Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1995, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1995, Qupperneq 12
12 -FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995 Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JONAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFANSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91 )563 2999 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð i lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Þjóðarsátt um sultarlaun Ríkissjóður á ekki fyrir hærri launum kennara eða annarra starfsmanna sinna. Ríkissjóður á hvorki hálfan milljarð til viðbótar við þá sjö milljarða, sem hann borg- ar kennurum árlega, né neina aðra upphæð. Ríkissjóður á satt að segja ekki bót fyrir rassinn á sér. Þetta stafar af þjóðarsátt um velferðarkerfi gæludýr- anna. Þar ber hæst hinn hefðbundna landbúnað, sem kostar ríkissjóð svipað á fjárlögum og nemur öllum laun- um kennara í landinu samanlögðum. Eins og aðrir lands- menn eru kennarar óbeinir aðilar að þjóðarsáttinni. Skoðanakannanir sýna, að meiriíiluti þjóðarinnar stendur að þjóðarsátt, sem felur í sér þennan milljarða- kostnað ríkissjóðs og þar á ofan enn hærri upphæðir, sem neytendur borga árlega í of dýrar matvörur vegna inn- flutningshafta á samkeppnisvörum landbúnaðarins. Auðvitað er skömm að launum kennara eins og raun- ar margra annarra hópa í landinu. En þessi lágu laun eru sjálfskaparvíti þjóðar, sem telur sig hafa ráð á skipu- lagðri verðmætabrennslu, sem nemur nálægt tuttugu milljörðum í hefðbundnum landbúnaði einum saman. Kennarar og samtök þeirra hafa ekki frekar en aðrir aðilar bent á, að skerða megi velferðarkerfi gæludýranna til að efla velferð kennara. Raunar hafa engar tillögur komið úr þeirri átt um, hvemig ríkið eigi að úármagna kröfur kennara í viðræðunum um nýja kjarasamninga. Eðlilegt er að krefjast tiflagna um þetta. Ef samtök kennara sjá enga matarholu í velferðarkerfi gæludýr- anna, geta þau sett fram vinsælar tfllögur, tfl dæmis um, að skattar verði hækkaðir á þeim hluta hálaunafólks, sem ekki hefur aðstöðu tfl að snyrta skattskýrslur sínar. Þá gætum við séð skemmtflegar samanburðartölur á borð við þær, að hækka þurfi skattahlutfall svonefnds hátekjufólks í rúmlega 100% tfl að standa undir kröfum kennara. Ef alls engar tillögur eru fáanlegar, verður að telja, að kjarakröfumar séu alls ekki málefnalegar. Eigi að síður enda kjarasamningariiir með, að kennar- ar fá eitthvað fyrir sinn snúð. Það stafar af, að alþingis- kosningar em á næsta leiti. Við slíkar aðstæður er hefð- bundið, að ráðamenn samþykkja ýmsa óráðsíu, taka pen- inga að láni og senda reikninginn tfl afkomenda okkar. AUir ráðamenn þjóðarinnar á undanfómum áratugum hafa verið vissir um, að lappa megi upp á velferð þjóðar- innar með því að féfletta bömin okkar. Nú verður það enn einu sinni gert og að þessu sinni í þágu kennara, sem líklega telja þann anga málsins vera sér óviðkomandi. Athyglisverður hliðarbrandari í máli þessu er, að ríkis- valdið vill ekkert hafa með kennara að gera og er í önn- um að losna við þá sem bráðast í hendur sveitarfélag- anna, sem heldur ekki vflja hafa neitt með þá að gera og mótmæla