Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1994, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994
Fréttir
Skattheimta sveitarfélaga næsta ár:
Óbreytt útsvar hjá f lestum
- þó hækkun 1 Kópavogi og Hafnarfirði og nýtt holræsagjald í Reykjavík
Bæjarstjómir Seltjarnarness,
Garðabæjar, Mosfellsbæjar og sam-
einaða sveitarfélagsins á Suðurnesj-
um ætla ekki að hækka útsvar á
næsta ári meðan allar líkur benda
til þess að útsvar hækki í Kópavogi
og Hafnarfirði í 9,2 prósent. Tillögur
um útsvarsálagningu verða teknar
fyrir í bæjarráðum sveitarfélaganna
tveggja á næstu dögum.
Bæjarstjóm Kópavogs hefur lagt
fram {járhagsáætlun þar sem gert er
ráð fyrir 0,8 prósenta hækkun á út-
svari, úr 8,4 prósentum í 9,2 prósent.
Bæjarstjórnarmenn í Kópavogi geta
því orðið skattakóngar á höfuðborg-
arsvæöinu verði tillagan samþykkt
nema meirihluti sjálfstæðismanna
og alþýðubandalagsmanna í Hafnar-
firði taki af þeim vinninginn. Útsvar-
ið í Hafnarfirði verður ákveðið á
fimmtudag.
Vinna við fjárhagsáætlanir sveitar-
félaganna á næsta ári er misjafnlega
langt á veg komin. Fjárhagsáætlun
verður lögð fram til fyrri umræðu í
Mosfelisbæ á næstu dögum og er þar
gert ráð fyrir óbreyttri útsvarspró-
sentu upp á níu prósent, auk þess
sem fasteignagjöldum verður haldið
óbreyttum.
Búist er við að fjárhagsáætlun Sel-
tjarnamess verði lögð fram á bæjar-
stjómarfundi 21. desember. Jón Há-
kon Magnússon bæjarfulltrúi segir
að innan fjárhags- og launanefndar
Feröaáskriftargetraun DV:
Gerðist aftur áskrif andi og
fékk stærsta vinninginn
- væri vel til 1 að skreppa til Vestmannaeyja
Guðjón Ó. Hansson tekur við vinningsskjalinu úr hendi Selmu Víðisdótt-
ur á ritstjórn DV. DV-mynd ÞÖK
„Eg var búinn aö segja upp
áskriftinni að DV en lét telja mig á
að gerast áskrifandi aftur. Ég sé
ábyggilega ekki eftir því úr því að
ég var svo heppinn að hljóta
stærsta vinninginn í ferðaáskrift-
argetraun DV,“ sagði Guðjón Ó.
Hansson í Reykjavík sem var svo
heppinn að fá stærsta vinninginn,
150.000 króna ferðavinning fyrir
tvo. Honum stendur til boða að
velja um 9 mismunandi ferðir á
íslandi - landi tækifæranna - og
getur, fyrir þessa upphæð, jafnvel
valið fleiri en eina ferð.
„Ég ferðaöist heilmikið innan-
lands hér á árum áður, bæöi vegna
vinnunnar, því ég er leigubílstjóri,
og einnig til þess að njóta þess sem
landið hefur upp á að bjóða. Nú
síðustu árin hef ég hins vegar ekki
haft mörg tækifæri til þess að leggj-
ast í ferðalög innanlands en með
þessu verður þar breyting á. Ég hef
til dæmis aldrei komið til Vest-
mannaeyja og væri vel til í að
bregða mér þangað," sagði Guðjón.
bæjarins sé samstaða um að halda
útsvarsprósentunni sem er 8,4 pró-
sent.
Jónína Sanders, bæjarfulltrúi í
sameinaða sveitarfélaginu á Suður-
nesjum, segir aö vinna við fjárhagsá-
ætlun sé rétt að byija þar sem kraft-
ar bæjarstjómarmanna hafi farið í
sameiningarmál sveitarfélagsins. Þó
sé ljóst að útsvarið verði áfram níu
prósent og fasteignagjöldin verði
áfram þau sömu.
Útsvar veröur óbreytt, 8,4 prósent,
í Garðabæ á næsta ári.
Utsvar og holræsagjald
— samanburöur á höfuðborgarsvæðinu —
Útsvarsprósenta
,9,2* 9,2*
B '94
B '95
Reykja- Hafnar- Kópa- Seltjarn- Garöa- Mosfells-
vík fjörður vogur arnes bær bær
Holræsagjald ° ’94
ca' o '95
0,16% 0,15
0,1.4 —
0,12
Reykja- Hafnar-
vík fjöröur
Kópa- Seltjarn- Garða- Mosfells-
vogur arnes bær bær
* Áætlun
DV
í dag mælir Dagfari
Nei-drottningin
Norðmenn hafa eignast nei-drottn-
ingu. Sú heitir Anne Enger Lahn-
stein og er formaður norska Mið-
flokksins. Anne Enger fór fyrir
baráttu andstæðinga aðildar að
Evrópusambandinu og vann fræk-
inn sigur. Með þeirri atkvæða-
greiðslu hafa Norðmenn ákveðið
að lýsa frati á framtíöina og vilja
vera einir út af fyrir sig, enda er
nægur auðurinn í Noregi til að
greiða niöur landbúnaöarfram-
leiðsluna og styrkja sjávarútveginn
og þannig výja menn hafa það
áfram.
