Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1994, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1994, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994 9 Óttast að engill dauðans leiki lausum hala 1 Bretlandi: ingmeðal lottó- vinnenda Elisabet Eng- landsdrottning datt heldur bet- ur í lukkupott- inn um helgina þegar fyrsti út- drátturinn í nýja happ- drættinu á Eng- landi fór fram. Drottning vann tíu pund eða sem svarar rúmum þús- undkrónum. Dularf ull dauðs- föll á gjörgæslu - tugir lögregluþjóna í málinu og hjúkrunarkona undir grun Elisabet, sem er ríkasta kona heimsins, fær þó ekki aö sitja ein aö pundunum tíu því hún er í tippfélagi með nitján öðrum úr konungsfjölskyldunni, þar á meðal manni sínum og móður. Ekki voru alhr jafn heppnir og drottning þvi á daginn hefur komið að atvinnulaus táningur sem þóttist hafa fengið allar tölur réttar var bara að gabba. Líkiðsentmllli stofnanaí pappakassa Heilbrigðisyfirvöld í Wales hafa krafist rannsóknar á því að líkið af andvana fæddu bami var sent í pappakassa frá einu sjúkrahús- inu til annars. Það var aðeins fyrir tilviljun að ■ upp um þetta komst þegar pappa- kassinn rifnaði eftir að hraðílutn- ingafyrirtæki hafi skiliö víð hann. Gera átti rannsóknir á Uk- inu. Alla jafna eru það útfararstofur eða sjúkrabílar sem sjá um flutn- inga þessa og hleypur kostnaður- ínn á tugum þúsunda króna. í þessu tilviki þurfti ekki að greiða nema fimm þúsund krónur rúm- ar fyrir flutninginn. Svíi handtekinn fyrir bjórdrykkju Í62.sinn Ölglaður Svíi, Uno Bfom, slökkti þorsta sínum enn einu sinni 1 fyrirheitna landinu Dan- mörku um síðustu helgi og var handtekinn í 62. skipti. Hann þarf nú að dúsa i fjörutíu daga í fang- elsi en honum hefur verið meinað að heimsækja Danmörku síðustu árin. Hann tjáðí lögreglunni að ástæða þess að hann svindlaði sér ávallt inn í landið aftur væri að danskur bjór væri einfaldlega langbestur. Blom kom með ferju frá limhamn til Dragör síðastlið- inn laugardag og eftir að hafa endumýjað kynnin af danska bjórnum missti hann af síðustu ferjunni heim og hafði sjálfviljug- ur samband við lögregluna. Spielberg heiðr- aðurfyrirLista Schindlers Lögregla á Bretlandi rannsakar nú hvort nýr „engill dauðans“ hafi leik- ið lausum hala á nokkrum sjúkra- húsum landsins. Tveir sjúklingar á gjörgæsludeild Bassetlaw sjúkra- hússins í bænum Worksop létust án þess að hægt væri að finna á því eðli- lega skýringu og leikur grimur á að átt hafi verið við öndunartæki og dælur sem gefa lyf í æð. „Við eram staðráðnir í að komast til botns í því hvað gerðist," sagði Peter Coles, yfirmaður í rannsóknar- lögreglunni í Nottingham, en hann stjórnar 21 manns lögregluliði sem fer með rannsóknina. Rannsóknin beinist að 32 ára gam- alli hjúkrunarkonu sem ekki má nafngreina af lagalegum ástæðum. Hún var leyst frá störfum við Bassetlaw sjúkrahúsið í janúar en hefur ekki verið ákærð. Lögreglan er einnig að rannsaka 30 önnur grun- samleg atvik á sjúkrahúsinu. Hjúkr- unarkonan hefur einnig starfað á sjö öðram sjúkrahúsum víðs vegar um England. Rannsóknin ,nær nú einnig til þeirra. Stjórnendur sjúkrahús- anna hafa veitt lögreglu alla hugsan- lega aðstoð og þeir hafa enn fremur sett upp neyðarsímaþjónustu sem áhyggjufullir sjúklingar eða aðstand- endur geta hringt í. „Þetta er mjög alvarleg rannsókn en ég vil draga úr ótta almennings," sagði Coles. „Ég, eins og allir aðrir, á kannski eftir að leggjast inn á sjúkrahús einhvern tíma í framtíð- inni og sjúkrahúsin hafa alveg jafn miklar áhyggjur af öryggismálum." Fréttir af atburðum í Worksop hafa vakið upp minningar um hjúkrunar- konuna Beverley Allitt sem afplánar nú þrettán lífstíðardóma fyrir að myrða fjögur börn