hástöfum of miklum hraða við yfirfærsluna. Allir þrýstihópar vflja fá það, sem þeir telja vera sinn hlut, og engar refjar. Enginn þrýstihópur telur sig þurfa að útskýra, hvemig eigi að fjármagna fyrirgreiðslur, sem þeir heimta. Þjóðmálin em meira eða minna farin að snúast um útgjöld án innstæðna, hraðprentun seðla. Meðal starfsmanna ríkisins er minni skilningur en annars staðar á samhengi verðmætasköpunar og verð- mætanotkunar. Vegna þjóðarsáttarinnar um velferð gæludýra er ekki hægt að segja, að slíkur skilningur sé í verkahring annarra og komi kennurum ekki við. Kennarar em hluti þjóðar, sem getur ekki veitt sér mannsæmandi laun af því að hún hefur ákveðið að verð- mætabrennsla í þágu gæludýra sé algert forgangsmál. Jónas Kristjánsson VAXTARBREF VERÐBREF/VSJÓIMR VIB HF. ••'Nr.'r A'ÖY03S7 Kr.100.000 VERDTF RÍKISS: 'ANOS Island er talið meðal bestu lántakenda og rikisbréfin okkar hafa því komið til álita segir m.a. i grein Arna. Ólík sjónarmið í at- vinnu- og kjaramálum Skammt er síðan sátt náðist í kjaradeilu sjúkraliða, en viöræður standa í kjaradeilu kennara og deiluaðila á almennum vinnu- markaði. Munur er á kröfugerö og framgöngu forystumanna kenn- arasamtakanna annars vegar og samtaka launþega á hinum al- menna vinnumarkaði hins vegar. A.m.k. virðist mér sem hjá hinum fyrmefndu gæti óbilgimi og tillits- leysis um afleiðingar. Þeir munu telja störf sín ömgg. __ Kröfugerð launþegasamtaka á almennum vinnumarkaði, einkum verslunarmanna, er með öðrum brag. Lögð er höfuðáhersla á kjara- bætur til hinna lægst launuðu og að okkar efnahagslegi bogi verði ekki spenntur um of. Þar fara sam- tök og forystumenn sem gera sér grein fyrir áhrifum kostnaðar- hækkana á verðlag framleiðslunn- ar og samkeppnishæfni hennar á markaði, og að störfm ráðist þar af. Forysta ASÍ fer nú ekki með samningsumboð, en hefur kynnt stefnu sína í atvinnu- og kjaramál- um. Markmiðið er að fjölga störf- um við fullvinnslu afurða, störfum sem byggjast á þekkingu stjórn- enda og starfsmanna, skila mikilh verðmætaaukningu og auka þjóð- arkökuna svo við höfum úr meiru aö spila. Hún sér kjörin í beinu samhengi við afkomu atvinnulífs- ins, verðmætasköpun þess og sam- keppnishæfni. Lánin verötryggð, launin ekki Verðtrygging launa miðað við launavísitölu var afnumin sökum víxláhrifa til hækkunar á verðlagi umfram verðmætasköpun sem leiddu til óðaverðbólgu. Verðtrygg- ing lána var brýn nauðsyn því ella brann lánsfjármagn, sparifé lands- manna og eigið fé fjármálafyrir- tækja upp á verðbólgubálinu. For- ystumenn launþega á almennum vinnumarkaði hafa ítrekað krafist afnáms verðtryggingar lána. Nú Kjallariim Árni Ragnar Árnason alþingismaður Sjálfstæðis- flokksins fyrir Reykjaneskjördæmi eiga sömu rök við og áður um af- nám verðtryggingar launa. Innviðir hagkerfis okkar hafa á síðustu árum verið treystir og nú hefur náðst stöðugleiki í verðlagi. Árangur efnahagsstefnu og að- gerða ríkisstjómar Davíðs Odds- sonar er að koma I ljós, og á síð- ustu tveimur áram höfum við séð jákvæðan viðskiptajöfnuð við út- lönd, í fyrsta sinn um langt árabil. Þjóöarbúiö er að lækka skuldir sín- ar við aðrar þjóðir. Nýfengiö frelsi til aö fjárfesta er- lendis hefur leitt til