Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1995, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1995, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1995 AfmæH Bjöm Þ. Þórðarson Bjöm Þ. Þórðarson læknir, Sörla- skjóli 78, Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Bjöm fæddist í Hvítanesi í Skil- mannahreppi. Hann lauk stúdents- prófi frá MR1946, lauk embættis- prófi í læknisfræði 1954, stundaði framhaldsnám í háls-, nef- og eyrna- lækningum í Danmörku og Svíþjóð, öðlaðist almennt lækningaleyfi 1958 og er viðurkenndur sérfræðingur í háls-, nef- og eymalækningum frá 1959. Björn var héraðslæknir í Höfða- kaupstað 1954-55 en hefur verið starfandi læknir í Reykjavík og Hafnarfirði frá 1960. Fjölskylda Bjöm kvæntist 22.2.1950 Lilju Ól- afsdóttur, f. 22.8.1926, húsmóður. Hún er dóttir Ólafs Bjamasonar, blikksmiðs í Reykjavík, og Sigríðar Tómasdóttur húsmóður. Böm Björns og Lilju eru Þórann Bára, f. 24.5.1950, BA og sjúkraþjálf- ari, gift Pálma V. Jónssyni lækni; Sigurður Hafsteinn, f. 15.9.1953, fangavöröur, kvæntur Þórunni Ól- afsdóttur hjúkmnarframkvæmda- stjóra; Bryndís Anna, f. 31.12.1956, húsmóðir, var gift Daníel Bender; Edda, f. 26.2.1959, húsmóðir, gift Jakobi Þór Péturssyni forstjóra; Páll, f. 16.7.1963, tæknifræðingur, kvæntur Lilju Jónasdóttur lögfræð- ingi. Systkini Björns em Guðni, f. 24.5. 1923, fyrrv. forstjóri í Reykjavík; Sturlaugur, f. 5.8.1928, vélvirki í Reykjavík; Eva, f. 29.8.1933, sjúkra- liðiíReykjavík. Foreldrar Björns voru Þórður Guðnason, f. 8.11.1897, d. 5.5.1975, bóndi í Hvítanesi, og k.h., Þórunn Guðmundsdóttir, f. 10.3.1899, d. 13.3. 1973, húsfreyja. Ætt Þórður var sonur Guðna, b. í Hvítanesi, Guðmundssonar, b. í Hvammi í Skorradal, Guðnasonar, b. í Austurkoti, Einarssonar. Móðir Guðmundar var Guðrún Björns- dóttir. Móðir Guðna í Hvítanesi var Ingibjörg Hannesdóttir, b. í Litlakoti í FeUshreppi, Guðmundssonar, og Guðrúnar Jónsdóttur. Móðir Þórðar í Hvítanesi var Margrét, systir Guðmundar á Mið- felli, afa Böge Bogeskov, forstjóra Boeing-verksmiðjanna í Seattle. Margrét var dóttir Guðmundar, b. á Ingunnarstöðum í Kjós, Guömunds- sonar, b. á Lágafelli í Mosfellssveit, Guðmundssonar, bróður Péturs í Engey; langafa Bjarna Jónssonar vígslubiskups og Guðrúnar, móður Bjama Benediktssonar forsætisráð- herra. Móðir Guðmundar á Ingunn- arstöðum var Guðrún Hákonardótí- ir. Móðir Margrétar var Sigurlaug Hjaltested, systir Björns, langafa Friöriks Þórs Friðrikssonar kvik- myndaleikstjóra. Sigurlaug var dóttir Péturs E. Hjaltested, b. á Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, og Guðríðar Magnúsdóttur ljósmóður. Þórunn var dóttir Jóns, verka- manns á Akranesi, Magnússonar, b. í Einarsnesi, Eiríkssonar, b. á Ytrigörðum, Eiríkssonar. Móðir Jóns var Þómnn Björnsdóttir, b. á Ölvéskrossi, Björnssonar, og Þór- unnar Sigurðardóttur. Móðir Þór- unnar var Snjálaug Guðmundsdótt- ir, b. í Móakoti í Njarðvík, Klemens- sonar, b. í Stapakoti, Sæmundsson- ar, bróður Jóns, afa Auðuns Sæ- mundssonar skipstjórafóður. Móðir Björn Þ. Þórðarson. Guðmundar var Guðbjörg Ásbjarn- ardóttir, systir Ólafs í Innri-Njarð- vík, afa Ásbjöms Ólafssonar stór- kaupmanns og Gunnars, foður Ólafs rithöfundar. Móðir Snjálaugar var Þórann Stígsdóttir, b. í Hákoti á Álftanesi, Halldórssonar og Önnu Einarsdóttur. Björn er að heiman á afmælisdag- inn. 90 ára Diðrik Jónsson, Hofteigi 20, Reykjavík. 