Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1995, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91)563 2999 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð i lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Verkföllum afstýrt í fyrrinótt náðist samkomulag milli aðila vinnumark- áðarins um nýja kjarasamninga. Ef þeir samningar verða staðfestir á félagsfundum í einstökum verkalýðsfélögum er verkföllum afstýrt og atvinnuöryggið tryggt. Ástæða er til að þakka og hrósa forystumönnum verkalýðssam- takanna og vinnuveitenda fyrir farsælan endi á yfirvof- andi vinnudeilum. Ríkisstjórnin hefur og lagt fram sinn skerf og greitt fyrir samningum. Henni sé einnig þökk. Samningar hafa ekki verið upplagðir eins og á hefur staðið í þjóðfélaginu. Menn hafa tekið stórt upp í sig, kosningar eru í nánd sem gerir andrúmsloftið eldfimt og veður eru öll válynd í atvinnumálum þjóðarinnar. Það er heldur ekki einfalt að fmna flöt á samningum sem fuUnægir viðsemjendum og kemur sömuleiðis í veg fyrir nýjan hrunadans. Það eru nefnUega sitthvað samn- ingar og samningar og oft hafa kjarasamningar verið með því sniði að þar hefur verið samið um sýnda veiði en ekki gefna. Kjarasamningar hafa verið ávísanir á verð- bólgu og fuðrað upp á svipstundu í víxlhækkunum launa og verðlags. Launafólk hefur staðið uppi með lakari kjör þrátt fyrir samninga sem hafa í fyrstu verið hækkuð krónutala 1 launaumslögin. Slíka samninga vUja menn ekki lengur. Og sem betur fer hefur skilningur aukist og sættir tekist um að haga svo málum að umsamin kjör eru raunverulegar kjara- bætur. Eða svo skulum við vona. Sú lending hefur ekki verið auðveld. Vinnuveitendur hafa ekki úr miklu að moða eftir langvarandi kreppu og samdrátt og verkalýðsforystan hefur verið undir miklum þrýstingi umbjóðenda sinna, sem margir hverjir búa við afar slök og rýr kjör. Undir þessum kringumstæðum þarf þor og þrek til að hafna þeim loddaraleik að berja í borðið og einblína á skammtíma ávinning. Það hefur verið auðveld leið að bíta í skjaldarrendur og láta sverfa til stáls. Þá freistingu hafa verkalýðsforingjarnir staðist og eru þeir menn að meiri á eftir. Það sem ræður úrshtum er sú staðreynd að ahur al- menningur gerir sér grein fyrir að bættur efnahagur verður ekki sóttur í vasa viðmælendanna einna og sér og þorri landsmanna veit að kreppan er nálæg og atvinn- an stopul ef skynsemin ræður ekki fór. Það má engu muna á þeirri sjóferð svo ekki sé kollsiglt. Fólk vih ekki verkfah. Hvað sem Uður beiskju og þreytu hins almenna launamanns er hann ekki reiðubú- inn til verkfaUsátaka sem bæði koma vinnuveitendum og verkalýð í koU þegar upp er staðið. Auðvitað gátu málalok orðið þau, eins og svo oft áður, að verkfaU skylU á og hart mætti hörðu án þess að nokkur réði við þá atburðarás. Og það var af þeim sökum, í því ljósi, sem samninganefndir beggja vegna borðsins lögðu hart að sér að ná samningum áður en í óefni var komið. Þetta hefur tekist og þjóðinni léttir. Samningar eru sigur fyrir þá sem standa að þessum samningum og þeir eru vitnisburður um breytta og betri tíma í kjaramálum og á vinnumarkaðinum. Þann skugga ber á þau gleðUegu tíðindi að samningar eru í höfn að kennarar hafa lagt niður vinnu og eru enn í verkfalU. Hins vegar hljóta aUsherjarkjarasamningar að hvetja mjög tU samkomulags í deUu ríkisvaldsins og kennarafélaganna, enda annað vart sæmandi. Kennarar geta ekki skorast undan þeim almannavUja að finna kjaramálum sínum sams konar farveg og aðrir launþeg- ar hafa samþykkt. EUert B. Schram „Félög af þessu tagi eru hluti „peningaaflanna" i landinu. Ég hef áður sagt, að stjórn BSR6 sé í kaskó, þegar til tekjuöflunar er litið.