Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1995, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1995, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 4. MARS 1995 Erlend bóksjá Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Frederick Forsyth: The Flst of God. 2. Mary Wesley: An Imaginative Experience. 3. Peter Hoeg: Miss Smitla's Feeling for Snow. 4. Anne Rice: Interview with the Vampire. 6. Anne Rice: The Wampire Lestat. 6. Katie Fforde: Living Dangerousty. 7. Edith Wharton: The Buccaneers. 8. Sebastian Faulks: Bírdsong. 9. Nicholson Baker: The Fermata. 10. John Updike: Brazit. Rit almenns eðlis: 1. W.H. Auden: Tell Me the Truth about Love. 2. Jung Chang: Wild Swans. 3. R. Bauval 8i A. Gilbert: The Orion Mystery. 4. Andy McNab: Bravo Two Zero. 6. Jean P. Sasson: Daughters of Arabia. 6. Quentin Tarantino: Pulp Fiction. 7. R. Philtips & L. Land: The 3.000 Mile Garden. 8. N.E. Thing Enterprises: Magíc Eye. 9. Konrad Spindler: The Man in the lce. 10. Alan Clark: Diaries. (Byggt á The Sunday Times) Danmörk Skáldsögur: 1. Michaef Crichton: Afsloringen. 2. Jern Riei: En arktisk safari og andre skroner. 3. Jostein Gaarder: Sofies verden. 4. Peter Hoeg: Froken Smillas fornemmelse for sne. 6. Jette Kjærboe: Rejsen til kærlighedens o. 8. Jung Chang: Vilde svaner. 7. Anne Rice: En vampyrs bekendelser. (Byggt á Politiken Sendag) Síðustu sögur af dýralækni Vinsælasti dýralæknir heimsins er aUur. James Alfred Wight lést fyrir fáeinum dögum úr krabbameini á heimili sínu í smábænum Thirsk í norðurhéraði Yorkshire á Englandi. Hann var 78 ára að aldri - og heims- kunnur undir höfundarnafni sínu: James Herriot. Hann sendi frá sér 17 bækur sem allar hafa selst í risa- upplögum víöa um heim. Þá hafa sjónvarpsþættir, sem byggöir voru á frásögnum hans af ævintýrum dýra- læknis í dölum Yorkshire, notið mik- illi vinsælda. Bækur Herriots fjalla allar um reynslu hans sjálfs í starfi og leik. Hann fæddist 3. október árið 1916 í enska bænum Sunderland en ólst upp í Glasgow þar sem hann stund- aði nám við dýralæknaskólann. Hann hugðist sérhæfa sig í meðferö á gæludýrum. Eina starfið sem bauðst En það fór á annan veg því eina starfið sem bauðst þegar hann út- skrifaðist var í sveitaþorpinu Thirsk. Hann sló til og gegndi störfum dýra- læknis þar áratugum saman eða allt til 72 ára aldurs. Þá tók sonur hans við embættinu og fékk reyndar af og til hjálp frá gamla manninum. Herriot hafði alltaf gaman af að segja sögur úr starfi sínu sem dýra- læknir í þessum sérstæðu byggðum Englands. En hann fór ekki að skrá þær á blað fyrr en um fimmtugt, þegar hann hafði gegnt dýralæknis- James Alfred Wight, öðru nafni Herriot. Nafnið fékk hann „að láni“ hjá fótboltamarkmanni sem hann sá í beinni sjónvarpsútsendingu! Umsjón Elías Snæland Jónsson starfmu í aldarfjóröung og þá aðeins eftir ítrekaða hvatningu frá eigin- konu sinni Joan sem nú lifir mann sinn. Tvær fyrstu bækur Herriots, „It Shouldn’t Happen to a Vet“ og „If Only They Could Talk“, en þar segir hann frá fyrsta ári sínu sem dýra- læknir í sveitinni - seldust hægt til að byrja með í Bretlandi. En þegar sögurnar komu út í einni bók í Bandaríkjunum undir samheitinu „All Creatures Great and Small“ slógu þær í gegn svo að um munaði og gerðu hann víðfrægan og ríkan. Ferðamannastraumur Hann sendi margar bækur frá sér næstu árin og það fór allt á sömu leið. Sjónvarpsþættirnir juku á frægö hans og ferðamenn tóku að flykkjast til Thirsk og sveitanna þar í kring til að sjá þá staði og það fólk sem Herriot skrifaði um í bókum sín- um - enda fór hann ekki leynt meö aö allar frásagnir hans væru lýsingar á sönnum atburðum. Af þessu hefur risið umtalsverður ferðamannaiðn- aður á svæðinu sem gengur gjarnan undir nafninu „Hérað Herriots.