Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1995, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1995, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1995 17 tróð unumíHouston Jimmy Jackson átti ótrúlegan seinni hálfleik meö Dallas í Washington, skoraði þá 30 stig og lið hans vann upp 21 stigs forystu heimamanna. Cleveland vann glæsilegan sigur í New York og náði mest 27 stiga forystu en þó vantaði í hðið framherjana Tyr- one Hill og Bobby Phills. Undir stjórn nýs þjálfara, Bernie Bic- kerstaff, vann Denver sinn stærsta sig- ur á tímabilinu, gegn botnhði Clippers. Boston hafði ótrúlega yfirburði í Phoenix og vann sinn fyrsta sigur þar í fjögur ár. Boston náði mest 25 stiga forystu og Dee Brown setti persónulegt met með því að skora 41 stig. I liðanna •f 3. leik á heimavelli." Hugtakið „ofar í'! >ir, samkvæmt túlkun KKI, það lið sem jgar riðlarnir tveir eru lagðir saman í 5 stig, Skallagrimur 34 og Þór 32 þegar :r ólokiö. Þar sem Keflavík er með hag- byröisleikjum við bæði hin liðin bendir leikurinn verðí þeirra, ef til kemur. íþróttir Vinstra hornið veik staða í landsliðinu í handbolta fyrir HM: „Treysti Páli mjög vel í þessa stöðu“ - segir Guömundur Guðmundsson sem lék þessa stööu meö landsliðinu um árabil Eftir 74 daga hefst heimsmeist- arakeppnin í handknattleik hér á landi. Þegar skammt er í lokaund- irbúning íslenska hðsins blasir sú staðreynd við að ein staða í liðinu er áberandi veikari en aðrar, staða vinstri homamanns. Þeir Konráð Olavsson og Gunnar Beinteinsson hafa ahs ekki náð sér á strik í þess- ari stöðu í vetur. Þessi staða er almennt talin veik- asti hlekkurinn í íslenska liðinu. Sammála því er Guömundur Þ. Guðmundsson, þjálfari Aftureld- ingar, en hann lék frábærlega vel í þessari stöðu um langt árabh. Guðmundur sagði í samtali við DV í gærkvöldi: „Ég er sammála því að þetta er vandamál. Það þarf að skoða alla möguleika sem fyrir hendi eru. Mér finnst ekki hægt að segja að það séu aðeins tveir leik- menn sem komi th greina í þessa stöðu í dag.“ - Treystir þú Páli Þórólfssyni í þínu liði th að taka við þessari stöðu á HM? „Páh er mjög sterkur leikmaður í hraðaupphlaupum og hann er einnig mjög góður varnarmaður. Ég sé ekki annað en hann komi sterklega th greina í lið íslands á HM. Eg tel að Þorbergur eigi að gefa honum tækifæri í næstu landsleikjum th að sýna hvað í honum býr. Hann er mjög fljótur að komast inn í hlutina. Páh hefur leikið mjög vel með Aftureldingu í vetur og hann ér í feiknalega góðri æfingu um þessar mundir. Það er mín skoðun að hann eigi fuht er- indi í landsliðið og ég treysti hon- um alveg til að fyha það skarð sem vinstra hornið óneitanlega er í landsliðinu í dag,“ sagði Guðmund- ur Guðmundsson. • Guðmundur Guðmundsson. Upptaka leyfð Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: Taugatitringurinn fyrir úrslita- keppnina um íslandsmeistaratitil- inn í körfuknattleik er byrjaður. Það sásí í Grindavík á sunnudags- kvöldið þegar heimamenn léku við KR. Þangað mætti útsendari Njarðvíkinga til að taka upp leik- inn, vegna þess að Njarðvík mun leika við KR í úrslitakeppninni. KR-ingar mótmæltu