Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1994, Blaðsíða 12
12
FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994
Spumingm
Hvaða jólabók heldur þú
að verði söluhæst í ár?
Haraldur Jensson: Sniglaveislan eftir
Ólaf Jóhann Ólafsson.
Björg Sigurðardóttir: Bókin hans
Ólafs Jóhanns Ólafssonar.
Georg Þór Kristjánsson: Sniglaveisl-
an.
Ingvar H. Ragnarsson: Ólafur Jó-
hann Ólafsson.
Kjartan Gíslason: Bókin hans Hrafn
Gunnlaugssonar.
v
Ingvar Þorsteinsson: Ég hef ekki
kynnt mér hvað er í boði.
Lesendur
Samningaloturn-
ar hefjast senn
Haraldur Guðmundsson skrifar:
Þær eru að fara af stað viðræðurn-
ar milh aðila vinnumarkaðarins.
Sumar eru þegar hafnar, t.d. þær sem
nú standa yfir milh sjúkraliða og
samninganefndar ríkisins. En þær
viðræður eru að margra mati eins
konar tilraunaviðræður og hafa ekk-
ert upp á sig annað en það að kanna
jarðveginn fyrir komandi viðræður
milli hinna stóru verkalýðssamtaka
og VSÍ. Þaö dettur fáum í hug að
samið verði við stéttarfélag sjúkra-
liða eins og í pottinn er búið núna. -
Það yrði þá líka fordæmi fyrir það
sem koma skal fyrir aðra.
En hverjum dettur svo sem í hug
að einhver vitræn niðurstaða komi
út úr samningalotum þeim sem
framundan eru? Síðast var það
„þjóðarsáttin" margnefnda og hún
hefur verið það haldreipi sem ríkið
og VSÍ hefur ekki viljað sleppa til
þessa. Ríkisvaldið gerði hins vegar
þá reginskyssu að fara að semja utan
kvóta, ef svo mætti kalla það, við t.d.
hjúkrunarfræðinga og fleiri stéttir,
þ.á m. embættismenn, og sú fram-
kvæmd kemur að sjáifsögðu í veg
fyrir frekari eftirgjöf af hendi laun-
þegasamtakanna.
En hvers vegna er ekki hægt að
semja hér á landi líkt og í siðuðum
ríkjum? Tökum sem dæmi Þýska-
land, Sviss, eða önnur ríki þar sem
þessi landlæga samningaplága geng-
ur ekki yfir árlega. Hvað veldur því
að ekki er hægt að komast að sam-
komulagi um að laun hækki hér mið-
að við einhverja tiltekna hækkun
framfærslu- eða launavístölu sem
hvort eð er í gildi hér á landi? - Hverj-
ir standa í veginum fyrir slíku?
Eða dettur mönnum í hug að ein-
hvern tíma verði samið upp á það
sem allir telja rétt og sanngjamt? Það
verður aldrei, hversu há prósentu-
tala sem lögð verður til grundvallar
nýjum samningum. - Er nú ekki
kominn tími til að aftengja allar þess-
ar fjölmennu samninganefndir sem
við fáum senn að sjá í fréttum?
Samninganefndir sem hefja fyrsta
fundinn brosandi, eins og verið sé
að skipuleggja árshátíð í sátt og sam-
lyndi, en verða síðan önugar og ógn-
andi þar til verkfall verður aðalvið-
fangsefnið. Rétt eins og núna er í
gangi. Er ekki nær að vísa öllum
samningum til vinnustaðanna og
setja lög um að lágmarkslaun laun-
þega verði svo sem 80 þúsund krónur
fyrir alla eldri en 18 ára og eftir ein-
hvern lágmarks starfsaldur, segjum
tvö ár? Síðan vinni launavísitalan
afganginn
Brosandi leggja þeir upp í fyrsta áfanga samningaviðræðnanna. Hve lengi endist samlyndiö?