“ Sjálfur tók hann þessari frægð vel: var alltaf reiðubúinn að hitta fólk sem kom í heimsókn. Hann breytti líka fáu í daglegu lífi sínu þrátt fyrir auðæfin - hélt áfram að sinna mönn- um og dýrum í Yorkshire og skrifa um þessa félaga sína. Síðasta bók Herriots, „Every Liv- ing Thing“, kom út fyrir tveimur árum - en þá voru liðin tíu ár frá næstsíðustu bók hans. Hún varð metsölubók sem hinar fyrri. Fyrir þremur árum veiktist hann af krabbameini. Engu að síður dvald- ist hann heima við í faðmi fjölskyld- unnar þar til yfir lauk. Hann átti tvö börn með konu sinni, John og Rosie, og barnabörnin eru fjögur. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. T. Clancv 8i S. Píeczenik: Tom Clancy's Op-Center. 2. LaVyrie Spencer: Family Blessings. 3. Allan Folsom: The Day after tomorrow. 4. Dean Koontz: lcebound. 5. Danielle Steei: Accident. 6. Julie Garwood: Prince Charming. 7. Robin Cook: Fatal Cure. 8. E. Annie Proulx: The Shipping News. 9. Judith Krantz: Lovers. 10. Michael Crichton: Disclosure. 11. Wilbur Smith: Ríver God. 12. Barbara Delinsky: For My Ðaughters. 13. Louisa May Alcott: Little Women. 14. Peter Hoeg: Smilla's Sense of Snow. 15. Roger M. Allen: Ambush at Corellia. Rit almenns eölis: 1. B.J. Eadie & C. Taylor: Embraced by the Light. 2. Sherwin B. Nuland: How We Die. 3. Thomas Moore: Care of the Soui. 4. Delany, Delany 8i Hearth; Having Our Say. 5. Jerry Seinfeid: Seinlanguage 6. Thomas MoDre: Soul Mates. 7. Newt Gjngrich, D. Armey o.fi: Contract with America. 8. Maya Angelou: Wouldn't Take Nothing for My Journey now. 9. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 10. Karen Armstrong: A Hístory of God. 11. M. Hammerog J. Champy: Reengineering the Corporation. Traveled. 12. Maya Angelou: I Know why the Caged Bird Sings. 13. BaileyWhite: Mama Makes up Her Mind. 14. Kathleen Norris: Dakota. 15. M. Scott Peck; Further along the Road Less (Byggt é New York Times Book Review) Vísindi Kjamorkuver fyrir tvö þúsund milljónum ára Aðdráttar- augu Þeir sem hafa furðað sig á ná- kvæmni kameljónanna þegar þau skjóta út tungunni til að veiöa sér flugur í matinn geta sofiö rólega hér eftir. Vísindamenn hafa kom- ist að því að dýrin eru með eins konar aðdráttaraugu. Tilraunir sem geröar voru við augndeild háskólans í Tubingen í Þýskalandi leiddu í Ijós að augu kameljónsins vinna ekki ósvipað aðdráttarlinsum á myndavélum. „Við vitum ekki betur en þetta sé einsdæmi i dýrum," segir Mic- hael Land, sérfræðingur í sjón við háskólann í Sussex. Leita ekki aðstoðar Sænskir læknar segjast hafa komist að því hvers vegna kari- menn séu líklegri til að svipta sig lífi en konur. Jú, þeir neita aö viðurkenna depurð sína eða leita aöstoðar. „Helmingi færri karlmenn en konur þjást af depurð. Samt eru sjálfsmorð fimm sinnmn tíöari meðal sænskra karia en kvenna,“ segja læknarnir í bréfi til lækna- blaðsins LanceL Aðrar rannsóknir hafa sýnt að karlmönnum tekst yfirleitt betur upp í sjálfsvígum en konum. Umsjon Guötaugur Bergmundsson Það var um kafíileytið þann 2. des- ember 1942, á veggjatennisvelli undir Stagg Field íþróttaleikvanginum í