“ Sérréttindahópur Alþýðubandalagsins Alþýðubandalagið hefur brugðið sér í mörg líki til að fela ófagra for- tíð sína. Það hefur einnig talið sér nauðsynlegt nú að slá ryki í augu kjósenda í von um að fá meira fylgi fyrir vikið. Pólitískur leikaraskapur Alþýðubandalagsins Fyrir þessar kosningar er það ekki Alþýðubandalagið eitt, sem býður fram hér í Reykjavík heldur hafa svonefndir „óháðir" gengið til liðs við það, en hugtakið nær yflr Ögmund Jónasson, formann BSRB, og Bryndísi Hlöðversdóttur, lög- fræðing Alþýðusambands íslands. Löng hefð er fyrir því hér á landi, að forystumenn í verkalýðshreyf- ingunni séu virkir þátttakendur í flokkspólitísku starfi eða í fram- boði fyrir stjórnmálaflokka. Við því er ekkert að segja, enda berjast þeir fyrir opnum tjöldum í félögum sínum. Það er hins vegar til marks um þann pólitíska leikaraskap sem einkennir Alþýðubandalagið, að nú skuli orðinu „óháðir" bætt við nafn flokksins í, Reykjavík til að gefa þeim Ögmundi og Bryndísi færi á að segjast ekki vera í framboöi fyr- ir Alþýðubandalagið! Hærri skattar Ögmundur Jónasson sagðist fara í þetta framboð til þess að berjast við „peningaöflin" í landinu. í stuttu máh felst þessi barátta hans og Alþýðubandalagsins í því að boða stórfelldar skattahækkanir og aö komið verði á fót nýjum opin- berum millifærslusjóðuni. Síðan er farið á fundi og því lofað, að fundar- Kjallariim Björn Bjarnason alþingismaður menn fái fé úr þessum sjóðum, fái Alþýðubandalagið úthlutunarvald að kosningum loknum. Þessi barátta við „peningaöflin" er í góðu samræmi við sósíaliska fortíð Alþýðubandalagsins. Stjórn- málastefna af þessu tagi gagnast þeim þó síst, sem lofað er mestu. Lögverndaðar tekjur Ögmundur Jónasson er formaður í stéttarfélagi, sem nýtur þeirrar lögverndar við tekjuöflun sína, að menn eru skyldaðir til að greiða til þess, þótt þeir séu ekki í félaginu. Félög af þessu tagi eru hluti „pen- ingaaflanna" í landinu. Ég hef áður sagt, að stjórn BSRB sé í kaskó, þegar til tekjuöflunar er litið. Kosningastjóri Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík fer fram á rit- völl DV 16. febrúar og ræðst á mig með persónulegum svívirðingum fyrir að vekja athygli á þessari staðreynd. Er það í góðu samræmi við málefnafátækt Alþýðubanda- lagsins almennt. Hitt er ljóst, að kosningastjórinn veit ekkert um máhð, þegar hún segir aðstöðu Sjómannafélags Reykjavíkur og Verslunarmanna- félags Reykjavíkur th að innheimta félagsgjöld hina sömu og BSRB. Félögin njóta engrar lögvemdar til þessarar innhemtu eins og BSRB, einmitt þess vegna á Alþingi að afnema þessi sérréttindi BSRB. Björn Bjarnason „Hitt er ljóst, að kosningastjórinn veit ekkert um málið, þegar hún segir að- stöðu Sjómannafélags Reykjavíkur og Verslunarmannafélags Reykjavíkur til að innheimta félagsgjöld hina sömu og BSRB.“ Skoðanir annarra Erlend stóriðjufyrirtæki „Þess er að vænta að á næstu árum munu erlend stóriðjufyrirtæki feta í fótspor Western Electric Ltd., og leita eftir stöðum undir nýja stóriðju, þar sem völ er á shkri orku. Þar er ísland vænlegur kostur: Ný stóriðja skapar störf, og skilur eftir sig drjúgan virö- isauka í landinu. Við eigum því að skyggnast vel um gættir áður en við forum að binda stóran hluta af ónýttum orkubirgöum landsins til áratuga með samningum um sölu á óunninni orku um streng.“ Úr forystugrein Alþbl. 21. febr. Samningar um kjarajöfnun „Samningarnir eru samningar um kjarajöfnun. Samið hefur verið um krónutöluhækkun launa en ekki prósentuhækkun nema í undantekningarthvik- um. Þetta þýðir, að þeir lægstlaunuðu fá mest í sinn hlut og hinir hærra launuðu minna... Aðrir hljóta að semja á sama grundvelh. Það eru engin rök fyrir því, að aðrir hópar launþega geri tilraun til þess að brjótast út úr þeim ramma, sem hér hefur verið sett- ur utan um kjarasamninga ahra aöha næstu tvö árin.“ Úr forystugrein Mbl. 21. febr. Fjárfesta Þjóðverjar hér? „ Það hlýtur náttúrlega að vera áhugamál mitt að gera það sem ég get th að auka vikðskipti og viö- skiptatengsl... Auðvitað er það áhugavert að fá að vita hvort Þjóðverjar vhja fjárfesta hjá okkur. Ég get ekkert um það fullyrt, en þetta er auðvitað nokkuð sem ég hef mikinn áhuga á og ætla að leggja áherslu á. En í þessu efni sem öðrum vh ég ekki segja meira en hollt er eða kveikja einhveijar gylhvonir." Ingimundur Sigfússon sendiherra; í Timanum 21. febr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.