Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1995, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1995, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1995 15 Auðlindm borgi aðkall- andi rannsóknir Enn eru menn með pappír upp á viskuna að byggja upp og efla flsk- •stofna norðurhafa, og enn hrakar fiskstofnunum, þeim mest sem búið er að stöðva alla veiði úr, en minnst þeim sem mest eru „of- veiddir", sbr. Barentshafið. Var ekki hræðilegt upp á að horfa hvernig menn fóru með þorsk- stofninn við Kanada, stofn sem hrundi, vegna ofveiði, úr milljón- um tonna í nánast ekki neitt á örfá- um árum? Pappírsmennirnir hafa stjórnmálamenn og fiskimenn að blórabögglum, menn sem hlíta ekki útreiknaðri ráðgjöf þeirra. Minni veiði - meira hrun Fiskimenn höfðu reyndar gert göt á trollin sín til að koma i veg fyrir að þau yfirfylltust áður en náðist að hífa þau upp, slík var Kjallarinn Sigurjón Valdimarsson blaðamaður „Strax verði sett á veiðileyfagjald og tekjunum varið til að efla lífríkisrann- sóknir við landið. Reiknimeistararnir verði sendir til Briissel og þeirri áþján létt af Hafrannsóknastofnuninni sem veiðiráðgjöfin er.“ ágengni þorsksins í að láta veiða sig. Þá dreif þorskurinn sig út fyrir landhelgina svo að annarra þjóða fiskimenn gætu veitt hann. Og það geröu menn græðginnar svika- laust. Að vísu varð enginn var við að þessar milljónir tonna af þorski bættust við á markaði heimsins, og nú, eftir að öll veiði úr stofnin- um hefur verið stöðvuð, hrakar honum hraðar en nokkru sinni og er bókstaflega að deyja út. Pappírsmönnunum hefur ekki yfirsést neitt í sinni ráögjöf. Þeir vita!!! að þorskur er ofveiddur um öll norðurhöf og því einu um að kenna hvernig komið er. Aö vísu viðurkenna þeir að þekking þeirra á lífríki sjávar sé í raun sáralítil, en það er unnið upp með því að ráða tölfræðinga í þjónustu haf- rannsóknastofnana. Tölfræðing- arnir búa til flókin reiknilíkön, sem að vísu byggjast einkum á ágiskun- um um hitt og annað sem ekki hef- ur enn tekist að rannsaka í lífrík- inu, en gefa eigi að síður ailsherjar- þekkingu á ástandi og horfum fisk- stofnanna. Tölfræði í stað líffræði Nú er svo komið aö helstu tals- menn hafrannsóknastofnana eru tölfræðingar með heimasmíðaðar „Pappírsmönnunum hefur ekki yfirsést neitt i sinni ráðgjöf. Þeir vita að þorskur er ofveiddur um öll norðurhöf...“ ágiskanaformúlur um hvað sé til af fiski. Líffræðingar stofnananna láta lítið á sér bera, enda fer það litla sem til er af peningum í fland- ur um allan sjó til að telja fiska í reiknilíkönin. Fé til lifríkisrann- sókna er ekki til. Aðrir reiknimeistarar hafa reiknað út formúlur um hvernig eigi að skipta þessum fáu fiskum, sem reiknast vera eftir í sjónum, á milli útvalinna manna, sem þaðan af lifa góðu lífi á að selja öðrum mönnum óveiddan fisk. Ráðherra bítur svo höfuðið af skömminni með því að hóta fiskimönnum tekjurýrnun ef þeir koma með und- irmálsfiskinn, sem óhjákvæmilega hlýtur að álpast í veiðarfærin, að landi og heimtar þannig að honum verði hent. Gáfulegt, ekki satt? Raunveruleg eign þjóðarinnar Ég legg til að þessum asnaspörk- um og reiknikúnstum verði hætt og menn taki það í brúk sem guð gaf þeim í hausinn. Strax verði sett á veiöileyfagjald og tekjunum varið til að efla lífríkisrannsóknir við landið. Reiknimeistararnir verði