Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1994, Blaðsíða 18
18
FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994
FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994
31
Iþróttir
Eyjólfur Haröarson, DV, Svíþjóö:
Hlynur Stefánsson, landsliös-
maður í knattspyrnu, hefur geng-
iö frá sínum málum gagnvart
sænska félaginu Örebro og leikur
áfram meö því á næsta ári, eins
og undanfarin þrjú keppnistíma-
bil. „Samningur til eins árs er
frágenginn að öllu leyti nema þvi
aö eftir er að skrifa undir hann,“
sagöi Hlynur í spjalii viö DV.
Hilmarbrotnaði
Hilmar Þórhndsson, stórskytt-
an í liði KR, leikur ekki hand-
knattleik næstu vikurnar. Beinið
sem hggur frá litlu tá og upp fór
í tvennt í leik KR gegn HK á dög-
unum. Hilmar fór í uppskurð og
verður i gifsi næstu tvo mánuði.
„Æth ég segi ekki að ég komi
sterkur upp í úrshtakeppninni,"
sagði Hilmar við DV.
Valur-Stjarnan
Dregið var í 8-liða úrsht bikar-
keppni kvenna og karla í gær-
kvöldi. í karlaflokki mætast eftir-
tahn lið: Valur-Stjarnan, Sel-
foss-Haukar, ÍBV-KA, Grótta-
KR. í kvennaflokki mætast þessi
lið: Fram-Ármann, ÍBV-Valur,
Stjaman-Haukar, ÍBA-KR.
Sigurður Sveinsson, Víkingi,
hefur verið kosinn handknatt-
leiksmaður ársins 1994. Sigurður
fékk afhentan blómvönd fyrír
leik Víkings og KA í Nissan-deild-
inni í gærkvöldi.
Eyjólfurskoraði
Besiktas, liðEyjólfs Sverrisson-
ar í tyrknesku knattspymunni,
var í gærkvöldi slegið Út úr bikar-
keppninni. Besiktas tapaði 5-6
eftir vítakeppni og skoraöi Eyjólf-
ur úr sínu víti.
Góður sigur Liverpooi
Úrslit leikja í ensku deiidarbik-
arkeppninni í gær: Arsenal-Sheff.
Wed 2-ð, Blackbum-Liverpool 1-3,
Cr. Palace-Aston Víila 4-1, Man.
Clty-Newcastle 1-1, Norwich-
Notts County l~0, Nott. Forest-
Millwall 0-2, Swindon-Derby 2-1,
West Ham-Bolton 1-2. í 1. deild-
vann Stoke Portsmouth, 0-1.
Liverpool-Arsenal
í morgun var dregið th 8-liða
úrshta í ensku deildabikarkeppn-
inni. Liverpoo! mætir Arsenal,
Bolton leikur við Norwich, Swin-
don við Mfllwah og Crystal
Palace fær Manchester City eða
Newcastle í heimsókn.
BlackmantilAEK
Körfuknattleiksmaðurinn Ro-
iando Blackman er genginn til
liðs við gríska félagið AEK
Aþenu. Blackman, sem er 35 ára
gamall, lék í 11 ár með Dallas 1
NBA-deildinni og tvö síðustu árin
með New York Knicks.
AðaKundiHKfrestað
Aðalfundi HK sem fram átti að
fara í kvöld hefur veriö frestað
um óákveðinn tíma.
í kvöld
Körfubolti - DHL-deildin:
Akranes-Þór.............:. .20.00
Grindavík - Valur........20.00
Njarðvík - Skallagrímur..20.00
TÍndastóh ~ÍR............20.00
KR - Keflavík............20.00
Snæfell-Haukar...........20.00
Körfubolti - 1. deild karla:
ÍH — i S.................21.15
Körfubolti -1. deild kvenna:
Valur - Breiðabhk........20.00
Handbolti - 2. deild karla:
Fram - Fjdkir............20.00
fþróttir
Óvæntur sigur hjá KR-stúlkum
Helga Sigmundsdóttir skrifar:
Haukar og Fram áttust viö í 1. deild
kvenna í handknattleik í gærkvöldi.
Fram sigraði örugglega, 23-31. Staðan í
leikhléi var 10-11 fyrir Fram.
Mörk Hauka: Harpa 10, Kristín 3,
Heiörún 3, Ásta 2, Hjördís 2, Erna 1,
Ragnheiður 1, Jóhanna 1.
