Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1995, Side 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1995
Stuttar fréttir
HáekkiGrosni
Hersveitir Rússa halda áfram
linnulausri skothríö á úthverfi
Grosní en eru enn jafn langt frá
þvi að ná borginni á sitt vald.
KinkeitilSarajevo
Klaus Kinkel, utanríkisráð-
herra Þýskalands, er á leið til
Sarajevo og Zagreb til að reyna
enn á ný að sætta króatíska og
serbneska leiðtoga.
Majorveit
Major, for-
sætisráðherra
Bretlands, gerir
sér grein fyrir
að hann verður
að sætta flokks-
menn sína í
íhaldstlokkn-
um í Evrópu-
málum ef hann á að eiga mögu-
leika á því að vinna næstu kosn-
ingar.
Rabín missirfylgi
_ Fylgi Rabíns, forsætisráðherra
ísraels, fer óðum minnkandi
vegna klaufalegra ákvaröana,
bæöi á efnahags- og stjómmála-
sviðinu.
ViljaíESB
Rúmenía ætlar að gera allar
þær ráöstafnir í framtiðinni sem
nauðsynlegar eru til aö geta feng-
ið aöild að ESB á endanum.
Thorvaídsegirnei
Thorvald Stoltenberg, fyrrver-
andi utanríkisráöherra Noregs,
hefur afþakkað boð um að verða
neesti sendiherra Noregs hjá ESB.
Waldheim ekki boðið
Kurt Wald-
heim,fyrrum;
framkvæmda-
stjóra SÞ. verö-
ur ekki boöið í
50 ára afmælis-
veislu samtak-
anna þar sem
hann fær ekki
að fara til Bandaríkjanna vegna
tengsla viö nasista.
Indíánífluttur
Jarðneskar leifar amerísks
indiánahöfðingja verða tluttar
frá Bretlandi vestur um haf.
Vopnahlé
Ekvadorar og Perúmenn hafa
fallist á vopnahlé í landamæra-
strlöi rikjanna.
AftökuríTexas
Tveir menn voru teknir af lífi í
aftökuklefa Texasfylkis í morgun
og er þaö fyrsta tvöfalda aftakan
i 40 ár.
Simpson í golf i
O. J. Símpson var að sveifla golf-
kylfu í myrkri heima hjá sér,
þrátt fyrir gigtarkast, þegar fyrr-
um eiginkona hans var myrt,
segja verjendur hans.
HruniMexíkó
Frekara hrun
varð á hinum
hrjáðu fjár-
málatnörkuð-
um Mexíkó í
gær vegna ótta
um að Clinton
Bandaríkjafor-
seti gæti ekki
aflað nægs stuðnings í þinginu
við aöstoðaráætlun til aö rétta af
efnahag Mexíkó.
Japanskeisari heimsótti jarð-
sHjálftasvæöin i Kobe en fóm-
ariörab gagnrýndu hann. j
Danir eru ákaflega bjartsýnir
um jtessar mundir, þrátt fyrir
shjó og kulda, og horfe glaðir
fram á veginn.
Reuter, NTB, Ritzau
Útlönd
38 létu Mö og 256 slösuðust í sprengjutilræði í Algeirsborg í gær:
undan glerbrotunum
Gífurlega öflug bílsprengja varð 38
manns að bana og særði 256 í Algeirs-
borg, höfuðborg Alsírs, í gær, aðeins
nokkrum klukkustundum eftir að
íslamskir bókstafstrúarmenn höfðu
lofað meira blóðbaði í ramadan, helg-
um mánuði múslíma.
Ramadan hefst í Alsír á morgun.
Ríkisútvarpiö í Alsír sagði að mörg
fórnarlambanna, sem ýmist hefðu
brunnið til bana í sprengingunni eða
stungist á hol af fljúgandi glerbrot-
um, hefðu verið börn. Útvarpið sagði
að mörg hundruð kíló af TNT hefðu
verið í sprengjunni.
Yfirvöld sögðu að bókstafstrúar-
menn, sem vilja steypa stjórn lands-
ins, hefðu staðið fyrir sprengjutil-
ræðinu fyrir utan aðallögreglustöð
borgarinnar um miðjan dag.
Konur veinuðu, slasaðar og dauð-
hræddar, þegar þær leituðu að börn-
um sínum nærri lögreglustööinni
sem var öll kolsvört eftir sprenging-
una.
„Þetta glórulausa hryðjuverk sýnir
enn einu sinni aö þeir sem hafa tekið
afstöðu gegn alsírsku þjóðinni ætla
sér að eyðileggja allt og alla,“ sagöi
Mokdad Sifi, forsætisráðherra Als-
írs, í sjónvarpinu og hét því að hinum
seku yrði refsað. Blóðug baráttan við
uppreisnarmenn bókstafstrúaðra
hefur kostað þrjátíu þúsund manns-
líf á þremur árum.
