Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1994, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994 15 Ofnotkun negldra hjólbarða Margar þjóöir hafa bannað neglda hjólbarða alfarið, m.a. vegna þess slits sem þeir valda á gatnakerfi og þjóðvegum. Annar ókostur negldra hjólbarða, fyrir utan óþarfa veghljóð, er sá mikh sóðaskapur og óþrifnaður sem þeim fylgir. Það malbik sem spæn- ist upp úr gatnakerfi vegna slits þess verður ýmist að ryki, svipuðu kolaryki, eða sest á farartæki og aðra vegfarendur sem tjöruklessur og hefir í för með sér ómæida vinnu við þrif og notkun ýmissa leysiefna. Leið leysiefnanna liggur síðan um holræsakerfi í sjó fram. Ónefnt er hversu umferð tefst þegar við- gerð vega og gatna fer fram og þær hættur sem skapast af hjólförum fullum af vatni, hvort sem í þeim frýs eður ei. Kristjón Kolbeins viðskiptafræðingur „Framhjóladrifnar bifreiðar eru mun betri til aksturs 1 þæfingi en afturhjóla- drifnar samkvæmt reynslu þeirra sem hana hafa og aksturseiginleikar batna enn með læstu mismunadrifi.“ Engin ástæða Sú skoðun er rík meðal íslenskra ökumanna að þeim séu allar bjarg- ir bannaðar í umferð án negldra hjólbarða eftir að kominn er miður október. Nú hefir reynslan sýnt að ekki er nokkur ástæða fyrir mikinn hluta ökumanna á höfuðborgar- svæðinu að aka um á negldum börðum frá miðjum október fram í miðjan apríl. Þær aðstæður sem gera neglda hjólbarða bráðnauð- synlega eru sjcddgæfar þar eð vetur eru almennt mildir og snjóléttir við suður- og suðvesturströnd lands- ins. Enn sem komið er, hefir vart fallið snjór að ráði á því svæði í haust ef undan er skilin föl um síð- astliðin mánaðamót. Shkt er langt frá því að vera einsdæmi. Sé gert ráð fyrir að vetrarakstur hverrar einkabifreiðar á höfuð- borgarsvæðinu sé um 100 km á mánuði lætur nærri að heildar- akstur þeirra allra sé um 70 millj- ónir km á mánuði. Gefur auga leið að slíkur akstur á negldum hjól- börðum fer ekki vel með marautt gatnakerfi. Þorri ökumanna fer aldrei út fyrir þéttbýli eftir að haustar og ekur því almennt á hálkulausum götum því í flestum tilvikum er bæði búið að ryðja og bera salt á ahar helstu samgöngu- æðar í bítið á morgnana þegar þess gerist þörf. Stórlega ofnotaðir Búnaður ökutækja skiptir veru- lega miklu þegar um akstur í vetr- „Búnaður ökutækja skiptir verulega miklu þegar um akstur í vetrarfærð er að ræða.“ arfærð er að ræða. Þeir sem lenda í vandræðum og teppa umferð eftir fyrstu él haustsins eru helst öku- menn stórra, þungra bifreiða, aft- urhjóladrifmna á sléttum sumar- hjólbörðum án alls fargs. Hreinir grófmynstraðir hjólbarð- ar bæta aksturseiginleika verulega í snjó og hálku og mikið munar um farg í farangursrými afturhjóla- drifinna bifreiða enda ekki að ófyr- irsyiyu að gatnamálastjóri hefir boðið fólki sand í poka sem farg í ökutæki sín eftir hentugleikum. Framhjóladrifnar bifreiðar eru mun betri til aksturs í þæfingi en afturhjóladrifnar samkvæmt reynslu þeirra sem hana hafa og aksturseiginleikar batna enn með læstu mismunadrifi. Besti kosturinn er þó