Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1995, Page 29
28
LAUGARDAGUR 4. MARS 1995
LAUGARDAGUR 4. MARS 1995
37
Davíð Oddsson í „kúr" hjá megrunarsérfræðingi Gro Harlem Brundtland:
Hálfvín-
flaska á viku
Gisli Kristjánsson, DV, Ósló:
„Það er ekki nóg að hætta bara að borða
fitu og sætindi en borða svo meira af öllu
öðru. Maður á stærð við Davíð Oddsson má
ekki neyta meira en 1500 hitaeininga á dag.
Annars léttist hann ekki. Sérstaklega verða
ráðherrar að gæta sín á víni. Hálf flaska á
viku er hæfilegur skammtur," segir Grete
Roede, helsti megrunarsérfræðingur Norð-
manna og ráögjafi Gro Harlem Brundtland
forsætisráðherra í megrunarmálum.
Grete stýrir frægri megrun Gro með góð-
um árangri. Norski forsætisráðherrann hef-
ur nú lést um 8 kíló á tveimur mánuðum
og aðeins einu sinni sprungið í megruninni.
Það fyrirgefst, að sögn Grete, enda verður
að gera ráð fyrir að forsætisráðherrar mæti
erfiðum freistingum í mörgum og stórum
veislum.
Grete hefur á 20 ára ferh sínum „brætt“
300 þúsimd tonn af fitu af Norðmönnum. Það
jafngildir því að hálf Reykjavík, eða um 50
þúsund manns, hafi horfið sporlaust. Hún
hefur nú 220 manns í vinnu við megrunar-
ráðgjöf og á síöasta ári leituðu 36 þúsund
Norðmenn með aukakíló aðstoðar Grete og
samstarfsmanna hennar.
Erfitt að
megra ráðherra
DV bað Grete að gefa Davíð Oddssyni
megrunarráð, lík þeim sem hún hefur veitt
Gro. Það var auðsótt mál þótt ráðgjöfin væri
nokkrum erfiðleikum bundin, að sögn Grete,
vegna þess að ráðamenn verða að hugsa um
fleira en að megra sig.
„Það er mjög erfitt að skipuleggja ná-
kvæman megrunarkúr fyrir mann í líkri
stöðu og Davíð Oddsson," segir Grete. „Ég
geri ráð fyrir að vinnudagurinn sé oft óreglu-
legur og erfitt að fylgja nákvæmri áætlun
um mataræði. Meginlínurnar ættu þó að
vera ljósar og þær eru að borða ekki meira
en sem nemur 1500 hitaeiningum á dag og
að gæta þess að samsetning næringarefn-
anna sé rétt. Ráðherrann verður að hafa
orku til að halda út langan vinnudag.
Það er líka nauðsynlegt að hreyfa sig. Ég
mæh með hálftíma röskri göngu eða sundi
á hverjum degi. Fyrir forsætisráðherrá er
best að vakna hálftíma fyrr á morgnana og
nota tímann til að hreyfa sig. Einnig er
mögulegt að hafa þrekhjól á skrifstofunni
og sleppa þannig við að skjótast út um miðj-
an dag til að hreyfa sig.“
Aðgátíveislum
Grete segir að erfiðustu stundirnar fyrir
forsætisráðherra í megrun séu matarboðin
þar sem vel er veitt í mat og drykk. Hún
segir að á shkum stundum geti viðkomandi
aðeins haft eitt ráö í huga: „Það ræður hver
því sjálfur hvað hann lætur í sig. Vilji er
allt sem þarf til að standast freistingarnar."
„Ég mæh ekki sérstaklega með því að ráð-
herrann tilkynni fyrirfram aö hann sé í
megrun og geti ekki borðað hvað sem er,“
segir Grete. „Það er undir hveijum og einum
komið hvað hann gerir. Gro lét það þó spyij-
ast að hún væri í megrun og flestir taka til-
lit til þess þegar hún er boðin í veislur.
Annars ráðlegg ég fólki að hugsa um mat
sem já-mat og nei-mat. Já-matur er græn-
meti en undir nei-mat flokkast fita, sætindi
og áfengi. Þama á milli er svo Jétt-matur
eins og magurt kjöt og fiskur. í veislum ætti
fólk í megrun aö taka sem mest af já-matn-
um, forðast nei-matinn og borða létt-matinn
í hófi.
