Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1994, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994
Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. *
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk.
Verð I lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk.
Frestur talinn beztur
Eitt helzta spakmæli íslenzkrar þjóðarsálar er, að frest-
ur sé á illu beztur. Þess vegna urðu flestir stjómmála-
menn fegnir, þegar Norðmenn höfnuðu aðild að Evröpu-
sambandinu. Það gerði okkar mönnum kleift að hætta
að sinna máh, sem var þeim flestum óljúft að sinna.
Við höfum vanizt því, að málum sé ekki sinnt fyrr en
á síðustu stundu og eftir hana. Okkur er ótamt að leysa
verkefni í tæka tíð og viljum heldur berjast um á hæl
og hnakka, þegar allt er komið í óefni. Þess vegna er
reddarinn séríslenzkt fyrirbæri í atvinnulífmu.
Dæmi um viðhorfið er breyting á kosningakerfinu, sem
lofað var í hvítri bók stjómarflokkanna, þegar þeir kom-
ust til valda árið 1991. Þeir eru fyrst núna, í árslok 1994,
að boða til nefndar stjómmálaflokkanna um máhð, þegar
máhð er nærri ömgglega fallið á tíma á kjörtímabihnu.
Okkar mönnum er ótamt að vera undir framtíðina
búnir. Þeir vilja heldur mæta aðvífandi vandamálum
eftir hendinni. Þeir sjá ekki neina hagkvæmni í að taka
þátt í hönnun framtíðarinnar hjá Evrópusambandinu,
en em fljótir að laga sig að breyttum aðstæðum.
Þannig látum við yfir okkur ganga skæðadrífu af
reglugerðum, sem upprunnar em í Evrópusambandinu,
og gerum þær að íslenzkum, án þess að okkur þyki skrít-
ið að meðtaka þær páfabuhur. En við bregðumst ókvæða
við, ef einhver vih, að við göngum í sambandið.
Þess vegna líður khður feginleikans um þjóðfélagið,
þegar menn sjá, að Norðmenn eru á sama báti. Við höfum
fengið frábæra afsökun fyrir því að halda áfram að gera
ekki neitt í Evrópumálunum, halda áfram að fresta því
að búa í haginn fyrir umsókn okkar um Evrópuaðild.
Við ættum að vera á fuhu við að undirbúa skothelt
sjávarútvegskerfi, sem gerir Evrópusambandinu illkleift
að krefjast aðildar að stjóm efnahagslögsögunnar við
ísland. Við þyrftum að vera undir það búin að taka þann
slag sem fyrst. En við gerum bara ahs ekki neitt.
Raunar væri núna tækifæri th að stinga tánni varlega
í vatnið, úr því að ráðamenn Evrópusambandsins hafa
séð, að Norðmenn höfnuðu aðhd, af því að sjávarútvegs-
ákvæðin vom þeim of óhagstæð. Evrópsku mandarínam-
ir vita nú, að Island semur ekki af sér fiskimiðin.
Flestir íslenzkir póhtíkusar em sammála um, að niður-
staðan í Noregi skeri úr um, að óþarfi sé að ræða Evrópu
í næstu kosningabaráttu, og em greinhega í meira lagi
fegnir. Við skulum heldur tala um það seinna, segja þeir,
við skulum tala um það fyrir kosningamar 1999.
Undir niðri vita þeir, að einhvern tíma verður að taka
slaginn. En þeir telja, að um það atriði ghdi gamla spak-
mæhð, að frestur sé á ihu beztur. Þess vegna fást þeir
ekki th að byrja að hta á máhð fyrr en aht er komið í
óefni og þá þegar er orðið stórtjón af aðgerðaleysi.
Hugsanagangurinn er þessi: Ef Norðmenn hefðu farið
inn, hefðu þeir fengið betri kjör en við fyrir sinn fisk og
þá hefðum við neyðst th að hugsa máhð. Úr því að þeir
fóm ekki inn, þurfum við ekki að hugsa máhð fyrr en
seinna. Seinna. Aht nema bara ahs ekki núna.
Mjög fáum dettur í hug, að þessi spuming um betri
kjör fyrir fiskinn eigi að leiða th umhugsunar um, hvort
slík kjarabót sé ekki æskheg, hvort sem Norðmenn hafa
fengið hana á undan okkur eða muni fá hana á eftir
okkur. Við vhjum ekki hafa frumkvæði, bara viðbrögð.