tvímæla- laust aldrif en veVuleg fjölgun al- drifsbifreiða hefir orðið í eigu landsmanna undanfarin ár. Þótt allt um þijóti er ekki nauðsynlegt að grípa th keðja innanbæjar þótt þær aðstæður geti skapast í gler- hálku á þjóðvegum að fátt annað komi að fullum notum en á mark- aði eru grip sem hægt er að bregða utan um hjólbarða ef í nauðir rekur til að komast í gegnum einstaka skafl, fari svo að venjulegir gróf- mynstraðir vetrarhjólbarðar ráði ekki við ríkjandi aðstæöur. Niðurstaðan er því sú að á sama hátt og fréttir af dauða Marks Twa- ins voru stórlega ýktar eru negldir hjólbarðar stórlega ofnotaðir. Kristjón Kolbeins Særður maður, Olafur Ragnar Aum berast nú hljóð úr barka Ólafs Ragnars Grímssonar, for- manns Alþýðubandalagsins. Hann, sem ávallt hefur haldið því fram að sameining félagshyggjufólks í einum flokki yrði að spretta upp úr grasrótinni, á nú vart orð til aö lýsa hneykslun sinni í garð Jó- hönnu Sigurðardóttur, hveija hann telur hafa dregið sig á asna- eyrunum í sameiningarmálinu. Út af fyrir sig er nokkuð merki- legt til þess að vita að sjálfur stjóm- spekingurinn skuh hlusta með eyr- um asnans. En það er önnur saga og heldur dapurleg. Vekur ekki traust Við, sem gengum úr Alþýðu- flokknum og stofnuðum Jafnaðar- mannafélagið, gerðum það ekki aðeins vegna þess að Alþýðuflokk- urinn hafði gefið jafnaðarstefnuna upp á bátinn. Við gerðum það einn- ig vegna þess að við teljum núver- andi flokkakerfi gengið sér til húð- ar. Því hljótum við að krefjast þess sama af þeim sem vilja ganga til hðs við okkur og við kröfðumst af okkur sjálfum, þ.e.a.s. að þeir gangi úr þeim flokkum sem þeir eru í. Öðruvísi geta menn ekki gengið Kjallarinn Pjetur Hafstein Lárusson rithöfundur óbundnir th stofnunar nýrrar hreyfingar. Auk þess hlýtur það að vera ljóst, að menn geta ekki setið eina vik- una í þæghegheitum með Bimi Bjamasyni og rætt við hann um stjórnarmyndun með íhaldinu og bankað svo þá næstu upp á hjá Jóhönnu Siguröardóttur með' vinstrabros í vör. Shk framkoma vekur einfaldlega ekki traust. Slík voru heilindin Óneitanlega dregur þetta uppá- tæki Ólafs Ragnars hugann aftur th vetrarins 1970-71. Þá höfðum við nokkrir ungir menn í Samtökum frjálslyndra og vinstrimanna áhyggjur af því að Hannibal Valdi- marsson ætlaði að framlengja líf Viðreisnar eftir kosningamar 1971, meö þvi að láta Samtökin ganga th liðs viö íhaldið og krata. Th að spyrna við fæti komum viö á staö viðræðum unghða í vinstri- flokkunum, m.a. með þátttöku Ól- afs Ragnars sem þá var enn í Fram- sóknarflokknum. Við vhdum tryggja þaö að unghðar allra vinstriflokkanna spymtu við fæti, hver þeirra sem gerði sig hklegan til samstarfs við íhaldið. Ólafur Ragnar sat með okkur nokkra fundi og ekki nema gott eitt um það að segja. Hitt þótti öllu lakara, þegar það fréttist síðar, að á sama tíma haföi hann átt viðræð- ur við unga íhaldsmenn. Umræðu- efnið mun hafa verið það hvernig þessir ungu menn ættu að fara að því að komast á jötuna ef flokkar þeirra mynduðu ríkisstjóm. Slík vom heihndi Ólafs Ragnars Gríms- sonar fyrir aldarfjórðungi. Síðan hefur mikið vatn rannið th sjávar. En árfarvegurinn er greinhega enn sá sami. Pjetur Hafstein Lárusson „ ... menn geta ekki setiö eina vikuna í þægilegheitum með Birni Bjarnasyni og rætt viö hann um stjórnarmyndun með íhaldinu og bankað svo þá næstu upp á hjá Jóhönnu Sigurðardóttur með vinstrabros í vör.