Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1994, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1994, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994 5 Fréttir Alþýðuflokkurinn 1 Reykjavík: Lokað eða opið prófkjör - hugmyndir um að koma á óvart með þekktri persónu 1 annað efstu sætanna „Það eina sem er víst er að prófkjör í einhverri mynd fer fram. Það er í lögum flokksins að prófkjör skuli haldið við uppstilhngu á lista fyrir kosningar. Hvort um opið prófkjör verður að ræða eða lokað, þar sem miðað er við flokksbundið fólk, er alls óvíst. Ákvörðun um það verður ekki tekin fyrr en í janúar,“ sagði Pétur Jónsson, formaður fulltrúa- ráðs Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík, í samtali við DV. Hann sagði að boðað væri auka- flokksþing í lok janúar og taldi lík- Ritið Gjaldeyrismál: Aukinni verð- bólgu spáð í ársbyrjun -lOprósentíapríl í ritinu Gjaldeyrismálum, sem Ráð- gjöf og efnahagsspár hf. gefa út, kem- ur nýlega fram spá um aukna verð- bólgu í byrjun næsta árs í kjölfar kjarasamninga. Hæst gæti verð- bólguhraðinn náð tæplega 10% í apríl en yrði kominn í kringum 2% um mitt árið. Gjaldeyrismál vitna í nýlega þjóð- hagsspá sem ritið birti og DV greindi frá. Þar var spáin byggð á þeim for- sendum að samið yrði um 2-3% launahækkanir en til viðbótar yrði launaskrið sem þýddi að laun hækk- uðu um 3-3,5% á milli ársmeðaltala 1994 og 1995. Gert væri ráð fyrir að launabreyting samkvæmt kjara- samningum kæmi fram á fyrsta árs- fjórðungi 1995. í spánni er reiknað með að gengisvísitala krónunnar haldist innan viðmiðunarmarka Seðlabankans. Lægri vextir? í Gjaldeyrismálum kemur fram að aukin verðbólga gæti þýtt að vísi- tölubundin skuldabréf yrðu arðvæn- legri fjárfestingarkostur en óverð- tryggð þegar um eignarhald til skamms tíma væri að ræða. „Þetta mun óhjákvæmilega valda enn frekari þrýstingi til hækkunar skammtímavaxta, t.d. á ríkisvíxlum. Hins vegar gæti verðbólga haldið aft- ur af hækkun langtímaraunvaxta eða jafnvel valdið lækkun þeirra en það er þó einnig háð öðrum óvissu- atriðum," segir m.a. í Gjaldeyrismál- um. ATOMIC - Skíði SALOMOM - skíðaskór /bindingar koflach eSS Skíðapakkar á góðu verði. EVOLUTION RACING TEAM SPORT-HOLLT Skipholti SOC - s. 91-629470 legt að prófkjörið, með hvaða hætti sem það fer fram, verði haldið í kjöl- far þess. Þess má geta að kratar í Reykja- nesi stíla inn á að prófkjör hafi farið þar fram áður en til aukaflokks- þingsins kemur. Ef prófkjöriö í Reykjavík verður aðeins innan fulltrúaráðsins er kröt- um nokkur vandi á höndum. Full- trúaráðið sem nú situr er hið sama og var á flokksþinginu í sumar er leið. Allmargir af þeim hafa nú sagt skilið við Alþýðuflokkinn, svo sem eins og Félag jafnaðarmanna og fleiri. Það hefur því fækkað umtals- vert í fulltrúaráðinu sem var skipað rúmlega tvö hundruð manns. DV hefur heimildir fyrir því að uppi séu hugmyndir hjá ýmsum toppkrötum um að koma á óvart með þekktri persónu í annað efstu sæt- anna á Usta flokksins í Reykjavík. Þá eru menn að tala um persónu sem ekki hefur verið opinberlega í póhtík hkt og þegar Jón Baldvin fékk Jón Sigurðsson, þá þjóðhagsstofustjóra, í framboð í Reykjavík. Pétur Jónsson gaf lítið út á þetta þegar hann var spurður um þetta, sagðist þó hafa heyrt þetta en sagðist ekki leggja trúnað á söguna. Panasonic HiFi MYNDBANDSTÆKI HD-90 4 hausa Nicam HiFi myndbandstæki meö fjarslýringu sem virkar á flest sjónvarpstæki, tækiS er búiS Super Drive system sem gerir þaS óvenju hraSvirkt og hljóölátt, einnig er í því Al Crystal búnaður sem eykur myndgæSi, teekiS býSur upp á mánaSar upptökuminni sem deila má á 8 upptökutíma. LONG PLAY INDEX SEARCH QUICK VIEW DIGITAL TRACKING SUPER DRIVE evCTKM Panasoníc NV-HD90 m Ffi-Fi&TEREO 4-tffAO<LOtJQ PUY jon cn l* 3U. JU PLAY 0/TF : stgr. verð lcr. 64.950,- eða... vioeq^íiif. Fjarslýringin góóa sem virkar einnig á flest sjónvarpstæki JAPISS ...i fullum gangi Brautarholti & Kringlunni Sími 625200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.