Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1994, Blaðsíða 10
10
FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994
Bílamarkadurinn
Mazda 323 1600 GLX st. 4x4 '91, grár, 5 g.,
ek. aðeins 35 þ., álfelgur o.fl.
V. 980.000 kr., sk. á ód. eða nýjum station-
bíl.
Ford Bronco II XL ’88, svartur, 5 g., ek. að-
eins 70 þ., 2 dekkjag. o.fl. Gullfallegur jeppi.
V. 1.090.000 kr.
nýyfirfarinn af þjónustuverkst., t.d. tímareim
o.fl., rafdr. rúður.
V. 1.170.000 kr., sk. á ód.
MMC Colt GL ’91, 5 g., ek. 58 þ.
V. 730.000 kr.
ssk., ek. 47 þ., rafm. í öllu o.fl.
V. 870.000 kr.
MMC Galant GLSi 4x4 ’90, 5 g., ek 88 þ..
rafdr. rúður, centrallæsing o.fl.
V. 1.190.000 kr., sk. á ód.
Bílar á útsölu:
Fiat Uno 45 S ’91, 5 g., blár, ek. 33 þ.
V. 530 þús.
Útsala 450 þús.
Mazda 626 2,0 GLX ’87, 2ja dyra, 5 g.,
ek. 110 þ. V. 450 þús.
Útsala 330 þús.
Ford Escort 1,3 ’86, 3ja dyra, 5 g., ek.
106 þ. V. 250 þús.
Útsala 170 þús.
Peugeot 309 ’87, 4ra dyra, 5 g., ek. 44
þ. V. 350 þús.
Útsala 270 þús.
Mazda 626 2,0 GLX ’85, 4 dyra, ssk., ek.
100 þ. V. 290 þús.
Útsala 230 þús.
MMC Colt GLXi ’93, hvítur, 5 g„ ek. 42 þ„
rafdr. rúður o.fl. V. 1.130 þús„ sk. á ód.
Toyota Carina II GLi ’90, rauður, ssk„ ek 83
þ„ rafdr. rúður o.fl. V. 985 þús.
Toyota Hilux d. cab m/húsi ’91, dísil, 5 g„ ek.
70 þ„ 38" dekk, brettakantar, stigbretti, 5:71
hlutföll. V. 1.750 þús„ sk. á ód„ t.d. L-300
eða Pajero.
Nissan Terrano, 5 d., 2,7, turbo, dísil '93, rauð-
ur, 5 g„ ek. 21 þ„ ABS-bremsur, rafdr. rúður
o.fl. V. 2.650 þús.
BMW 316i ’93, 4 d„ blár, 5 g„ ek. 30 þ„ falleg-
ur bíll. V. 1.900 þús„ sk. á jeppa.
MMC Lancer GLXi st., 5 g„ ek. 53 þ„ 4x4 '91,
rafdr. rúður o.fl. V. 1.090 þús„ sk. á ód.
Hyundai Elantra GLS ’92, ssk„ ek. 37 þ„ rafdr.
rúður o.fl. V. 995 þús.
Nissan Pathfinder SE V-6 '94, ssk„ ek. 3 þ„
ABS-bremsur, sóll., rafm. í öllu. V. 3.350 þús.
Suzuki Fox 413, langur, '87, 4 g„ ek. 105 þ„
(B-20 vél), 31" dekk, 2 gangar. V. 600 þús„
■sk. á ód.
M. Benz E ’91, grásans., ssk„ ek. 69 þ„ sóll.,
álfelgur, rafdr. rúður o.fl. V. 2.150 þús.
MMC Colt GLX ’90, ssk„ ek. 45 þ„ rafdr. rúður
o.fl. V. 780 þús.
Isuzu crew cab, d. cab 4x4, '92, rauður, 5 g„
ek. 85 þ. V. 1.350 þús„ sk. á ód.
Skoda Forman LXi ’93, 5 g„ ek. 7 þ„ grænn.
V. 670 þús„ tilb. 580 þús.
MMC Lancer GLXi 1600 ’93, steingr., sk„ ek.
24 þ„ rafdr. rúður o.fl. V. 1.275 þús„ sk. á ód.
Toyota Camry 2000 GLi ’91, Ijósbl., ssk„ ek.
71 þ„ rafdr. rúður o.fl. V. 1.380 þús„ sk. á ód.
Toyota 4Runner ’92, ssk„ ek. 40 þ„ m/öllu.
V. 2,6 millj.
Vantar góða bíla á skrá
________ og á staðinn. •
9 9*17*00
Verð aðeins 39,90 mín.
