Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1995, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1995 Spumingin Eru kynþáttafordómar á íslandi að þínu mati? Karl Ingi Eyjólfsson nemi: Já, það er t.d. enginn litaður á þingi. Jónatan Arnórsson, útsölustjóri ÁTVR: Nei, ég held að kynþáttafor- dómar séu litlir hér á landi. Greta Sverrisdóttir húsmóðir: Ég held það já og vegna þess hversu lít- ið land ísland er. Þetta er vanþekking sem fer vonandi minnkandi. Guðrún Hulda Jónsdóttir nemi: Já, ég héf tekið eftir því enda á ég litað barn. Guðný Hilmarsdóttir, nemi í FB: Já, ég held það. Bryndís Stefánsdóttir kennari: Já, og ég byggi þaö á persónulegri reynslu. Það er náttúrlega ekki hægt að al- hæfa en ég þekki fólk sem hefur hag- að sér þannig. Lesendur Eru kjósendur f ífl? Guðmundur Þorsteinsson skrifar: Mánud. 30. jan. sl. birtust tvær greinar í DV eftir þingmenn Alþýðu- bandalagsins, Guðrúnu Helgadóttur og Svavar Gestsson. - Önnur fjallaöi um mennta- og menningarmál, hin um heilbrigðismál. Um grein Guðrúnar er í raun fátt hægt að segja annað en að seinni hlutann vantar. Það er óábyrgt að gagnrýna gjaldtöku fyrir heilbrigðis- þjónustu án þess að benda á aðrar leiöir til útbóta en ríkissjóð. Hvernig væri er Guðrún reyndi að leita leiða til .að draga úr nánast óheftri út- gjaldaaukningu í heilbrigðiskerfinu? Svaraði því hvernig mætti auka kostnaðarvitund almennings með því að stuðla að skilvirkara kerfi fyr- ir minna fé í stað þess að ausa yfir almenning rugh og reynslusögum. Grein Svavars Gestssonar fjallaði um mennta- og menningarmál. í henni tíundar Svavar í ítarlegu máh hvemig framlög stórjukust í hans tíð sem menntmálaráðherra, milh þess sem hann skýtur inn óljósum sögum af fjandskap Alþýðuflokksins í garð menntamálaráðherra. Herlegheitin eru prýdd grafi sem á að sýna á myndrænan hátt hvemig núverandi menntamálaráðherra, með fuhtingi Alþýðuflokks, hefur gengið milli bols ög höfuðs á menntakerfinu. - En í greininni er niðurskurður einstakra þátta þess eins og LÍN gangrýndur. Slíkur málflutningur er ekki boö- Bréfritari beinir gagnrýni sinni að Guðrúnu Helgadóttur og Svavari Gests- syni, þingmönnum Alþýðubandalagsins. legur. -1 fyrsta lagi er Svavar minni maður aö tíð sinni í menntamála- ráðuneytinu. Hann freistaði einskis í ráðdeild og sparnaði, heldur hatði sýnilega að markmiði að slá sig til riddara með því að deila út almanna- fé af fuhkomnu ábyrgðarleysi. ísland þarfnast ekki slíkra stjórnmála- manna. Það á gnótt þeirra líka. Varðandi lánasjóðinnn er stað- reyndin auðvitð sú að tekin var upp skynsamleg lánastefna sem tryggði námsmönnum framfærslu, gegn við- unandi kjörum og þess freistað að gera sjóðinn sjálfbæran þó að sjálf- sögðu ýmislegt mætti betur fara. - Heiðurinn af þessu á Gunnar Birgis- son en sem oftar áður var Svavar, að hætti popppóhtíkusa, andvígur öhum umbótum. Hvernig væri nú að Svavar léti af þessum loddaraskap og benti í stað þess á leiðir til að auka hagkvæmni í skólakerfinu þannig að sem best þjónusta fengist fyrir sem minnst fé? - Sem oddviti flokks síns í Reykjavík mætti hann