Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1994, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994
Fréttir
Nýja fyrirtækið sem keypti Miklalax:
SQórnarformaðurinn
dæmdur í Noregi fyrir svik
Stjómarformaður Norræna sjóeld-
isins hf., sem keypti eignir þrotabús
Miklalax, var nýlega dæmdur í hér-
aðsrétti í Lófóten fyrir skattsvik og
svik imdan virðisaukaskatti. Þá var
hann einnig dæmdur fyrir að hafa
ekki tryggt starfsmenn og skráð þá.
Dómurinn hljóðar upp á 15 þúsund
norskra króna sekt og 60 daga skil-
orösbundið fangelsi. Dómurinn er
tilkominn vegna svika fyrirtækis
hans NFO-gruppen sem lýsti sig
gjaldþrota árið 1992 í framhaldi af
lögsókn vegna áðumefndra brota.
Norska blaðið Nordlands framtid
skýrði frá þessu 12. nóvember sl.
Jim Roger Nordly er einn þriggja
stjómarmanna í Norræna sjóeldinu
Stuttar fréttir
Uppsagnó' á Króknunt
Fiskiðja Sauðárkróks hefur
sagt upp 168 starfsmönnum
frystihússíns. Uppsagnimar
koma til vegna fullkominnar
pökkunarstöðvar fyrir frosinn
fisk sem setja á upp eftir áramót.
Hvatningarverðlaun
Reynir Arngrímsson, sérfræö-
ingur í læknisfræðilegri erfða-
fi-æði, fékk í gær hvatningarverð-
laun Rannsóknarráðs íslands.
Lakari framleiðni
Athugun íslensks sjávarútvegs-
fræðings fyrir norsku byggöa-
stofnunina leiðir í ijós aö fram-
leiðni íslenskra fiskvinnslufyrir-
tækja er 15% lakari en norsku
fyrirtækjanna.
Vísitölumet
Hlutabréf halda áfram aö
hækka í verði. Þingvísitala hluta-
bréfa náði sögulegu hámarki i
gær þegar hún fór í 1023,11 stig.
Kjúklingaskortur
Kjúklingaskortur, sá mesti í 9
ár, ríkir hér á landi um þessar
mundir. Dagvörukaupmenn vilja
hleypa fleiri framleiöendum að
en framleiðendur eru á móti
Aukinnkostnaður
Fjölgim gjalddaga húsnæðis-
lána úr 4 í 12 hjá Húsnæöisstofn-
un eykur kostnað viö útgáfu
greiðsluseðla um 100 milljónir.
Samkvæmt Mbl. mtuiu Jántak-
endur bera þann kostnaö.
Sameining úr sögunni
Sameining Loðskinns á Sauöár-
króki og Skinnaiðnaðar á Akur-
eyri er talin úr sögunni.
hf. en auk hans sitja Islendingur og
Norðmaður í stjórn fyrirtækisins.
Samkvæmt upplýsingum frá Hluta-
félagaskrá er skráð hlutafé í félaginu
14 milljónir króna. Þar af er fyrir-
tæki Jim Roger Nordly í Noregi
NFO-gruppen AS skráð fyrir 13 millj-
ónum 990 þúsundum og Jim Roger
sjálfur er skráður fyrir 10 þúsund
krónum.
Hið nýja félag keypti eignir Mikla-
lax hf. í Fljótum, annars vegar fisk-
inn af Búnaðarbankanum fyrir 14
milljónir staðgreitt og hins vegar
stööina og tækin af Byggöastofnun á
25 milljónir sem gefið var út skulda-
hréf fyrir. Fyrsta greiðsla, 5 milljón-
ir, gjaldfellur um áramót að sögn
- vill kaupa fleiri fyrirtæki hérlendis
Domt tor Dedrageri
n«i
r Nmnlj cr i LoMtcm
lagMhr ‘
jnlnUnr ^Kjrdör iMtMrlw mr«l (ratn
t iHdup toni drrv mcd v»k\inrt-in>; «v «>|>;
érpytOtOOknwrUcrtnArnr dwttsfbk.
- Vaksinewoblemenei
ble alttií dokumentert;
Jóns Magnússonar hjá Byggðastofn-
un á Sauðárkróki.
„Við töldum okkur vera að tryggja
rekstur stöðvarinnar best með því
aö selja þeim hana. Fyrirtækið sýndi
fram á vilja til að halda áfram þess-
um rekstri. Við teljum okkar kröfur
vera tryggðar þar sem við erum með
veð í lífmassanum," segir Jón.
Ekki náðist í Jim Roger Norby þar
sem hann er nú staddur í Chile. Hann
var nýverið hér á landi og samkvæmt
heimildum ÐV- gerði hann tilboð í
fiskinn úr þrotabúi Þórslax á Tálkna-
firði. Áður hafði hann sýnt áhuga á
að kaupa rekstur Silfurstjörnunnar
hf.
Norska blaðið Nordlands framtid segir frá dóminum yfir Jim Roger Norby.
úlíiim íi 'físM ísí'/.'Jiblii
Maí 1991
Breytingar á kosningalögum, jöfnun á vægi atkvæða, er eitt af þeim
málum sem er að finna í Hvítbókinni, stefnuskrá ríkisstjórnarinnar, sem
samin var í Viðey í maí 1991.