Fréttir_________________________________________________________p\
Á annað hundrað hafa leitað til Neyðarmóttöku vegna kynferðislegs ofbeldis:
Tæpur helmingur
nauðgana til RLR
- ríkissaksóknari hefur gefið út 24 ákærur frá ársbyrjun 1993
„Það eru margar ástæður fyrir því
að aöeins tæplega helmingur nauðg-
ana sem við höfum afskipti af er
kærður. Það getur verið að konur
treysti sér ekki í gegnum þetta ferli,
það getur verið að þeim fmnist kæra
byggð á veikum forsendum, það get-
ur verið að of langur tími líði frá því
að atburður á sér stað og þar til við
höfum afskipti af honum þannig aö
við finnum engin sakargögn. Málið
er að konurnar ráða þessu alfarið
sjálfar," segir Pálína Asgeirsdóttir,
deildarstjóri Neyðarmóttöku vegna
kynferðislegs ofbeldis sem starfrækt
Fjöldi einstaklinga
sem leituðu til
Neyðarmóttöku
Borgarspítala
62
Kærðar nauðganir tíl RLR
1993 1994
Upplýst
mál
Óupplýst
mál
Mál enn I
rannsókn
er á Borgarspítala.
Samtals hafa 108 manns, mikill
meirihluti konur, leitað til Neyðar-
móttökunnar frá því hún var sett á
laggirnar í mars á seinasta ári til
dagsins í dag. Á seinasta ári leituðu
46 þolendur kynferðislegs ofbeldis til
Neyðarmóttökunnar en það sem af
er þessu ári eru þeir orðnir 62.
Konum að kostnaðarlausu
„Öll sú þjónusta sem við veitum
hér er þeim sem hennar njóta að
kostnaðarlausu. Við erum engir
dómstólar og trúum því öllum sem
til okkar leita. Þegar konur koma
hingað er þeim greint frá hvað þeim
stendur til boða hjá okkur. Þær hafa
möguleika á læknisfræðilegri skoð-
un. Þá erum við að leita að áverkum,
kynsjúkdómum o.s.frv. Síðan er það
réttarlæknisfræðileg skoðun. Þá er
leitað að sæðisblettum, áverkum og
fleiru. Síðan stendur þeim til boða
aðstoð félagsráðgjafa og svo lög-
fræðileg aðstoð."
Ljóst er að einungis 40 prósent
þeirra • kynferðislegu ofbeldismála
sem Neyðarmóttakan fæst við eru
kærð til Rannsóknarlögreglu ríkis-
ins. Þegar hafa 30 af 46 málum verið
upplýst, 10 eru enn í rannsókn en 6
eru óupplýst. Því má segja að til
þessa hafi einungis tekist að upplýsa
rúmlega fjórðung nauðgunarmála
sem komið hafa til kasta Neyðarmót-
töku. Þá hefur ríkissaksóknari að-
eins gefið út 24 ákærur í nauðgunar-
málum árin 1993 og 1994,12 hvort ár.
Hafa níu vikur til að kæra
Fómarlömb í kynferðislegum of-
beldismálum hafa 9 vikur til að kæra
mál til lögreglu eftir að réttarlæknis-
fræöileg rannsókn á þeim hefur farið
fram. Reynslan hefur hins vegar sýnt
að flestar þær konur sem vilja kæra
gera það innan sólarhrings frá því
að nauögun á sér stað. Pálína ítrekar
samt að konur hafa umræddar 9 vik-
ur til að hugsa sig um.
„Við þrýstum aldrei á konur að
gangast undir réttarlæknisfræðilega
skoðun eða að kæra. Við mælum með
þessu eða hinu en förum síðan að
vilja konunnar því það er búið að
ráðast það harkalega gegn líkama
hennar og vilja. Það er nauðsynlegt
að menn skilji betur þá andlegu
áverka sem fórnarlömb kynferðis-
legs ofbeldis hljóta. Hinir líkamlegu
áverkar, sem mið er tekið af, eru oft
minni háttar miðað við sálarangist
fórnarlambanna. Það vantar meiri
skilning á þessu. Það má segja að
heilbrigðiskerfið sé komið nokkuð
langt fram úr dómskerfmu með þess-
ari Neyðarmóttöku sem að vísu er
alltaf í mótun. Hiö sama mætti eiga
sér stað í dómskerfmu sem virðist
vera of mikið bundið af lagabókstöf-
um,“ segir Pálína.
