Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1995, Page 23
LAUGARDAGUR 4. MARS 1995
23
María Bonnevie:
f stóru hlutverki
hj á Bille August
Maria Bonnevie ásamt mótleikara sínum í Hvíta víkingnum, Gottskálk Degi Sigurðssyni.
Danski kvikmyndaleikstjórinn
Bille August hefur valið Maríu
Bonnevie til að leika Gertrud í
kvikmyndinni Jerúsalem sem gerð
er eftir bók Selmu Lagerlöf. María,
sem er orðin 21 árs, hefur verið við
nám í leiklistarskóía í Stokkhólmi,
Scenskolan. BOle sá myndband frá
skólanum með leik Maríu og bað
hana að koma í prufutöku.
Valið á Maríu vakti mikla athygli
í Svíþjóð því hún hafði verið alveg
óþekkt þar. í heimalandi sínu, Nor-
egi, er María hins vegar þekktari.
Hún var í framhaldsskóla þegar
hún lék í mynd Hrafns Gunnlaugs-
sonar, Hvíta víkingnum. Síðan tók
við annað kvikmyndahlutverk áð-
ur en hún flutti til Danmerkur um
skeið.
„Ég var þá þreytt á kvikmynda-
leik og fannst að þetta væri líklega
ekkert fyrir mig. Ég vildi bara vera
í friði. En svo hitti ég frábæran leik-
listarkennara og þá skipti ég um
skoðun," segir María í viðtali við
sænskan fréttamann. Hún ákvað
að sækja um í Scenskolan og komst
inn við fyrstu tilraun, þá 19 ára.
Kvikmyndin Jerúsalem verður
frumsýnd á næsta ári en þá eru lið-
in 100 ár frá þeim atburðum sem
urðu Selmu Lagerlöf og fleiri rit-
höfundum yrkisefni. Þann 23. júh
1896 héldu nær fjórir tugir íbúa Nás
í Dölunum í Svíþjóð til Jerúsalem.
Það sem dró þá þangað var löngun-
in til að upplifa endurkomu Jesú.
Þeir sem frelsuðust voru næstum
allir vel stæðir bændur sem seldu
býli sín fyrir ferðina.
Þaö var um 40 stiga hiti þegar
Svíarnir komu til Jerúsalem í ág-
úst. Nokkrir þeirra elstu létust
fljótlega af völdum hitans, að því
er talið er. Aðstæður voru öðruvísi
en Násbúar höfðu gert ráð fyrir.
Svíarnir voru í raun látnir þjóna
ríkum Ameríkönum sem biðu
himnaríkis nær aðgerðalausir.
Reglur í samfélaginu voru mjög
strangar. Meðhmir máttu ekki gift-
ast. Leiðtogarnir sáu engan tilgang
í að fæða börn þar sem heimsendir
væri í nánd. Þetta kom ekki heim
og saman við skoðun nokkurra af
yngri kynslóðinni um lífið í par adís
og yfirgáfu þeir söfnuðinn fljótlega
upp úr aldamótum.
María leikur unga stúlku sem er
svikin í ástum. Hún snýr sér aö
Jesú í staðinn. Meðal annarra leik-
ara eru Sven Wollter, Reine Bryn-
olfsson, Hans Alfredson, Björn
Granath, Viveka Seldahl, Lena
Endre, Max von Sydow, Erik Stá-
hlberg, Annika Borg, Johan Rab-
eus, Pemilla August, Ulf Friberg,
Mona Malm og Sven-Bertil Taube.
BORGARLJÓS
K E P J A N
EVRÓPUVERÐ
Mínútugrill
EVRÓPUVERÐ
☆ *☆
☆ ☆
.990,-5Ír
EVRÓPUVERÐ
☆ *
☆3.1
Steinasteik
EVRÓPUVERÐ
Hraðsuðukönnur
EVRÓPUVERÐ
☆ *☆
☆
3.890,-☆
☆
'Víatvinnsluvél
Brauðrist
EVRÓPUVERÐ
☆ *☆
☆
Caífikanna
EVROPUVERÐ
Akrane$ Rafþjónusta Sigurdórs S:12156
Uafjörður Straumur hf. S:3321
Akureyri Radiovinnustofan S:22817
Akureyri Siemens-búóin S:27788
Egilsstaðir Sveinn Guömundsson S: 11438
Selfoss Árvirkinn hf. S:23460
Keflavík Rafbúó R.Ó. S:13337
Reykjavík Borgarljós S:812660
Reykjavík Húsgagnahöllin S: 871199
HafnarfjörJur Rafbúöin S:53020
Höfn Verslunin Lónió S: 82125
BORGARLJÓS