þessu en Grindvíkingar leyfðu honum hins vegar að mynda. ísland í 39. sæti ísland er áfram í 39. sæti á styrk- leikalista Alþjóða knattspymu- sambandsins en fyrsti listi ársins var birtur í gær. ísland hefur ekk- ert sphað frá því í desember og Evrópuþjóðir hafa lítið hreyfst á listanum. Af 49 Evrópuþjóðum er ísland númer 21 í rööinni. Chile, næsti mótherji íslands, stekkur til dæmis upp í 38. sæti úr því 47. en Finnar hrapa í staðinn úr 38. sæt- inu niður í það 46. Tíu bestu þjóðirnar eru: 1. Bras- ilía, 2. Spánn, 3. Ítalía, 4. Svíþjóð, 5. Þýskaland, 6. Noregur, 7. Arg- entína, 8. Holland, 9. Mexíkó, 10. írland. Danir eru í 15. sæti og Eng- lendingar í því 20. en alls eru 179 þjóðir á listanum. MagnúsmeðáEM? Góðar líkur eru á því að Magnús Matthíasson, fyrrum leikmaður með Val, spili með íslenska lands- liðinu í körfuknattleik í Evrópu- keppni landsliða í Sviss í maí. Islenska liðið vantar tilfmnan- lega hávaxinn miðherja en Magn- ús er 2,04 metrar á hæð. „Magnús hefur tekið mjög vel í að koma og þaö yrði styrkur í honum. Hann sýndi það um jólin þegar hann var með í einum landsleik gegn Eng- lendingum," sagði Torfi Magnús- son landsliðsþjálfari við DV í gær. Rotuðu mót- herjana Andrés Guðmundsson og Guðni Sigurjónsson kepptu í hnefaleik- um í Las Vegas í fyrrinótt en þeir stefna að frama í íþróttinni í Bandaríkjunum. Báðir rotuðu þeir andstæðinga sína eftir nokkrar sekúndur. GóugleðiValsmanna Valsmenn halda góugleði í Vals- heimhinu að Hlíðarenda næsta fóstudagskvöld. Hátíðin hefst kl. 20. Boðnar verða léttar veitingar og góðir skemmtikraftar. Cantonaákærður Breska lögreglan gaf í gær út ákæru á hendur franska knatt- spyrnumanninum Eric Cantona fyrir líkamsárás. Eins og kunn- ugt er réðst Cantona á stuðnings- mann Cr. Palace, sparkaöi i hann og kýldi, þegar haim var á leið til búningsherberja eftir að hafa veriö vikið af leikvelli í leik með United gegn Palace. Dæmt verður í málinu fyrir rétti 23. mars og verði hann fund- inn sekur á hann yfir liöfði sér aht að sex mánaða fangelsi. A-riðill: Njarðvík.....29 28 1 2913-2354 56 Skallagr.....29 17 12 2339-2255 34 Þór A........29 16 13 2720-2655 32 Haukar.......29 9 20 2399-2504 18 Akranes......29 7 22 2510-2811 14 Snæfell......29 2 27 2258-2929 4 B-riðih: Grindavík...29 22 7 2816-2435 44 ÍR...........29 22 7 2621-2430 44 Keílavík.....29 18 11 2775-2631 36 KR...........29 14 15 2428-2407 28 Tindastóh... 29 10 19 2326-2508 20 Valur........29 9 20 2427-2603 18 Torrey frábær - þegar Tindastóll vann mikilvægan sigur á Val Guðmundur Hilmarsson skrifar: Tindastóll vann mikilvægan sigur á Val, 92-96, í DHL-dehdinni í körfu- knattleik að Hhðarenda í gær. Bæði félögin eru í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppnina, eins o'g Haukar og ÍA, og eftir þennan sigur standa Stólarnir best að vígi. Leikurinn þróaðist út í einvígi Bandaríkjamannanna Jontahans Bow hjá Val og John Torreys hjá Tindastóh en þeir skoruðu bróður- partinn af stigum félaga sinna. Torr- ey átti frábæran leik og skoraði 48 stig, þar af 7 þriggja stiga körfur, og Bow var ekki langt undan með 41 stig og 5 þriggja stiga körfur. Aður