Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1994, Blaðsíða 36
LOKI
Þjófarnir í Neskaupstað
ættu alla vega að geta kælt
sig niður!
Austurlandskjördæmi:
Auglýsmgarmálið:
Hvorki fyrir-
spurn né bókun
Sjálfstæðisflokkurinn ætlar hvorki
að leggja fram neina fyrirspurn né
bókun um auglýsingar Reykjavíkur-
borgar í Regnboganum, blaði Reykja-
víkurlistans, í borgarráði eða borg-
arstjórn.
Árni Sigfússon, oddviti sjálfstæðis-
:manna, segir að borgarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins hafi rætt aug-
lýsingar í sínum hópi. Það liggi ljóst
fyrir og því sé engin ástæða til að
gera meira í málinu.
„Þetta er stormur í vatnsglasi.
Reykjavíkurborg hefur auglýst víða
og það er sérkennilegt að draga þess-
ar auglýsingar sérstaklega út úr. Það
er aðeins hugsað til að gera þetta
tortryggilegt," segir Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgarstjóri.
FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994.
Samtök ungs
fólks stefna
áframboð
„Við höfum veriö að vinna að þessu
undanfarið og ætlum að koma saman
á fundi á Egilsstöðum í kvöld. Hér
er um að ræða ungt fólk sem stefnir
að því að bjóða fram lista í Austur-
landskjördæmi við alþingiskosning-
arnar í vor. Við erum líka í sam-
bandi við ungt fólk í öðrum kjör-
dæmum og þar er unnið að því
sama,“ sagði Eiríkur Þorsteinsson á
Egilsstöðum í samtali við DV.
Hann sagði að frumkvöðlar þess-
ara framboða væru á aldrinum 20 til
30 ára. Fólk sem hefði áhuga á stjórn-
málum en væri óánægt með hvern-
ing haldið væri á málum ungs fólks
hjá gömlu stjórnmálaflokkunum.
Þjóóarbókhlaðan verður formlega opnuð í dag við hátiðlega athöfn. Starfsmenn safnsins hafa staðið I ströngu
undanfarna daga við undirbúninginn enda að mörgu að huga. Á myndinni eru þeir Eiríkur Þormóðsson, Ögmund-
ur Helgason og Kári Bjarnason að taka upp úr kössum Kirkjusögu Finns Jónssonar biskups. Þess má geta að i
kjallara hússins er traust bókabyrgi þar sem nánast allt prentað mál á íslandi frá 1100 til 1845 er varðveitt.
DV-mynd GVA
Neskaupstaður:
Stálu kæli-
i
i
kerfi úr ígul-
keravinnslu
„Þetta er ekki eitthvað sem menn |
setja undir handlegginn eða labba
út með óvart. Ásetningurinn hlýtur
að vera dálítið sérkennilegur ef j
menn ætla sér að stela svona lög-
uðu,“ segir Snorri Styrkársson,
framkvæmdastjóri Norðsjávar, sem
er ígulkeravinnsla á Neskaupstað.
Síðastliðinn föstudag uppgötvuðu j
menn að brotist hefði verið inn í
húsakynni Norðsjávar en engin (
starfsemi fer þar fram nú. Tveir \
menn eða fleiri höfðu verið þar á ferð
og stolið þaðan kælikerfi, pressu,
kælum og rafmagnstöflu. Umfang ,
hins stolna er nokkurt og er ljóst að
þjófarnir voru með kerru eða sendi-
bíl undir góssið. Áætlað verðmæti
hins stolna er tæp milljón.
Að sögn Snorra er ekki ljóst hve-
nær kælunum var stolið en það mun
þó hafa gerst einhvern tíma í síðasta
mánuði. Þjófarnir gáfu sér góðan
tíma og þekktu vel til því þeir skrúf-
uðu niður kerfið, sem er á fjórum
mismunandi stöðum í húsinu, og
skáru á allar leiðslur en gáfu sér tíma
til að setja skrúfur aftur í göt á veggj-
um þar sem við átti.
Samkvæmt upplýsingum lögreglu
er enginn grunaður um verknaðinn.
Í
Í
t
t
t
t
t
t
t
t
Irving-feðgar:
Hafarættvið
Eigendur kanadíska olíufélagsins
Irving Oil, Arthur Irving og synir
hans Kenneth og Arthur jr„ hafa síð-
ustu daga verið staddir hérlendis til
að undirbúa starfsemi olíufélagsins
hér á landi. í gær áttu þeir m.a. fundi
með forráðamönnum Hafnarfjarðar-
bæjar og Reykjavíkurborgar en þar
hefur Irving Oil sótt um lóðir undir
birgðastöðvar og bensínstöðvar.
