Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1995, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1995 15 Ungt fólk á kjörstað Fyrir skömmu birtist frétt í ríkis- sjónvarpinu um þaö lofsverða framtak stjómmálafræðinema við Háskóla íslands að hvetja unpt fólk til að kjósa til Alþingis í vor. I frétt- inni lýsti Einar Skúlason, formað- ur félags stjórnmálafræðinema, þvi að ungt fólk nýttí kosningaréttinn hlutfallslega minna en þeir eldri. Sem hugsanlega skýringu dró hann fram þá staðreynd að fátt ungt fólk starfi á Alþingi og að þingið höfði lítið til ungs fólks. Hér eru orð í tíma töluð, og ánægjulegt að sjá að nemendur í Háskólanum eigi frumkvæði að svo mikilvægu máh sem nýting kosningaréttar ungs fólks er. Vantar fulltrúa unga fólksins Það er óásættanlegt í lýðræðis- þjóðfélagi að ákveðnir þjóðfélags- hópar, eins og t.d. ungt fólk, nýti ekki það lýðræðisafl sem felst í at- kvæðisréttinum. Sem dæmi um afl ungs fólks má nefna að helmingur kjósenda er yngri en fertugur, 40% kjósenda eru yngri en 35 ára og 10% kjósenda eru að kjósa í fyrsta sinn við næstu alþingiskosningar. Miðað við afl úngra kjósenda í þjóðfélaginu vekur aldurssamsetn- ing þingheims furðu. Einungis einn frambjóöandi yngri en 35 ára náði kjöri við síðustu kosningar og í dag eru fimm þingmenn yngri en fer- tugir. Ákjósanlegra væri að á Al- þingi sæti kraftmikið, djarft ungt fólk, fulltrúar þeirra sem erfa land- ið, í bland við eldri og reynslumeiri þingfulltrúa. Ljóst er að kosningalöggjöfin ásamt innbyggðu tregðulögmáh stjórnarflokkanna er aðalorsök þess að ungt fólk er nánast útilokað frá því að veljast ofarlega á fram- boðslista. Ungu fólki er helst treyst í svokölluð skrautfjaðra- og vara- mannasæti. Nefna má að af þeim fimm þingmönnum sem nú eru undir fertugu er meirihlutinn ætt- arlaukar. Kameljónastefna Fleiri skýringar en aldurssam- setning þingsins eru fyrir þvi að ungt fólk nýti atkvæðisréttinn hlutfallslega minna en hinir eldri. KjáUaiinn Siv Friðleifsdóttir skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi í fyrsta lagi hafa öfl á hægri og vinstri væng stjórnmálanna færst skipulega nær miðju fyrir kosning- ar. Þessi kameljónastefna var sér- staklega áberandi fyrir síðustu borgarstjómarkosningar er sjálf- stæðismenn drógu mjög úr hægra yfirbragði kosningaáróðursins. Nú má sjá tilburöi Alþýöubanda- lagsins við að draga úr vinstri öfg- um sínum með því að telja fólki trú um að einhveijir óháðir aðilar velj- ist í nafni þess á þing. Lýðskrum af þessu tagi veldur því að ungt fólk á erfitt með að átta sig á hinni eiginlegu stefnu flokkanna þegar kemur að kosningum. í öðru lagi hafa stjómmálamenn og Alþingi fengið neikvæða umíjöllun í fjöl- miðlum, og í þriðja lagi hafa stjóm- málamenn, sem margir em lög- fræðingar og hagfræðingar, tamið sér sérfræðingatungumál í fjöl- miðlum, ihskiljanlegt flestum þegnum landsins. Ahar þessar skýringar og fleiri th letja ungt fólk til að nota atkvæð- iaréttinn. Það er því sérstakt fagn- aðarefni að stjórmálafræðinemar í HÍ skuli hafa tekið það frumkvæði að hvetja ungt fólk til að kjósa í vor. Siv Friðleifsdóttir „Miðað við afl ungra kjósenda í þjóðfélaginu vekur aldurssamsetning þingheims furðu,“ segir Siv m.a. í grein sinni. „Ungu fólki er helst treystandi í svo- kölluð skrautíjaðra- og varamanna- sæti. Nefna má að af þeim fimm þing- mönnum sem nú eru undir fertugu er meirihlutinn ættarlaukar.“ Gegn stj ómarskipunum: Tillaga til stjórnskipanar Ég man þá tíð, að orðið stjórn- skipan var skhjanlegt hveijum sæmhega upplýstum þegni þessa lands. Venjulegur gagnfræðingur vissi, að þetta orð hafði nokkum veginn sömu merkingu og orðið konstitusion hefur á erlendum málum. Nú er eins og þetta góða orð hafi verið leitt th sláfrunar einhveija nóttina á meðan við sváfum. Gæti það verið að sláturhúsið stæði við Austurvöh í Reykjavík? Gagnstæð merking Forðum daga, áður en þessu greinilega orði var slátraö, hétu grundvaharlög í lýðræðisþjóðfélagi stjórnskipanarlög á voru máh. Öðru nafni stjómarskrá (sem er vont orð og vafasamt, þó enginn virðist hafa áhuga á slátran þess). Og nú þykist þingheimur vilja endurbæta mannréttindakafla svo- nefndrar stjómarskrár íslenska lýðveldisins. Framvarpið, sem for- ystumenn stjómmálaflokkanna hafa komið sér saman um heitir „Frumvarp th stjórnarskipunar- laga“. Það sem áður hét stjómskipan heitir nú stjómarskipun. Það var 18. öldin, sem mótaði hugmyndina um stjórnskipanar- lög. Thgangur