Þetta er afstaða þjóðar, sem vhl ahs ekki taka örlög sín
í eigin hendur, heldur vhl leggjast í vömina og mæta
aðvífandi vandræðum eins og þau em hveiju sinni.
Jónas Kristjánsson
Á sl. vetri var frá því greint í
fjölmiðlum að rannsókn, sem gerö
var í 8 skólum í Suður-Svíþjóð,
hefði sýnt að böm í íþróttum verði
óábyrg og illa innrætt. Fram kom
að hjá íþróttaþjálfurum væri öll
áhersla lögð á afrekin og að þessi
ofuráhersla á sigur spilltí bömum.
Við nánari athugun kom reyndar
í ljós að umrædd könnun var afar
takmörkuð, miðaðist t.d. nær ein-
göngu við börn í ísknattleik. Engu
að síður vakti frétt þessi talsverða
athygli og ýmsar spurningar vökn-
uðu. Er það rétt að íþróttaþjálfarar
hugsi um það eitt að ná fram sigri
og að á þennan þátt sé lögð slík
ofuráhersla að iðkendum sé spillt?
Svars verður hér leitaö í bók sem
nýlega kom út á vegum mennta-
málaráðunéytísins og ber heitið
„Gildi íþrótta fyrir íslensk ung-
menni“. Hún greinir frá vandaðri
íslenskri könnun á íslenskum
unglingum og er nánast úttekt á
áhrifum íþrótta á íslenska ungl-
inga.
\Í1U|-Jkl jjj
□ Siguríkeppm
H Drengileg framkoma
■ Heilbrigt líf
<v
<or
<o'
□
P>'
o
<v'
o>
O'
<o
ío'
Mjög
lítil
Frekar
lítil
Frekar
mikil
„Sú fullyrðing að þjálfarar unglinga leggi ofurkapp á sigur i keppni og
annað komist ekki að hjá þeim á ekki við rök að styðjast," segir m.a.
í grein Magnúsar.
Gildi íþrótta fyrir
íslensk ungmenni
Hin mörgu súlu- og hnurit gera
bókiná aðgengilega og auðskiljan-
lega. Alls er bókin upp á 160 síður
auk nokkurra síðna formála.og 15
síðna viðauka. Könnunin var fram-
kvæmd af Rannsóknarstofnun
uppeldis- og menntamála og að
henni unnu Þórólfur Þórlindsson,
doktor í félagsfræði, Þorlákur
Karlsson, doktor í sálarfræði og
Inga Dóra Sigfúsdóttir stjórnmála-
fræðingur.
Víðtæk könnun - vönduð
vinna
Könnunin er gerð á árinu 1992
hjá nemendum í 8., 9. og 10. bekk
og nær tíl allra nemenda á landinu
sem mættir voru í skóla á fyrir-
lagningardegi. Til vinnslu fóru
svör 8.530 nemenda. Hér er unnið
á faglegan og vandaðan hátt og nið-
urstöðurnar hafa því mikið gildi.
Allir þeir sem fjalla um uppeldi
og unglingamál ættu að kynna sér
efni þessarar bókar. Hún á einnig
mikið erindi til sveitarstjórnar-
manna og annarra opinberra aöila
sem fjalla um íþróttir og æskulýðs-
mál. Mjög fróðlegt er að kynna sér
niðurstöður þótt hér verði aðeins
drepið á þá sem að þjálfurum snýr.
Áherslur þjálfara
Af niðurstööum er ljóst að sú
gagnrýni sem oft heyrist, að þjálf-
arar unghnga leggi ofurkapp á sig-
ur í keppni og annað komist ekki
aö hjá þeim, á ekki við rök að styðj-
ast. Áherslur á heilbrigt líferni og
heiðarleik eru greinilega í fyrir-
rúmi. Hjá nemendum í 8. bekk legg-
ur þjálfari t.d. í 67% tilvika mjög
mikla áherslu á heilbrigt lífemi, í
60% tilvika á drengilega framkomu
í leik og í 34% tilvika á sigur í
keppni.
Fram kemur að brýnt er að þjálf-
arar leggi áherslu á heilsusamlegt
lífemi og á skaðsemi ávana- og
KjaHariim
Magnús Oddsson
varaforseti ÍSÍ
fíkniefna og geri íþróttastarfið á
þann hátt áhrifamikið sem fyrir-
byggjandi þátt. Einnig að efþjálfar-
inn leggur áherslu á heiðarleik og
drengskap sé hklegt að þeir þættir
fylgi unghngnum fram á fullorð-
insár.
