Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1995, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1995, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 4. MARS 1995 Fordkeppniíi 1995: Tvær utan- landsferðir í boði - sendið myndir fyrir 26. mars Lífið hefur breyst mikið á einu ári hjá Elisabetu Davíðs- Það er vart hægt að sjá að fyrirsætumamman Eileen dóttur, Fordstúlku 1994. Hér brosir hún á ströndinni á Ford sé komin á áttræðisaldur. Hér er hún á spjalli Hawaii þar sem hún dvaldist sl. sumar. við keppendur. Þá er hafln leit að súperfyrirsætu íslands á nýjan leik. Það er Ford Models, umboðsskrifstofa fyrirsætna í New York, sem stendur fyrir keppn- inni Supermodel of the World, sem leitar að íslenskum þátttakanda í þá keppni. í fyrra var það Elísabet Dav- íðsdóttir sem bar sigur úr býtum og fékk hún samning viö Ford Models í París þar sem hún hefur starfað. Auk þess fékk Elísabet tvær utan- landsferðir út á sigur sinn, fyrst til Parísar og síðan til Hawaii þar sem keppnin fór fram á glæsilegu lúxus- hóteli á eynni Maui Starfar í Mílanó Núna er Elísabet við störf í Mílanó fyrir Ford Models þar sem henni hefur vegnað mjög vel. Meöal annars hefur hún verið á auglýsingasamn- ingi við Adidas-umboðið og fleiri stórfyrirtæki. Elísabet er þegar bók- uð fram í apríl, þar á meðal er hún að fara í þriggja daga ferð til Barcel- ona, þannig að segja má að hún hafi heppnina með sér. Þær stúlkur sem áhuga hafa á draumareisum til útlanda ættu að láta taka af sér myndir sem fyrst og senda til DV. Gott er að senda tvær myndir, eina af viðkomandi allri og aðra andlitsmynd. Skilafrestur á myndunum er til 26. mars en úrslit keppninnar veröa kynnt í helgar- blaði DV 22. apríl. Aður en að því kemur verða allar myndir sendar til Ford Models í New York þar sem valið verður í úrslit. Þær stúlkur sem komast í úrslit verða kynntar sér- staklega í blaðinu. Það er Eileen Ford, módelmamman sjálf, sem vel- ur stúlkurnar sem taka munu þátt í keppninni. Helstu kröfur sem Eileen Ford ger- ir eru um hæð og þyngd. Lágmarks- hæð er 170 cm. Að öðru leyti er ekki leitað eftir neinu sérstöku útliti nema ef vera skyldi heilbrigðu og klass- ísku. Eileen Ford vill aldrei tiltaka hvemig útliti hún leitar að hveiju sinni en kallar það X-Factor. „Eg veit ekki hvemig útlitið er fyrr en ég sé þaö,“ segir hún. „Og þá læt ég það ekki sleppa." Falin stjarna Eileen hefur sagt að heppilegasti aldur fyrirsætu sé átján til nítján ár. Þá eru stúlkurnar nógu þroskaðar til að starfa sem fyrirsætur. Þrátt fyrir þessa skoðun vill hún ekki setja svo þröngar skoröur varðandi ald- urstakmörk í keppnina þar sem ávallt séu til undantekningar frá reglunni. „Það getur leynst „stjarna" einhvers staðar sem er eldri eöa yngri,“ segir hún. Þetta er í áttunda skiptið sem DV tekur þátt í leitinni að súperfyrir- sætu íslands fyrir Ford Models en áhugi á keppninni hefur aukist ár frá ári. Á síðustu árum hafa um og yfir eitt hundraö stúlkur sent inn myndir í keppnina og er áhuginn því gífur- legur. Keppnin Supermodel of the World hefur verið haldin á hvetju ári und- anfarin fjórtán ár. Eileen Ford setti þessa keppni á laggirnar í því skyni að finna nýjar fýrirsætur víða um heim. Það hefur sannarlega tekist. Starf fyrirsætunnar er ákaflega vin- sælt og þær sem verða eftirsóttar geta þénað milljónir á mánuði. í draumaferð til Hawaii Elísabet Davíðsdóttir, 18 ára menntaskólamær, varð Fordstúlkan 1994 og fór í keppnina Supermodel of the World á síðasta ári. Þá var hún í fyrsta skipti haldin á Hawaii. Elísa- bet uppliíði allan þann lúxus sem kvikmyndastjömur upplifa á hótel- inu sem hún bjó á en farið var með keppendur eins og drottningar. El- ísabet sagði að hótelið The Grand Wailea væri hrein paradís. Þar var hægt að velja um alls kyns heilsub- öð, m.a. fimm jurtaböð sem eiga að vera ákaflega heilnæm. „Þetta voru ólýsanlegir dagar sem ég mun minn- ast lengi," sagði Elísabet þegar hún kom heim frá Hawaii. „Þetta var sannkölluð paradís. Maður þurfti ekkert að fara frá hótelinu því þar var alltaf eitthvað nýtt að sjá á hveij- um degi. Umhverfið var ólýsanlegt pg meira að segja litskrúðugir páfa- gaukar flugu um í garðinum. Þetta var æðislegt," sagði Elísabet eftir að hafa veriö þama í átta ævintýraríka dafea. Heimsókn í Planet Hollywood Það voru þijátíu stúlkur sem tóku þátt í keppninni Supermodel of the World í fyrra, frá öUum heimshlut- um. Úrslitakeppnin fór fram í garði hótelsins" við sundlaugina, og var þar haldin mikil tískusýning. Alla átta dagana vom stúlkurnar með kvikmyndatökumenn með sér hvert sem haldið var enda var verið að búa til sjónvarpsþátt. Meðal þeirra staða sem þær heimsóttu var hinn frægi veitingastaður Planet HoUywood, þar sem farið var með þær eins og kvikmyndastjörnur. „Það var lagður rauður dregill við innganginn sem var girtur af vegna fjölmargra áhorf- enda sem þangað höfðu safnast,“ sagði Elísabet. Einnig fóm keppend- ur á sveitasetur sem reist var fyrir hina frægu leikkonu Marilyn Monroe. Lífið breyttist Það er alveg ljóst að sigur í Ford- keppninni getur breytt lífi ungrar stúlku á svipstundu eins og gerðist hjá EUsabetu. Þegar hún sendi myndir af sér i Fordkeppnina fyrir ári hafði hún aldrei komið nálægt fyrirsætustörfum. Margir höíðu hvatt Elísabetu tíl að senda myndir af sér i keppnina enda hafði hún ákjósanlega hæð fyrir sUka keppni, 176 cm. EMsabet er fædd 28. júní 1976 og var nemandi í Menntaskólanum við HamrahMð. Hún hefur nú tekið sér stutta hvOd frá námi meðan hún gerir garðinn frægan í útlöndum og fær að kynnast öörum heimi sem færri stúlkur komast í en vilja. Umsókn um starf Fordkeppnin er í rauninni ekkert Ert þú fyrirsæta ársins? N d íl 1 Aldur............. Heimili ■■■■■■■■■■•■■■■■■■• Símanúmer......... Póstnr. og staður Hð&ð ■•■■■■■■■■■••■•■•■••••■ Staða •■■■■■•■■■■■■«•■■■■■■ Hefur þú starfað við fyrirsætustörf? Fyllið í réttan reit já □ nei □ Ef svarið er jatandi þá hvar.................................. Myndirnar sendist til: Ford-keppnin, Helgarblað DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík Gleymið ekki að senda myndir með. í í 4 4 4 i 4 é m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.