Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1995, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1995 Verða starfsmenn bensínstöðva kannski sendir í litgreiningu? Nýjasta tísku- fyiirbærid! „Við ætlum að hafa þennan möguleika í handraðanum ef það kemst í tísku að starfrækja bens- ínstöðvar." - Sveinn Sigurbergsson, versl- unarstjóri í Fjarðarkaupum, í DV í gær. Gömul og sæt „Ég hef bara fengið eina hrukku um ævina og ég sit á henni.“ - Jeanne Calment, 120 ára, í DV á mánudaginn. Skrýtin mótmæli „Þetta eru jákvæð mótmæli og ráðuneytisfólkið hefur ekkert að óttast." - Talsmaður úr röðum nemenda Ummæli í Alþýðublaðinu í gær. íslenskir villimenn „Sjaldan verður augljósara aö hinn dæmigerði íslendingur er í raun hálfgerður vilhmaður en þegar hann er kominn undir bíl- stýri.“ - Helgi í DV í gær. Hliðar saman hliðar „Þetta er búinn að vera krappur dans og maður nær auðvitað aldrei öllu fram sem maður ætl- ar.“ - Kristján Gunnarsson, formað- ur Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, í DV í gær. Vísindafélag Fjórði fundur Vísindafélags Is- lendinga á þessu starfsári verður haldinn i Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30. Þar flytur Pétur Péturs- son prófessor eríndi. Skotveiðifélagíð Skotveiöifélag Islands (Skotvjs) heldur fund fyrir sunnlenska skotveiöimenn og áhugamenn um skotveiðar. Fundurinn er á Hótel Selfossi i kvöld kl. 20. Foreldrafélag misþroska barna Aöalfúndur Foreldrafélags mis- þroska barna verður haldinn í Æflngadeiid Kennaraháskóla ís- lands (gengið inn frá Bólstaðar- faliö) kl. 20.301 kvöld. Furidir ITC-deildin Melkorka Opinn ftindur ITC-Melkorku verður haldinn í kvöld kl. 20 í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi í Breiðholti. Námskeið i skyndihjálp ReykjavfkurdeUd RKÍ gengst fyrir tveimur námskeiöum í al- mennri skyndihjálp og hefst þaö fyrra 1 kvðld kl. 19 en hiö síðara nk. fóstudag, Námskeiöin verða haldin í Fákafeni 11,2. hæð. Vídast léttskýjað Búist er viö stormi á Grænlands- sundi og norðurdjúpi. Norðaustan stinningskaldi og snjó- koma eða éljagangur norðanlands og Veðriðídag austan í dag en hægari norðaustan og víðast léttskýjað um suðvestan- og vestanvert landið. I kvöld lægir talsvert um nær allt land. Heldur kólnandi veður. Á höfuöborgarsvæðinu verður norðaustangola eða kaldi. Léttskýj- að. Hiti nálægt frostmarki. Sólarlag í Reykjavík: 18.23 Sólarupprás' á morgun: 8.57 Síðdegisflóð í Reykjavík: 23.49 Árdegisflóð á morgun: 12.22 Heímild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri snjóél -1 Akumes skýjað 3 Bergsstaðir skýjað -2 Keflavíkurflugvöllur léttskýjað 0 Kirkjubæjarkiaustur alskýjað 1 Raufarhöfh snjókoma -1 Reykjavík skýjað 0 Stórhöfði léttskýjað 1 Bergen rigning 2 Helsinki slydda 0 Kaupmannahöfn léttskýjað 4 Stokkhólmur skýjað 1 Þórshöfn slydduél 1 Amsterdam léttskýjað 6 Beriín léttskýjað 3 Feneyjar þoka 8 Frankfurt léttskýjað 2 Glasgow skúr 6 Hamborg léttskýjað 3 London skýjað 6 LosAngeles skýjað 16 Lúxemborg þoka -1 Maliorca skýjað 12 Nice skýjað 10 Orlando heiðskírt 11 París heiðskírt -1 Róm þokumóða 6 Vin skúrásíð. klst. 7 Washington heiðskírt 1 Winnipeg heiðskírt -6 Þrándheimur skýjað -8 Guðmundur Karl Ellertsson, íbúi á Blönduósi: „Það kemur í Ijós á morgun hvað viö fáum út úr tryggingunum og hversu dýrt verður hreinlega að laga húsið,“ segir Guðmundur Karl EUertsson, íbúi I Brekkubyggð 2 á Blönduósi, en hann varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að þakiö fauk í heilu lagi af íbúðar- húsi hans i miklu óveðri sl. sunnu- dagskvöld. Sambýliskona Guðmundar er Hejga Jónína Andrésdóttir. Þau hafa ekki ákveöið hvort þau flytja aftur inn í húsið. Á Guömundi Karlí er Iiins vegar aö heyra að harin sé tilbúinn að fara aö vinna að endurbyggingu ef til þess kemur og eins að