þess að fjár- magn leitar úr landi, til kaupa á fjárfestingarvörum sem við flytjum allar inn, til greiðslu á erlendum lánum, og nú einnig til að ávaxta sparnað í verðbréfum erlendis. ís- land hefur ekki reynst fýsilegur kostur fyrir erlenda fjárfesta og þeir sýna engan áhuga á að eignast hér hlut í fyrirtækjum eða aðrar eignir sem þó var varaö hástöfum við þegar Álþingi fjallaði um EES- samninginn. Kostnaðarminni fjármagnsviöskipti íslensk verðbréf hafa veriö boðin til sölu erlendis til að mæta fjár- magnsstraumi úr landinu. ísland er taliö meðal bestu lántakenda og ríkisbréfin okkar hafa því komið til áhta, en í þeim eru verðtrygging- arákvæði sem verðbréfakaupend- um líst ekki á því slíkt er þar nán- ast óþekkt. Viðskiptin fara þar fram á grundvelli ávöxtunarkröfu og áhættumats. Sama á við um lánsfjárviðskipti og sparifé hér innanlands. Verð- bólga er lítil, eðhlegir vextir ná full- komlega yfir áhættu á verðlags- breytingum. Fjármagnsviðskipti yrðu bönkum, sparisjóðum, fjár- festingalánasjóðum, fyrirtækjum og fjölskyldum einfaldari og kostn- aöarminni án verðtryggingar. Þvi tel ég að tími sé til kominn að leggja af verðtryggingu í spari- flár- og lánsfjárviðskiptum. Það mundi greiöa fyrir gerð kjara- samninga með hófsömum launa- hækkunum og gera verðbréf okkar seljanleg erlendis. Árni Ragnar Árnason „ísland hefur ekki reynst fýsilegur kostur fyrir erlenda Qárfesta og þeir sýna engan áhuga á að eignast hér hlut í fyrirtækjum eða aðrar eignir sem þó var varað hástöfum við þegar Alþingi Qallaði um EES-samninginn.“ Skoðanir annarra Ríkisblaðið „Það getur vel verið að tíma alþingismanna sé ágætlega varið í umræður um þróun fjölmiðla hér á landi og leit að svari við þeirri spumingu hvort ástæða sé til að setja sérstök lög um hringamyndun á fjölmiölamarkaði. ... Furðulegasta innleggið í umræðuna sl. mánudag var frá Guðrúnu Helgadótt- ur sem lagði til að komið yrði á fót sérstöku „Ríkis- blaði“ til að tryggjá réttar upplýsingar. Þetta er auð- vitað fúrðulegur rökstuðningur frá þingmanni sem hefur orðið uppvís aö því að Ijúga að blaðamönnum til að koma á framfæri vihandi upplýsingum." Úr forystugrein Viðskiptablaðsins 15. febr. Takamarkalaus sóknarmáttur „Sóknarmáttur flotans er orðinn nánast takmarka- laus og verður það áfram að mestu óháð stærð flot- ans í rúmlestum tahð. Stærð flotans og vinnslugeta verður því fremur að miðast við aukin gæði og meiri verðmæti aflans upp úr skipunum fremur en að ein- blína á veiðigetuna. Með hhðsjón af örum framforum í veiðitækni verður hún ávaht langt umfram það magn af fiski sem má veiða á hverjum tíma hvað sem stærð flotans hður.“ Jón Heiðar Ríkarðsson verkfr. í Mbl. 15. febr. íslenskur iðnaður „Aukin markaðshlutdeild íslenskra iönaðarvara er ekkert smámál. ... Við íslendingar flytjum inn iðnaðarvörur, sem framleiddar eru í landinu, fyrir um 20 mihjarða króna árlega. Það þarf ekki mikla efnahagsspekinga til þess að sjá hvaða þýðingu það hefði að koma þessari upphæð niður í 10 mihjarða króna með átaki ahs þorra almennings í kaupum á innlendum vörum. Það mundi þýða atvinnu fyrir þúsimdir manna.“ Ur forystugrein Tímans 15. febr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.