Auðvitað er það ókurteisi ef aðalgesturinn
neitar að borða það sem á borð er borið.
Þess vegna er ráðið aö borða bara lítið, vara
sig sérstaklega á sósunum og hugsa um já-
og nei-mat. Víns skal t.d. neyta í hófi. Fólk
í megrun ætti ekki að drekka meira en hálfa
flösku af víni á viku eða einn lítra af bjór.
Þá er best að láta sterka drykki alveg eiga
sig. Svo má ekki gleyma að það gerir ekki
mikið til þótt aðeins sé syndgað af og til ef
menn bæta fyrir syndina síðar,“ sagöi Grete
Roede.
Davíð Oddsson forsætisráðherra má vera stoltur af góðum árangri í megruninni
en sennilega þarf hann að endurnýja eitthvað í fataskápnum. DV-mynd GVA
Davíð og Gro ræddu megrunina á Norðurlandaráðsþingi:
Átján kíló fokin af
ráðheminum tveimur
- Davíð stendur sig betur og stefnir á þrjú til fjögur til viðbótar
„Við Gro könkuðumst aðeins á
um þessa megrun okkar á niorgun-
fundi en þá kom upp úr kafinu að
ég hafði lést um rúm tíu kíló og hún
um átta en Paul Nyrup Rasmussen,
forsætisráðherra Danmerkur,
haföi hins vegar hætt á sig tveimur
kilóum. Þetta var nettó lækkun hjá
okkur þremur um sextán kíló. Hún
hafði gaman af að ræða þetta við
mig,“ sagði Davíð Oddsson er helg-
arblaðið forvitnaðist um hvort
umræður hefðu orðið milh hans
og Gro Harlem Brundtland um
megrunarkúra þeirra á Norður-
landaráðsþinginu í vikunni. Gro
Harlem hefur verið treg til að ræða
megrun sína við norska blaðamenn
og sama var upp á teningnum þeg-
ar blaðamaður DV í Noregi reyndi
að fá hana 1 viðtal í Ósló áður en
hún flaug til Reykjavíkur. Davíð
er hins vegar ófeiminn að ræða
þessi mál enda getur hann verið
stoltur af árangrinum.
Var orðinn 97 kíló
- En hvað var það sem ýtti á þig
að taka þér tak í þessum málum?
„Síðastliífið vor fannst mér ég
vera orðinn of þungur og fann það
vel þegar ég var að labba úti með
hundinn. Ég var farinn að mæðast
enda orðinn 97 kíló. Ég var sann-
færður um að ég myndi stefna í
hundrað ef ég gerði ekki eitthvað í
málunum. Síðan get ég ekki neitað
því að eiginkonan var farin að gefa
mér vinsarnlegar ábendingar um
að tíminn væri kominn.“
- Leitaðir þú til einhvers sérfræð-
ings, eins og Gro, eða voru þetta
einungis eigin ráð?
„Þetta eru heimaráð og ábending-
ar eiginkonunnar sem er hjúkrun-
arfræðingur."
- Hvaðhefurþúgerttilaðléttast?
„Ég hef alveg sleppt smjöri og
sykri, minnkað við mig sósur, hætt
að fá mér mjólk og kex á kvöldin
sem mér hætti til að gera. Núna fæ
ég mér bara undanrennu ef mig
langar í eitthvað á kvöldin, borða
meira af ávöxtum og grænmeti og
geng meira. Þetta er þaö helsta auk
þess sem ég reyni að passa mig yfir-
leitt.“
Margar freistingar
- Er ekki erfitt fyrir mann í þinni
stöðu að vera í megrun?
„Það eru mjög margar freistingar
sem hægt er að falla fyrir en þetta
hefur gengið. Það hafa komiö kafl-
ar þar sem ég hef ekki lést og jafn-
vel bætt á mig hálfu kílói. Við erum
með ákveðið prógramm uppi á vegg
hjá okkur þar sem við merkjum á
hverjum degi hver staðan er þann-
ig að ég fæ mikið aðhald hjá fiöl-
skyldunni."