Mörk Fram: Selka 11, Berglind 8,
Guðríður 3, Díana 3, Hafdís 3, Hanna
Katrín 2, Þórunn 1.
• FH tapaði stórt fyrir Stjömunni í
Krikanum, 14-26, staðan í leikhléi var
7-13 fyrir Stjörnuna.
Mörk FH: Thelma 4, Hildur P. 4, Lára
3, Björk 2, Björg 1.
Mörk Stömunnar: Herdís 10, Ragn-
heiður 4, Ólafla 3, Hrund 3, Laufey 2,
Erla 2, Kristín 1, Inga Fríða 1.
• KR sigraði ÍBV 21-19 í Höllinni,
staðan í leikhléi var 9-8 fyrir KR.
Mörk KR: Sæunn 7, Brynja 4, Ágústa
4, Anna, 2, Þórdís 2, Helga 1, Nellý 1,
Mörk ÍBV: Ingibjörg 5, Stefanía 4,
Andrea 4, Kolbrún 3, Judith 1, Dögg 1,
Ragna 1.
• Víkingur sigraði Val á Hlíðarenda
með 13 marka mun, 13-26, staðan í leik-
hléi var 7-12 fyrir Víking.
Mörk Vals: Kristín 4, Eivör 3, Dagný
3, Kristín Þ. 2, Lilja 1.
Mörk Víkings: Svava 7, Hanna 4, Halla
4, Heiða 4, Valá 2, Sigrún 2, Helga 1,
Hrafnhildur 1, Svava Yr 1.
STAÐAN
Staðan er þannig í Nissandeild-
inni eftir leiki 12. umferðar í gær-
kvöld:
Valur...12 9 1 2 283-246 19
Stjaman.... 12 9 0 3 312-285 18
Víkingur... 12 8 3 2 303-286 17
Aftureld.... 12 7 0 5 301-269 14
FH......12 7 0 5 306-275 14
KA......12 6 2 4 303-279 14
Haukar..12 6 0 6 324-330 12
ÍR......12 6 0 6 282-289 12
Selfoss....12 5 2 5 261-285 12
KR.........12 5 0 7 268-270 10
HK.........12 1 0 11 260-290 2
ÍH.........12 0 0 12 233-323 0
• Næstu leikir: ÍH-HK og KA-
Stjaman á fóstudagskvöld kl.
20.00, Valur-Haukar á laugardag
kl. 16.30, KR-FH, Selfoss-Aftureld-
ing og IR-Víkingur á sunnudags-
kvöld kl. 20.00.
Víkingw - KA (10-11) 25-23
3-0, 4-3, 8-5, 9-9, (10-11), 12-11, 15-14, 18-14, 20-19, 23-22, 25-23.
• Mörk Víkings: Sigurður S. 7/2, Birgir S. 5, Gunnar G. 4, Bjarki S. 4,
Friðleifur 2, Hinrik B. 1, Rúnar S. 1, Guðmundur P. L________
Varin skot: Magnús Stefánsson 17/1. j
• Mörk KA: Valdimar 7/1, Patrekur 7/2, Leó 3, 1
Valur 2, Jóhann 1, Erlingur 1, Atli l, Þorvaldur 1.
Varin skot: Sigmar Þ. Óskarsson 19.
Dómarar: Sigurgeir Sveinsson og Gunnar Viöarsson.
Áhorfendur: 500. I
Maður leiksins: Magnús I. Stefánsson, Víkingi.
Afturelding - ÍR (11-15) 26-28
0-2,4-4,4-8,5-11,8-13, (11-15), 11-17,16-20,18-23,22-23,24-26,26-26,26-28.
• Mörk Aftureldingar: Páh 6, Ingimundur 6/6, Gunnar 5, Jóhann 3,
Þorkell 3, Trúfan 1, Jason 1, Róbert 1.
Varín skot: Bergsveinn 18/1.
• Mörk ÍR: Dimitrijevic 10/5, Njörður 6, Magnús
3, Ólafur 3, Róbert 2, Jóhann 2, Daði 1, Guðfmnur 1.
Varin skot: Magnús 12/1.
Dómarar: Óli Ólsen og Gunnar Kjartansson, þokka-
legir. Áhorfendur: Um 250.
Maður leiksins: Dimitrijevic, ÍR.