búa þama áfram. „Þaö tók þakið 80 ár að Iosna og ef þetta er gert almennilega á þetta ekki að geta gerst aftur." Þau voru bæöi slegin yfir atvikinu og þeim gekk illa aö festa sveftt aöfaranótt mánu- Guðmundur Karl Ellertsson. dags af skiljanlegum ástæðum. Nú, nokkrum dögum eftir atburöinn, eru þau þó óðum að jafna sig en hvorugt sakaði í þessari uppá- komu. Guðmundur Karl, sem starfar hjá Pósti og síma, hefur búið í Brekku- byggð 2 undanfarin tvö ár og hann segir að þau Helga hafi kunnaö vel við sig þar. Hann er líka fæddur og uppalinn á Blönduósi. Sambýlis- kona hans er að vestan en hún er bankastarfsmaöur. Guðmundur segir að nóg sé við að vera á Blönduósi. Þau taka bæði þátt í starfsemi leikfélagsins en Guðmundur Karl gegnir þar jafn- framt formennsku. Fyrr í vetur setti leikfélagið upp Atómstööina eftir Halldór Laxness undir leik- stjóm Ingu Bjarnason. Þar lék hann fyndnu lögguna en Helga var í hlutverki Uglu. Verkinu var vel tekið en ekki heftir verið ákveðið með frekari uppfærslur í vetur. Sé vikið aftur að atburðinum á sunnudagskvöld þá standa Guð- mundur Karl og sambýliskona hans ekki uppí alveg húsnæðislaus. Þau eiga góða að og eins var hringt í þau frá bænum og þeim boðin íbúð til afnota. Þau tóku því boði og verða þar á meðan málin eru að skýrast en þegar DV sló á þráð- inn til Guðmundar Karls var unnið að því aö koma búslóðinni fyrir í nýjum húsakynnum þeirra. Myndgátan Hlerar við hurðina Undan- úrslití blaki í kvöld farafram undanúrshta- leikirnir í blaki karla og hefjast þeir báðir kl. 20. Á Akureyri mætast KA og HK og í Ásgarði í Garöbæ Sljaman (2) og ÍS. I l.deild kvenna í körfubolta er einn leikur. UBK og ÍR eigast við í Smáranum kl. 19.30. íþróttir Þá eru þrír leikir í úrslita- keppni 2. deildar karla í hand- bolta og byxja þeir allir kl. 20. Þór og UBK spila fyrir norðan, Grótta og Fram á Seltjamamesi og ÍBV og Fylkir í Eyjum. Skák Valery Salov sá ekki til sólar í einvíginu við Gata Kamsky í Sanghi Nagar - tapaði fjórum skákum en þrjár urðu jaihtefli. í 4. skákinni, þar sem hann hafði hvítt og átti leik í þessari stöðu, komst hann þó nálægt sigri: 1 * 1 1 1 1 A A A jsL A A s Taflið virðist hnífjafnt þvi að 31. Bxc5 er svaraö með 31. - Hxa3. En Salov fann snjallan leik: 31. Dxc5! Nú strandar 31 - RxcS? á 32. Hb8+ og mát í næsta leik. Eftir 31. - Dxc5 32. Bxc5 £5 33. Bb4 hafði Salov unnið peð en Kamsky varðist af seiglu. Salov reyndi að kreista fram vinn- ing með hrók og biskup gegn hróki Kam- skys en allt kom fyrir ekki. Eftir 107 leiki sættust þeir á jafntefli. Jón L. Árnason Bridge Fyrir 5 árum var haldið einmenningsmót í Bandaríkjunum sem kallað var „Atl- antic City Individual". Þar voru margir af sterkustu spilurum heims en keppend- ur alls 120. Fyrstu verðlaun voru ekki dónaleg eða 40.000 dollarar (rúmar 2,7 milljónir króna). Sigurvegari á þvi móti var Pakistaninn Zia Mahmood en Svíinn Per Olov Sundelin hafnaöi 1 3. sæti og fékk 12.000 dollara í verðlaun. Áhorfend- ur á mótinu urðu vitni aö þessu spili þar sem Mahmood og Sundelin mættust sem andstæðingar. Mahmood sat í austur, Sundelin í norður og sagnir gengu þann- ig: ♦ ÁK54 V 8432 ♦ KD4 + 95 * G72 V D6 * 10765 * G843 N V A S ♦ 98 ¥ K975 ♦ Á32 + ÁD102 ♦ D1063 V ÁG10 ♦ G98 + K76 Austur Suður Vestur Norður llauf pass pass dobl pass 21auf dobl pass pass 2spaðar pass 3 spaðar pass 4spaðar P/h BandaríHjamaðurinn Peter Pender, sem sat í suður (fyrrum heimsmeistari), gat vel passað 3 spaða en ákvað að lyfla 1 4 spaða. Eins og lesendur sjá standa 4 spaö- ar létt en Pender tókst að fara niður! Útspil vesturs var lauf, Zia setti drottn- inguna og Pender, sem bjóst greinilega við ásnum, setti lítið spil? Ef hann hafði staðið 4 spaða hefði Sundelin unnið mót- ið! ísak örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.