Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1995, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1995, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 4. MARS 1995 Dagur í lífl Þónmnar Gestsdóttur ritstjóra: Sala þúsund bíó- miða undirbúin Þórunn Gestsdóttír ritstjóri hefur ásamt öðrum lionskonum verið önnum kafin við sölu aðgöngumiða á frumsýningu á kvikmyndinni Nobody’s Fool með Paul Newman. Ágóðinn af miðasölunni fer til tækjakaupa handa fíkni- efnalögreglunni. DV-mynd GVA Fyrsta hugsun snemma morguns var: hvert spor í dag verður að taka varlega því mikið er í húfi og nýta þarf tímann. Þetta fyrirbæri, tíminn, flaug samt fram hjá án þess aö mér tækist að nýta hann eins og til stóð - ekki er nóg að hafa góðan ásetning. Kostirnir við að hafa skrifstofu, vinnustað, í sama húsnæöi og heim- ili eru nokkrir. Einn er að hægt er að mæta í vinnuna á morgunslopp og heíja störf um leið og katfikannan fer í gang. Nýflutt með skrifstofuhald heim skiptir mikiu að koma auga á kostina: enginn flutningskostnaður, minni kostnaður við vinnufatnaö og betri nýting á húsnæði sem var ónot- að alla virka daga! Mexíkóferð undirbúin Með því fyrsta sem vaknaði í morg- unskímunni og fyrsta kaflibollanum var tilhugsun um næstu viku - hugs- að til framandi menningar, sólar og hita. Til að undirbúa þá stund, eða þær stundir í næstu viku, brá ég mér út i snjó og frostkulda og lagðist á ljósabekk í næsta húsi. Það er Uður í undirbúningi fyrir feröaiag til Mexíkó. Á ljósabekknum var fariö yfir dagskrá næstu klukkutíma. í vor verður haldið árlegt Lions- þing á Hornafirði. Skipuleggjandi þar hringdi og ræddi um undirbún- ing þingsins og þá hhð málsins sem snýr að Lionsblaðinu sem ég ritstýri. TaUð barst að uppbyggingu ferða- mála á þessum yndislega stað, ger- semum og náttúruperlum og dugnaöi heimamanna við að byggja upp og kynna nýja afþreyingarkosti fyrir ferðamenn. Þúsund bíómiðar Nokkur símtöl tengdust vinnu fyrir Lionsklúbbinn Eir sem ég er félagi í. Við félagamir, yfir þijátíu konur, höfum verk aö vinna næstu daga: að seija eitt þúsund aðgöngumiða á kvikmyndasýningu í Háskólabíói. Kvikmyndin Nobody’s Fool með Paul Newman verður frumsýnd á þriðju- dag. Við höfum í tíu ár notið þess að vera í góðu samstarfi við Háskólabíó sem velur góða kvikmynd, við seljum svo miðana og ágóðinn rennur til verkefnis sem tengist okkar hugsjón- um í Lionsstarfinu: að leggja líknar- og mannúðarmálum hð. Þetta er okkar innlegg í baráttu gegn vímu- efnaneyslu: kaup á tækjum fyrir fíkniefnalögregluna. Aftanákeyrsla Gærdagurinn hafði sett sín spor: ég lenti í árekstri og var að nýta smástund við símann til að ræða tjónskýrslu viö tryggingafélag og huga aö skemmdum bifreiðarinnar. Ég ók aftan á aðra bifreið sem tók sinn toh! Nokkra stund gafst tóm við tölvuna og skriftir. Síðan tók við fundur hér í heima- húsum, stuttur en afdrifaríkur. Svo lá leiöin í prentsmiðjuna G. Ben- Éddu, þar voru tilbúin veggspjöld sem ég fór með á kynningarnefndar- fund. Um næstu mánaðamót mun Lions- hreyfingin standa fyrir landssöfnun og selja „Rauðar fjaðrir" um land allt. Markmiðið er að efla vísinda- menn til dáða og stuðla að því að þeir finni lausnina á gigtargátunni. Gigt hrjáir fimmta hvern landsmann og kostar samfélagið tíu milljarða króna á ári. Koddahjal Það var komið fram yfir „hefð- bundinn" kvöldmatartíma þegar fundi kynningamefndarinnar lauk. Á heimleiðinni var keypt í matinn og með sjónvarpsfréttum fór næring- arathöfnin fram. Næstu tveir tímar fóru í símtöl. Eitt símtalið var tfl Noregs, ég hringdi í afmælisbam dagsins, yngsta son minn, sem er þar við nám og íþróttaiðkun: leikur handbolta með einu Uði Óslóarborg- ar. Yngsta dóttirin kom heim frá undirbúningi fyrir handboltaleik í Víkinni. Af fimm uppkomnum börn- um mínum hitti ég fjögur í dag og í gegnum talsamband við útlönd heyrði ég í því fimmta - gott fyrir móðursálina. Maðurinn minn kom heim af Lionsfundi - enn og aftur kom Lions við sögu. Nokkur stund fyrir framan sjónvarpstækið - kvik- mynd frá Indlandi á skjánum leiddi hugann að skrifum um ferðamál og ferðalög sem er mitt aöalstarf. Dag- urinn var að kvöldi kominn og þá biðu þessar hnur. Á koddanum, rétt fyrir óminnisdá, hvarflaði hugurinn að rósóttum pils- um - þau passa líklega vel í Mexíkó - eða hvað? - stuttbuxur og erma- lausir bolir enn betra. Ég næ í ferða- töskuna strax í fyrramálið! En ég þarf að selja alla miöana „mína“ á frumsýninguna á Nobody’s Fool áð- ur en ég loka ferðatöskunni. Hvað varð um ásetning dagsins, að ná utan um tímann? Aht í lagi, þaö kemur dagur eftir þennan. Þetta koddahjal við mig sjálfa tók enda og við tóku sólarstrendur í draumaheimi - eða var ég komin til Puerto Vaharta? Finnur þú finun breytingar? 299 Hefur þér aldrei dottið í hug að kaupa pípuhreinsara? Nafn: Vinningshafar fyrir tvö hundruð nítugustu og sjö- undu getraun reyndust vera: 1. Birna Jónsdóttir, Reynilundi 10, 600 Akureyri. 2. Guðni B. Gislason, / Kirkjulæk I, 861 Hvolsvöllur Heimili:. Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau méð krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurveg- aranna. 1. verðlaun: Zodiac Sigma 300 sími að verðmæti kr. 4.950 frá Hljómbæ, Hverfisgötu 103, Reykjavík. 2. verðlaun: Úrvalsbækur. Bækumar sem eru í verð- laun heita: Líki ofaukið og Bláhjálmur úr bókaflokknum Bróðir Cadfael, aö verð- mæti kr. 1.790. Bækurnar eru gefnar út af Fijálsri fjölmiðlun. Vinningarnir verða sendir heim. Merkiö umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytdngar? 299 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.