og fara að móta stefnu í málum sem miklu skipta, t.d. hvern- ig mæta eigi ríkissjóðshallanum, halda vöxtum í skeíjum og auka fjár- festingu? Þetta er kjarni málsins og kominn tími til fyrir Svavar að vinda sér að efninu. Atvinnulausir - prósent- ur eða persónur? Á.A. skrifar: í öhum þeim umræðum sem verið hafa í gangi um efnahagsbata, launa- kröfur og verkfallshótanir er lítið minnst á þann fjölda fólks sem er atvinnulaus. Það fólk finnur ekki fyrir efnahagsbata, nefnir ekki launakröfur og tæki fegins hendi hvaða föstu starfi sem byðist. Þegar stjórnmálamenn og formenn stéttarfélaga tala grátklökkir um þá „sem minnst mega sín“ og hvaö þurfi að gera fyrir þá eru þeir að tala um fólk sem hefur atvinnu. Aldrei eöa sjaldan er minnst á þá sem eru án atvinnu og fá aðeins 40 þús. kr. á mánuði sér th framfærslu. - Hinir atvinmhausu eru bara prósentutölur í augum þessara manna. En á bak viö þessar prósentutölur er fólk sem ber harm sinn í hljóði. Þar fer ekki þrýstihópur með hálaunaða leiðtoga. í flestum tilvikum eiga hinir „at- vinnulausu" oft þónokkurn hlut í þessum digru verkfahssjóðum sem foringjar séttarfélaga slá um sig með. Ekki fá þó hinir atvinnulausu að njóta þess því fari stéttarfélag við- komandi í verkfall falla atvinnuleys- isbætur hans niður. Atvinnulausir vhja gjaman skipta á aðstöðu við það fólk sem ekki gerir sér ljóst að það eru forréttindi að hafa það öryggi sem fost vinna veitir. Atvinnulausir eru persónur en ekki prósentur og hafa átt sinn þátt í að byggja upp verkfahssjóöina. Það virðist mál til komið að atvinnu- lausir myndi með sér samtök og krefjist þess að þegar th verkfalla kemur fái þeir greitt úr verkfahsjóð- um stéttarfélaga sinna rétt eins og þeir sem leggja niður vinnu - eða að öðrum kosti verði hinum atvinnu- lausu gefinn kostur á þeirri vinnu fyrir þau laun sem hinir vinnandi hafa. Trúin á kvótakerfið Hafa ekki farið fram úr heimildum, segir bréfritari um króklaeyfishafa. Jakob Þorsteinsson skrifar: Fiski hent í sjóinn, fiski landað fram hjá vigt og kvótabrask. - Þetta eru nú kostir kvótakerfisins og ein- ungis til hagræðis fyrir útgerð sæ- greifanna. - Hagfræðingur LÍÚ segir að það sé'eiginlega ekki nema eitt vandamál við stjómun fiskveiða; auðvitað krókaveiðaleyfishafar. Þótt kvótasjómenn séu að henda einum og einum fiski í sjóinn sem er sennilega verðlaus og ónýtur þá gerist þetta ahs staðar og ekkert við því að gera - og þaö er líka króka- veiðimönnum að kenna! - Hvernig eiga kvótabátasjómenn að horfa upþ á að krókaleyfishafa fiski langt um- fram heimildir, blessaðir mennimir? Hringið í síma Aht þetta segir hagfræðingur LÍÚ. Við erum ekkert hissa á svona fleipri. Höfum heyrt það áður. Vera kann að krókaleyfismenn eigi eftir að fara fram úr heimildum en hingað th telj- um við okkur ekki hafa gert það. Maður heyrir á hagfræðingi LÍÚ að hann sé mjög hlynntur hefðinni þótt hann hafi ekki beint verið aö tala um krókaleyfishafa. Ég hlýt að taka það svo að hann hugsi th okkar í leiðinni því orðrétt er haft eftir honum að síöast en ekki síst væri verið að brjóta upp aldagamla hefð sem er