HK - Valur (9-10) 16-21
3-0, 3-5, 4-6. 7-7, 8-10, (9-10), 11-10, 11-14,12-16, 12-19,14-20,16-21.
• Mörk HK: Hjálmar 4, Gunnleifur 3/1, Jón Bersi 3, Óskar 2, Már 2,
Björn 2.
Varin skot: Hlynur 25.
• Mörk Vals: Dagur 5, Jón 4/3, Valgarð 4/2, Frosti
4, Finnur 3, Ingi Rafn 1.
Varin skot: Guðmundur 16, Axel 2.
Dómarar: Kristján Sveinsson og Einar Sveinsson,
þokkalegir. Áhorfendur: Um 150.
Maður lciksins: Hlynur Jóhannsson, HK.
Stjwnan - Haukav (16-18-) 36-30
0-2, 4-8, 10-12, 13-17, 16-18. 19-19, 20-23, 25-25, 29-26, 29-27, 32-28, 36-30.
• Mörk Stjörnunnar: Filipov 13/4, Konráð 7, Magnús 5, Skúli 4, Jón 3,
Siguröur 3 og Einar 1.
Varin skot: Gunnar 5, Ingvar 3, Ellert 3.
• Mörk Hauka: Sigurjón 7, Páll 6, Baumruk 5, Jón
Freyr 4, Gústaf 3, Óskar 2, Aron 1, Þorkell 1, Pétur 1.
Varin skot: Bjarni 11, Þorlákur 3.
Dómarar: Stefán Arnaldsson og Rögnvaldur Erlhigs-
son, góðir. Áhorfendur: 500.
Maður ieiksins: Dimitri Filipov, Stjörnunni.
Rauða spjaldið vendipunktur
Bjöm Leósson skrifar:
„Þetta var magnaður leikur eins
og svo margir leikir okkar í vetur.
Við gáfumst ekki upp þótt við værum
undir og það var vendipunktur í
leiknum þegar Gústaf fékk rauða
spjaldið. Uthaldið brást þeim og viö
kræktum í mikilvæg stig í toppbar-
áttunni og höldum öðru sætinu,“
sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari
Stjörnunnar, eftir að Stjarnan vann
Hauka, 36-30, í Ásgarði í gærkvöld.
Hauka voru sterkari aöihnn aht
þar til síga tók á ógæfuhhðina undir
miöjan síðari hálfleik. Þegar Gústaf
Bjamason fékk rautt spjald var allur
vindur úr Haukum. Fihpov var frá-
bær hjá Stjörnunni, en hjá Haukum
voru Bamruk og Siguijón sterkir í
fyrri hálfleik. Páll var sterkur að
vanda.
Skynsemi og góð nýting
Róbert Róbertsson skrifar
„Við ákváðum að berjast og taka
verulega vel á. Það gekk eftir og við
lékum eins og við eigum að okkur,
af krafti, voram skynsamir og nýtt-
um færin vel,“ sagði Magnús Árna-
son, markvörður FH, eftir sigur FH
gegn Selfossi, 28-21.
Magnús átti mjög góðan leik í
marki FH en hann hefur verið
meiddur. Endurkoma hans í FH-hðið
hafði greinilega góð áhrif á félaga
hans og sigurinn var dýrmætur frir
FH eftir slæmt gengi undanfarið. í
hði FH vakti ungur nýhði, Guð-
mundur Pedersen, athygli og var
hann besti maður FH ásamt Magn-
úsi. Lið Selfoss var mjög slakt og
enginn öðrum betri.
NBA-deildin í körfuknattleik 1 nótt:
FH - Selfoss (15-11) 28-21
2-2, 5-5, 6-9, 12-10, (15-11), 19-13, 25-16, 28-21.
• Mörk FH: Guðmundur P. 8/4, Hans 7, Siguröur 4, Hálfdán 4, Gunnar
3, Motzfeldt 1, Knútur 1.
Varin skot: Magnús 17, Rósmundur 3, Jónas 1/1.
• Mörk Selfoss: Radsavjevic 4, Grímur 4/4, Sigurjón :
3, Björgvin 3, Ámi 2, Atli 1, Erlingur 1, Hjörtur 1, Ein-
ar 1, Sigurður 1.
Varin skot: Hallgríraur 9.
Dómarar: Guðjón L. Sígurðsson og Hákon Sigurjóns-
son, þokkalegir. Áhorfendur: Um 250.
