Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1994, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1994, Qupperneq 8
8 MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1994 Utlönd Gro Harlem Brundtland tefldi öflu 1 tvlsýnu í stundarbræði á lokaspretti kosningabaráttunnar: Já, en þetta er lygi - sagði forsætisráðherrann 1 beinni sjónvarpsútsendingu og sló krepptum hnefanum 1 borðið Gísli Kiistjánsson, DV, Ósló: „Já, en þetta er lygi,“ sagði Gro Harlem Brundtland, forsætisráð- herra Noregs, í beinni sjónvarpsút- sendingu á lokaspretti kosningabar- áttunnar fyrir þjóðaratkvæðið um aðild Noregs að Evrópusambandinu. Á eftir fylgdi krepptur hnefinn í borðið og ekki fór milli mála að nú var Gro nóg boðið. „Hér eru mörk- in,“ hrópaði hún og skelfingarsvipur færðist yfir andlitið á sessunaut hennar, Anne Enger Lahnstein. Gro reiddist vegna þess að Lahnstein, leiðtogi nei-manna, fullyrti að aðild að Evrópusambandinu mundi leiða til skerðingar á réttindum verkalýðs- félaganna. Málið er afar viðkvæmt, sérstaklega fyrir Gro og Verka- mannaílokkinn sem aila tíð hefur haldið fram réttindum verkalýðsins. Gro getur því aldrei falhst á að hún hafi afsalað réttindum sem flokkur- inn hefur verið heila öld að berjast fyrir. Straumhvörf í baráttunni Stjórnmálaskýrendur hér í Noregi eru samála um að straumhvörf hafi orðið í baráttunni með stundarbræði Gro. Ekki eru menn þó á einu máli um hvort hún hafi skaðað málstað- inn með því að missa stjórn á skapi sínu þetta andartak. Gro sagði eftir á að hún hefði verið búin að fá nóg af rangfærslum ESB-andstæðing- anna. í þessu máli hafi hún ekki get- aö látið lygina yfir sig ganga öllu lengur. Hún hefur líka margítrekað að ekki komi til greina að biðjast af- sökunar. Sérfræðingar í vinnurétti eru sammála um að Gro hafi haft rétt fyrir sér. Fulllangt sé þó gengið að halda því fram að Lahnstein hafi vísvitandi logið að kjósendum. Hér sé um flókið álitamál að ræða. Anne Enger Lahnstein reitti Gro Harlem til reiði í sjónvarpsumræð- um um ESB. Gro gerði sig hins vegar seka um ósannindi að verkalýðshreyfmgin hefði opinberlega fallist á þá túlkun sína aö réttindi verkalýðsfélaganna yrðu ekki skert við inngöngu í ESB. Slík yfirlýsing hefur aldrei komið fram. Gro sigraði með yfirburðum Gro getur huggað sig við að yfir- gnæfandi meirihluti þeirrar milljón- ar manna sem sá hana reiðast í sjón- varpinu taldi að hún hefði sigrað með yfirburðum í sjónvarpskappræðun- um. Skoðanakannanir daginn eftir sýndu einnig að já-menn hefðu unnið tvö prósent óákveöinna kjósenda á sitt band. Odvar Nordli, fyrrum forsætisráð- herra Noregs, er einn fjölmargra sem beðinn hefur verið um álit á lygaá- burði Gro Harlem. Hann á ef til vill síðasta orðið í þessari deilu þegar hann segir: „Þetta voru skiljanleg viðbrögð eins og á stóö en samt full- langt gengið hjá Gro.“ Búist viö 85 prósenta kjörsókn 1 Noregi 1 dag: Andstæðingamir hafa undirtökin Gísli Kristjánsson, DV, Ósló: „Það er réttur okkar til að ráða málum okkar sjálf sem mestu máli skiptir,“ segir Anne Enger Lahn- stein, leiðtogi andstæðinga aðildar að Evrópusambandinu hér í Noregi. Allar líkur eru á að meirihluti Norð- manna taki þessi rök fram yfir full- yrðingar um einangrun og afturfor í kjölfar þess að hafna aðild. Allar skoöanakannanir benda til að nei-mennirnir sigii í kosningun- um. Munurinn verður þó ekki mik- ill. Algengt er að kannanir sýni mun upp á tvö til fjögur prósent. Síðasta könnun í Dagbladet sýnir aö 52 pró- sent ætla að segja nei en 48 prósent já. Miöað er við þá sem taka afstöðu en enn eru um tíu prósent aðspurðra óákveðin. í könnun í Aftenposteneru hlutfóllin 53 prósent gegn 47 prósent- um, nei-mönnum í vil. Já-mennirnir geta þó huggað sig við að þeir eru í stöðugri sókn. Hugsið um framtíðina Kosningabráttunni lauk formlega á laugardagskvöldið. Gro Harlem Brundtland hélt ræðu í Drammen og hét á landsmenn að hugsa um kom- andi kynslóðir og segja já. Anne Eng- er Lahnstein stóð á sama tíma fyrir framan Stórþingið og hét á lands- menn að hugsa um komandi kyn- slóðir og segja nei. Það er búið að segja allt sem segja þarf. Þeir sem þegar eru vissir í sinni sök bíða spenntir eftir úrslitunum í kvöld. Þeir óákveðnu bíða líka spenntir eftir að vita hvað þeir gera sjálfir í kjörklefanum í