Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1994, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1994, Qupperneq 32
44 MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1994 Kristín Á. Guðmundsdóttir. Neitum að prútta „Það er greinilegt að Þorsteinn Geirsson ætlast til þess að við mætumst einhvers staðar á miðri... Um það er bara ekki að ræða. Samninganefnd ríkisins er Ummæli ekki stödd á einhverjum prútt- markaði," segir Kristín Á. Guö- mundsdóttir í DV. Tímabært að stokka upp „Ég held að það sé löngu tíma- bært að það eigi sér stað ákveðin uppstokkun í flokkakerfinu á landsvísu, ekkert síður en í borg- armálum... “ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í DV. Kónniin á kyn- hegðun íslendinga Jóna Ingibjörg Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur mun í dag kl. 12.15 halda fyrirlestur, Könn- un á kynhegðun íslendinga, í stofu 6 á 1. hæð í Eirbergi, Eiríks- götu 34. Byggir hún fyrirlestur- inn á könnun sem gerð var á veg- um Landlæknísembættisins og Landsnefndar um alnæmisvam- ir. Öllum er heimill aðgangur. Fimdir Jarðskjálftar norður af Hveragerði í kvöld kl. 20.30 verður síðasti fræðslufunduur Hins íslenska náttúrufræöifélags haldinn í stofu 101 i Odda. A fundinum flyt- ur Ragnar Stefánsson jarð- skjálftafræðingur erindi sem hann nefnir: Jaröskjálftar norður af Hveragerði. - Hvað segja þeir okkur? Kynningarfundur Húmanistahreyfingin kynnir starfsemi sína á veitingahúsinu Lækjarbrekku í kvöld kl. 20.30. Áhugafólk um betra þjóðfélag er hvatt til að mæta. Leiöin til árangurs Þátttakendur Phoenix námskeið- anna Leiðin til árangurs gefst nú kostur á eftirfylgni og viðhaldi á efni námskeiðsins með því aö sækja klúbbfundi. í kvöld kl. 20 er fundur á Hótel Loftleiðum. Skoðað verður myndband með Brian Tracey og skipst verður á skoðunum. Hádegisfundur Opinn hádegisfundur veröur á morgun, þriðjudaginn 29. nóv- ember, i stofu 6 á 1. hæð í Eir- bergi, Eiríksgötu. Gerður Á. Jónsdóttir verður með kynningu á foreldrahóp barna með klofinn góm. Fundurinn hefst 12.15 og er öllum opinn. Síðustu nótt var hifreið stolið. (Þetta virðlst hugsað á ensku). Gætum tungmmar Á íslensku er sagt: í nótt var bifreið stolið. Eða: I nótt sem leið var bifreið stolið. Gola eða kaldi víð- ast hvar á landinu Gísli Viðar Harðarson, formaður Rauða kross deildar: Fólk leitar til okkar Þetta tíu ára tímabil hefur verið mjög ánægjulegt. Það hefur allt starf gengið mjög vel hjá deildinni og það er búið að vera gott fólk með mér í stjórn, góðir félagar sem hafa stutt okkur og að sama skapi höfum við notið góðvildar íbúa á Suðurnesjum. Það eru allir mjög jákvæðir gagnvart störfum Rauða kross deildarinnar. Sjálfur hef ég alla tið haft mikínn áhuga á líknar- Maður dagsins málum, mannúðarmálum og björg- unarsveitarstörfum," segir Gísli Viðar Harðarson, formaöur Rauöa kross deildarinnar á Suðumesjum, en deildin fagnar tíu ára afmæli sínu um þessar mundir og var haldin afmælisveisla um síðustu helgi, og var Gísli Viðar endurkos- inn formaður deildarinnar til tveggja ára. Hann starfar sem varð- stjóri hjá Brunavömum Suöur- Gísll Viðar Harðarson. nesja. „Deildin er.vírkílega öflug og hún er fjárhagslega sjálfstæð. Okkur hefir tekist með sjáliboðavinnu og fórnfýsi félagsmanna aö byggja upp nýja og glæsilega félagsaðstöðu. Deildin á þrjá sjúkrabíla, sem hún rekur sjálf, en eru mannaöir af Branavörnum Suðumesja. Þessa bíla og húsnæðið eigum við skuid- laust í dag.“ Það fór ekki fram hjá neinum landsmönnum þegar stærsta fjöl- býlishúsið í Keflavík brann í sum- ar. Þá kom Rauða kross deildin til hjálpar íbúum sem misstu heimili sín og vann mikið og gott starf. Gísli Viðar segir að Rauði krossinn hafi sett sér það markmið 1991 að aöstoða þá sem minna mega sin í þjóðfélaginu. Hann segir að fólk leiti mikiö til þeirra fyrir jólin: „Við höfum unnið markvisst að því að aöstoða fólk sem hefir lent í erfið- leikum fyrir jólin. Það hefur aukist aö fólk leiti til okkar sem þýðir ein- faldlega að ástandið er að versna hjá mörgum hveijum. Fólkið kem- ur til okkar síðustu vikuna og við reynum sem við getum að aðstoða það.