Úrslitin um ESB1 Noregi:
Breytir engu fyrir íslendinga
Ársæll skrifar:
Þaö breytir engu þótt menn hér á
landi hafi talið aö kosningin í Noregi
um ESB-inngöngu skipti miklu fyrir
okkur íslendinga. Úrslitin eru algjör-
lega þýðingarlaus fyrir okkur. Nor-
egur hefur þá sérstöðu að vera sterkt
og auðugt olíu- og iðnaðarríki líkt og
Sviss er sterkt á vettvangi fjármála
og ráðstefnuhalds fyrir alþjóðasam-
tök. Viö höfum aftur á móti enga
sérstöðu sem máh skiptir. - Við get-
um svo að meinalausu haldið áfram
að trúa á EES-samninginn þótt það
dugi okkur skammt.
Fréttin um nei í Noregi viö ESB eru
í raun engin tíðindi því vitað var um "
hina sterku afstöðu Norðmanna gegn
bandalaginu. Það er líka óþarfi að
hugsa til frekara samstarfs Norður-
landa vegna þessara úrslita því Nor-
egur er ekki á þeim buxunum aö
standa með íslendingum úr því sem
komið er og'eftir það sem á undan
er gengið.
Hvorki EES-samningurinn né
væntanlegar tvíhhða viðræður við
ESB eru okkur hagstæðar. Enginn
áhugi er á EES lengur innan Evrópu
og ESB telur okkur yfirleitt ekki
gjaldgeng til viðræðna. - Við eigum
því enn fárra annarra kosta völ en
að leita í vesturátt til samninga um
fríverslun á öllum sviðum viðskipta.
Úlfar í umferðinni
Gunnar skrifar:
Það er ekki ofsögum sagt af um-
ferðarmenningu okkar íslendinga.
Því er t.d. við brugðið hve íslenskir
ökumenn eru ihúðlegir á svipinn,
noti mikið flautuna og séu á margan
hátt líkt og úlfar í umferðinni. - Og
hve oft heyrum við ekki eða lesum
um reynslu útlendinga af umferðar-
málunum hjá okkur? Þeir segjast
einfaldlega ekki hafa lent í annarri
eins martröð.
Ég hef oft fundið í mér einn af þess-
um angurgöpum í umferðinni og er
líklega ekki miklu betri en samland-
ar mínir. Og hvernig ætti maður svo
sem að vera öðru vísi? En manni
getur nú blöskrað (einkum þegar
aðrir eiga í hlut), ekki satt?
Nýlega var ég að aka eftir Miklu-
brautinni sem oftar. Framundan var
eitthvað sem stöðvaði umferðina og
aht í einu þrengdist gatan og varð
svo skyndilega aðeins ein akrein. -
Hringið í síma
Nafn og símanr. veróur aó fyig|a bréfum
Jú, það bar ekki á öðru; þaö var bíh
sem hafði verið skhinn eftir á akrein-
inni. Hann var að vísu með stefnu-
ljósum en hafði verið yfirgefinn
þarna og því urðu allir aö krækja
fyrir hann.
Sá sem hafði yfirgefið bhinn haföi
ekki komist lengra og var bhunin
augljós, brotnað hafði undan bílnum
og hann því ógangfær. - Ég er þess
næsta fullviss að bhhnn hefði ekki
verið þarna ef aðrir ökumenn hefðu
strax sýnt þá þegnskyldu að aðstoða
bílstjórann við að koma bílnum af
akreininni og upp á vegbrúnina til
þess að hann væri ekki lengi fyrir í
umferðinni. En sennilega hefur eng-
inn boðist til að aðstoða. Ég tók mynd
af þessu og læt hana fylgja hér með
til staðfestingar. - Vonandi er þetta
atburður sem verður æ sjaldséðari á
götum hér.
Nokkuð algeng sjón á götum borgarinnar. Aðstoð ökumanna í umterðinni
er ekki beinlinis við brugðið.