Maður leiksins: Magnús Áraason, FH.
Oriando er til alls líklegt
Fjórði í röð hjá KR-ingum
Orlando Magic hefur gefið til
kynna að hðið sé nú tilbúið að slást
um toppsætin í NBA-deildinni. Or-
lando vann í nótt sinn 8. leik í röð,
sem met hjá félaginu í deildinni, og
Shaquille Ó’Neal var sem fyrr í farar-
broddi og skoraði 41 stig í 114-107
sigri á Sacramento. Hann gerði 17
stig í fyrsta leikhluta og fór yfir 40
stigin í þriðja sinn í vetur. Orlando
er nú með bestu stöðuna í deildinni
og hefur unnið 10 af 12 fyrstu leikjum
sínum.
Úrslit í NBA-deildinni í nótt:
Boston - Detroit..........118-115
Radja 26/12, Fox 21, Wilkins 18 - Mills
37.
Orlando - Sacramento.......114-107
Shaq 41, Hardaway 23, Anderson 22 -
Richmond 20, Grant 19.
Charlotte - Miami..........105-87
Johnson 23/10 - Willis 14/6.
Cleveland - LA Lakers.....117-79
Price 16, Campbell 16, Brandon 16 -
Divac 14, Van Exel 13.
Chicago - Phoenix.........118-105
Pippen 35, Kukoc 19 - Barkley 22.
Seattle - San Antonio.....109-100
Payton 21, Perkins 18, Schrempf 15 -
Robinson 42.
Scottie Pippen átti stórleik með
Chicago í góðum sigri á Phoenix og
skoraði 35 stig. Charles Barkley lék
á ný með Phoenix og varð stigahæst-
ur en nýtti vítaskotin afspyrnuilla.
Fimm leikja sigurganga LA Lakers
var rofin með skehi í Cleveland. Sjö
leikmanna Cleveland skoruðu yfir
10 stig og Mike FrateUo, þjálfari Uðs-
ins, sagði: „Mínir menn sýndu ein-
staka óeigingirni og léku frábærlega
sarnan."
2-2, 2-5, 3~6, 5-9, (7-13), 8-15, 9-18, 10-20, 13 -22, 19-26, 21-29.
• Mörk ÍH: Jón 8, Óiafur 4, Guðjón G. 4/4, Ásgeir 2, Ágúst 1, Gunnlaugui'
1, Sigurður 1.
Varin skot: Revine 6, Guömundur 3/1, Ásgeir 7.
• Mörk KR: Páll 8/4, Magnús 4, Sigurpáll 4/2, Guð-
niundur A. 4, Jóhann 3, Ingvar 2, Einar 2, Þórir
Willum 1.
Varin skot: Gísli 9, Sigurjón 8.
Dómarar: Hafsteinn Ingibergsson ogGísli Jóhannsson.
Ahorfendur: Um 100.
Maður leiksins: Páil Beck, KR.
Halldór HaUdórsson skrifar:
„Ég er ánægður með þennan sigur
og hann skiptir miklu máli. Þetta var
fjórði sigur okkar í röð og þaö er
raunhæft að stefna á úrslitakeppnina
því það er stígandi hjá okkur," sagði
Páll Beck KR-ingur við DV eftir sigur
á ÍH.
KR-ingar höfðu yfirhöndina allan
tímann og sigur þeirra var tpjög ör-
uggur. Páll Beck var bestur í Uði KR
og þeir Magnús Magnússon og Sigur-
páh Aðalsteinsson stóðu sig vel. Hjá
IH lék Jón Þórðarson best og Ólafur
Magnússon átti ágæta spretti.
„Strákarnir geta miklu betur en
þetta,“ sagði Elías Jónasson, þjálfari
IH, við DV eftir leikinn.
• Gunnar Gunnarsson, þjálfari og leikmaður Víkings, sleppur hér fram hjá Patreki Jóhannessyni KA-manni og skorar eitt fjögurra marka sinna í leiknum.
DV-mynd Brynjar Gauti
Boston hafði örugga forystu gegn
Detroit ahan tímann en vann þó að-
eins með þremur stigum eftir að
Terry Mills og Mark Macon fóru
hamförum í þriggja stiga skotum fyr-
ir Detroit undir lokin.
Larry Johnson átti stórleik með
Charlotte í öruggum sigri á Miami.
