Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1995, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1995, Side 2
2 MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1995 Fréttir Lokalota kjarasamninganna hófst 1 gærkvöldi: Tímapressan vegna ríkis- stjórnar réð úrslitum mikil ágreiningur og átök milli verkalýðsfélaganna um málið Eftir löng fundahöld og mikil átök milli verkalýðsfélaganna um hvort hefja ætti lokalotu kjarasamning- anna og miða þá við að semja út frá tilboði vinnuveitenda, sem buöu 3.700 króna hækkun á mánuði og samning til tveggja ára, var talið víst um miðnætti að lokalotan væri hafin. Samt var staðan svo eldfim að menn sögðu að htið þyrfti til að allt færi í bál og brand. Formenn Flóabandalagsins voru harðastir gegn því að hefja lokalotu samninganna út frá tilboði vinnu- veitenda. „Þetta er eins og að standa fyrir framan byssukjafta," sagði Sigurður T. Sigurðsson, formaður Hlífar í Hafnarfirði, um að ljúka samningum á þessum nótum. Kristján Gunnars- son, formaöur Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur, sagði menn eiga bara tvo kosti. Annar væri að semja á þessum nótum eða hafna því og fara í verkfall og missa þá allt sem krafist er af ríkisstjórninni. Guðmundur J. Guðmundsson kall- aði saman stjórnarfund í Dagsbrún í gærkvöldi. Vildi mneirihlutinn hafna því að semja á þessum nótum. Guðmundur J. sagði eftir fundinn að Dagsbrúnarfundur myndi fella samninga gerða á þessum nótum. Talsmenn flestra annarra félaga innan Verkamannasambandsins vildu ljúka samningum en sögðust hundóánægðir. Fullyrt var að hin ýmsu landssambönd innan ASÍ, sem vildu hefja lokalotuna fyrir löngu, hefðu náö svo góðum sérkjarasamn- ingum að þau gætu réttlætt það fyrir sínu fólki að semja á þessum nótum. Menn miða við að semja út frá til- boði vinnuveitenda sem buðu 3.700 króna hækkun á mánuði og samning til tveggja ára. Þessi krónutöluhækk- un yrði þannig, samkvæmt tilboði atvinnurekenda, að alhr launataxtar hækkuðu um 2.700 krónur við undir- ritun samningsins. Á lægstu taxtana kæmi síðan 1.000 krónur til viðbótar en sú viöbót lækkaði svo eftir því sem ofar dregur í launatöxtunum. Engin hækkun á að koma á bónus í fisk- vinnslu. Um þetta síöasta atriði eru mikil átök. Talið er að samningarnir kunni að verða felldir hjá þeim félög- um þar sem fiskvinnslufólk er uppi- staðan í félögunum. Krafa verkalýðs- félaganna er 10 þúsund krónur á mánuði. Þegar hefur náðst samkomulag um ýmis sérkjaramál hinna einstöku verkalýðsfélaga. Þar þykir merkileg- ast að fiskvinnslufólk fær kauptrygg- ingu eftir að það hefur unnið 9 mán- uði hjá sama atvinnurekandanum. Aðalkröfurnar, sem snúa að ríkis- stjórninni, eru aö lánskjaravísi- tölunni verði breytt þannig aö launa- hækkanir vegi ekki jafn mikið og þær gera nú við útreikning hennar. Að skattar verði lækkaðir og er þá verið að tala um að hækka persónu- afsláttinn. Þetta atriði þarfnast laga- breytinga. Loks eru það svo aðgerðir til bjargar fólki sem er að missa íbúð- ir sínar og hafa menn þar talað um skuldbreytingar. Björgunarsveitarmenn i Bláfjöllum i gær ásamt hundinum Sesari úr Björgunarhundasveit íslands sem fann Norð- manninn í flóðinu. Frá vinstri: Björgvin örn Eggertsson úr Hjálparsveit skáta i Garðabæ, Þórir Sigurhansson úr Björgunarhundasveit íslands, eigandi Sesars, og Ágúst Pétursson úr Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði. DV-mynd ÞÖK Snjoflóð í Bláflöllum: Norðmaður lét lífið - engar merkingar um snjóflóðahættu voru á staðnum Tuttugu og sex ára gamall Norð- maður lést er hann varð undir snjó- Stuttarfréttir Opíð á Hlemnt! yfir nótt Rafmagnsleysi orsakaði þaö að einar útidyr á Hlemmi voru opn- ar aðfaranótt sunnudags. Þrátt fyrir töluveröar mannaferðir ut- andyra freistaðist enginn tif að fara inn og láta greipar sópa. Dansarar fengu bronsið