Nei-hreyfingin í Noregi vill engar
breytingar, enda em allar breyt-
ingar hættulegar og óvissar og
hvers vegna ættu menn að leggja í
breytingar meðan þeir hafa það svo
andskoti gott á því að lifa af styrkj-
unum? Og hvað með það’þótt land-
búnaðarframleiðslan sé ekki sam-
keppnisfær eða þá aö fiskurinn er
toÚaður eða þá að íjármagnið
streymi úr landi? Ríkið borgar
þetta allt saman niður hvort sem
er og ef einhver verður blankur og
aumur, þá kemur norska velferð-
arkerfið til hjálpar og allir hafa það
gott.
Hér á íslandi höfum við líka nei-
drottningu. Hún heitir Jóhanna
Sigurðardóttir. Hún er fræg fyrir
að segja nei í þeim ríkisstjómum
sem hún hefur setið í og hún er
fræg fyrir að segja nei í flokknum
sem hún hefur starfað í. Hversu
oft skellti Jóhanna hurðunum í
stjómarráöinu og hversu oft var
ekki krísa í Alþýðuflokknum af því
að hún sagði nei við formanninn
og flokkinn og heimtaöi sitt?
Nú er Jóhanna orðin að þjóð-
vaka. Þjóðvakinn segir nei, bæði
hátt og skýrt, við öllu því sem hin-
ir flokkamir bera fram. Þjóðvaki
er að vísu með nokkum veginn
nákvæmlega sömu stefnu og A1-
þýðuflokkurinn og Alþýöubanda-
lagiö, en Jóhanna er þjóðvaki sem
segir nei við gömlum flokkum og
hún segir nei við því að starfa und-
ir merkjum flokka sem hafa sömu
stefnu og hún. Hún vilí ráða og
hefur sagt nei og mun segja nei
þangað til hún fær að ráða ein.
Svo þyrpast þeir til hennar sem
segja nei í öðrum flokkum og flokk-
arnir hafa sagt nei við. Fólkið sem
er á móti og sem flokkamir em á
móti. Jóhanna er þeirra kona,
þeirra nei-drottning og svo heldur
þetta fólk kynningarfundi og stofn-
fundi og baráttufundi og hrópar nei
í kór. Það hrópar nei gegn Evrópu-
sambandi, nei gegn markaðslög-
málum, nei gegn breytingum á vel-
ferðarkerflnu, nei gegn öllu því
sem hugsanlega getur breytt þeirri
stöðu að Jóhanna geti ekki sagt nei
þegar henni hentar.
Þjóðvakinn á hljómgrunn á ís-
landi vegna þess að íslendignar era
á móti, þó ekki sé til annars en að
vera á móti. Menn era á móti breyt-
ingum og menn vilja hafa landbún-
aðinn eins og hann er og sjávarút-
veginn eins og hann er og velferð-
arkerfið eins og það er og skítt veri
með peningana. Rikið getur borg-
að. Rétt eins og í Noregi. Munurinn
er kannske sá einn að Norðmenn
hafa efni á að borga en íslendingar
ekki. En skitt veri með það. Nei-ið
blívur. Nei-ið er slagorð dagsins og
með því að segja nei nógu oft kom-
ast menn til valda og áhrifa og sópa
til sín fylgi
Kosturinrí við nei-ið er einmitt sá
að hér á landi er til slíkur fjöldi af
fólki sem hefur dagað uppi í flokk-
um og er með brostnar pólitískar
vonir og allt í einu kemur Þjóðvak-
inn hennar Jóhönnu og breiðir
faðminn á móti öllum útigöngu-
mönnunum í pólitíkinni og þar geta
alhr sagt nei í kór.
Mikil guðsblessun er þessi þjóð-
vaki fyrir aðra flokka. Þeir losna
við nöldurseggina á einu bretti þeg-
ar Jóhanna safnar þeim saman á
einum stað. Verst er aö flokkamir
tæmast næstum því vegna þess að
nei-fólkið í flokkunum er í miklum
meirihluta en það er þó bót í máh
aö þeir flækjast ekki fyrir lengur í
gömlu flokkunum og þeir hafa for-
ingja af sínu eigin sauðahúsi.
Jóhanna er þeirra nei-drottning
og nei-drottningar eru toppurinn í
póhtikinni og vinna frækna sigra.
Aö minnsta kosti meðan smalað er
saman fólki sem segir nei frekar
en já þegar það á kost á því að segja
annaðhvort já eða nei.
lýei-drottningarnar eru í tísku
ekki síður á íslandi en í Noregi.
Dagfari