“ Ægir Már Kárason I dag verður suðvestangola eða kaldi víðast hvar á landinu, él eða slyddu- Veðriö í dag él vestan- og norðanlands, þurrt að mestu. Hiti verður á bilinu 0-5 stig. Sólarlag í Reykjavík: 15.55 Sólarupprás á morgun: 10.39 Siðdegisflóð í Reykjavík: 14.27 Árdegisflóð á morgun: 02.27 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 12 í gær: Akureyrí úrk.í 4 Akurnes grennd úrk. í 4 Bergstaöir Bolungarvík grennd skúrásíð. 4 klst. Kefla víkurílugvöllur úrk. í 4 Kirkjubæjarklaustur grennd slydduél 3 Raufarhöfn skýjað 3 Reykjavik úrk. í 3 Stórhöföi grennd snjókoma 2 Bergen alskýjað 9 Helsinki alskýjað 1 Kaupmannahöfn súld 6 Stokkhólmur alskýjað 4 Þórshöfn skýjað 7 Amsterdam alskýjað 11 Beríín alskýjað 9 'Feneyjar þokumóða 12 Frankfurt skýjað 11 Glasgow léttskýjað 10 Hamborg skýjaö 8 London mistur . 10 LosAngeles heiðskírt 10 Luxemborg skýjað 10 Maliorca þokumóða 16 Montreal léttskýjað New York skýjað -3 Nice skýjað 15 Oríando léttskýjað 16 París skýjað 12 Myndgátan Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði. Haukar-Njarð- vík í úrvalsdeild- inni í körfubolta Eftir mjög svo viðburðaríka helgi í íþróttum er frekar fátt um að vera í kvöld en þó er einn leik- ur í úrvalsdeildinni í körfubolta íþróttir sem gæti orðið spennandi. Það sem af er tímabiiinu hefur Njarð- víkurliöið nánast veriö ósigrandi og er með langhagstæðustu stöð- una í íslandsmótinu. í kvöld fara hðsmenn Njarðvíkur bæjarferð til Hafnarfjaröar og keppa þar við Hauka. Þótt fyrir fram megi telj- ast að Haukar eigi litla möguleika þá hefur liðið átt ágæta leiki inn á milii og þeir eru á heimavelli svo þessi viðureign gæti orðið spennandi. Á morgun verða svo leikir í l. deild kvenna í körfu- bolta. Skák Þessi staða er frá Lloyds banka mótinu í London í haust og hér sitja tveir stór- meistarar að tafli: Þjóðverjinn Romuald Mainka, sem hafði hvítt og átti leik, og Lev Psakhis, ísrael. Hvað leikur hvítur? 8 7 Í i i 6 i i i 5 A 4 A 3 s : a 2 A A^ 1 H Jl ABCDEFGH 37. Bxa6! bxa6 38. Dxc6+ Rc7 39. Hc3 Svartur er nú varnarlaus. Hvítur hótar einfaldelga 40. Dxa6+ og geysast síðan fram með peð sín á drottningarvæng. Skákin fékk hins vegar snöggan endi: 39. - Dd7? 40. Da8 mát. Bridge Nú standa yfir forkeppnir í Ameríku- keppninni í tvímenningi og eru spilaðar undankeppnir víöa i fylkjum Bandaríkj- anna áður en kemur aö úrsiitunum sjálf- um. Ein af þeim elstu sem þegar hefur unnið sér rétt til þátttöku í úrslitunum er Luella Slaner sem er 75 ára gömul. Hún er með góðan spilafélaga, Marty Bergen. í einu spili í undankeppninni ákvað Bergen að koma inn á sagnir á hagstæðum hættum á djarfri hindrunar- sögn og hefði getað fengið botn fyrir vik- ið. Eins og spilin hggja er slemma borð- lögð í AV en nánast allir létu sér nægja að spila þrjú grönd á spilið og fengu 3 yfirslagi. Sagnir gengu þannig með Slan- ey og Bergen í NS, vestur gjafari og AV á hættu: ♦ Á843 ¥ 9832 ♦ 10932 + G * KG7 * Á5 * DG4 + ÁD983 ♦ 10952 V KDG107 ♦ ÁK86 + - ♦ D6 V 64 ♦ 53 + K1076542 Vestur Norður Austur Suður 1+ Pass 1? 3+ Dobl p/h Augljóst var að Bergen mátti ekki fara nema 3 niður (500 til andstæðinganna) en íjórir niður væri hins vegar botn (800 í AV). Vestur hóf vörnina á ás í hjarta og meira hjarta og austur spilaði fjórum sinnum hjarta og Bergen henti tíglunum tveimur heima. Nú hefði austur gert bet- ur í því að spila spaða, en hann lagði niöur tígulkóng og Bergen trompaði lágt heima. Hann spilaði síðan lágu lauti, vestur tók á drottningu og spilaði tígh. Enn trompaði Bergen og lagði niður lauf- kónginn. Vestur hefði vel getað geftð þann slag, en hann ákvað að taka á ás- inn. Betra var ef hann hefði skilað lauf- níunni til baka, en vestur gerði þau mis- tök að spUa spaða. Bergen fékk slaginn heima á drottninguna, spilaði spaða á ásinn og átti nú eftir 1076 í trompi en vestur 983. Nú var einfalt að trompa með laufsjöu og vestur fékk aðeins einn slag til viðbótar og toppurinn í höfn hjá NS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.