dag. Efasemd- armennirnir eiga erfiðan dag fyrir höndum. Kannanir benda til að kjörsókn verði um 85 prósent. Það þykir ekki sérlega mikið þegar haft er í huga að undanfarna mánuöi hefur norska þjóöin verið upptekin af einu máli og aðeins einu máli: Eigum við að ganga í ESB eöa ekki? Tillitssemin getur ráöið Verði kjörsókn meiri en spáð er kemur það já-mönnum til góða, Meirihluti efasemdarmannanna hallast aö þvi að segja já ef eftir er gengið og því líklegt að fleiri já- atkvæði kom úr þeirra hópi eftir því sem fleiri fara á kjörstað. Kjörfundur hófst reyndar í nokkrum hreppum í dag og þar kom á óvart hve áhuginn var mikill. Þvi er haldið fram að tillitssemi við Gro Harlem geti ráðið úrslitum í þjóðaratkvæðagreiðslunni. í umræð- um manna á meðal er þeirri spurn- ingu varpað fram í alvöru „hvort hún Gro geri nokkum tíma annað en það sem hún veit að er þjóðinni fyrir bestu?" Tiltrú almennings á forsætis- ráðherranum skiptir hér miklu og margir efasemdarmenn eru sáttir við aö segja já bara af því að Gro segir já. ■*w. Hátískan hefur svo sannarlega haldið innreið sína í Moskvu. Hér má sjá fatnað eftir rússneska hönnuðinn Valentin Júdasjkín sem hann kennir við Katrinu miklu keisaraynju og var sýndur á mikilli hátið. Simamynd Reuter Þjóðaratkvæðiö í Noregi: Hlutföllin eins og árið 1972 Gísli Kristjánsson. DV, Ósló: Athygli vekur hér í Noregi aö úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunn- ar um ESB-aöild ætla að verða eins og í hliðstæðri atkvæða- greiöslu árið 1972. Þá var kosið um inngöngu í Evrópubandalag- ið, eins og það hét. Niöurstaðan varð að 53,35 prósent sögðu nei en 46,5 prósent já. Skoðanakann- anir nú eru ekki ósvipaðar þessu. Margt hefur þó breyst á liðnum 22 árum. Þá var ungt fólk í for- ustu þeirra sem höfnuðu aðild. Sárafáir stúdentar sögðu já. Nú nýtur ESB stuðnings meirihluta námsmanna við norska háskóla. Árið 1972 höfðu konur sig ekki mjög í frammi. Nú er andstaðan sterkust meðal kvenna. Það sem ‘ekki hefur breyst er að fylgi við aðild er mest í Osló og nágrenni. GroHarlemá allt sitt undir úrslit- um dagsins Hafi einhver Norðmaður ástæðu til . aö bíða í spenningi eftir úrslitum dagsins þá er jtað Gro Harl- em Brundtland forsætisráð- herra. Niðurstaðan, hver sem hún verður, snertir hana meira en nokkurn annan. Fyrir alla aðra verður morgundagurinn eins og aðrir dagar en Gro gæti hafa orðiö fyrir mesta ósigrinunr á feriinum eða þá að hún hefur endanlega tryggt sér sess meðal hinna stóru í sögu Noregs. Vandi er að sjá hvemig Gro gæti haldið áfram sem forsætis- ráöherra ef þjóðin hafnaði aðild að ESB. Hún hefur lagt allt undir þótt hún vilji ekki lýsa yfir að framtíö hennar sem stjórnmála- manns velti á úrslitunum. Sigur- inn væri að sama skapi stór. Ætlaaðtelja beturenSvíar „Við ætlum ekki að gera sömu mistök ogSviarnir," segja norsk- ir skoðanakönnuöir og lofa áreið- anlegum útgönguspám í kvöld. í Svíþjóð urðu könnuðum á alvar- leg mistök þegar þeir birtu út- gönguspár um leið og kjörstöðum var lokaö. Nær sextiu prósent landsmanna virtust hafa sagt já en síðar kom i ljós að það var verulega ofmetið. Niðurstaðan varð að rúm 52 prósent sögðu já. Upplýst er að sænsku könnuð- imir reiknuðu vitlaust Of fáir kjósendur í dreifbýh vora spurðir en þar var andstaðan mest Nú segjast norsku könnuðirnir hafa reiknað allt rétt og að fyrsta út- gönguspáin eigi aö gefa rétta vís- bendingu um niðurstöðuna. MMC L-300 '88, hvítur, ek. 120 þ. km. Verð 1.080.000 kr., allt að 36 mán. Volvo 740 GLE st. ’88, grár, ssk., vetrar- og sumardekk, ek. 108 þ. km. Faliegur bill. Verð 1.240.000 kr. til allt að 48 mán. nwm Volvo 740 GLE st., áll., 5 g„ aðeins 81 þ. km. Toppeintak. Verð 1.200.000 kr. Toyota Hilux extra cab '90, dis., ek. 90 þ. km, 35" dekk, króm, piasthús. Verð 1.490.000 kr. til allt að 36 mán. MMC Pajero disil, turbo, intercool- er, EXE ’90, ek. 156 þ. km, 31" dekk, álf., rafdr. rúður, centrall. Verð 1.690.000 kr. til allt að 48 mán. BÍLABATTERÍHD Nissan king cab V-6, 3 I, ’91, ek. 22 þ. km, álf., rafdr. rúður, centr- all., ABS, vsk. Verð 1.450.000 kr. til allt að 48 mán. Höfum mikið úrval af vélsleðum á skrá og á staðnum. BÍLDSHOFOI I2 112 REYKJAVÍK SÍMI 673131 984-58460 Bíldshöfða 12, s. 673131 og 989-38083, fax 673826. ■f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.