Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1995, Qupperneq 11
MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1995
11
Fréttir
Flateyri:
Fagranesið kom
færandi hendi
Guðmundur Sigurösson, DV, Flateyii:
Djúpbáturinn Fagranes kom til
Flateyrar nýlega hlaöinn bílum, vör-
um og vinnuvélum en farið var að
bera á vöruskorti því Breiðadalsheiði
hefur verið ófær vegna snjóa.
Fólk á Flateyri er mjög uggandi um
hvað verður ef tillögur Vegagerðar-
innar um sölu Fagraness ná fram að
Tölvugjöf
á afmæli
togara
Ingibjörg T. Pálsdóttír, Grvmdarfiröi:
Togarinn Runólfur SH-135 í
eigu Guðmundar Runólfssonar
hf.í Grundarfirði varð 20 ára á
dögunum. í því tilefni hélt útgerð-
in upp á afmælið í samkomuhús-
inu og öllum bæjarbúum var boð-
ið til kafíisamsætis. Venjan er að
afmælisböm fá gjafirnar en í
þessu tilfelli færði Runólfur Guð-
mundsson, einn eigenda og skip-
stjóri Runólfs, Gmnnskóla Eyr-
arsveitar kr. 200.000 til tölvu-
kaupa.
Á þessum 20 árum hefur Run-
ólfur farið í 664 veiðiferðir og
komið með 64.000 tonn að landi.
Áætlað verðmæti um 3,2 milljarð-
ar króna og að útflutningsverð-
mæti 7 milljarðar. Þetta 20 ára
gamla skip lítur mjög vel út og
hefur verið happafleyta alla tíð.
Þetta má vafalaust þakka að í
áhöfn hafa verið eigendur og
mannaskipti fátíð og má nefna
að sumir hafa verið yfir 15 ár í
skipsrúmi.
Runólfur í heimahöfn.
DV-mynd ITP
Norðurland vestra:
ListiSjálf-
stæðisflokks-
instilbúinn
Öm Þóraruisson, DV, Fljótum:
Sjálfstæðismenn í Norðurlandi
vestra komu saman 8. feb. á Sauð-
árkróki og þar var framboðslisti
flokksins vegna komandi alþings-
kosninga endanlega samþykktur.
Eftirtaldir skipa listann.
1. Hjálmar Jónsson sóknar
prestur, Sauðárkróki. 2. Vil
hjálmur Egilsson alþm., Reykja
vík. 3. Sigfús Jónsson fram
kvæmdast., Laugabakka, V-Hún.
4. Þóra Sverrisdóttir húsfreyja,
Stóru-Giljá, A-Hún. 5. Friðrik
Hansen Guðmundsson verkfræð-
ingur, Reykjavík. 6. Björn Jóns-
son sparisjóösstjóri, Siglufírði. 7.
Ágúst Sigurðsson bóndi, Geita-
skarði, A-Hún. 8. Elvur Hrönn
Þorsteinsdóttir húsfreyja, Siglu-
firði. ,9. Gunnlaugur Auðunn
Ragnarsson nemi, Bakka, V-Hún.
og Pálmi Jónsson alþm., Akri,
A-Hún.
Sjö efstu sætin eru skipuð sam-
kvæmt úrslitum í prófkjöri í vet-
ur að þvi undanskildu að Björn
Jónsson kemur í staö Runólfs
Birgissonar.
ganga. Einn benti á aö væntanleg
jarðgöng á Vestfjörðum leystu ekki
allan vanda Flateyringa. Vegurinn
um Hvilftarströnd að jarðgöngunum
væri iðulega ófær aö vetrinum vegna
snjóa og snjóflóðahættu. Þannig var
það dögum saman nú í vetur. Þá
sannaði Fagranesið tilverurétt sinn
þegar hörmungarnar dundu yflr
Súðavík í vetur.
minna mál
NUPO LÉTT
Fagranesið afgreitt við bryggjuna á Flateyri.
DV-mynd Guðmundur
og engin
sjálfsábyrgð
III
...þegar þú ábyrgðartryggir bílinn hjá TM
greiðslur á ábyrgðartryggingum skiptast niður á tvo
gjaiddaga á ári, 1. mars og 1. september.
(ív. sjálfsábyrgð í ábyrgðartryggingum er engin, óháð
því hver ekur eða hversu mikið er ekið. Sjálfsábyrgð
foreidra er heldur engin ef ökumaður er barn þeirra.
TRYGGINGAMIÐSTOÐIN HF.
- þegar mest á reynir!
Aðalstræti 6-8,101 Reykjavík, sími 26466.