Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1995, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 4. MARS 1995
19
Lynne við bústað sinn á Spáni en þangað hafa íslendingar komið til að
láta spá tyrir sér.
Nomin frá San Roc á Spáni:
Skyggndist inn í
framtíð borgar-
stjóra Reykjavíkur
Nornin frá San Roc á Spáni hefur
spáð fyrir um framtíð borgarstjórans
í Reykjavík, Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur. Nornin er Lynne Robin-
son spákona sem Margrét Sölvadótt-
ir rithöfundur heimsótti er hún var
á ferð á Spáni.
„Ég fór til hennar til aö biöja hana
aö spá fyrir mér en baö hana í lokin
að taka þátt í tilraun með mér. Ég
sagðist ætla að hugsa sterkt um eina
sérstaka persónu á íslandi á meðan
ég stokkaði tarotspilin. Lynne sagð-
ist sjá að þetta væri manneskja sem
væri mjög í sviðsljósinu og sem hefði
mikið með lög og reglu að gera. Hún
væri manneskja sem væri fær um
að gera sér mat úr starfi sínu og hefði
örlögin í hendi sér. Þaö hefðu verið
miklar vangaveltur um hana og til-
finningalegt uppnám í kringum
hana. Fólk reyndi að draga úr valdi
hennar. Hún færi í ferðalag sem
henni væri mikilvægt. Hún ætti mjög
gott með að setja sig í ný hlutverk
og hún væri manneskja sem ætti
gott með að vera óhlutdræg en því
miöur líka manneskja sem ekki ætti
gott með að vinna við mikið and-
streymi. Því miður virtust vera sam-
tök karlmanna sem reyndu ítrekað
að koma henni úr starfi og þeim
gæti tekist það. Ef þeim tækist þaö
færi hún yfir hafið, sennilega til
Ameríku, og hæfi störf þar. Lynne
spurði svo um hvem ég hefði verið
að hugsa og ég sagöi borgarstjórann
í Reykjavík."
Margrét fullyrðir að allt hafi ræst
sem Lynne spáði fyrir henni sjálfri.
„Ég hefðí betur hlustað á hana í sam-
bandi við sölu á fasteign sem ég átti.
Hún spáði því að mér myndi ganga
illa að innheimta peningana og sú
varö raunin.“
Margrét kveðst hafa frétt af Lynne
í gegnum breska vinkonu sína á
meðan hún bjó í Benidorm en San
Roc er þar rétt fyrir utan. Og svo lét
Margrét íslenskar vinkonur sínar
vita af spákonunni.
„Spánverjar heimsækja hana líka
og hún fer einnig í heimahús. Reynd-
ar taka Spánverjar spákonur og spá-
dóma þeirra ekki jafnalvarlega og
íslendingar. Þeir hafa alist upp við
það að bera upp öll sín vandamál við
fjölskylduna sem síöan ræðir þau
fram og til baka. Ef einhveijir eru
að rífast í fjölskyldunni setjast allir
niöur og ræöa það. Fjölskyldan fer
Spáð i spilin. Lynne Robinson sem
Spánverjar kalla nornina frá San
Roc.
stvmdum öll til spákonunnar eða fær
hana heim og hlustar á hana spá fyr-
ir einhverjum fjölskyldumeðlim. ís-
lendingar lita frekar á spádóm sem
sitt einkamál,“ segir Margrét og bæt-
ir því viö að það hafi verið Spánverj-
ar sem hafi farið að kalla Lynne
nornina.
Margrét kveðst hafa orðið mjög
forvitin um fortíð þessarar bresku
konu sem segir fólki hvað framtíðin
ber í skauti sér. „Hún segir að frá
barnsaldri hafi hún séð það sem aðr-
ir sáu ekki. Lynne ólst upp í Bret-
landi og vann þar við ýmis störf. Hún
lærði gullsmíði sem er hennar aðal-
starf í dag. Hún fékk slæman asma
og samkvæmt ráðleggingum lækna
flutti hún til lands með heitara lofts-
lagi. Til Spánar kom hún fyrir tæp-
um tíu árum.“
Þar hefur hún skyggnst inn í fram-
tíðina fyrir heimamenn og þá útlend-
inga sem vilja fá tilbreytingu frá
sólböðunum.
& rí
ÆSl
afslóttur af blómstrandi
20-50% pottablómum
KAKTUSAR frá 124 lcr.
Gróðurmold, 12 lítrar, 240 kr.
PÍastpottahlífar á aðeins 5-10 kr.
Kerti 20-50% afsláttur
Kertahringir 50% afsláttur
Kertastjakar 20-60% afsláttur
Opið alla daga
10-22
'v/hssvogsMjugarðs'rni 554 0500
28" LITASJONVARP
....
* Hágteda Surround
Nicam-Stereo!
• Nicam Stereo
Surround-hljómgæði
• íslenskt
textavarp
• Super Planar
myndlampi
• og margt fleira...
ALLT ÞETTA
FYRIR AÐEINS
69.800
STGR.
SlÓNUUtPSMIÐSTÖÐIN
SIÐUMULA 2 • SIMI 68 90 90
\ 8 | n Wj H fml jJ mfmTOE fiTfj B1 jíi jTTm
t) f gjjiHI j j'jj