Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1995, Side 13
LAUGARDAGUR 4. MARS 1995
13
West Side Story var frumsýnd í gærkvöldi:
Kraftmikið fólk
og hæfileikaríkt
- segir Sigrún Waage sem fer meö hlutverk Anitu í uppfærslunni
„Þaö hefur veriö mikill hugur í
fólkinu og mikil gleði. Viö erum farin
aö finna þessa spennu sem magnast
upp fyrir frumsýningu og hlökkum
til aö takast á við hana,“ sagði Sigrún
Waage leikkona í samtali við DV á
fimmtudag en þá var aöeins sólar-
hringur í frumsýningu á söngleikn-
um West Side Story eða Saga úr vest-
urbænum í Þjóðleikhúsinu. Gener-
alprufan tókst mjög vel á miðviku-
dagskvöldið og voru leikarar að slípa
sýninguna á síöustu æfingu á
fimmtudag.
Saga úr vesturbænum er eitt af
stærri verkefnum Þjóðleikhússins en
um hundrað manns koma við sögu í
þessari uppfærslu. Mikið er lagt upp
úr dönsum og er það Bretinn Kenn
Oldfield sem hefur samið þá og æft.
Það var sl. vor sem byijað var að
ráða leikara í Sögu úr vesturbænum.
Þá tóku við langar og strangar pruf-
ur, meðal annars í aðalhlutverkin,
hlutverk Tonys og Maríu, en það eru
þau Marta Halldórsdóttir og Felix
Bergsson og Valgerður Guðnadóttir
og Garðar Thor Cortes sem skipta
þeim á milli sín. Sigrún átti upphaf-
lega að vera í öðru hlutverki í sýning-
unni en tók við einu af aðalhlutverk-
unum, hlutverki Anitu, þegar Stein-
unn Ólína Þorsteinsdóttir forfallað-
ist í janúar.
Sigrún segir að það hafi veriö mjög
gaman að taka þátt í þessu verkefni.
„Hver sýning á sinn sjarma og er það
skemmtilegasta sem maður gerir
hverju sinni,“ segir hún og bætir við
að hlutverk Anitu sé ákaflega
skemmtilegt og krefjandi enda annað
af tveimur aðalkvenhlutverkunum.
Sigrún hefur verið starfandi leik-
kona frá árinu 1987 er hún kom úr
námi. Hún hefur verið í margvísleg-
um hlutverkum síðan, undanfarin
þijú ár í Borgarleikhúsinu og þar
áður í Þjóðleikhúsinu. Hún segist
ekki geta kvartað yfir verkefnaskorti
nema hvað veturinn í fyrra eyðilagð-
ist hjá henni þar sem hætt var við
sýningu á barnaleikriti sem hún
hlafði ráðiö sig í. „Ég réð mig með
löngum fyrirvara í bamaleikritið
Hættuför og beið hálfan veturinn eft-
ir að æfingar hæfust en síðan var
tekin ákvöröun í janúar 1994 að taka
verkið ekki til sýningar. Það var
mjög slæmt.“
Sigrún segir að sá hópur sem val-
inn var í Sögu úr vesturbænum sé
kraftmikill og hæfileikaríkur hópur.
„í þessari sýningu eru gerðar miklar
kröfur til leikaranna, þeir þurfa aö
geta dansað, leikið og sungið. Fólkið
fékk góða þjálfun hjá Ástrós Gunn-
arsdóttur fyrir áramótin, síðan kom
Kenn eftir áramótin en við erum
mjög heppin að fá að vinna með þeim
manni. Það er ekki á hverjum degi
sem við fáum að vinna með svo
flinku fólki og maður reynir að læra
eins mikið og maður getur. Hann er-
snillingur að'fá það besta út úr fólki
og jafnvel enn meira.“ segir Sigrún
Waage, einn af þeim fiölmörgu leik-
urum sem fara með hlutverk í þess-
um fræga söngleik.
Sigrún Waage leikkona i hlutverki sínu sem Anita í söngleiknum West Side
Story.
Anita (Sigrún Waage) ásamt kærast-
anum Bernando (Baltasar Kormáki).
DV-myndir Brynjar Gauti
Bridge
Bridgefélag
Borgamess
Aðalsveitakeppni félagsins lauk
miðvikudaginn 22. febrúar. Sex sveit-
ir tóku þátt í keppninni og Smásveit-
in haíði nokkra yfirburði og var með
fullt hús fyrir síðustu umferðina.
Lokastaða efstu sveita varð þessi:
1. Smásveitin 113
2. Borgfirsk blanda 93
•3. Dóra Axelsdóttir 80
4. Sigurbjöm Garðarsson 76
Spilarar í Smásveitinni voru Jón Þ.
Bjömsson, Magnús Ásgrímsson, Jón
Á. Guðmundsson og Guðjón Ingvi
Stefánsson. Búnaöarbanki íslands
gaf verðlaun í keppnina.
Bridgefélagið
Muninn,
Sandgerði
Miðvikudaginn 22. febrúar voru
spilaðar 6 umferðir í meistaratví-
menningi félagsins og staða efstu
para að loknum 12 umferðum er
þannig:
1. Gísli Torfason -
Jóhannes Sigurösson...........75
2. Óli Þór Kjartansson -
Kjartan Olason................70
2. Amór Ragnarsson -
Karl Hermannsson..............70
4. Bjöm Dúa -
Bjöm Blöndal..................47
5. Gunnar Guðbjömsson -
Vignir Sigursveinsson.........41
6. Amar Amgrímsson -
Reynir Óskarsson..............23
7. Eyþór Jónsson -
Garðar Garðarsson.............21
8. Eyþór Björgvinsson-
Ingimar Sumarliðason..........14
Ertu að hugsa um stutta
m Æ
ÆP _ ,v „
Enginnkostnaður af-millilai
Mjög gott vöruúrval, oft á betra Verði en erlendis.
Frumsýningar á nýjustu kvikmyndum með
íslenskum texta, stórsýningar í leikhúsunum,
frábær veitingahús að hætti margra þjóða,
fjölbreytt næturlíf og síðast en ekki síst glæsileg "show".
pwrjjrjgj"
Þaö er ekki dstæða til að Þiðfáið allt það besta i
leita langt yfir skammt. H Ó T ~E L heimsborginni Reykjavík.
ISLAND
ÁRMÚLI 9. 108 REYKJAVÍK, SÍMI 568 8999, FAX 568 9957
uusjyuu^auuu
Úrvals hótel - HÓTEL ÍSLAND - herbergin gerast varla betri.
Glæsilegt morgunverðarhlaðborð, vinsælasti skemmtistaður
landsins í húsinu, frítt í sund og innanhúss bilageymsla.
*