“ meoog Alagning 0,15 prósenta hol- ræsagjalds í Reykjavík Fortíðarvandi „Fjárhags- staöa borgar- innar ermjög . slæm. eftir. viðskilnað Sjálfstæðis- flokksins. Skuldirnar eru miklar og afborgámr Og mgii»ors soirun uraia- vextir falla OOUirborgarsljOri með miklum þunga á borgarsjóð á næsta ári. Við þessar aðstæður hggur í aug- um uppi að það þarf að auka tekj- ur borgarsjóðs. Aðrir kaupstaðir leggja yfírleitt á holræsagjald á bilinu 0,1-0,3 prósent. Standandi frammi fyrir frarnkvæmdum fyr- ir um 700 mhljónir á ári i hol- ræsamálum höfum við ekki efni á að leggja ekki á þetta gjald. Við verðum að fara í þessar fram- kvæmdir þvi að þær eru þaö mik- ilvægar í umhverfis- og mengun- armálum. Auknar kröfur í um- hverfismáium kosta auðvitaö sitt. Auðvitað má segja að með þessu séum viö að efha kosningaloforð því að við viljum og ætlum að taka á í holræsamálum þó að við gætum frestaö þeim, sleppt hol- ræsagjaldi og látið holræsamáhn lönd og leiö. Það fylgir þvi engin sérstök ánægja að þurfa aö leggja auknar álögur á borgarbúa en við vorum búin að segja að fortíðar- vandi Sjálfstæðisflokksins hlyti einhvers staðar að koma niður. Hann er búinn að framkvæma fyrir 1.870 miUjónir í holræsa- málutn á þessu ári. Á næsta ári þurfum við að borga í afborganir og vexti vegna þessara fram- kvæmda 1.620 milljómr. Meö stefnu sinni hafa sjálfstæöismenn lagt á framtíðarskatta sem nú eru að koma fram.“ Osáttur „Eg er afar ósáttur við þessa skatta- hækkun því að þetta er 25 prósenta hækkun á fasteigna- gjöldum. Fjöl- Skylda Sem á ÁmlSlglússon, oddvltl fbÚð 1 blokk sjöHstœðlsmanna með sjö mhlj- ónir í fasteignaraat hefm' þurft að borga 40 þúsund krónur í fast- eignagjald á ári. Eftir áramót kemur reikningur upp á 50 þús- und krónur á þessa fjölskyldu og þvi þarf hún að afla sem svarar 18 þúsund krónum meira th að borga þennan skatt. Þessi skattlagning er ekki til að greiða upp skuldir. Hún er til að fjármagna loforðin sem Reykja- víkurlistinn gaf i kosningunum. Það er út í hött að afsaka sig með því að verið sé að greiöa upp fjár- hagsvanda sjálfstæöismanna. I árbók sveitarfélaga 1994 kemur meðal annars fram að greiðslu- byröi lána nettó á síðasta ári var 23 prósent af landsmeöaltali í Reykjavik en 167 prósent í öörum kaupstöðum á landinu. í Reykja- vík vora skuldir á ibúa 94.800 krónur en í kaupstööum 115.700 krónur á íbúa. Staöa ahra sveitarfélaganna í landinu hefur versnað á undan- förnum áram en Reykjavík hefur enga sérstöðu í því. Þessar tölur sýna að liróp um erfiða fjárliags- stöðu eru innantóra. Sveitarfé- tögin um allt land eiga við svipaö an vanda að glíma en ekkert þeirra hækkar fasteignagjöld um 25 prósent á þessum forsendum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.