Þarna eru settar fram ábendingar
tíl þjálfara og forystumanna í
íþróttahreyfingunni sem fuh
ástæða er til að gefa góðan gaum
og leggja áherslu á við menntun
þjálfara. Niðurstöðurnar sýna að
hjá unghngum ríkir yfirleitt mikil
ánægja með störf þjálfara og at-
hyghsverð er sú niðurstaða að
unglingar leita með sín persónu-
legu vandamál til íþróttaþjálfara
frekar en t.d. tíl námsráðgjafa, sál-
fræðinga eða presta.
Niðurstöður sýna einnig að ungl-
ingar sem stunda íþróttir reykja
minna, nota síður áfengi og hass
þjást síður af þunglyndi og kvíða
og hlutfah þeirra í góðum námsár-
angri er betra en hinna sem ekki
stunda íþróttír. Svo ótvíræðar nið-
urstöður kalla beinlínis á aukið
íþróttastarf. Fram kemur að tals-
vert meiri þátttaka er hjá drengjum
en stúlkum og eins aö það er tals-
vert stór hópur sem aldrei stundar
íþróttír utan skólans. Hér þurfa
sveitarfélög, íþróttahreyfingin og
ríkisvaldið að taka höndum saman
og gera átak til að ná til þeirra sem
htiö eða ekki stunda íþróttir og
jafna mismun á mihi kynja.
Full ástæða er til aö flytja þeim
sem að þessari könnun stóðu bestu
þakkir fyrir mikið og vel unnið
starf. Niðurstööurnar sýna ótví-
rætt gildi íþrótta fyrir íslensk ung-
menni. Menntamálaráðherra og
menntamálaráðuneytið eiga þakk-
ir og heiður skilið fyrir það framtak
að láta framkvæma þessa könnun
og gefa niðurstöðurnar út í vand-
aðri og aðgengilegri bók.
Magnús Oddsson.
„Niðurstöður sýna einnig að unglingar
sem stunda íþróttir reykja minna, nota
síður áfengi og hass, þjást síður af
þunglyndi og kvíða og hlutfall þeirra 1
góðum námsárangri er betra en hinna
sem ekki stunda íþróttir.“
Skoðanir annarra
Skattstjórar í spilltu umhverfi?
„Því miður er ekki hægt að hta fram hjá þeirri
staðreynd miöaö við það hvernig íslensk stjómsýsla
og stjómmál hafa þróast, að framgangsmáti ís-
lenskra stjórnmálamanna hefur um of hkst skatt-
stjórum rómverskra landstjóra eftir að keisaradæm-
ið í Róm varð hvaö spihtast. Á undanfórnum árum
hafa lífskjör á íslandi versnað mjög vegna óstjórnar,
sem er afleiðing af sérhagsmunasjónarmiöum þeirra
sem stjórna og óréttlátri kosningalöggjöf."
Jón Magnússon hrl. í Mbl. 30. nóv.
Siðlítið samfélag
„Sé einhver tilgangur með tilefnislausum ofbeld-
isárásum á fólk er hann öðrum en glæpamönnunum
hulinn. Sjálflr géta þeir ekki útskýrt gerðir sínar sem
unnar eru í fíkniefnavímu ... Undirrót tilefnishtilla
glæpaverka og ofbeldis gagnvart náunganum er
skortur á siðmenningu. Kurteisi og almennar um-
gengnisreglur eru af skomum skammti í samfélagi
sem er svo upptekið af afsiöunarpoppi, tombóluvinn-
ingum og boltaleikjum að öh mannleg gildi verða
utanveltu í samskiptum manna á meðal."
OÓ í Tímanum 29. nóv.
Kolvitlaus kjördæmaskipan
„Sú kjördæmaskipan sem við íslendingar búum
við er aldeihs kolvitiaus. Hér er það bundið í lögum
að íbúum skuh mismunað eftir búsetu. Það hlýtur
að bijóta í bága við stjómarskrá lýðveldisins, en þar
er gert ráð fyrir að allir landsmenn hafi sama rétt
án tillits til búsetu, þjóðfélagsstöðu og efnahags ...
Alltaf þegar nálgast kosningar til Alþingis kemur
þessi sama umræða upp: Að nauðsynlegt sé að jafna
atkvæðavægiö með því að leyfa þeim sem brotið
hefur verið á í áratugi að fá einhver aukin réttindi.
Lengra nær þessi umræða aldrei. Hvers vegna?“
Guðmundur Oddsson bæjarfulltr. í Alþbl. 30. nóv.