Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1994, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1994, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994 7 Fréttir Almannavamaæfing í Olafsí] arðargöngunum: Fjarskiptamálin í miklum ólestri Gylfi Kristjánsson, DV, Aknreyii; „Niðurstaöa þessarar æfingar er fyrst og fremst sú að við lærðum mikiö og reynsluna þarf að nýta,“ segir Sveinbjöm Steingrímsson, formaður almannavarnanefndar- innar á Dalvik, um niðurstöður björgunaræfingar sem haldin var í jarðgöngunum í Ólafsfj aröarmúla fyrir skömmu. Árekstur rútubifreiðar með 20 far- þega við flutningabifreið, sem í voru tveir menn, var settur á svið í miðj- um jarðgöngunum og átti fólkið lang- flest eða allt að vera í því ástandi eftir áreksturinn að flytja þurfti það á sjúkrahús. Að æfingunni komu björgunarsveitir frá Olafsfirði og Dalvík, hjálparsveitir skáta, heilsu- gæslustöðvamar á báðum stöðunum og einnig lögregla frá þessum stöðum og frá Akureyri. „Grunur okkar um að fjarskipta- mál gætu verið helsta vandamáhð, sem upp kynni að koma við þær að- stæður sem þarna vora settar á svið, reyndist réttur," segir Sveinbjöm. í ljós kom að talstöðvar, sem nota átti til að flytja boð á milU manna inni í göngunum, reyndust ekki draga nema nokkra metra. Var því notast við símana sem eru inni í göngunum, þeir em fimm talsins og em reyndar beintengdir við lögreglustöðina á Akureyri. Fjarskipti utan ganganna Dalvík- urmegin reyndust einnig mjög erfið og segir Sveinbjöm aö því valdi bæði nálægð Múlans og einnig vegalengd til Dalvíkur. „FjarskiptamáUn voru mikið vandamál í þessari æfingu en nú verða menn að setjast niður og finna á því lausn hvemig þeim mál- um verður háttaö komi til alvarlegs ástands," segir Sveinbjörn. Hann segir að æfingin hafi að öðru leyti tekist mjög vel og engin stór- vægileg vandamál komið upp. En fyrst og fremst hafi æfingin verið lærdómsrík fyrir þá sem að henni komu. Kjartan Páll afhendir Gunnari Svanlaugssynl, skólastjóra grunnskólans, gjöfina. DV-mynd Arnheiöur Stykkishólmur: Tölvugjöf og fjármála- fræðsla í grunn- skólanum Amheiðui Ólafsdóttir, DV, StyKkjshólmi; Búnaðarbankiim Stykkishólmi gaf gmnnskólanum hér 100 þús- und krónur sem verja á til kaupa á tölvu. Útibússtjóri bankans, Kjartan Páll Einarsson, sagði meðal annars við afhendingu gjafarinnar að Búnaðarbankinn liti á þaö sem skyldu sína aö stuðla að uppfræöslu bæjarbúa. Bankinn hefur sýnt það í verki, m.a. með þessari gjöf sem gefin var í tilefhi 30 ára afmælis Búnað- arbankans í Stykkishólmi sl. sumar og því að bankinn hefur staðið fyrir íjármálafræðslu í grunnskólanum. í fyrra voru námskeiðin í 9. og 10. bekk en í vetur veröa námskeið í boði fyrir 8. og 9. bekk. Krakkamir fá sögu- legt yfirlit bankamála. Þeim er kennt hvað sjálfræði og íjárræði er, vöxtum em gerð skil ogjiau eldri fá innsýn í vísitöluna. í lok námskeiðsins læra þau að gera fjárhagsáætlun - hvers þau mega vænta í sumartekjur og gera áætlun út frá því. Stefán Jónsson, til vinstri, byggingameistari hjá Selósi hf. á Selfossi og nokkrir starfsmenn hans á þaki