„Ég fór út og sá fólk hlaupa í allar
áttir til að flýja undan glerbrotadríf-
unni úr húsunum. Sumir voru al-
þaktir blóði og grétu af sársauka,"
sagði ungur maður sem sat við te-
drykkju á nærliggjandi kafíihúsi.
Annar sjónarvottur lét að því liggja
að um sjálfsmorðsárás hefði verið að
ræða.
„Bílnum með sprengjunni var ekið
að embættismannainngangi við aðal-
stöðvar öryggislögreglunnar og svo
sprakk hann. Þetta er upphaf aö
sjálfsmorðsárásum eins og þeirri
sem Hizbollah í Líbanon geröi á
bandarísku landgönguliðana," sagði
sjónarvotturinn og vísaði til
sprengjuárásar í Beirút 1983 þar sem
á þriöja hundrað Bandaríkjamanna
og Frakka lét lífið.
Alsírsk dagblöð skýrðu frá því á
sunnudag að vopnaður armur út-
lægra samtaka bókstafstrúarmanna
(FIS) hefði hvatt félaga sína til að
herða á manndrápunum í ramadan-
mánuðinum. FIS voru gerð útlæg
skömmu eftir að stjómvöld aflýstu
afmennum kosningum árið 1992 þar
sem stefndi í stórsigur bókstafstrúar-
manna. Reuter
Svona var umhorfs fyrir utan lögreglustöðina I Algeirsborg þar sem bókstafstrúarmenn
sprengju sem varð 38 manns að bana og særði á þriðja hundrað um miðjan dag í gær.
sprengdu öfluga bíl-
Símamynd Reuter
Fólk hljóp í allar áttir
FlóðiníEvrópu:
Von á meiri rigningu
Veðurfræðingar spá meiri rigning-
um í norðvestanverðri Evrópu næstu
daga og því má vænta að raunir fólks
aukist enn en nú hafa þúsundir þurft
að yfirgefe umflotin heimili sín
vegna hamfaranna.
Ekki hafa fleiri þurft að yfirgefa
heimili sín síðustu fjörutíu árin í
Hollandi. Þar er talið að í dag verði
um 100 þúsund manns búin að rýma
hús sín. Allavega 25 hafa látist í flóð-
unum í Frakklandi, Þýskalandi, Hol-
landi og Belgíu.
Vatnsborð fer enn hækkandi í ánni
Rín og nú tala menn um að flóðið sé
það mesta á þessari öld. Ástandið í
Köln er orðið mjög slæmt og eru sam-
göngur nú nánast eingöngu mögu-
legar á bátum. Búiö er að loka gamia
miöbænum en þar eru margar
merkilegar byggingar sem liggja
undir skemmdum og hættuástandi
hefur einnig verið lýst yfir í Frank-
furt en áin Maine hefur vaxiö gífur-
lega.
I Belgíu er ástandið sérstaklega
slæmt í suðurhlutanum og flóðin eru
talinþauverstuísextíuár. Reuter
Ibúi í Koblenz rær heim eftir vinnu.
Slmamynd Reuter
Skopteiknarar Verdens Gang telja aö ekki sé annað en vodki í svörtu tösk-
unni hans Jeltsíns.
Viðbrögð Rússa við norðurljósaflaug:
Alvarlegur misskilningur
Hattsettur embættismaður 1 rúss-
neska utanríkisráðuneytinu sagði í
gær að viðbrögð Rússa við hinni
„stórhættulegu“ norðurljósaeldflaug
Kolbjörns norðurljósaáhugamanns á
Andeyju hefðu verið alvarlegur mis-
skilningur sem ekki mætti undir
nokkrum kringumstæðum gerast
aftur.
Norðmenn eru steinhissa á ýmsum
ummælum sem höfð voru eftir Borís
Jeltsín forseta. Sérstaklega þeim að
norðurljósaflaugin hafi verið tilraun
Norðmanna til að láta reyna á við-
brögð Rússa í kjarnorkumálum. Þess
má geta að Kolbjörn, stöövarstjóri á
Andeyju, sem hingað til hefur þótt
saklaus norðurljósavísindamaður,
þykir nú hættulegasti maður Noregs.
Norsk dagblöð hafa mikið velt fyrir
sér hvað sé í „svörtu tösku“ Jeltsíns.
Jeltsín lýsti því yfir skellihlæjandi
aö hann hefði í fyrsta sinn fengiö að
nota töskuna daginn þegar fréttist
af norðurljósaflauginni. Menn eru
nú helst á því í Noregi að það hafi
bara verið vodki í töskunni. Reuter