Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1995, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1995, Page 27
LAUGARDAGUR 4. MARS 1995 27 Aldarfjórðungur frá „hemámi" íslenska sendiráðsins í Stokkhólmi: Sambland af hug- sjón og strákapörum - segir Skúli Waldorff, starfsmannastjóri Hitaveitu Reykjavíkur I aprílmánuöi 1970 greindi Vísir frá því aö saltbirgðir í landinu hefðu sópast upp á viku vegna mikilla þorskveiða og við öngþveiti lægi í verðstöðvum. Á forsíðu blaðsins var einnig að finna frétt um að 11 íslensk- ir námsmenn hefðu ráðist inn í sendiráð íslands í Stokkhólmi og tek- iö það herskildi. Greint var frá því að Dagens Nyheter hefði birt frétt um morguninn undir fyrirsögninni: „íslenzk „bylting“ í Stokkhólmi“. Öll íslensk blöð fjölluðu um atburðinn og Morgunblaðið greindi frá því að ellefumenningamir boðuðu aö sósí- ahsk bylting væri lausn vandamál- anna á íslandi. Þjóðviljinn greindi á hinn bóginn frá því að námsmenn- irnir væru að krefjast úrbóta á kjör- um sínum. ir höndum þegar þeir gengu inn í sendiráðið og flögguðu þeim út um glugga og á svölum meðan þeir héldu sendiráðinu í herkví. Nöfn allra voru birt í blöðum hérlendis i kjölfarið. Timamynd verkföll við sendiráð en náms- mannaráðum á hveijum stað látið eftir að ákveða í hvaða formi aðgerð- irnar yrðu. Þó var lögð á það rík áhersla að ekki mætti spilla eignum eða öðru. Skipulagteins og „árás" „Ég veit ekki hvort SÍNE var alveg alvara með þessu en alla vega gerð- um við þetta. Það var heilmikil skipulagning á bak við þetta og þetta var mjög leynilegt enda kom þetta öllum í opna skjöldu þrátt fyrir yfir- lýsingar SÍNE. Þetta var skipulagt eins og hver önnur „árás“. Áðalá- herslan var hins vegar lögð á það að það mætti ekkert skemma og enginn mætti meiöast. Við komum tO dæmis saman áður. Húsaskipan var teiknuð upp og til dæmis kom einhver náms- maður frá Eþíópíu, en eþíópískir námsmenn höfðu nokkru áður tekið sendiráð síns heimalands í mót- mælaskyni, og lýsti því hvernig þeir fóru að þessu,“ segir Skúli. Hann segir að í aðgerðunum hafi hugur fylgt verki. Menn hafi alfarið verið á móti ríkjandi kerfi. „Inn í þetta blandaðist líka kröfu- gerð um að ísland yrði gert að sósial- isku ríki. Það þýddi ekkert annað. Misréttið í lánamálum og annað mis- rétti væri sprottið af ríkjandi þjóðfé- lagsskipulagi á íslandi sem væri kap- ítaliskt.“ „Þúmáttbara eiga frí" Áslaug Skúladóttir var ritari sendi- ráðsins fyrir 25 árum. Hún var í sendiráðinu ásamt Hannesi Hafstein, þá sendiráðsfulltrúa, þegar náms- „Þegar ég horfi til baka upplifi ég þefta sem eift af ævintýrunum í lífi manns og ég hefði alls ekki viljað missa af þessu. Þetta var virkileg „aksjón“ og í dag lit ég á þetta sem sambland af strákapörum og hugsjónastarfi," segir Skúli Waldorff. DV-mvnd GVA kynna. Hins vegar man ég eftir að ég fékk bréf frá sænska ríkinu þar sem fram kom að ekki var talin ástæða til málshöfðunar á hendur mér þar sem engar skemmdir urðu og enginn meiddist," segir Skúh en enginn meiddist við sendiráðstök- una. íslensk stjórnvöld aðhöfðust ekki heldur neitt í málinu frekar og segist Skúli ekki vita til þess að neinir ell- efumenninganna hafi orðið fyrir aðkasti við komu hingað til lands seinna. „Margir okkar tilheyrðu virðuleg- um íhaldsfjölskyldum og þar varð hreinlega allt vitlaust þegar þetta fréttist heim. Fólki fannst viö sýna íslenska ríkinu óvirðingu og við vær- um að snúast á sveif með kommún- istum sem boðuðu alheimsbyltingu. Þetta hristi verulega upp í samfélag- inu og menn neyddust til að ræða málin. Skoðanamyndun í fjölskyld- um var þverklofin,“ segir Skúh. Eitt af ævintýrunum „Þegar ég horfi til baka upplifi ég þetta sem eitt af ævintýrunum í lífi manns og ég hefði ahs ekki viljað missa af þessu. Þetta var virkileg „aksjón" og í dag ht ég á þetta sem sambland af strákapörum og hug- sjónastarfi. Við fengum ýmsu breytt. An efa vegna þessa og þess sem fylgdi í kjölfarið var námslánakerfið allt endurskoðaö, þannig að þetta skilaði tvímælalaust árangri," segir Skúli. Aðspurður hvort hann myndi styðja aðgerðir sem þessar í dag seg- ir Skúh að hann eigi erfitt með að hugsa sem