- Hefur þú fengið viðbrögð utan
fiölskyldunnar?
„Menn hafa nefnt það við mig að
þeir sjái mun á mér, ístran farin
aö minnka og yfirbragðið léttara.
Mér líður líka sjálfum miklu betur
og það er aðalatriðið. Ég er þrótt-
meiri og mæðist ekki eins í göngu
og áður enda munar um þessi tíu
til ellefu kíló.“
- Ertu enn í megruninni eða er
markmiðinu náð?
„Ég ætla aö taka af mér tvö til
þrjú kíló í viðbót. Mig langar ekki
til að verða nein horgrind enda
aldrei verið það. Ég vil halda mig
við 83 kíló en þá hef ég lést um fiórt-
án kiló.“
- Ertu hrifinn af heilsufæði?
„Ég er því miður mikill matmað-
ur þó ég sé ekki endilega fyrir
veislumat, nema einstaká sinnum,
heldur frekar þennan svokallaða
ömmu- og mömmumat. Mér hefur
bara hætt til að borða of mikið og
fá mér aftur á diskinn þó ég sé orð-
inn saddur. En nú passa ég mig
enda hef ég haft svo mikið fyrir
þessu.“
Hundalíf
- Þú lést þau orð falla einhvem
daginn að þetta væri bölvað hunda-
líf. Ertu þeirrar skoðunar ennþá?
„Þetta er hundalíf í tvennum
skilningi. Hundurinn minn er
ánægður með þetta hundalíf því ég
labba meira með honum. Hins veg-
ar þarf maður að neita sér um
ýmislegt og muna að góðgæti t.d.
eins og sælgæti og konfekt er bann-
að.“
- Tekur fólk sem býður þér í mat
tillit til þess að þú sért í megrun?
„Nei, en ég afþakka ef mér er
boðið á diskinn aftur. Síðan útskýri
ég-að það sé vegna megmnarinnar
og þá tekur fólk tillit til þess. Gest-
gjafarnir vita þá að mér finnst
maturinn góður þó ég fái mér ekki
meira."
- Hefur ekki verið einhvers konar
samkeppni í gangi innan ríkis-
stjórnarinnar um hver léttist mest?
„Össur hefur verið að keppa við
mig en hann fór mjög illa út úr
þessu Norðurlandaráðsþingi. Ég sá
að hann var að háma í sig hér og
þar. Ég verð að viðurkenna að ég
sleppti nokkrum boöum á þinginu
til að standast betur freistingarn-
ar.“
- Þú segir að þér líði betur og ert
þá væntanlega betur í stakk búinn
til að takast á við kosningarnar
eftir mánuð?
„Já, ég hugsa að það hljóti að
vera því þá er mikil ferð á manni.
Ég er ekki í vafa um að ef maður
þarf ekki að hafa með sér þessi ell-
efu kíló í farteskinu verður það létt-
ara. Að minnsta kosti ætti ég að
vera betri farþegi fyrir Flugleiðir
því það er ellefu kílóum minna aö
flytja."
Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs:
Hefur misst
átta kíló
Hinn frægi norski tískuhönnuður, Nils-Christian, vill að Gro gangi í sterk-
um grænum lit. Hún gæti litið svona út eftir nokkur kíló og pínulitla
meðhöndlun sérfræðinga.
Norska þjóðin hefur fylgst
spennt með hvernig forsætisráð-
herra landsins gengur að megra sig
og miklar spekúlasjónir hafa verið
í gangi. Norsku tímaritin hafa kall-
að til hina ýmsu sérfræðinga til að
spyrja þá álits á hvernig Gro eigi
að klæða sig nú þegar kílóin Qúka
hvert af öðru. Teiknaðar hafa verið
myndir af forsætisráðherranum í
nýtísku kjólum þar sem hún er
grannvaxin á við nettustu sýning-
arstúlku.
Sagt er aö Gro Harlem Brundt-
land hafi misst átta kíló undanf-
arna mánuði. Gro er 56 ára og
margir hafa viljað meina að hún
eigi að nota tækifærið til að breyta
hárgreiðslu sinni og snyrtingu um
leið. Þannig telja Norðmenn að Gro
sé að breytast mjög til batnaðar á
undanfórnum vikum.