fyrir því að mönnum sé heim- ht að verka sinn fisk sjálfir. - Sem er alveg hárrétt. Já, hann er í góðum málum ef hann hjálpar okkur th að vemda krókakerfiö. I>V Þaðsemvel ai> Mai4 W JJvi * A.L. skrifar: Sjaldan er rætt um það sem vel er gert. - Ég vil með þessum línu- um þakka fasteignasölunni Garði fyrir aðstoð við mig mn kaup og sölu fasteignar sl. haust. - { gerð hvers konar samninga er oft talað um smáa letrið ,og vitnað í það ef eitthvað fer miður og ágrein- ingur veróur. Hér var ekki ritað undir neinn samning fyrr en bæði seljandi og kaupandi og starfsmaður fasteignasölunnar höfðu lesið samninginn yfir sam- eigiihega, lið fyrir lið, þannig að hagsmunaárekstr ar ættu ekki að geta orðið, eða vitnað i smáa letr- ið eftir á. Upp kom smávandamál sem sneri að „kerfmu" og þar aðstoðaði starfsfólk Garðs við að koma þeim málum á hreint þótt það væri alls ekki í verkahring þess að gera það. Morgunblaðið Mýturaðsvara! Sigurður Ái’nason skrifar: Eg er einn þeirra sem las ávirð- ingar Vikublaðsins í garð Morg- unblaðsins fyrr í mánuðinum og fannst með ólíkindum að hægt væri að bera þær ásakanir sem þar komu fram á einn fjölmiöíl án þess að svarað væri fullum hálsi. - Að bera mútuþægni og milljónagreiðslur og gjafir á stjórnendur blaðsins ásamt því að launakjör blaöamaima Morg- unblaðsins fælust í viðlíka „vændi'? eins og komist var að orði, hlýtur að leiða til málshöfð- unar. Eg hef ekki enn séð nein mótmæh, heldur ekki umfjöllun annarra íjölmiöla um skrifin. Því fer maður nú að hugsa sítt af hverju. RéttstefnaAi- þýðubandalags Halldór Einai’sson skrifar: Ég held aö ekki hafi aðrir flokk- ar lagt fram málefnalegri stefnu- skrá fyrir næstu kosningar en Alþýðubandalagiö hefur nú gert. Ekki er ég flokksmaður Alþýðu- bandalagsins en mér sýnist að flokkurinn kynni einmitt þau mál sem þjóðin þarf aö stefna að á allra næstu mánuðum. Útflutn- ings- og markaðskannanir utan hinna hefðbundnu markaða eru án efa eitt brýnasta verkefni okk- ar, ásamt þvi aö hækka lægstu launin verulega. Þeir vinna á þessu, allabaharnir. Til „Beygingar11? Ásmundur hringdi: Nú heitir höfuöborg Kína ekki lengur Peking, heldur Beiing. Taka nú ekki málhreinsunar- menn hér til við að íslenska nafn- ið á þessari borg rétt eins og öðr- um undanfariö. Er þá ekki réttast að nefna hana „Beygingu" þannig aö nafhið falli nú að íslensku beygingakerfi? Þingmenn flykkj- ast því brátt til Beygingar til aö afla markaöanna víðfeömu. Pólitískf of stæki Jónina Hannesdóttir skrifar: Pólitískt ofstæki ríður ekki við einteyming í Hafnarfiröi. Það nýjasta er að reka ágætan lista- mann, umsjónarmann menning- armiðstöðvarinnar í Straurai. Aö hlusta á bæjarstjóra á baejar- sfjórnarfundi á þriðjudag i síð- ustu viku var heilt leikrit. Hann kom ekki með nein frambærileg rök fyrir þessum brottrekstri. Svo virðist sem liér sé um hreinar ofsóknir að ræöa. Það kom líka fram á fundinum að meirihluta- menn í Hafnarfirði lögðu fram „aftökulista" á bæjarráðsfundi nýiega en drógu hann til baka þegar þeim var sýnt fram á al- vöru málsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.