Lögð áhersla á
að hraða afgreiðslu
nauðgunarmála
- segir Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari
„Ég hef nú ekki kannað tímalengd
á afgreiðslu þessara mála en ég get
fullvissað þig um það að eftir því sem
mannafli og geta er til er lögð áhersla
á hraða afgreiðslu þessara mála. í
fyrri réttarfarslögum voru sérstök
ákvæði þess efnis að þessi mál skyldu
hafa algjöran forgang á rannsóknar-,
ákæru- og dómsstigi. Hliðstætt
ákvæði er nú ekki lengur í réttarfars-
lögum en engu að síður fer nú af-
greiðsla bæði þessara mála, sem og
annarra, eftir alvarleika þeirra
hverju sinni,“ segir Hallvaröur Ein-
varðsson ríkissaksóknari, aðspurður
um gagnrýni á embætti ríkissak-
sóknara, þess efnis að kynferðisleg
afbrotamál séu lengi til meðferðar
hjá embættinu.
Hann segir kynferðisleg afbrota-
mál, eins og nauðgunarmál, lúta
sömu réttarfarslögmálum og önnur
mál, það er sú starfsskylda hvíli á
herðum ákæruvalds að huga að því
hvort rannsókn og sakargögn séu
nægileg eða líkleg til sakfellingar
eður ei.
- Telur þú þörf á að breyta sönnun-
arbyrði í málum af þessum toga?
„Þetta hefur verið rætt og verið
fjallað um þetta meðal fræðimanna
og leikra og það hafa ekki komið
fram af miklum þunga sannfærandi
rök um að breyta sakar- og sönnun-
armatinu. Meðal annars hefur verið
bent á það að ef taka á þennan mála-
flokk út úr hvað varðar sönnunar-
byrðina sé það hugsanlega ekki í
samræmi við alþjóðlega samninga
um mannréttindi."
Yflrlögregluþjónn:
Rannsókn nauðgunar-
mála yfirleitt í góðu lagi
„Þessi mál eru núorðið yfirleitt í
mjög góðu lagi hjá okkur. Þær verk-
lagsreglur sem eru í gildi hjá okkur
eru góðar. Þá á ég meðal annars við
samskipti okkar við önnur lögreglu-
embætti og Neyðarmóttökuna. Þau
samskipti hafa gengið vel,“ segir
Hörður Jóhannesson, yfirlögreglu-
þjónn hjá Rannsóknarlögreglu ríkis-
ins.
Aðspurður hvort hann telji sönn-
unarbyrðina í kynferðislegum of-
beldismálum of einstrengingslega
vildi Hörður ekki tjá sig.
Umhugsun fóm-
arlamba um
tilgangsleysið
- segirTheódóraÞórarinsdóttir, starfskona Stígamóta
„Ástæða þess hve fáar kærur við yfirheyrslur en að okkar mati
berast er sennilega umhugsun eru mál áfram jafn lengi á leiðinni
fómarlamba um hve litið þaö hafi í gegnum kerfið og ansi mörg mál
upp á sig að kæra og jafnframt dagar uppi eða falla niður hjá ríkis-
hólanir ofbeldismannanna. Um- saksóknara. Þar er um að kenna
fjöllun blaða um dómana sem þessari eilífu kröfu um sönnunar-
ganga í þessum málum virkar ör- byrði sem við höfum barist fyrir
ugglega ekki hvetjandi á fóm- að verði breytt."
arlömb að kæra. Þessir vægu dóm- Theodóra segir að áfram verði
ar eru oft á jnmn veg að íæir særa reynt aö þrýsta á um úrbætur í
réttarvitund fólks. Ég er þess full- þessum málum.
viss að almenningatr er þeirrar Hún segir erlendar rannsóknir
skoðunar að þyngja beri dóma í staðfesta að þær nauðganir sem
málum sem þessum. Ég er líka komi til kasta neyðarmóttöku og
þeirrar skoðunar að áframhald- lögreglu séu einungis toppurinn á
andi þróun í þá átt verði til þess ísjakanum.Ástæðansésúaðkonur
að eitthvað gerist,“ segir Theódóra eigi oft erfitt með að viðurkenna
Þórarinsdóttir, starfskona Stíga- þaö fyrir sjálfum sér að nauðgun
móta. haft átt sér stað.
Theódóra segir Stigamót hafa „Það er mjög erlið ákvörðun að
barist fyrir þvi aö kynferðisleg of- kæra þessi mál. Sönnunarbyrðin
beldismálverðitekinöðrumtökum er þung og sektarkennd fórnar-
í réttarkerfinu en að mestu talað lamba mikil en mér finnst samt
fyrir daufum eyrum hingað til. jákvætt hve margar,konur fara í
„Það hefur samt ýmislegt breyst neyðarmóttökuna og nýta sér þá
til batnaöar. Yfirheyrslur og máls- þjónustu sem þar býðst þrátt fyrir
meöferð hjá Rannsóknarlögreglu að þær ætli sér ekki að kæra," seg-
hafa vonandi batnað til muna. Það ir Theódóra.
gætir minni fordóma lajá lögreglu