80 ára Bjarni Stefánsson, Sólbergi, Vopnafjarðarhreppi. Jón Árnason, Laugarbrekku 3, Húsavík. Ingólfur Gunnarsson, Eyrarlandsvegi 12, Akureyii. Sigurður Oddsson, Bakkahlíð 39, Akureyri. Þorsteinn Auðunsson, Mávahlíð 42, Reykjavík. Ásbjörn Ólason, KistuholtiSI), Biskupstungna- hreppi. Margrét Sigurðardóttir, Brekkulandi 6, Mosfellsbæ. Svala Jónsdóttir, Háuhlíð 6, Sauðárkróki. Magnús Ólafsson, Fellsbrautlð, Skagaströnd. Theódóra Þórðardóttir, Ystaseli 19, Reykjavík. Eiginmaður hennarerÞor- leifurKr. Valdimarsson framkvæmda- stjóri. Ásta J. Claessen, Brautarási 17, Reykjavík. Hallgerður Ásta Guðjónsdóttir, Hlíðardalsskóla, Ölfushreppi. 70ára Jón Þ. Kristjánsson, Langageröi90, Reykjavík. Þórlaug Finnbogadóttir, Hvassaleiti 58, Reykjavík. PáH R. Ólafsson, Köldukinn 4, Hafnarfirði. Björg Ásgeirsdóttir, Efstaleiti 12, Reykjavik. Herdis Gunnlaugsdóttir, Helgadal, Mosfellsbæ, Jón Þórðarson bifireiðarstjóri, Böðvarsgötu8, Borgamesi. Eiginkona hanserlnga Ingvarsdóttir. Þautakaámóti gestum í félags- heimilíHest- kl. 20.00. Sverrir Garðarsson, Lokastíg 24A, Reykjavik. Magnús Jónsson, Lynghvammi 3, Hafnarflrði. Halldór Árni Sveinsson, Suöurhólum20, Reykjavik. RagnheiðurGuðnadóttir, Þverholtum, Álftaneshreppi.: Einar Guðlaugsson, Skipholti 45, Reykjavík. Sævar Sigurðsson, Laufskógum31, Hverageröi. Guðrun Sigurbjörg Júliusdóttir, Breiðvangi 62A, Hafnarfirði. Jónina Óskarsdóttir, Hagamel 28, Reykjavík. HaraldurTryggvason, Asparfelli 10, Reykjavik, Hulldór Leifsson, Þverási 6, Rey kjavík. Sóidís Elfa A. Loftsdóttir, Álfabergi 16, Hafnarflrði. Vigdís B. Esradóttir, Sólheímum 17, Reykjavik. Friðrik Ari Þrastarson, . Torfufelli 35, Reykjávik. Hjördis Harðardóttir, Sólvallagötu 46F, Keflavík. Gunnar Jóhannsson, Engjaselill, Reykjavík. Agnes Karlsdóttir, Mulalandi 14, fsafirði. ; p Eiríkur Sturla Jóhannesson, Kjarrmóum 5, Garðabæ. Sesilía Helga Magnúsdóttir, Hlíöarvegi 24, Hvammstanga. Elín Anna Antonsdóttir, Krosshömrum 6, Reykjavík. Annette Kay Leech, Gmndargötu 70, Grundarfirði. Birgir Bjömsson Birgir Björnsson forstöðumaður, Álfaskeiði 80, Reykjavík, er sextug- urídag. Starfsferill Birgir fæddist í Sjónarhóli í Hafn- arfirði og ólst þar upp. Hann stund- aði nám við Iðnskólann og í vél- virkjun í Vélsmiðju Hafnarfjarðar, lauk sveinsprófi 1955, vélstjóraprófi frá Vélskólanum í Reykjavík (nú Vélskóla íslands) 1957, rafmagns- deildarprófiþaðan 1958, stundaði verkstjórnarnámskeið 1961 og nám- skeið hjá Branamálastofnun ríkis- ins 1981, fékk heiðurslaun frá Branamálastofnun 1983 og fór til Þýskalands til að kynna sér öryggis- mál skipasmíðastöðva og hand- knattleiksþjálfun þar í landi. Birgir starfaði við Vélsmiðjuna Klett í Hafnarfirði 1959-62 og var þar af verkstjóri í tvö ár, stundaði eigin rekstur 1962-69, starfaði hjá Loftleiðum hf. á Keflavíkurflugvelh 1969-74, þar af sem deildarstjóri í