er getið um stórleik Torreys en Páll Kolbeinsson átti einnig skín- andi leik og var sérlega drjúgur undir lokin. Þá var Ómar Sigmarsson góður en hann skoraði sex glæsilegar 3ja stiga körfur. Bow var yfirburðamaöur hjá Val og án hans væri liðið hla statt. Ragnar Þór Jónsson kom sterkur upp í síðari hálfleik og minnstu munaði að honum tækist að jafna með þriggja stiga skoti áður en Páh Kolbeinsson innsiglaði sigur gestanna úr vítaskoti. Valur - Tindastóll (47-50) 92-96 2-3,17-9,17-17,20-22,34-37, (47-50), 61-66,66-66,76-86,85-91,90-92,92-96. • Stig Vals: Bow 41, Ragnar 20, Bragi 12, Bjarki 8, Björn 8, Bergur 3. • Stig Tindastóls: Torrey 47, Páh 22, Ómar 20, Hin- rik 6, Arnar 3. 3ja stiga skot: Valur 10, Tindastóll 15. Vítanýting: Valur 26/19, Tindastóh 29/23. Dómarar: Einar Skarphéðinsson og Einar Einarsson, góðir. Áhorfendur: Um 100. Maður leiksins: John Torrey, Tindastóli. Langþráður sigur Arsenal Arsenal sigraði Nottingham Forest, l-O, í ensku úrvalsdcildinni í knatt- spyrnu í gær og var þetta fyrsti heimasigur hðsins í heila tjóra mánuði. Sigurmarkið skoraði Chris Kiwomya 9 mínútum íýrir leikslok en hann var einn af síðustu leikmönnunum sem George Graham keypti til félags- ins. Hohendingurinn Glenn Helder lék sinn fyrsta leik með Arsenal og stóö sig vel. í 1. deild komst Tranmere upp í fyrsta sætið með sigri á Charlton, 0-1, en úrsht annarra leikja uröu þessi: Barnsley-Mihwah 4-1, Grimsby-Stoke 0-0, Oldham-WBA 1-0, Port Vale-Derby l-O, Portsmoutli-Luton 3-2, Read- ing-Southend 2-0, Sheff. Utd-Burnley 2-0, Watford-Sunderland 0-1, Wol- ves-Middlesbrough 0-2. í Skotlandi var einn leikur í úi'valsdeildinni, Dundee Utd. vann 1-0 sígur á Falkirk. HM 74 dagar til stefnu 200 handboltar Adidas, einn helsti stuðnings- aðhi IHF og HSÍ, ætlar að gefa 200 handbolta til keppninnar og verð- ur eingöngu leikið með Adidas- boltum á HM. Landshð 12 þjóöa, sem leika á HM, eru á samningi hjá Adidas og er íslenska liðið í þessum hópi. Gjafmildur ísfirdingur í síðustu viku barst HSÍ bréf frá Herdísi Albertsdóttur sem býr á ísafirði. Hún er vel við aldur en fylgist engu að síður vel með ís- lenska landshðinu. í umræddu bréfi Herdísar var 10.000 kr. gjöf sem hún vildi að nýtt yrði th undirbúnings HM. Vantar sjálfboðaliða Reiknað er með að 49 sjálfboða- hðar verði starfandi hvern leik- dag á hveijum keppnisstað á meðan á HM stendur. Enn vantar á að þessar stööur séu fullmann- aðar og fer skráning fram hjá HM-nefnd í síma 684280. Hverjirfá að aka? Sem dæmi um verksvið sjálf- boðaliðanna er akstur Nissan bíl- anna sem Ingvar Helgason hf. hefur lagt keppninni til. Gert er ráð fyrir að 40-50 manns þurfi eingöngu í ekilsstóhnn. 900rútuferðir Hvert hð þarf að fara oft frá hóteh til æfingaaðstöðu og síðan í leiki. Tímasetningar vegna þess- ara ferða verða að vera mjög ná- kvæmar. Samtals verða þetta um 900 rútuferðir. Símstöð í Laugardal? Póstur og sími hefur fyrirhugað að koma upp símstöð í Laugar- dal. Th að þjóna blaðamönnum þarf að tengja um 20 faxtæki og 200 síma. 150 nýjar símahnur verða tengdar í Laugardalshöh.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.