Seattle vann San Antonio í sjöunda
skiptið í röð og það þrátt fyrir að
„Aðmírállinn“, David Robinson,
væri nær óstöðvandi og skoraði 42
stig fyrir San Antonio.
lando í nótt og skoraði 41 stig gegn Sacra-
mento.
Strákarnir stóðust álagið
Þórður Gislason skri&r:
„Strákarnir stóðust álagiö sem
fylgir því að leika hér að Varmá og
héldu haus þegar á reyndi “ sagði
Eyjólfur Bragason, þjálfari ÍR-inga
sem unnu góðan sigur á Aftureld-
ingu að Varmá í gærkvöldi, 26-28.
IR-ingar voru mun ákveðnari í
byrjun og náðu snemma góðu for-
skoti. í lokin náði Afturelding að
minnka muninn úr 18-23 í 22-23 á
rúmum tveimur mínútum og jafna
metin þegar ein og hálf mínúta var
eftir. ÍR-ingar gáfu hins vegar ekkert
eftir og skoruðu tvö síðustu mörkin.
Branislav Dimitrijevic var bestur
ÍR-inga ásamt Nirði Ámasyni sem
skoraði öll 6 mörk sín í fyrri hálfleik.
Bergsveinn Bergsveinsson var best-
ur hjá Aftureldingu að vanda.
KA loks stöðvað
KA mætti í Víkina fullt sjálfstrausts.
Liðið nýbúið að leggja Víkinga aö velh
og búið að leika 10 leiki í röð án þess
að tapa. Þrátt fyrir það hófu Víkingar
leikinn með miklum látum og Magnús
I. Stefánsson gaf sínum mönnum tóninn
með góðri markvörslu. Þaö tók KA-
menn langa stund að komast í gang og
það var ekki íyrr en Valdimari Gríms-
syni var skipt inn á á 17. mín. sem liðið
hrökk í gang og það sem eftir liföi hálf-
leiksins voru norðanmenn sterkari.
Víkingar léku vel framan af síðari
hálfleik á meðan hvorki gekk né rak í
sóknarleik KA-manna. Víkingar náöu
fjögurra marka forskoti en með frá-
bærri markvörslu Sigmars Þrastar og
mikilh baráttu tókst KA-mönnum að
minnka muninn 1 eitt mark og lokamín-
úturnar voru æsispennandi. Víkingar
héldu haus og Guðmundur Pálsson inn-
siglaði sigurinn á lokasekúndunni.
„Eftir því sem þú vinnur fleiri leiki
því styttra er í tap. Ég er alls ekki sátt-
ur við leikinn því við áttum allan tím-
ann að geta klárað þetta. Við misstum
einbeitinguna og fórum að svekkja okk-
ur á hlutum sem skipta ekki máli. Það
er ástæðan fyrir því aö við töpuðum
leiknum. Við erum með sterkt Uð og
þetta tap þjappar okkur bara saman,“
sagði Valdimar Grímsson við DV.
Markverðir liðanna, þeir Magnús Ingi
og Sigmar Þröstur, voru bestu menn
vallarins, Sigurður Sveinsson og Gunn-
ar Gunnarsson léku báðir mjög vel fyr-
ir Víking, Birgir var sterkur í fyrri hálf-
leik og Bjarki stóð fyrir sínu.
Valdimar átti mjög góða innkomu í
KA-hðinu en þeirra lykilmaður og besti
leikmaður í vetur, Patrekur Jóhannes-
son, náði sér aldrei virkilega vel á strik.
Hann var pirraður og lét allt fara í taug-
amar á sér og það bitnaði á leik hans
og KA-liðsins.
Lélegt og lítið fyrir augað
Sveinn Helgason skrifar:
„Við höföum ekki nægilega mikla
trú á því að við gætum sigrað. Sókn-
in hjá okkur var í molum en vömin
er að lagast og það er ekki öll nótt
úti enn þá hjá okkur,“ sagði Hlynur
Jóhannesson, markvörður HK, eftir
ósigur hðsins gegn Val í Digranesi í
gærkvöldi, 16-21.
„Þetta var lélegt hjá okkur og htið
fyrir augað. Sóknin var slök, vörnin
ágæt og markvarslan mjög góð. Við
verðum að gera betur í næsta leik en
í kvöld,“ sagði Dagur Sigurðsson
Valsmaður eftir leikinn.
