Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1995, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1995, Qupperneq 19
MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1995 31 DV Skýrslan um snjóflóðahættu á Seljalandsdal: Höf um ekki verið að fela innihald hennar segir Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri „Þaö er ljóst aö þaö þarf að auka mjög eftirlitið og þessar niðurstöður sýna að það þarf að fylgjast mun þetur með snjóflóðahættunni en gert hefur verið hingað til. Þetta kallar á enn virkara eftirlit og að menn taki enga áhættu þegar fólk vill vera á svæðinu," segir Ólafur Helgi Kjart- ansson, sýslumaður á ísafirði, vegna svissnesku skýrslunnar um snjó- flóðahættu á skíðasvæði ísflrðinga á Seljalandsdal. Nýtt skíðasvæöi ísfirðinga gerir ráö fyrir einni lyftu á Seljalandsdal og tveimur nýjum lyftum í Tungudal þar sem ekki er talin snjóflóðahætta. Samkvæmt skýrslunni, sem ísfirð- ingar létu gera og þeim barst í hend- ur í nóvember, er talið líklegt að á svæöið á Seljalandsdal falli a.m.k. eitt stórt snjóflóð á hverjum 40 árum og snjóflóðavarnir munu kosta allt að 1,5 milljarða. Þá er ráðlagt að grip- ið verði til aukinnar gæslu, hengjur verði skotnar niður og svæðið kort- lagt. „Þetta svæði verður á ábyrgð bæj- arins og Almannavarnir koma ekki til nema sérstakt hættuástand sé. Það er ljóst aö þarna verður að fara mjög varlega. Það verður að vinna ný kort af svæðinu og hættumat í samræmi við það,“ segir Ólafur Helgi. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á ísafirði, segir að engin ný sannindi felist í skýrslunni. Mönnum hafi allt- af verið Ijóst að snjóflóðahætta sé á Seljalandsdal. Hann segir að skýrsl- an hnykki reyndar á því atriði að snjóflóðahætta og góð skíðasvæði fari iðulega saman. „Við höfum alltaf vitað af snjó- flóðahættu á skíðasvæðinu við Selja- landsdal og við höfum ekkert verið að fela þessa skýrslu eins og ein- hverjir hafa gefið í skyn. Tilgangur okkar með því að láta vinna þessa skýrslu var að fá álit á snjóflóðavörn- um á svæðinu. Fréttaflutningur Rík- isútvarpsins af þessu máli er byggð- ur á kolröngum forsendum. Kristján segir ljóst að ekki verði hætt við að nota lyftuna á Selja- landsdal sem endurbyggð hefur ver- ið. Það veröi gripið til þess að auka öryggiseftirlit. „Það eru þegar tilbúnar nýjar ör- yggisreglur sem við munum fylgja. Bæjarstjóm stendur einhuga að þessari uppbyggingu og gerir sér ljósa þá ábyrgð sem þeirri ákvörðun fylgir," segir Kristján Þór. -rt Bæjarstjóm ísaQarðar: Sýslumaður ekki um- Norski snjóflóðafræðingurinn: Hættumörkin eruofrúm sagnaraðili Bæjarstjóm ísafjarðar hefur sent um sérstaklega þau vinnugögn sem frá sér yfirlýsingu vegna ummæla unnin eru að beiðni ísafjarðar- Ólafs Helga Kjartanssonar sýslu- kaupstaðar. manns í fiölmiölum að undanf- Þá áréttar nefndin að bæjarstjór- ömu, Þar segir að Ólafur Heigi sé inn á ísafiröi sé formaður ai- ekki umsagnaraðili um skipulags- mannavamarnefndar þegar ekki mál eða uppbyggingu skíðasvæðis- rikir hættuástand en ekki sýslu- ins á Seljalandsdal og þess vegna maðurinn. -rt ekki ástæða til þess að kynna hon- Snjóflóðafræðingurinn Karsten Li- ed hjá Norsku jarðfræðistofnuninni hefur sent skýrslu til umhverfisráð- herra í framhaldi af heimsókn sinni hingaö til lands eftir snjóflóðin í Súðavík. í skýrslunni mælir hann með því að Veðurstofa íslands sjái um snjóflóöarannsóknir og ráðgjaf- arstörf, vinnu snjóflóðaspár, meti og kortleggi hættusvæði, þrói skriðlík- ön fyrir snjóflóð, vinni að hönnun varnarmannvirkja gegn snjóflóðum og verði fiórir vísindamenn eða verk- fræðingar ráðnir í þessu skyni. Lied leggur til að komið verði upp tíu athugunarstöðvum til að styrkja flóðaspár og þyrfti ein þeirra aö vera rannsóknarmiðstöð snjóflóða. Til- raunir verði gerðar til að stuðla að þróun reikningsaðferða vegna skrið- lengdar snjóflóða og kortlagningar hættusvæða. Ávinningur væri að því að ein stofnun sæi um ráðgjöf varö- andi hættusvæði og varnarmann- virki eða kæmi á nánu sambandi við aðra í þessum geira og endurskoða þyrfti íslenskar byggingareglugerðir þar sem hættumörk vegna snjóflóða séu of rúm. Fréttir Norðurland vestra: Framboðs- listi Kvenna- listans Framboðslisti Kvennalistans í Norðurlandskjördæmi vestra hefur verið samþykktur. Listinn er þannig skipaður: 1. Anna Dóra Antonsdóttir kennari. 2. Anna Hlin Bjamadótt- ir þroskaþjálfi. 3. Ágústa Eiríks- dóttir hjúkrunarfræöingur. 4. Jófríður Jónsdóttir nemi. 5. Eygló Ingadóttir hjúkrunarfræðingur. 6. Inga Jóna Stefánsdóttir bóndi. 7. Herdís Brynjólfsdóttir aöstoð- arskólastjóri. 8. Kristín Líndal húsfreyja. 9. Anna Jóna Guð- mundsdóttir nemi. 10. Ingibjörg Jóhannesdóttir húsfreyja. mm Toyota Hilux ex-cab '89, 24 EFi, ek. 120 þ. km, 31" dekk, krómfelgur, plasthús. Verð 1.190.000 kr. stgr. Mazda E-2000 pickup '85, ek. 90 þ. km, vsk-bill. Verð 390.000 kr. stgr. MMC L-300 minibus 4x4 bensin, ek. 87 þ. km, 31" dekk. Fallegur bill. Verð 1.090.000 kr. stgr. Chrysler Voyager SE 3,0 ’90, 7 manna, ek. 60 þ. km, ssk. Verð 1.590.000 kr. stgr. BILABATTERIIÐ BÍLDSHOFÐI 12 112 REYKJAVÍK SÍMI 673131 984-58460 Bíldshöfða 12, s. 673131 og 989-38083, Óskað er eftir VW Transporter, árg. 1991-1995, fyrir fjársterkan aðila. Upplýsingar gefur Jón Kr. fax673826 22SÍ2SiiSCíi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.