sendir til Brussel og þeirri áþján létt af Hafrannsóknastofnuninni sem veiðiráðgjöfin er. Stjórnmála- menn verða að manna sig upp í að þora að axla þá ábyrgð, hætta að fela sig bak við Hafró og veita henni vinnufrið. Hennar eina verkefni á að vera rannsóknir svo að við fáum vitneskju um hvað raunverulega veldur sveiflum í stærð fiskstofna og losnum viö að hlusta á eilífðar ofveiðistaglið og innantómt glamr- ið í leikfongum reiknili(y)star- manna. Þannig gæti auðlindin skil- að raunverulegum arði til þjóðar- innar og þjóðin fengið trú á að hún ætti auðlindina. Sigurjón Valdimarsson Uppsögn Sverris Ólafsson- ar úr starfi umsjónarmanns í listamiðstöðinni í Straumi Eðlilegtfram- haldafstarfi fyrri meirihluta „SveiTÍr var ráðinn tima- bundið sem umsjónar- maður í Straumi þannig aö uppsögnin er baraieölilegu framhaldi af oorBtisóttarMathtes- því sem lagt en.bælarfulttrúiSiált- var upp meö, sUfi4i8ll°kk£ það er að ráðnhigin væri tima- bundin þangað til starfsstjórn, sem skipuð var á síðasta kjör- tímabili, hefði skilað inn tillögum um framtíð Strauras. Starfs- stjórnin er búin að skila af sér og því er ekkert óeðlilegt aö um- sjónarmanni sé sagt upp. Menn ætla nú að skoða framhaldið og sjá til hvemig fyrirkomulag verð- ur á rekstri Straums í framtíð- inni. Tillögumar um Straum liggja frammi og fijótlega veröur ákvörðun tekin. Meirihlutinn hefur sett á lagg- irnar menningarmálanefnd og hugsanlegt er að hún taki yfir reksturinn á Straumi. Gert er ráð fyrir íjómm milljónum í rekstur Straums á þessu ári þannig að það er af og frá að það sé verið að draga úr menningarstarfsemi í bænum, siður en svo. Ef menn komast að þeirri niðurstöðu aö umsjónarmaður verði að vera á staðnum veröur starfið auglýst og þá getur Sverrir Ólafsson sótt um eins og hver annar. Hér er ekki um pólitískar hreinsanir að ræða. Stöðugleiki Á undanfornum þjóðarsáttar- tímum hefur löngum verið látið að því liggja að sá tími kæmi senn aö launþegum yrði bætt sú kjararým- un sem þeir óneitanlega tóku á sig er þeir lögðu frá sér vopn sín og undirgengust sátt um stöðugleika. Hvers virði launþegum? Það hefur svo tæpast farið fram hjá neinum að nú þessa dagana telja launþegasamtök tíma til þess kominn að ganga eftir því loforði um bætt kjör sem þeim var gefið á sínum tíma. Nú sýnist ýmsum aö undanfarið hafi skuldir fyrirtækja lækkað að sama skapi sem skuldir einstaklinga hafi hækkað, aö gróði fyrirtækja hafi aukist og peninga- velta þeirra sem geta skammtað sér bæði laun og skattfríðindi blómstri sem aldrei fyrr. En svör atvinnu- rekenda og ríkisstjómar hafa verið mjög á sömu lund. Hækki laun í þeim mæh að ein- hver von sé til þess aö draga megi fram lífið af þeim þá er hætt við því að sjálfum stöðugleikanum sé raskað, verðbólgan æöi upp úr öllu valdi, vextir hækki, gengisfelhng vofi yfir og fómir launþega á und- anfómum ánun séu þar með til einskis færðar. Það er undarlegt lögmál aö allt í þessu þjóðfélagi megi hækka án þess að það hafi áhrif til aukinnar verðbólgu - nema laun. Þótt vextir hækki, þótt launaskrið verði hjá vissum stéttum, þótt skattar hækki þá skiptir það Utlu en hækki laun KjáHaiinn Sigríður Jóhannesdóttir kennari - skipar 2. sæti á lista Alþbl. og Óháðra á Reykjanesi almenma launþega þá er voðinn vís samkvæmt þessum kenningum. Hér skal síst úr því dregið að stöð- ugleiki