„Gerðar“-menii
mótmæla
Sigurður Árnason skrifar:
Nú mótmæla þeir ákaft, klipp-
arar, leikarar og hvers konar
„gerðar“-menn (dagskrár, kvik-
mynda, leikmynda o.s.frv.), ekki
í stafrófsröð heldur bara svona
holt og bolt, með heilsíðuauglýs-
ingu í Morgunblaðinu. Skora á
menntamáiaráðherra að láta
menn ekki bíða í óvissu um hvort
úthlutað verði úr Menningar-
sjóði. - Ég sem skattgreiðandi
skora hins vegar á menntamála-
ráðherra að láta ekki bugast af
auglýsingunni og leggja þennan
sjóö, svo og Dagskrárgerðarsjóð,
mður að fuhu og eilífu.
Verðhækkuná
náskötu
Einar Arnason hringdi:
Fréttir herma að verð á skötu
muni hækka um aht að 12 %!
Þetta skulum við ekki láta bjóða
okkur í verðbólgulausu landinu.
Og í þokkabót verður víst einung-
is hvít skata á markaðinum, svo-
kölluð náskata. Hún var í mínu
ungdæmi sögð vera sá fiskur sem
legðist á líkín í sjónum og var því
nefnd náskata. Kaupum ekki
skötu að þessu sinni á upp-
sprengdu verði.
Óverðskuidaðar
árásir
Sigurður Jónsson skrifar:
Jón Baldvin, form. Alþýðufl.,
hefur orðið fyrir hörðum og, að
mér finnst, mjög óverðskulduð-
um árásum. Ég er sammála
Gunnarí Dal rithöfundi sem segir
í nýrri bók sinni að hann meti
Jón Baidvin mest ahra íslenskra
utanríkisráðherra og honum
finnist frammistaða ráðherrans
frábærlega góð. Þarna talar mað-
ur sem ekki er flokksbróðir Jóns
Baldvins og það er ég raunar ekki
heldur. Svipaðar skoðanir hafa
margir látið í ljósi alla ráðherra-
tíð hans, bæöi hérlendis og er-
lendis. Því til sönnunar nefni ég
að norskur kunningi minn, sem
vel fylgist með alþjóðamálum,
hefur sagt mér að Jón Baldvin
hafi sterklega komið til greina við
úthlutun friðarverðlauna Nóbels.
Tilefnið var forganga Jóns Bald-
vins við að lyálpa Eystrasalts-
þjóðunmn til að öðlast frelsi úr
Sovéthlekkjunum og áratuga
kúgun kommúnistanna í Kreml.
Sijórnarskráin
bannarsvoleiðis
Nanna hringdi:
í lesendabréfi í DV nýlega las
ég um áhugaverða hugmynd í þá
veru að koma upp í höfuðborg-
inni eíns konar „speaker's com-
er“, líkt og í Hyde park í London
þar sem menn geta komið saman
og haldið ræður, komið á fram-
færi hugmyndum eða rifist og
skammast út í hvern sem er án
þess að eiga á hættu aö þurfa að
sæta dómi fyrir eða málsókn. -
En ég er helst á því að þetta yröi
aldrei leyft hér á landi, held satt
að segja að stjórnarskráin banni
þetta hreinlega. Frelsi hér er afar
takmarkað og lög oftast á skjön á
lýðræðisástina.
AfkösláAlþingi
Þorgeir Guðjón Jónsson skrifar:
Þingmenn og ráðherrar, hættið
nú aö þrátta í þinginu því þið eruð
jú kosnir á þing til að koma mál-
um þar í gegn en ekki úti í Noregi
eða í Brussel. Hættið að pirra ykk-
ur á Evrópusambandinu, það er
ekki það sem þjóðin hefur áhuga
á, heldur það sem þarf aö koma i
gegnum þingið: afnám tvísköttun-
ar á lífeyrisgreiðslur, að koma á
hátekjuskatti og jöfnun tekna í
þjóðfélaginu, jöfnun rafmagns-
verðs til húshitunar og að koma
því svo fyrir að verkfóE verði
óþörf. Ef þingmenn og ráðherrar
fengju greitt eftir afköstum á Al-
þingi væru þeir flesta mánuði
kauplausir.