þeirra var ótvírætt sá að takmarka völd ráöamanna Kjallaiinn Þorgeir Þorgeirson rithöfundur og vemda lýðinn fyrir þeim. Út- koman átti að vera lýðræði. Sú stjómskipan hefur þótt eftirsókn- arverð, þó hún standi að vísu mis- traustum fótum í ríkjum heimsins enn þann dag í dag. Endurbætur á stjómskipanarlög- um þurfa nauðsynlega að vera í anda upphafsins og hafa það að markmiði að hefta tilskipanir stjómenda fremur en styrkja. Það væri í samræmi við lýðræðis- andann. Lággróðurinn visnar Þegar frumvarp þingflokksfor- manna er lesið rennur fljótlega upp fyrir manni hver var thgangurinn með því að slátra orðinu stjórn- skipan og setja orðið stjórnarskip- un í stað þess. Þó orðin séu að vísu stofnskyld hafa þau gagnstæða ins um leið og völd tilskiparanna vaxa. Lággróður lýðræðisins visn- ar hér enn. - Þessi staðreynd blasir við þegar frumvarp th stjómar- skipunarlaga er lesið. Það væri mikið böl ef einstakhng- ar af dýrategund þeirra Ragnars Amalds og Geirs Haarde fengju að leika sér lengur í þessum slátrara- „Þaö er hætta á ferðum þar sem slátr- arar hugtaksins stjórnskipanarlög fara að gefa frá sér stjórnarskipanir um vald sitt og takmarkanir þess. Þá minnkar réttur lýðsins um leið og völd tilskiparanna vaxa.“ merkingu í þessu samhengi. Úr því lýðræðisleg stjórnskipan felst í því aö takmarka skipanir stjómarinn- ar fremur en að lúta þeim sýnist manni hér vera búið að hvolfa öhu við. Andi lýðræðisins hverfur og stjórnarskipanir koma í staðinn. Það er hætta á ferðum þar sem slátrarar hugtaksins stjómskipan- arlög fara að gefa frá sér stjómar- skipanir um vald sitt og takmark- anir þess. Þá minnkar réttur lýðs- leik. Má ekki bíða eitthvað enn með þessar breytingar á svonefndri stjórnarskrá í von mn það, að siðar meir vilhst kannski einhveijir lýð- ræðissinnar inn á Alþingi? Við gætum þekkt lýðræðissinnana á því, aö þeirra framvarp mundi heita: Framvarp til stjómskipanar- laga um breytingu á stjómarskrá lýðveldisins íslands; sem héðan í frá skal heita Lögrétta. Þorgeir Þorgeirsson Myndbönd sem sanna sak- ieysi handknattieiksmanna „Eg er hlynntur því að fara eftir myndbands- upptökum ef þær sýna að dómarar hafa haft rangt fyrir sér í því aö vísa leik- Gumwr Kiartanwon, manni af velh. Þá ætti *rHSÍ' aganeftid ekki að dæma viðkom- andi leikmann í meira bann því hann hefur þegar tekið út næga og ósanngjarna refsingu með því að vera útilokaður frá frekari þátttöku í umræddum leik. Það þarf hins vegar alltaf aö hggja Ijóst fyrir að úrskuröi dómara verður ekki breytt á meðan leik- ur stendur yíir. Megnið af leikjum í efstu deild- um er tekið upp, ef ekki af sjón- varpi þá af félögunum sjálfum, og slík myndbönd verður að taka góð og ghd ef annaö er ekki fyrir hendi. Að vísu myndu einhveijir ekki sitja við sama borö og aðrir, þvi það er aldrei hægt aö tryggja aö allir leikir séu teknir upp, en þaö er hægt aö beita þessu eins langt og það nær og fara eftir því þegar ekki fer milh mála að um rangan dóm er aö ræða. Meginatriðið er að réttlætíð ghdi og augljós mistök séu ekki látin standa og bitna á saklaus- um.“ Komnir út á mjög hálan ís „Menn eru komnir út á mjög hálan ís efþeirætlaað fara að nota myndbönd th aö úrskuröa um atriði i dómgæslu Sem byggist á Kjartan Stclnbach, mati dómara. *aratorma*ur HSÍ. Þá geta dóm- arar alveg eins hætt að dæma. Það er svo annað mál að mynd- bönd geta komið aö gagni, th dæmis ef greinhega sést aö dóm- ari hefur rekið rangan leikmann af velh eða ef úrskuröa þarf um hvort boltinn haíi iarið yfir markbnu eða ekki. Það eru atvikin varðandi Pat- rek og Breiðabhksmanninn sem hafa verið í umræðunni, hvort þeir skutu í andht markvaröaríns eða ekki. Máliö er að 99 prósent af leikmönnum og þjálfurum þekkja ekki skilgreininguna á hvað þaö þýðir aö markvörður standi kyrr, Jafnvel þótt boltinn fari ekki í andlit hans, hann nái að sveigja höfuöið ffá eða bera hönd fyrir er það ásetningurhm sem ghdir og ef dómari metur að Ieikmaðurinn hafi ætlað aö skjóta í markmanninn á að reka hann út af. Notkun myndbanda kahar á umfangsmiklar breytingar á reglugerðum og leikreglum í handbolta má aðeins breyta á al- þjóölegum þingum á fjögurra ára ffesti. Ef menn ætla að fara að ijúka til fyrir næsta ársþing HSÍ og koma með vanhugsaöar tihög- ur um breytingar á reglugerðum mun ég betjast eins og þón á móti þeim þar til þær eru skot- heldar. Annars er verr af stað íarið en heima setið.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.