Samkvæmt heimildum DV hafa |
þeir Irving-feðgar einnig rætt við i
forráðamenn Hagkaups en eins og
blaðið greindi frá á dögunum eru
uppi hugmyndir um að félagið starf-
ræki verslanir meðfram bensínsöl-
unni. Óskar Magnússon, forstjóri
Hagkaups, vildi ekkert tjá sig um ]
málið. Hagkaup hefur úthlutaða lóð j
í Grafarvogi undir verslunarmið-
stöð. Þar er gert ráð fyrir bensínstöð
þannig að hugsanlegt er að Irving |
Oil verði þar með starfsemi við hlið-
ina á eða í samstarfi við Hagkaup.
Vel var tekið á móti Irving-feðgum ,
í Hafnarfirði og Reykjavík í gær. |
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar-
stjóri sagði viö DV að það væri fagn-
aðarefni að aðilar á borð við Irving |
Oil vildu hasla sér völl í Reykjavík.
t
t
t
t
t
t
t
t
Veðrið á morgun:
Kólnandi
veður
Á morgun verður sunnan
hvassviðri austanlands en suð-
austan- og austankaldi eða stinn-
ingskaldi annars staðar. Rigning
norðanlands og austan en skúrir
suðvestanlands. Með kvöldinu
lægir og dregur úr úrkomu aust-
anlands. Talsverð hlýindi í fyrstu
en fer síðan kólnandi, fyrst suð-
vestanlands.
Veðrið í dag er á bls. 44
Kýldi í gosdós sem unglingur var aö drekka úr:
Með brákaðan
kjálka eftir rudda-
fengna árás
„Ég fór út í sjoppu eftir tíma og Jósep Freyr Pétursson, 14 ára nemi aður um aö vera valdur að áverk-
hitti þar nokkra stráka sem eru í Réttarholtsskóla, sem varð fyrir unum, er 16 ára og hefur komið
með mér í skóla. Þar var einhver ruddalegri og tilefnislausri líkams- áður við sögu lögreglu, þó aldrei
nýr strákur sem ég þekki ekki neitt árás fyrr í vikunni. HkamsárásarmálasvoDVsékunn-
ogég fór að tala við þá og líka þenn- Jósep, sem verið hefur á verkja- ugt. Til stendur að kalla hann til
an strák sem ég þekkti ekki neitt. lyfjum og frá skóla frá því atvikið yflrheyrslu hjá lögreglu. Jósep tek-
Eftir það fór ég út á stoppistöö og átti sér stað, skarst í báðum munn- ur fram að hann hafi ekki gert neitt
ég sá að þeir komu á eftir mér. Einn vikum við það að fá dósina í andht- sem gefi tilefni til árásarinnar.
þeirra tók upp kókdós og ég fékk ið á sér, auk annarra skurða sem Hjördís Sigurgeirsdóttir, móðir
mér sopa af henni. Þá kýldi þessi hann fékk við höggið. Þá kom í ljós Jóseps, lýsir áhyggjum sínum
strákur, sem ég þekkti ekkert, í i fyrradag að kjálkinn á honum vegnaatviksins.Húnsegirsonsinn
dósina og ég féll 1 götmia og lá þar brákaðist. ekki hafa átt vanda til að lenda í
vankaður. Síðan reis ég upp og Árásin hefur verið kærð til lög- slagsmálum.
hann kýldi mig í vangann," segir reglu en drengurinn, sem er grun-
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma
62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast
7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 63 27 00
Frjálst,óháð dagblað
BLAÐAAFGREIÐSLA OG
ÁSKRIFT ER OPIN:
Laugardaga: 6-14
Sunnudaga: lokaö
Mánudaga: 6-20
Þriöjudaga - föstudaga: 9-20
BEINN SÍMI BLAÐA-
AFGREIÐSLU: 63 27 77
KL. 6-S LAUGARÐAGS- OG MÁNUDAGSMORGNA
VINNA
BLINDRA
BURSTAFRAMLEIÐSLA
SÉRGREIN BLINDRA
HAMRAHLlÐ 17 • REYKJAViK
®91 - 68 73 35