fragtafgreiðslu í tvö ár, var fram- kvæmdastjóri steypustöðvarinnar Breiðholts hf. 1974-78, öryggisfuh- trúi hjá Shppstöðinni hf. á Akureyri 1978-89 en hefur verið forstöðumað- ur íþróttahússins í Kaplakrika í Hafnarfirði frá 1989. Birgir æfði handknattleik með FH um árabil, keppti með meistara- flokksliði FH og var fyrirliði í guh- aldarliði FH á áranum 1954-74 en með því hði varð hann íslandsmeist- ari innanhúss tíu sinnum og utan- húss sextán sinnum. Hann keppti með íslenska landshðinu um árabh og var fyrirliði þess á HM-keppninni 1958 og 1961. Þá hefur hann þjálfað handknattleiksfólk í félagsliðum og landsliðum, meira eða minna í fjörutíu ár. Hann er einn af stofn- endum Golfklúbbsins Keihs í Hafn- arfirði, var formaður hans 1969-71, sat í stjórn Golfklúbbs Akureyrar og var þá formaður vallarnefndar í tvöár. Fjölskylda Birgir kvæntist 18.4.1959 Ingu Magnúsdóttur, f. 10.3.1939, starfs- manni við íþróttahús. Hún er dóttir Magnúsar Finnbogasonar, húsa- smíðameistara í Reykjavík, og Lauf- eyjar Jakobsdóttur húsmóður. Börn Birgis og Ingu eru Magnús Birgisson, f. 21.7.1959, þroskaþjálfi í Hafnarfirði, kvæntur Ingibjörgu Guðmundsdóttur og er sonur Magn- úsar Sindri Magnússon, f. 9.12.1987; SólveigBirgisdóttir, f. 29.12.1961, skrifstofumaður í Vogum á Vatns- leysuströnd, gift Finnboga Eiríki Kristinssyni en sonur Sólveigar er Finnur Hansson, f. 1.5.1979; Laufey Birgisdóttir, f. 25.9.1966, nemi í Sví- þjóð, gift Björgvini Óskarssyni. Systkini Birgis: Bjami Vestmar Birgir Björnsson. Björnsson, f. 14.11.1925, d. 27.12. 1986, bílstjóri í Hafnarfirði; Bára Bjömsdóttir, f. 16.5.1927, verslunar- maður í Hafnarfirði; Bragi Vestmar Björnsson, f. 18.7.1929, sölumaður í Hafnarfirði; Jón Boði Björnsson, f. 4.12.1931, matreiðslumeistarií Garðabæ; Guðlaug Berghnd Björns- dóttir, f. 21.2.1937, verslunarmaður íHafnarfirði. Foreldrar Birgis voru Björn Ei- ríksson, f. 9.9.1894, d. 7.5.1983, skip- stjóri og bifreiðarstjóri í Hafnar- firði, og Guðbjörg Jónsdóttir, f. 20.10.1894, d. 21.11.1993, húsmóðir. Birgir og Inga verða með afmælis- kaffi í félagsaðstöðu FH í Kapla- krikaíkvöldkl. 20.00. Jóhanna R. Engilbertsdóttir Jóhanna R. Engilbertsdóttir. Jóhanna R. Engilbertsdóttir fjár- málasfjóri, Norðurvangi 42, Hafn- arfirði, er fimmtug í dag. Fjölskylda Jóhanna fæddist í Reykjavík en ólst upp á Bakka í Ölfusi. Sambýhs- maður hennar er Páh Jóhannsson, f. 18.12.1940, framkvæmdastjóri. Börn Jóhönnu og fyrrv. eigin- manns hennar, Sigurðar Siguijóns- sonar, era Engilbert, f. 8.7.1964, læknir í framhaldsnámi í London, kvæntur Hörpu Rúnarsdóttur, BS í stærðfræði, og eiga þau tvær dætur, Dagnýju og Guðrúnu; Sigurjón, f. 1.10.1966, framkvæmdastjóri í Hraunholti; Rannveig Borg, f. 13.4. 1972, nemi við Sorbonne í París. Foreldrar Jóhönnu: Engilbert - Hannesson, f. 11.12.1919, bóndi og fyrrv. hreppstjóri á Bakka í Ölfusi, og Ragnheiður Jóhannsdóttir, f. 7.5. 1917, húsfreyja. Jóhanna er í útlöndum á afmælis- daginn. Víðtæk þjónusta fyrir lesendur og auglýsendur! Aðeins 25 kr. mínútan. Sama verð fyrir alla landsmenn. 99*56*70

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.