Gro í sterkum lit
Norsk Ukeblad hafði samband
við einn frægasta tískuhönnuð
Noregs, Nils-Christian Ihlen Hans-
en og bað hann að teikna upp sam-
kvæmiskjóla á forsætisráðherr-
ann. Nils-Christian hefur starfað
hjá stærstu tískuhúsum Frakk-
lands í meira en 30 ár og starfræk-
ir nú tískuskóla í Ósló.
„Ég vil helst að Gro klæðist sterk-
um htum og nú þegar hún grennist
getur hún gengið í styttri fötum.
Dökkar sokkabuxur gera fótlegg-
ina grennri. Fötin eiga að sitja vel
og mega ekki vera of víð. Ef hún
vih ganga í drögtum eiga jakkarnir
að vera síðir þannig að hún sýnist
hærri. Og Gro á ekki að ganga í
víðum blússum.
Einu sinni var Gro Harlem ung og
grönn...
Hárgreiöslumeistari Sonju
drottningar, Tommi Eriksen, telur
að Gro eigi að breyta um hár-
greiðslu. Hann segir að hún eigi að
fá sér ljósar strípur og gera hárið
meira frjálst. Gro í aðeins „léttari"
stíl yrði mjög flott. „Hárið ætti að
vera stutt í hnakkanum en síðara
og meira lifandi á hvirflinum," seg-
ir meistarinn sem bjó til tvær nýjar
hárgreiðslur fyrir forsætisráðherr-
ann.
Mikið vatn
Ráðgjafi Gro Harlem í megrun-
inni, Grete Rohde megrunardrottn-
ing, eins og Norðmenn kaha hana,
segir að Gro megi ekki borða meira
en 1000-1200 kaloríur á dag. Mat-
seöilhnn samanstendur af miklu
grænmeti, litlu kjöti og fiski en
miklu vatni. Sykur og fitu er nátt-
úrlega algjörlega bannað að borða.
Matseðhl hennar lítur þannig út:
Morgunverður: 50 grömm af grófu
brauði og álegg sem er ekki meira
en 80 kaloríur. Hádegisverður: Það
sama og í morgunverð eða ferskt
salat . í staðinn. Kvöldverður:
100-150 grömm magurt kjöt eða
fiskur, 100 grömm kartöflur og
mikið grænmeti. Kvöldkaffi: Gróft
brauð með salati. Best er að drekka
nógu mikið vatn ahan daginn
(minnst tvo lítra). Grete segir að
Gro megi drekka svart og sykur-
laust kafíi eða te eins og hún vill.
Ef Gro fer eför þessum ráðlegging-
um munu kílóin hrynja af henni.
Svo er bara að vona að forsætisráð-
herranum takist vel í baráttunni
við aukakílóin.
Hún er ennþá ung, aðeins 56 ára,
en kannski nokkrum kílóum of
þung.
Morgunmatur:
75 g gróft brauö
legg
1 tómatur
1 glas léttmjólk
vatn, kaífi eða te að vild
Hádegismatur:
100 g soðinn fiskur
gúrkusalat með tómötum
og öðru grænmeti
1 kartafla
vatn, kaffi eða te að vild
Kvöldmatur:
125 g magurt kjöt
150 g kartöflur, hrisgijón eðapasta
grænar baunir, salat
og nokkrir sveppir
vatn, kaffi eða te að vild
Aukabitar
„Ef forsætisráðherrann er mjög
svangurað kvöldigeturhann borð-
að tvö stykki af hrökkbrauði með
einni sneið af osti á hvoni,“ segir
Grete. „Einnig get ég mælt með
skyri, Ld. blábeejaskyri meö létt-
nýólk. Sonur minn kom eitt sinn
með skjm frá íslandi. Ég sá á efna-
samsetningunni aö það hlýtur að
vera fyrirtaks megrunarfæði.
Milli mála er best að borða ávexti
en þó ekki fleiri en tvo á dag. Tii
dætnis er ágætt að borða eina peru
fyrir hádegi og eina appelsínu eftir
l'