sem voru í hennar umsjá. Bresk blöð kölluðu hana „engil dauðans". Reuter Elísabet Englandsdrottning brá sér i bió við Leicestertorg í Lundúnum í gær en þá verið að frumsýna endurgerð hinnar sígildu jólamyndar Kraftaverk á 34. stræti. Jólasveinninn á veggspjaldinu er enginn annar en sir Richard Attenborough, sá mikilhæfi leikari og leikstjóri. Ekki fylgir sögunni hvort drottningu hafi verið skemmt. Sfmamynd Reuter Norðmaður sýknaður 24 árum eftir lifstíðardóm: Gerir kröf u um hundrað milljónir í skaðabætur Fjörutiu Schindler-gyð- ingar komu saman nýverið til að heiðra Steven Spiel- berg kvik- myndaleik- stjóra fyrir mynd hans um Óskar Schindler og baráttu hans fyrir að frelsa gyðinga í seinni heimsstyrjöld- inni. Schindler er talinn hafa bjargað yfir eitt þúsund gyðing- um. Spielberg var afhent brjóst- mynd af Schindler. Hann sagði við aíhendinguna að síðustu tvö ár í lífi sínu hefðu verið stórkost- leg. Hann væri þakklátur fyrir þá athygli sem myndin liefði vak- ið. Reuter, Ritr.au „Ég er bæði glaður og þakklátur. Nú hef ég verið hreinsaður af öllum áburði og ég er ekki bitur,“ sagði hinn 63'ára gamli Norðmaður Per Liland þegar hann var í gær sýknað- ur af því að hafa drepið tvo menn árið 1969. Árið 1970 var hann dæmdur í ævi- langt fangelsi fyrir morðin. Hann sat í fangelsi í fjórtán ár en hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu. Rétturinn komst síðan að þeirri niðurstööu í gær að hann væri saklaus og hefur það því tekið Liland 24 ár að sanna sakleysi sitt. Liland var dæmdur fyrir að myrða mennina með exi á hrottalegan hátt í húsi sem kallað var „Litla helvíti" í Fredrikstad um jólin 1969. Bæði lög- regla og fjölmiölar vora sannfærð um sekt hans á sínum tíma. Þegar dómsniðurstaðan var kveðin upp í gær stóðu allir dómararnir í réttinum upp og klöppuðu fyrir Li- land. Það er tahð í fyrsta sinn í sögu Noregs sem það gerist. Með þessum málalokum er einu merkilegasta málinu í norskri réttar- sögu lokið. Á þessari öld finnst ekk- ert mál sem jafnast á við þetta. Lögfræöingur Lilands segir aö skaðabótakrafan verði aldrei undir 100 milljónum króna. ntb Úílönd Unglingarmyrtu Tveir 16 og 17 ára piltar hafa verið handteknir, grunaðir um að hafa myrt 15 ára pilt í bænum Bjuv í Sviþjóð. Pilturinn fannst látinn á skóialóð sl. mánudags- morgun. Hann var svo illa útleik- inn að marga klukkutíma tók að bera kennsl á likið. Líklegt þykir að hann hafi ítrekað verið barinn í höfúðiðmeð steini. TT ASll «1 . EEE ■xa. 22 S' SSartr'á =sr 99*1 7-0 0 t/erö aðeins 39,90 mín. AlL 2j V _3_| G ottó íkingalottó etraunir Nr. Lelkur:_____________________Rððln 1. Notth For. - Cheisea - -2 2. Southamptn - Arsenal 1 - - 3. Man. Utd. - C. Palace 1 - - 4. Ipswich - Blackburn - -2 5. Wimbledon - Newcastle 1 - - 6. QPR-Leeds_____________1 - - 7. Tottenham - Aston V. - -2 8. Sheff. Wed - West Ham 1 - - 9. Coventry - Norwich 1 - - 10. Tranmere - Charlton -X - 11. Southénd - Reading 1 - - 12. Luton - Portsmouth 1 - - 13. WBA-Oldham 1-- Heildarvinningsupphæð: 119 mllljónlr 13 réttir 521.850 kr. 12 réttir 17.160 kr. 11 réttirj 10 réttirf 2.150 kr. kr. Hr. Lelkur;____________________Röðln Nr. Lelkur:_______________Rðttln 1. Parma - Foggia 1 - - 2. Sampdoria - Torino -X - 3. Napoli - Fiorentina___- -2 4. Cagliari - Genoa 1 - - 5. Bari - Cremonese 1 - - 6. Brescia - Roma________-X - 7. Lazio - Padova 1 - - 8. Juventus - Reggiana 1 - - 9. Bologna-Spal__________1 - - 10. Ravenna - Leffe -X - 11. Ospitaletto - Modena -X - 12. Spezia-Prato -X - 13. Carrarese - Massese -X - Heildarvinningsupphæð: 15,2 mllljónlr 13 réttir 51.160 kr. 12 réttir 2.060 122 11 réttir 23046 kr. 10 réttir kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.