Hlynur var langbestur í hði HK en
Guðmundur Hrafnkelsson bestur hjá
Val. Dagur átti ágæta spretti.
Guðmundur Hilmarsscm skrifar
„Ég held að við höfum átt þetta inni
hjá þeim frá fyrri uppgjörum. Við spil-
uðum fasta og góða vöm og náðum að
stjóma leiknum meira og minna. Við
lögðum áherslu á að stööva Patrek og
það gekk ipjög vel. Þetta era allt úrshta-
leikir og með þennan mannskap sem
við erum með sættum við okkur ekkert
við annað en efstu sætin. Ef það tekst
ekki verð ég mjög vonsvikinn," sagði
Gunnar Gunnarsson, þjálfari og leik-
maður Víkings, við DV eftir sigur á KA
í miklum baráttuleik.
Hafa hvorki taugar
né getu til að dæma
- HK-menn óhressir með úrskurð aganefndar. 3 leikmenn HK1 bann
Þrír leikmenn 1. deildar liðs
HK í handknattleik voru úr-
skurðaðir í leikbann hjá aga-
nefnd HSÍ vegna framkomu við
Einar Sveinsson dómara í og eftir
leik gegn KR í síðustu viku. Alex-
ander Arnarson fékk fjögurra
leikja bann en þeir Hjálmar Vil-
hjálmsson og Oliver Pálmason
eins leiks bann hvor.
í gær haföi svo Hjörleifur Þórö-
arson, formaður aganefndar HSÍ,
samband við Rögnvald Guð-
mundsson, formann handknatt-
leiksdeildar HK, og tjáði honum
að bannið hefði verið fellt niður
hjá Hjálmari.
„Áður en dómurinn var kveð-
inn upp las ég í blöðunum um-
mæli Einars Sveinssonar dóm-
ara. Ég hafði þá samband við
formann aganefndar HSI og tjáði
honum að Einar færi með rangt
mál. Hjálmar hefði gengið rak-
leiðis inni í klefann og ekki gert
eitt eða neitt. Rétt fyrir fund ag-
annefndarinnar talaði ég aftur
við formanninn en það náðist
aldrei í Einar Sveinsson til að
bera þetta undir hann. Þrátt fyrir
það var Hjálmar úrskurðaður í
eins leiks bann. Ég var engan
veginn sáttur við það og fór í
máhð. Þá náði formaður aga-
nefndar sambandi við Einar og
þá segir Einar viku eftir leikinn
að sennilega hafl hann haft rangt
fyrir sér. Maður spyr því sjálfan
sig hvort eitthvað sé yfir höfuð
að marka í skýrslunni," sagði
Rögnvaldur Guðmundsson við
DV í gær.
„Þetta sýnir best hvað þeir eru
trúverðugir. Dómari sest niður í
einhverjum hugaræsingi eftir
leik, skrifar einhverja grein og
fleygir henni til aganefndar. Fé-
lögin fá ekkert að vita hvað í þess-
um siiýrslum stendur fyrr en
búiö er að dæma mennina. í
skýrslu dómara kemur fram að
Alexander hafi ætlað að þakka
dómaranum fyrir leikinn, kreist
á honum höndina og reynt að
keyra hann niður með brjóst-
kassanum.
„Staöreyndin er sú að það getur
vel verið að Alexander hafl kreist
höndina og sagt eitthvað í leið-
inni, sem ég ætla ekki að verja,
en að hann hafl reynt að keyra
dómarann niður er heldur betur
orðum aukið. Það er því óskiljan-
legt að hann fá fjóra leiki í bann.
Fyrir hvað OUver fær leikbann
skilur enginn. Hann fær sína
þriðju brottvísun. Hann segir
engin ljót orð heldur stoppar
hann inni á velhnum í 10 sekúnd-
ur. Ég vil meina að það séu menn
í dómgæslu sem eiga ekki að vera
í henni og hafa hvorki taugar né
getu til að dæma í 1. deild. Það
ætti að vera skilyrði að eftirlits-
dómari sé á hverjum leik og að
hann geti gripið inn í með flautu
þegar allt er orðið vitlaust. í þess-
um umrædda leik var enginn eft-
irlitsdómari og dómgæslan í hon-
um var hneyksli frá upphafi til
enda,“ sagði Rögnvaldur.