósi á þær irhklu breytíngar sem orðið hafa á Hafnarfirði á síðustu 50-70 árum. 4-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.