Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1995, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1995, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglysingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91 )563 2999 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð I lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Logn á undan storminum? Það virðist lítið ganga í viðræðum verkalýðsfélaganna og atvinnurekenda nú þegar öll stéttarfélög í landinu hafa verið með lausa kjarasamninga í heilan mánuð. Ugg setur að mörgum vegna þeirrar óvissu sem ríkir um framvindu viðræðnanna. „Þetta er afar einkennileg staða,“ sagði formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur í DV í gær. „Það er alger kyrrstaða eins og er og líkast því sem allir séu að bíða eftir öllum.“ Margir óttast að þessi kyrrstaða sé logn á undan mikl- um stormi sem geti haft alvarleg áhrif á efnahagslífið. Verkalýðsfélögin standa að kjarasamningum með allt öðrum hætti en tíðkast hefur hin síðari ár. Svo virðist sem tími hinna víðtæku samflota launþega á almenna vinnumarkaðinum sé hðinn - í bih að minnsta kosti. Einstakir hópar hafa tekið sig saman og lagt áherslu á að fá lausn á ýmsum sérmálum sem ekki hafa komist að í samningaviðræðum undanfarandi ára. Það er mikið verk og flókið og á meðan virðast viðræður um það sem hehdina skiptir mestu máh liggja niðri. Samt má greina nokkur meginatriði sem stéttarfélögin á hinum svokahaða frjálsa vinnumarkaði virðast sam- mála um. Þar ber hæst kröfuna um verulega kauphækk- un, ekki síst fyrir hina lægra launuðu. Hækkun launa um tíu þúsund krónur á mánuði og fimmtíu þúsund króna lágmarkslaun er krafa sem virðist njóta almenns stuðnings í verkalýðshreyfmgunni - þótt sum samtök opinberra starfsmanna stefni að vísu mun hærra. Það hefur legið fyrir lengi að launþegar myndu við þessa samningagerð leggja áherslu á beinar kauphækk- anir. Ástæðan er augljós. Launafólk hefur tekið á sig miklar byrðar á liðnum árum og sætt sig við verulega skertan kaupmátt. Álögur hafa verið fluttar frá fyrirtækj- unum yfir á almenning sem hefur neyðst th að taka á sig ahar þær fómir sem gert hafa stöðugleika síðustu ára mögulegan. Nú, þegar þjóðartekjurnar aukast umtals- vert, gerir launafólk eðlilega kröfu th þess að njóta bat- ans í hækkuðum launum. Enda hafa vinnuveitendur viðurkennt réttmæti slíkra óska; ágreiningurinn stendur ekki um hvort kominn sé tími th kjarabóta heldur hversu miklar þær eigi að vera. Þótt ekki skuh dregið úr mikhvægi þess að einstök landssambönd fái samkomulag um ýmsar sérkröfur sín- ar hlýtur öhum að vera ljóst að það má ekki eyða of miklum tíma th slíkra viðræðna ef þær hafa í fór með sér að samningar um almennu kröfurnar séu í uppnámi vikum saman. Þrjú stór almenn verkalýðsfélög á suðvesturhorninu - Dagsbrún í Reykjavík, Hlíf í Hafnaríirði og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur - hafa þegar aflað sér verk- fahsheimhdar og virðast líkleg th að nota hana fljótlega ef ekkert miðar í samkomulagsátt. Þá er hætt við að fleiri fylgi á eftir. Það skiptir miklu fyrir aha landsmenn að samið verði um nýja kjarasamninga án meiri háttar vinnustöðvana. Þeir samningar verða að fela í sér skynsamlegar kaup- hækkanir, sem taka mið af þeim bata í efnahagslífinu sem er ýmist þegar orðinn eða fyrirsjáanlegur. Ríkisvald- ið verður einnig að koma að samningagerðinni með skattalækkunum og öðrum ráðstöfunum sem launþegar meta th kjarabóta. Það er skylda forystumanna stéttarfé- laganna, samtaka vinnuveitenda og ríkisvaldsins að ná slíku samkomulagi með friði. Ehas Snæland Jónsson „BSRB er þannig orðið að flokkspólitískum samtökum, nátengdum Alþýðubandalaginu," segir m.a. í grein Sigurðar. Óháðir f lokks- frambjóðendur Sá sem tekur sæti á flokkslista gerir við flokkinn sáttmála og sá sem sáttmála gerir verður háður viðsemjanda sínum. Óflokksbund- inn maður verður þannig háður þeim flokki sem hann styður með þessum hætti; að öðrum kosti hefur vera haris á lista enga merkingu. Formaður BSRB kveðst vera óháður á hsta Alþýðubandalagsins í Reykjavík sem „fulltrúi launa- fólks“. Fari vel saman að gegna formennsku í launþegasamtökum og taka sæti á Alþingi - jafnvel undir merkjum umdeildrar póh- tískrar stefnu. Samkvæmt útlistun hans felur þessi „launþegastefna" meðal ann- ars í sér að „útrýma atvinnuleysi“ og jafna kjörin í landinu að hætta að „selja aðgang“ að skólum og heilsugæslustöðvum, taka til gagn- gerðrar endurskoðunar allar kerf- isbreytingar sem núverandi ríkis- stjórn hefur keyrt í gegn og bitnað hafa á sjúkum og öldruðum að hækka skatta á hátekj ufólki og arð- sömum stórfyrirtækjum, að skatt- leggja fjármagn og flytja þessa fjár- muni þangaö sem þeirra er þörf. BSRB flokkspólitísk samtök Að svo því leyti sem þetta er ekki merkingarlaus raus mun ýmsum þykja, miðað við fyrri reynslu, að Alþýðubandalagið sé allra flokka óvænlegast sem samstarfsaðili til að koma málum fram launþegum til hagsbóta. Stefna og verk núver- andi ríkisstjórnar séu, a.m.k. þegar til lengdar lætur, miklu betri kost- ur til eflingar atvinnu og til lífs- kjarabóta. Annars er þetta ekki kjarni málsins, heldur hitt að hér heldur formaður BSRB fram í nafni formennsku sinnar ákveðinni mjög umdeildri pólitískri stefnu sem hann hefur enga tryggingu fyrir að Kjallaiinn Sigurður Líndal prófessor njóti almenns stuðnings meðal fé- lagsmanna samtakanna. BSRB er þannig orðið að flokkspólitískum samtökum, nátengdum Alþýðu- bandalaginu. Lögþvingaður stuðningur við stjórnmáiasamtök Samkvæmt lögum nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfs- manna ber starfsmanni sem er ekki innan stéttarfélags samkvæmt lög- unum að greiða til þess félags sem hann ætti að vera í gjald jafnt því sem honum bæri að greiða væri hann félagsmaður, sbr. 7. gr. þetta felur í sér að félagsmaður í BSRB er skyldaður með lögum til að styðja þessi flokkspólitísku samtök með fjárframlögum - samtök sem hann er ef til vih andvígur og telur að vinni gegn hagsmunum sínum. Hann er með öðrum orðum neydd- ur til að styðja málstað sem hann er mótfallinn. Þetta heitir skoðana- kúgun og er mannréttindabrot. Formaður BSRB telur að vel fari saman að gegna formennsku í launþegasamtökum og taka sæti á Alþingi í samvinnu við flokk sem einungis nýtur takmarkaðs fylgis launþega og með stefnuskrá sem ólíklegt er að sé launþegum til framdráttar eða að minnsta kosti skiptar skoðanir eru um. - En þá verður hann að sætta sig við að Alþingi gegni þeirri skyldu sinni við mannréttindi að feha þegar í stað niður ákvæði áðurnefndrar 7. gr. um skyldugreiðslur til stéttarfé- laga innan BSRB. Raunar ætti hann - ef hann vill vera sjálfum sér samkvæmur - að hta á það sem ljúfa skyldu að styðja slíka breytingu sem fæli þá sér að BSRB hætti að selja aðgang að vinnumarkaði ríkisins. Sigurður Líndal „Óflokksbundinn maður verður þann- ig háður þeim flokki sem hann styður með þessum hætti; að öðrum kosti hef- ur vera hans á lista enga merkingu.“ Skoðanir annarra Verkkaup án útboða „Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík, sem hafði for- ystu um að taka upp útboð í auknum mæh, þarf því að skýra hvers vegna svo stór hluti verk- og inn- kaupa á vegum borgarstofnana fór framhjá útboðum á árinu 1993. Það er ekki fullnægjandi skýring að segja sem svo, að verkin hafi verið svo smá, eða að þeir sem áður höfðu fengið verksamning, hafi ein- faldlega fengið hann endumýjaðan. Það eiga ahir að sitja við sama borð í þessum efnum.“ Úr forystugrein Mbl. 28. jan. Að sundra og tvístra „Samkeppni á öllum sviðum í stað samvinnu er boðorð tíöarandans. Menn bítast um störf og stöður, aðstöðu og úthlutanir og þykir sá mestur og bestur sem kann þá list öörum betur að sölsa undir sig þau lífsins gæöi sem til skipta koma. Fyrirgangurinn og frekjan varðandi flest það sem við kemur keppnis- íþróttum er kapítuli út af fyrir sig og hvílir bann- helgi á að ræða þau mál nema frá einu sjónarhorni. ... Vísvitandi og óafvitandi virðist flest gert til að sundra og tvístra þeirri fámennu þjóð sem byggir hið víðlenda og að mörgu leyti harðbýla ísland.“ Oddur Ólafsson í Tímanum 28. jan. Stjórn fiskveiða „Réttur fólks í sjávarbyggðunum til að nýta hina sameiginlegu auðlind okkar, fiskinn í sjónum, hefur verið fótum troðinn með núgildandi lögum um stjóm fiskveiða. . .Kvótakerfið er ekki fiskverndunar- kerfi. Þvert á móti felst í því eyðingarmáttur sem er meiri en marga gmnar . . . Það þarf alveg nýja hugsun við að nýta auðhndina. Sú stjórn á að byggja á bestu varðveislu lífríkisins í hafinu og þeirri grund- vallarhugsun að við eigum auðhndina sameigin- lega.“ Jóhann Ársælsson alþm. i Vesturlandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.