sé æskilegt ástand en þó er kannski ástæða til þess að staldra við og hugleiða hvers eðUs sá stöö- ugleiki er sem launþegasamtökun- um er nú ætlað að kaupa - sá stöð- ugleiki sem frjálshyggjuUöið ber svo mjög fyrir brjósti allt frá Davíö og alla leið upp. Hér hefur ríkt vax- andi atvinnuleysi, hækkandi vext- ir, hækkandi skattar, minnkandi kaupmáttur. Til þess að tryggja stööugleika hafa barnabætur verið lækkaðar, vaxtabætur verið lækk- aðar. Hvers virði er launþegum slíkur stöðugleiki? Fyrir atvinnurekendur Fyrir atvinnurekendur horfir þetta dæmi öðruvísi við. Þar táknar stööugleikinn lækkun skatta, af- nám aðstöðugjalda og auknar tekj- ur. Fyrir íjármagnseigendur tákn- ar þessi stööugleiki hækkandi vexti og viðvarandi skattleysi. Ranghverfan á skattfrelsi fjár- magnseigenda er skattlagning þeirra sem skulda. Þegar vanskU aukast í húsbréfakerfinu er gripið til þess ráös að hækka vexti á hús- bréfum. Við vaxandi greiösluerfið- leikum almennings er ráðið helst það að senda skuldir í síauknum mæh til lögfræðinga og skylda þannig þá sem í mestum erfiöleik- um eiga til þess að greiða sekt til þeirrar stéttar sem tekið hefur sér sjálftökurétt um laun. Sá stöðugleiki sem atvinnurek- endur, fjármagnseigendur og ekki síst ríkisstjómin hrópa nú hvað hæst um að nauðsyn sé að varð- veita er í augum venjulegs launa- fólks stöðugleiki andskotans. Um það er ekki deilt að tekjur þjóðarinnar hafa dregist saman á undanfornum árum. Græðgi und- anfarinna áratuga hefur valdið því að afh hefur minnkað. Við því verð- ur að bregöast. Hvernig er brugðist við á heimih ef sultur er í búi? Það verður aðeins gert meö einum hætti, með því aö takast sameigin- lega á við erfiðleikana. Með því aö breyta tekjuskiptingunni í þjóðfé- laginu. Með því að hækka skatta þeirra sem hæstar hafa tekjur og mestar eiga eignir og lækka að sama skapi skatta og hækka tekjur þeirra sem höhustum fæti standa. Annað er ekki samboðið siðuðum mönnum. Sigríður Jóhannesdóttir „Sá stöðugleiki sem atvinnurekendur, fj ármagnseigendur og ekki síst ríkis- stjórnin hrópa nú hvað hæst um að nauðsyn sé að varðveita er í augum venjulegs launafólks stöðugleiki and- skotans.“ Pólitiskar hreinsanir úr bæjarkerfinu „Bæjaryfir- völd hafa ekki mótaö sér neina fram- tíðarstefnu varðandi rekstur lista- miðstöövar- innar i Straumi. Tryggvl Haréarton, Meðan það bœlarfulHmlAlþýéu- hefur ekki ,,Dkl<8 verið gert tel ég mjög óeölilegt að segja upp umsjónarmanni með hstamiðstöðinni. Listamiðstöðin er fyrst og fremst til komin vegna frumkvæðis Sverris Ólafssonar og menn eru sammála um, hvar í flokki sem þeir standa, að hann hafi verið sá driftkraftur og frum- kvöðuli sem kom þessu á laggirn- ar með stuðningi bæjar og-ríkis ogfjölda amiarra aðila. Éghefá tilfinningunni að stefna núverandi meirihluta sé að hreinsa út úr kerfmu aha þá sem meirihlutinn telur að séu hlið- hollir Alþýðuflokknum og auð- vitað hefur maður gruQjum að nú eigi að troða einhveijum inn sem meirihlutinn telur að sé sér hliðhollur. Það er stundum þann- ig að þeir sem kveikja fyrstir eld- ana fá ekki að njóta þeirra. Ég tel að hið merka brautryðjendastarf Sverris sé með þeim hætti að mjög óeölilegt sé að leita th ami- arra með umsjón með þessari listamiðstöð nema ghd rök liggi fyrir því.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.