Október 1993
Næsta skref var að málið kom til umfjöllunar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins
21. október 1993. Engin ákvörðun var tekin en forystu flokksins falið að hefja
viðræður við aðra flokka.
Haustiö 1993
í kjölfar landsfundar Sjálfstæðisflokksins haustið 1993 hófu nokkrir starfsmenn
ráðherra, undir forystu Eyjólfs Sveinssonar, aðstoðarmanns forsætisrásðherra, að leita
leiða og koma fram með hugmyndir í málinu.
Maí 1994
Starfshópurinn skilaði minnispunktum til ríkisstjórnarinnar í maí 1994.
Ágúst 1994
Formenn þingflokkanna áttu með sér fund í ágústmánuði síðastliðnum og ræddu þá um
að skipa nefnd til að undirbúa málið fyrir þetta þing.
September 1994
Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði opinberlega í september í haust að hann legði
áherslu á að flokkarnir næðu sainan um að koma þessu máli í gegnum þingið í vetur.
Nóvember 1994
Ungliðahreyfingar allra stjómmálaflokka héldu borgarafund um málið í Ráðhúsinu
og var sjónvarpað frá umræðunum.
21. nóvember ritar forsætisráðherra bréf þar sem stjómmálaflokkarnir eru beðnir að
tilnefna tvó menn hver í nefnd. Hún undirbúi málið og vinni að því að koma því í
gegnum þingið. Friðrik Sophusson verður formaður nefiidarinnar.
Nóvemberlok 1994
30. nóvember voru ekki allir flokkarnir búnir að tilnefna menn í nefndina.
Samkvæmt starfsáætlun Alþingis á jólaleyfi þinginanna að hefjast 18. desember.
Þinghald hefst svo aftur 23. janúar 1995 og því lýkur 24. íebrúar 1995.
Kosningalögin:
Þú getur svaraö þessari
spurningu meö því aö
hringja í síma 99-16-00.
39,90 kr. mínútan.
Já _r|
Nei 2]
r 0 d d
FÓLKSINS
99-16-00
Er jólaundirbúningur í versl-
unum of snemma á ferð?
Attelns þelf sem eru I stalræna kerfinu og eru meft tánvalssíma getn teklft þitt.
Árásin á Hvolsvelli:
Enn óupplýst
umræðafarið
fram á milli
flokkanna
- segir Ragnar Arnalds
Breytingar á kosningalögunum á
þessu þingi eru enn inni í myndinni
þótt ekki séu eftir nema 3 vikur til
jólaleyfis og að Alþingi muni ekki
starfa nema 4 vikur eftir áramót
vegna kosninganna í apríl. Margir
eru efins um að það takist að afgreiða
þreytingarnar á þessum tíma. Þeir
benda á að það þurfi ekki nema örfáa
alþingismenn til aö setja sig upp á
móti breytingum, þá sé ekki nægur
tími til að afgreiða málið.
„Ég held að þetta mál sé þannig
vaxið að það sé ekki tíminn sem
skiptir máh heldur afstaða manna tfl
málsins. Ef menn hafa vilja til að
gera breytingar þá er það hægt á til-
tölulega skömmum tíma,“ sagði Frið-
rik Sophusson, fjármálaráðherra.
„Það er hægt aö koma máhnu í
gegnum þingið á þeim tíma sem eftir
lifir þinghalds. Til þess þarf að vera
góður vilji fyrir hendi og samstaða
um málið. Eg tel einnig að forystu-
menn flokkanna þurfi sjálfir að
koma strax að málinu. Að öðrum
kosti tel ég hættu á að það geti illa
farið,“ sagði Ólafur Ragnar Gríms-
son, formaður Alþýðubandalagsins.
„Ég hef nú trú á því að hægt sé að
afgreiða máhð á þessu þingi ef vilji
er fyrir hendi og menn einsetja sér
að gera það. Svona mál eru oft unnin
snöggt á stuttum tíma og oft ekki
verra aö hafa dálitla tímapressu í
svona málum,“ sagði Geir H. Haarde,
formaöur þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins.
„Ég tel afar tvísýnt aö það takist
að afgreiða máhð á þessu þingi. Þótt
búið sé að skipa nefnd tfl aö fara meö
málið hefur alls engin efnisleg um-
ræða átt sér stað á milli stjómmála-
flokkanna," sagði Ragnar Arnalds,
formaður þingflokks Alþýðubanda-
lagsins.
Lögreglunni á Hvolsvelli hefur enn
ekkert orðið ágengt í rannsókn á
árásinni á Þorvald G. Ágústsson
kennarara og son hans sem átti sér
stað síðastliðið laugardagskvöld.
Samkvæmt upplýsingum lögreglu
hefur verið unnið að því aö afla upp-
lýsinga með litlum árangri. Menn
eru engu nær um hver gæti verið
tilgangur árásarinnar.
Lögreglan á Hvolsvefli hefur leitað
tfl annarra lögregluembætta með
von um að það skýri málið.
aukinn
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
ákveðið aö auka síldarkvótann á
yfirstandandi vertið um 10 þús-
und tonn. Þar meö fer kvótinn
úr 120 þúsund tonnum í 130 þús-
und tonn.