Brynjar Öm Þorleifsson og Sesselja Sigurðardóttir lentu i þriðja sæti í suður-amerískum dönsum í flokki 14-15 ára á opnu móti í Kaupmannahöfn um helg- ina. flóði í Draumadalsgih í Bláfjöllum um miðjan dag í gær. Annar Norð- maður, sem með honum var, slapp naumlega undan flóðinu og tilkynnti um slysið. Draumadalsgil er langt utan við almennt skíðasvæði í Bláfjöllum sem var lokað í gær vegna veðurs. Norð- mennirnir voru á gönguskíðum þeg- ar flóðið féh. Að sögn Magnúsar Más Magnússonar snjóflóðafræðings er taJið að þeir hafi sjálfir kallað fram flóöið með því að renna sér yfir gaml- an spjófleka í gilinu. Samkvæmt upplýsingum DV eru engar merkingar um siyóflóðahættu á þessum staö en vitað er að flóð hafa áður fahið úr gihnu og víðar á Bláflahasvæðinu. Að sögn Magnúsar eru engar reglur til um slíkar merk- ingar þegar komið er út fyrir almenn skíða- og útivistarsvæði. Flóðið mun hafa fallið um hálfþijú- leytið í gær. Lögreglan í Reykjavík fékk tilkynningu rétt fyrir klukkan þrjú. Slökkviliðið sendi út neyðar- sveit sína og björgunarsveitarmenn fóru á staðinn. Þessir aðilar komu fyrstir á staöinn ásamt starfsmönn- um Bláfjallaskála og lögreglu. Fljót- lega komu líka menn frá Björgunar- hundasveit íslands og fleiri sveitum víða af landinu sem voru staddir á samæfingu í Víkingsskálanum í Sleggjubeinsskarði. Hundur úr sveit- inni fann Norðmanninn á eins metra dýpi í flóðinu hálfri mínútu eftir aö hann hóf leit og fjörutíu mínútum eftir að tilkynnt hafði verið um slys- iö. Maöurinn var fluttur á Borgarspít- alann með þyrlu Landshelgisgæsl- unnar þar sem hann var úrskurðað- ur látinn. Norðmaöurinn sem slapp undan flóðinu fékk andlegt áfall en sakaöi ekki að ööru leyti. Hann er búsettur hérlendis en sá sem lést var í heim- sókn hjá honum. Ekki er hægt að birta nafn hins látna að svo stöddu. Óveður á Blönduósi: Þak fauk af íbúð- arhúsi í heilu lagi „Viö vorum að hlaupa niður stig- ann þegar þetta gerðist. Allt þakið fauk af og okkur brá rosalega. Ann- ars vitum við ósköp htið. Það er ver- ið að bjarga því sem bjargað verð- ur,“ sagði Helga Andrésdóttir, íbúi í Brekkubyggð 2 á Blönduósi, í sam- tali við DV í gærkvöld. Þaö var um hálftíuleytiö í gærkvöld sem þakið fauk af i heilu lagi en hús Helgu og sambýhsmanns hennar, Guðmundar Karls EUertssonar, er uppi á brekkunnni innan við Blöndu eins og það er kallað. Húsið er einbýl- ishús og á efri hæðinni eru svefnher- bergi og stofa. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi barst þakið „töluverða" leið. Helgu og Guðmund, sem bæði voru heima þegar ósköpin dundu yfir, sakaði ekki. Hettuklæddur unglingspiltur rændi Áskjör: Otaði oddhvassri þjöl að af greiðslustúlku - vitni sá ránsmanninn hettulausan Hettuklæddur unghngspiltur framdi rán í söluturni verslunarinn- ar Áskjörs við Ásgarð 22 í Reykjavík um tíuleytið í gærkvöld. Isabella Markan, 19 ára, var að gera upp í versluninni þegar piltur með tvo trefla vaföa um hálsinn kom inn, ot- aði að henni oddhvassri þjöl og heimtaði aha peninga úr kassanum. Pilturinn bar 70 þúsund krónur úr býtum og hvarf hlaupandi niður Langagerði en taliö er að hann hafi dottið á hitaveitustokk á flóttanum og meitt sig. Ránið í Askjöri var tilkynnt lög- reglunni skömmu eftir klukkan 22 og komu lögreglumenn þegar á stað- inn, ræddu við afgreiðslustúlkuna og yfirheyrðu dökkklædda konu sem mætti ræningjanum á flóttanum og fann þjölina. Þegar DV fór í prentun um miðnætti var talið fullvíst að ránsmaðurinn hefði staðið einn að ráninu. Rétt fyrir miðnætti þótti ljóst af lýsingu vitnisins, sem sá ræningjann hettulausan, að hann væri þekktur innan lögreglunnar og var lýsingu á honum dreift í aha lögreglubíla. Áskjör við Ásgarð i Reykjavík. Unglingspiltur rændi sjoppuna um tíuleytið í gærkvöld. DV-mynd Sveinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.