Chicago, sem kjarnorkuöldin eins og viö þekkjum hana hófst. Þá tókst vís- indamönnum að viðhalda keðju- hvarfi í tvær mínútur í fyrsta kjarna- ofni heimsins. Þeir voru að vinna að kjarnorkuvopnaáætlun Bandaríkj- anna. Móðir náttúra var hins vegar löngu búin að sigra í kapphlaupinu um kjarnorkuna með „náttúrulegum" kjarnaofni lengst inni í frumskógum Afríkuríkisins Gabons fyrir tvö þús- und milljónum ára. „Þetta voru keðjuhvörf sem fram- leiddu öll kjarnkleyfu efnin, þar á meðal plúton, sem eru i nútíma kjarnaofnum," segir Ian McKinley, sérfræðingur í upplýsingum um kjarnorkumál. Jarðvísindamenn segja að náttúru- legi kjarnaofninn í Oklo, í úranauð- ugu héraði í regnskógum Gabons, hafi byijað á forkambríutímabilinu fyrir um það bil tvö þúsund milljón- um ára og að hann hafi gefið frá sér orku öðru hveiju í allt að fimm hundruð þúsund ár. Kjamaofn þessi gleypti milli sex og tólf tonn af kjamkleyfu úrani 235 (U235), framleiddi um 16,5 gígavattár af orku og fjögur tonn af plútoni áður en hann lagðist í dvala. Ef varmaork- unni sem myndaðist við þennan klofning væri breytt í raforku svar- aði það til framleiðslu rúmlega hálfr- ar Blönduvirkjunar á ári í fimm hundruð þúsund ár. Svona lítur nútíma kjarnorkuver út. McKinley segir að fyrsta vísbend- ingin um að eitthvað óvenjulegt væri á seyði í Oklo hafi verið sú að minna er um U235 í úrangrýtinu en búist var við. Annars staðar í heiminum er hlutfallið milh U235 og U238, sem er ekki kjamkleyft, stöðugt. Því er ekki að heilsa í Oklo. Franskir jarðvísindamenn héldu fyrst að um skekkjur í útreikningum væri að ræða. „En þeir komust að því að gengið var á það. Þeir komust að því að það hafði í raun orðið kjarnaklofningur í úrangrýtinu fyrir tvö þúsund milljónum ára,“ segir McKinley. Svipuð keöjuhvörf hafa orðiö víðar í Gabon en hvergi annars staðar í heiminum. Ástæðan fyrir þvi að þessi keðju- hvörf eru möguleg þar er sú að óvenju mikiö var af U235 í úrangrýt- inu fyrir milljónum ára, einhvers staðar á bilinu þrjú til fimm prósent. Nútíma kjarnaofnar þurfa svo mikið magn en það næst eingöngu með sér- stakri úranauðgun. Nú er hlutfall U235 í Oklo aðeins 0,7 til eitt prósent þar sem gengið hefur á birgðirnar undanfarin árþúsund. Súrefni á einu tungli Júpíters Stjörnufræðingurinn Doyle Hall og félagar hans við Johns Hopkins háskólann í Bandaríkj- unum hafa fundiö súrefni á einu af tunglum Júpíters. Súrefhið fannst á tunglinu Evr- ópu, sem er á stærð við tungliö okkar jarðarbúa, en yfirborð þess er úr klaka. Tungl þetta er er annað í röðinni taliö frá Júpíter. Hall segir að tilvist súrefnisins á Evrópu þýði ekki endilega aö líf finnist þar í framtíðinni og bendir á að hitastig á yfirborði tunglsíns sé 135 gráða frost. „Evrópa er mjög svo kaldur staður. Það er ekki hagstætt Ufi eins og við þekkjum það.“ Betri rönt- gengeislar Ástralskir vísindamenn hafa fundið aðferð til að bæta röntgen- geisla svo hægt er að ná fram nákvæmari myndum en nota um leið minni skammta og þá ekki eins hættulega. Vísindamennimir beindu rönt- gengeislanum í gegnum silíkon- kristalla og hötnuðu myndirnar til mikilla muna þar sem kristall- aniir juku andstæðurnar í þeim. í tímaritinu Nature segir að uppgötvun Ástralanna gæti haft mikla þýöingu fyrir leit að krabbameini í brjóstum þar sem læknar hafa til þessa verið frem- ur tregír að mynda konur oft vegna hættu á of mikilli geislun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.