Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1994, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1994, Blaðsíða 11
11 ÞRIDJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994 11 Fréttir Nýr Menningarsjóður útvarpsstöðva stofnaður: Skuld ¦ w • I yfir hundrað miijónir „Menningarsjóðurinn verður lagð- ur niður í núverandi mynd og nýr sjóður, dagskrárgerðarsjóður, kem- ur í hans stað," segir Ólafur G. Ein- arsson menntamálaráðherra í sam- tali við DV. Til stendur að Menningarsjóður útvarpsstöðva verði lagður niður og dagskrárgerðarsjóður komi í stað hans. Sjóðnum er fyrst og fremst ætlað að styrkja innlenda dagskrár- gerð. Tillaga að sjóðnum var lögð fram til kynningar á síðastliðnu vori í útvarpslagafrumvarpi. Sjóðurinn fær tekjur af aðflutn- ingsgjöldum sem Ríkisútvarpinu hafa verið ætluð til þessa en ekki runnið til Ríkisútvarpsins. - engin úthlutun í ár „Ég kem til með að leggja fram frumvarpið í sömu mynd og það var lagt fram í vor. Ég veit ekki hvenær það verður því ég held það sé ekki búið að afgreiða það í þingflokki Al- þýðuflokksins ennþá," segár Ólafur G. Einarsson. Sjóðurinn er fyrst og fremst ætlað- ur til innlendrar dagskrárgerðar. Það verður ekki úthlutað úr honum til heimildarmynda. Að sögn Ólafs er núverandi sjóður-ekki tómur en hann skuldar það sem hann á. Hann skuldar ríkissjóði töluvert á annað hundrað milljónir króna. Sjóðurinn á eitthvað yfir hundrað milljónir og gerir menntamálaráðherra ráð fyrir því að það fari til þess að greiða skuldina við ríkissjóð þannig að ekki verði um neina úthlutun að ræða á þessu ári. „Ég tek skýrt fram að það er búið að nota alla þessa peninga í það sem þeir voru raunverulega ætlaðir, til innlendrar dagskrárgerðar. Aftur á móti er búið að eyða fyrirfram úr sjóðnum en hann hefur ekki verið skorinn niður eins og kvikmynda- sjóðurinn. Ekki er gert ráð fyrir að nýi dagskrársjóðurinn borgi neinn kostnað við sinfóníuhljómsveitina. Það þarf að taka til athugunar hvern- ig sinfóníuhljómsveitin verður fjár- mögnuö," segir Ólafur G. Til sölu Ford Mondeo GLXi Wagon, árg. 1994, ekinn 11000 km, sjálfskiptur, rafdr. rúður, centrallæs- ing, vökvastýri, air Skipti á ódýrari bíl 98-11919 bag þjófavörn, cruisecontrol. koma til greina. Uppl. í síma Atvinituleysið í okt. 1993 og '94 Vestflrölr °° * <é.o? N- ^síra <V. eystraj Auslurlanö Wofttðborgarsv. Suöurnes Su&tírfaM Atvinnuleysiö síðustu 13 mánuði á landinu öllu okt. nóv. des. jan. feb. mars apríl maí júní júli ágúst sept. okt. ATH.! Smáauglýsing í helgarblað DV verður að berast okkur fyrir kl. 17 á föstudag. Þverholti 11 - 105 Reykjavík Sími 91-632700 Styrkir til háskólanáms í Danmörku og Noregi 1. Dönsk stjórnvöld bjóða fram fjóra styrki handa íslend- ingum til háskólanáms í Danmörku námsárið 1995-96. Styrkirnir eru ætlaðir þeim sem komnir eru nokkuð áleið- is í háskólanámi og eru miðaðir við 9 mánaða náms- dvöl en til greina kemur að skipta þeim ef henta þykir. Styrkfjárhæðin er 4.140 d.kr. á mánuði. 2. Norsk stjórnvöld bjóða fram einn styrk handa íslenskum stúdent eða kandídat til háskólanáms í Noregi námsár- ið 1995-96. Styrktímabilið er níu mánuðir frá haustmiss- eri 1995. Til greina kemur að skipta styrknum ef henta þykir. Styrkurinn nemur 5.700 n.kr. á mánuði. Umsækj- endur skulu að öllu jöfnu vera yngri en 35 ára og hafa stundað háskólanám í a.m.k. 2 ár. Umsóknir um styrkina skulu senda menntamálaráðuneyt- inu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 20. desember nk. á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Umsóknum fylgi staðfest afrit prófskírteina ásamt meðmælum. Menntamálaráðuneytið, 17. nóvember 1994 • • LIONSJMADAGATOIIN eru komin á alla útsölustaði Atvinnuástandiö í október: Færri án atvinnu heldur en í f yrra - atvinnuleysikarlajókstmeiraenkvenna í síðasta mánuði voru að meðal- tali 4.539 manns á atvinnuvinnu- leysiskrá, þar af 1.976 karlar og 2.536 konur. Þetta jafngildir því að 3,4 pró- sent af áætluðum mannafia á virihu- markaðinum hafi verið án vinnu í mánuðinum. Hjá körlum mældist atvinnuleysið 2,6 prósent en hjá kon- um 4,7 prósent. Arvinnuleysið í okt- óber er 0,2 prósentustigum minna en á sama tíma í fyrra en miðað við september síðastliðinn jókst at- vinnuleysið um 0,2 prósentustig. Síðasta virkan dag októbermánað- ar voru 5.431 manns á atvinnu- leysiskrá á landinu öllu en það eru 824 fleiri en í lok septembermánaðar. Síðastliðna 12 mánuði voru að með- altali um 6.326 manns atvinnulausir, eða 4,8 prósent. Árið 1993 voru að meðaltali um 5.600 manns atvinnu-' lausir, eða 4,3 prósent. í október fjölgaði atvinnulausum um 4,8 prósent miðað við mánuðinn á undan en fækkaði um 5,2 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Sam- kvæmt upplýsingum frá Vinnumála- skrifstofu félagsmálaráðuneytisins hefur atvinnuleysi ávallt aukist milli september og október; að lheðaltali um 15,5 prósent. Undanfarin ár hefur hins vegar dregið úr þessum árstíð- arbundnu sveiflum milli mánað- anna. í október jókst atvinnuleysið alls staðar á landinu nema á Austur- landi. Atvinnulausum fjölgaði mest á Suðurnesjum en þar og á Vestur- landi fjölgaði atvinnulausum miðað við sama tíma í fyrra. Atvinnuleysi karla jókst alls staðar nema á Aust- urlandi en atvinnuleysi kvénna minnkaði htilega í heild. Að meðal- tali eru um 63 prósent atvinnulausra á höfuðborgarsvæðinu og 37 prósent á landsbyggðinni. í félagsmálaráðuneytinu er búist við að atvinnuleysið muni aukast enn frekar í nóvember og verði á bilinu 4,2 til 4,5 prósent.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.