Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1994, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1994, Page 28
40 MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1994 Svidsljós Fimmlíu fjöllistamenn frá Kína eru nú staddir hér á landi og sýndu þeir listir sínar í Háskólabíói um helgina. Listamennirnir skemmtu ungum sem öldnum með alls kyns áhuga- verðum og framandi leikatriðum sem oft eru á mörkum þess fram- kvæmanlega hvað snerpu og sniUd varðar. Listrænir tilburðir og snilli- brögð þeirra gerðu áhorfenduma hvað eftir annað agndofa. Jólakeramik Mikið úrval af alls konar jólakeramik og styttum. Alls konar tilboð í gangi. Lítið inn og sjáið úrvalið. Listasmiðjan Dalshrauni 1 220 Hafnarfirði, s. 652105 BÍLAVIÐGERÐIR 15 ára þjónusta! Allar almennar viðgerðir. • Hemlaviðgerðir • Pústviðgerðir • Kúplingsviðgerðir • Vélastillingar Fullkomin stillitölva ÁTAK Sr. bílaverkstæði Nýbýlavegi 24 200 Kópavogi símar 46040 - 46081 Manfred Hoeberl frá Austurríki tekur hér vel á í að draga dráttarvél í keppninni Sterkasti maöur jarðarinnar sem haldin var í Laugardalshöll um helgina. Keppendur voru sex aUs og kepptu í 7 greinum. íslendingurinn Andrés Guðmundsson varð í öðru sæti. Vímuefnaneysla getur haft mikU áhrif á útUt fólks. Það mátti glögglega sjá á laugardaginn í Listhúsinu í Laugardal þegar fórðunarmeistari málaði módel sitt öðrum megin sem vímuefnaneytanda. Þar var í gangi átak fyrir vímuiausri æsku og gafst fólki kostur á að sýna stuðning sinn við málefnið með því að koma og taka þátt í dagskránni. í Listhúsinu í Laugardal var opnuð listahátíð um helgina til að vekja at- hygh á vímuiausri æsku. Dagskrá var í gangi allan laugardaginn og gat fólk sýnt málefninu stuðning, m.a. með því að skrifa nafn sitt á heimsins stærsta bol. Tónleikar tíl styrktar Alnæmissamtökunum voruhaldnir á vegum nemenda úr Ejölbrautaskólanum í Breiðholti á föstudaginn. Allur ágóði af tónleikunum rann tU Alnæmissamtakanna auk þess sem nemendur dreifðu verjum og rauðum borða til að minna á boðskapinn. Gestir á tónleikunum fylgjast hér með einni hljómsveitinni af áhuga. Fyrsti sunnudagur í aðventu var haldinn hátíðlegur með hátíðarguðsþjón- ustum víöa um land. í Seltjamameskirkju gengu fermingarbörn inn í kirkj- una með kertaljós og kveikt var á fyrsta kertinu í aðventukransinum. Egill Ólafsson söng við undirleik Jónasar Þóris á skemmtidagskrá til minnngar um Fróða Finnsson, til styrktar krabbameinssjúkum börn- um í Þjóðleikhúsinu á laugardaginn. Fróði er einn þeirra mörgu bama og unghnga sem hafa þurft að beijast lengi við banvænan sjúkdóm og lúta í lægra haldi. Fíölmargir Ustamenn komu fram áskemmtidagskránni til að leggja þessu málefni lið. Hilmir Snær Guðnason leikari var fulltrúi Fróða Finnssonar og stiklaði á stóru í sögu hans í skemmtidagskrá sem haldin var í minningu Fróða og til styrktar öllum krabbameinssjúk- um börnum í Þjóðleikhúsinu á laug- ardaginn. Fróði Finnsson lést 30. september síðastiðinn á tuttugasta aldursári úr krabbameini, en hann var einkabam Eddu Þórarinsdóttur leikkonu og Finns Torfa Stefánsson- ar tónskálds. Sigríður Sigurðardóttir og Elías T. Nordgulen tóku á móti gestum á Kaffi Reykjavík í tilefni þrítugsaf- mælis Elíasar nú fyrir stuttu. Um 40 manns heiðruðu afmæhsbamið með nærvem sinni og er óhætt að segja að ekki hafi farið iha um gestina því nóg var að bíta og brenna fram eftir nóttu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.