tvítugur maður í dag. „Alhr eru börn síns tíma og það eru tímarnir sem móta mann. Að grípa th þessara aðgerða vegna lánamál- anna í dag er óraunhæft og myndi ekkiskilaneinu." -pp Engin eftirmál fylgdu sendiráóstökunni en fjölmiðlar fjölluðu um atburðinn á misjafnan máta. Nokkrir þeirra birtu nöfn ellefumenninganna. Sprottnir úr tíðarandanum „Þessír atburðir spruttu upp úr tíð- aranda þar sem ungt fólk hafði miklu meiri möguleika en áður. Það var að gerjast í öllum heiminum einhvers konar nýtt tímabil þar sem gamlar skoðanir pössuðu ekki við neitt sem menn voru að upplifa. Um alla Evr- npu voru að spretta upp hreýfingar ungs fólks sem voru að mótmæla þvi þjóðfélagi sem það bjó í. Háskólamir voru orðnir fulhr af nemendum sem komnir voru af alþýðufólki og há- skólanám ekki lengur forréttindi þeirra efnameiri. Kapítahsminn var orðinn óvinur ahs. Menn htu á ríkj- andi kerfi sem kjaftæði og óþarfa. Lífið væri ekki svona. Það ætti að lifa því, vera hamingjusamur og glaður,“ segir Skúh Waldorff, einn ellefumenninganna, en í dag, 25 áram eftir þann atburð sem hér er fjallað um, er hann starfsmanna- stjóri Hitaveitu Reykjavíkur. Skúh og félagar höfðu fundið angan þeirrar róttækni sem fyhti vit ung- menna á íslandi árin áður og kynnst henni enn betur í Svíþjóð þar sem þeir höfðu dvahð mislengi. Miklar dehur höfðu staðið um það hve námslán til íslendinga í námi erlendis væru lág. Samtök íslenskra námsmanna erlendis, SÍNE, höfðu án árangurs reynt að fá stjómvöld tíl að auka framlög sín tíl Lánasjóðs íslenskra námsmanna til að hægt væri að hækka lán og lánshlutfaU tU námsmanna. Það gerðist hins vegar ekki og lét sljóm SÍNE þau boð út ganga að námsmenn erlendis létu til skarar skríða. Var minnst á setu- mennimir ellefu réðust tU inngöngu. „Ég var að flokka póst og heyrði skraðning. AUt í einu sá ég í andlitið á sex ungum mönnum. Einn þeirra var með upptökutæki. Ég vissi ekki hvaðan á.mig stóð veðrið og sagði bara: „Jæja.“ Þá sagði einn þeirra: „Heyrðu! Viö erum komnir til að hertaka sendirráðið og þú mátt bara eiga frí.“ Ég hváði og sagði: „Frí! Bara svona um miðjan dag.“ Þeir sögðu þá: „Já! Þú mátt bara fara.“ Ég fór og sagði þeim að ég hefði fullt annað að gera. Frammi á gangi sá ég Hannes í dyragættinni og nokkra „uppreisnarmennina" í kringum hann. Við gáfum hvort öðru auga og ég fór út og gerði sænska siðameist- aranum viðvart og hafði síðan sam- band við ráðuneytisstjórann heima á íslandi," segir Áslaug. Eftirmál aðgerðanna létu ekki á sér standa. Fjórum dögum seinna stóðu hópar íslenskra námsmanna á Norð- urlöndum fyrir framan öU íslensk sendiráð á Norðurlöndunum. Hér heima létu viðbrögðin ekki heldur á sér standa. Námsmenn á íslandi, mest menntaskólanemar, sem voru öUu róttækari en háskólastúdentar, lögðu undir sig menntamálaráðu- neytið. En víkjum sögunni aftur til Sví- þjóðar. Skúh segir að inngangan í sendiráðiö og „hertaka" þess hefði verið þrælskipulögð. Krafan hafi fyrst og fremst verið jöfnuður til náms og athygh hefði svo sannarlega verið vakin á því. Þeir hefðu samt búist við að þeir yrðu lengur inni í sendiráðinu og því tekið meö sér nesti en innan tveggja tíma hafði sænska lögreglan fengið leyfi til að rýma húsakynnin. Alltvarð vitlaustheima „Þeir komu þama inn og tóku hurðina af hjörunum og við vorum teknir í yfirheyrslu," segir Skúh um aðgerðir lögreglu. „Það urðu engin eftirmál af þessu. Það sýnir kannski að íslensk stjórnvöld vora öhu fijáls- lyndari en yfirlýsingar okkar gáfu til AðaHundur 1995 Skeljungurhf. Shell einkaumboö Aðalfundur Skeljungs hf. verður haldinn þriðjudaginn 14. mars 1995 í Ársal Hótel Sögu, Reykjavík, og hefst fundurinn kl. 14:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 16. grein samþykkta félagsins. 2. Breytingar á samþykktum félagsins til samræmis við breytingar á lögum nr. 32/1978 um hlutafélög. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á aðalskrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á aðalskrifstofu félagsins Suðurlandsbraut 4, 6. hæð, frá og með hádegi 7. mars til hádegis á fundardag, en eftir það á fundarstað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.