íbúðar- blokkarinnar. Þjóðfáninn, Ingólfsfjall og Hellisheiði í baksýn. DV-mynd Kristján Reisuhátíð á Selfossi Kristján Einaisson, DV, Selfossi; Það er gamall og góður siður að fagna þegar sperrurnar hafa verið reistar á nýju húsi. Danir hafa lengi haft þennan sið og þeir ganga-svo langt að ef meistarinn býður ekki upp á veislufóng flagga þeir sem- entspoka þar sem hæst ber á húsinu. Ef aftur á móti er boðið til veislu flagga þeir þjóðfánanum. Stefán Jónsson, byggingameistari á Selfossi, lét ekki hanka sig á sem- entspokaatriðinu. Bauð starfsmönn- um sínum til hátíðahalda í tilefni þess að íbúðarblokk, sem þeir hafa verið að byggja, fékk reisn sína er sperrumar höfðu verið festar á hús- ið. Meira var viðhaft í kaffitímum dagsins og um kvöldið var skálað. TogararÚA: Aflaverðmæti tæplega 1,2 milljarðar Aflaverðmæti togara Útgerðarfé- lags Akureyringa hf. fyrstu 8 mánuði ársins var rúmlega 100 milljónum króna meira en á sama tíma á síð- asta ári og aflinn sem togaramir fengu upp úr sjó var um 1750 tonnum meiri en á síðasta ári. Útgerðarfélag Akureyringa á og gerir út 8 togara, fimm þeirra em á ísfiskveiðum en þrír frysta aflann um borð. Þess skal getið að á síðasta ári vom togararnir 7 talsins en frystitogarinn Svalbakur bættist í flotann snemma á þessu ári. Samtals _ fengu ísfisktogararnir 9.687 tonn'fyrstu 8 mánuði ársins og var verðmæti þess afla 518 milljónir en frystiskipin þrjú fengu 653 tonn Afli og aflaverðmæti togara ÚA fyrstu 8 mánuði ársins Aflaverömæti í milljónum króna. J8 I 3 = ’c 2C l 1' EnaU upp úr sjó og var aflaverðmæti þeirra því 1.171 milljarður en var 1.063 millj- afurða 653 milljónir króna. Heildar- arðar á sama tíma á síðasta ári. aílaverðmæti fyrstu 8 mánuðina er Seltirningar eignast Gróttu Bæjaryfirvöld á Seltjamamesi og fulltrúar ríkisins undimituðu nýlega samning um kaup Seltjamamesbæj- ar á Gróttu og öllum húsum þar nema Gróttuvita fyrir 900 þúsund krónur og hittust af því tilefni í Gróttu Halldór Blöndal samgöngu- ráðherra, Sigurgeir Sigurðsson bæj- arstjóri og Friðrik Sophusson fiár- málaráðherra. Seltirningar ætla að endurreisa vitavarðarbæinn og úti- húsin og koma þeim í upprunalegt horf. Grótta var friðlýst fyrir tíu ámm og er þar fiölskrúðugt fuglalíf. Viltu losna við bakverki og stífleika í herðum á meðan þú sefur? Sé sofið á röngu eða lélegu undir- Morgunstund gefur gull í mund, lagi, getur gætt stífleika í baki á eftir væran svefn á heilsudýnu og morgnana. kodda frá Bay Jacobsen. Þá skaltu reyna heilsudýnu og kodda frá Bay Jacobsen. Dýn- an endurvarpar líkamshita, dreifir líkamsþunganum á undir- lagið, hefur nuddandi áhrif á líkamann og losar um spennu, örvar blóðrás og styður við bak og mjóbak. Dýnustæðir fyrir burðarrúm, barnavagna, barnarúm og fullorðinsrúm í þremur breiddum, 70, 80 og 90 sm. Bay Jacobsens heilsukoddinn styður vel við höfuðið, þannig að vöðvar í herðum og hnakka ná að slakna og hvílast. Leitið frekari upplýsinga. Póstkröfuþjónusta. Kleppsmýrarvegi 8, 104 Reykjavík, sími 688085, fax 689413 $ BAY JACOBSEN®

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.