Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1995, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1995, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 4. MARS 1995 39 Skák Kasparov hljópst undan merkjum Alexander Beljavskí hefur unnið tvær fyrstu skákir sinar á stórmótinu i Linares og er til alls liklegur. Búast mátti við enn einu uppgjöri Karpovs og Kasparovs á stórmótinu í Linares, sem hófst á þriðjudag, en á síðustu stundu hætti Kasparov við þátttöku. Karpov trónir því á tindin- um í stigaröðinni en mótið er skipað fjórtán sterkum stórmeisturum. Glæsilegur sigur Karpovs í Linares í fyrra er enn í fersku minni. Hann fer þó rólega af staö núna, hefur gert tvö jafntefli í fyrstu tveimur umferð- unum, við Sírov og Dreev. Beljavskí og Topalov eru efstir með fullt hús. Búlgarinn hefur komið á óvart en Beljavskí er vel trúandi til þess að halda dampi. Hann er einn af þeim sem ýmist teflir eins og stórsnilling- ur eða leikur sér að gjörðum. Mótið í Linares er af 17. styrkleika- ílokki FIDE sem merkir að meðal- stigatala stórmeistaranna er á bilinu 2650-2675 Elo-stig. Samkvæmt töflu- röð eru keppendur þessir: 1. Khalifman (Rússlandi, 2635 stig) 2. Lautier (Frakklandi, 2655) 3. Ivantsjúk (Úkraínu, 2700) 4. Topalov (Búlgaríu, 2625) 5. Beljavskí (Úkraínu, 2650) 6. Ljubojevic (Júgóslavíu) 2580) 7. Karpov (Rússlandi, 2765) 8. Sírov (Lettlandi, 2710) 9. Dreev (Rússlandi, 2650) 10. Tivjakov (Rússlandi, 2625) 11. Akopjan (Armeníu, 2655) 12. Short (Englandi, 2655) 13. I. Sokolov (Bosníu, 2645) 14. Illescas (Spáni, 2595) Umsjón Jón L. Árnason Meira en helmingur keppenda kemur frá fyrrverandi Sovét-lýðveld- um en nú er svo komið að „rúss- nesku“ stórmeistararnir eru smám saman að dreifa sér um heimsbyggð- ina. Khalifman býr í Þýskalandi þótt hann tefli enn undir merkjum Rússa og líklegt er að Spánverjum muni bætast drjúgur liðsauki á næstunni - stórmeistaramir Sírov, sem er bú- settur í Barcelona, og Salov og Ljubojevic, sem búa í Linares, hafa að því er hermt er allir sótt um að gerast spænskir ríkisborgarar. Nigel Short hefur verið í hálfgerðu skáksvelti eftir að hann gerðist útlagi úr samfélagi FIDE en nú er hann búinn að fá stigin sín aftur og farinn aö tefla í sátt við guð og menn. Fróð- legt verður að fylgjast með því hvernig honum reiðir af. Frakkinn ungi og metnaðarfulh, Joel Lautier, gæti gert einhverjar rósir en hann virðist- bæta sig við hverja raun. Allra augu munu hins vegar bein- ast að Alexander Beljavskí, a.m.k. meðan ha'nn heldur sigurgöngu sinni áfram. Skoðum taflmennsku hans úr fyrstu umferð er hann mætti Sergej Tivjakov. Hvítt: Alexander Beljavskí Svart: Sergej Tivjakov Nimzo-indversk vörn. 1. d4 Rf6 2. c2 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 0-6 5. a3 Bxc3+ 6. Dxc3 b6 7. Bg5 c5 8. dxc5 bxc5 9. e3 a5 10. Re2 Aðrir kostir eru 10. Rh3,10. Bd3 eða 10. 0-0-0 en Beljavskí hefur nýstár- lega áætlun í huga. 10. - d6 11. 0-0-0 Ha6 Valdar d-peðið, því að hvítur hótaði 12. Bxf6 og gera glufu í peðastöðu svarts. 12. Dc2!? Rbd7 13. Rc3 Nú þarf svartur að gæta sín á Re4, eða Rb5, auk þess sem riddararinn stendur vel til vamar gagnvart sókn- arfærum svarts eftir b-línunni. 13. - Bb7 14. f3 De7 15. Be2 Hb8 16. Hd2 Hb6 17. Hhdl Df8 18. Bf4! e5 19. Bg5 Ba8 20. Ra4! Þama stendur riddarinn í sjálfu sér ekki vel en hann hefur þó það göfuga hlutverk að gera tvo hróka óvirka. 20. - Ha6 21. Df5 g6 Svarið við 21. - Bc6 yrði 22. Hxd6 o.s.frv. 22. Dh3 He8 23. Rc3 Snýr til baka og treystir tökin á hvítu reitunum á miðborðinu. Svartur er lentur í býsna óþægilegri aðstöðu. 23. - He6 24. g4 Hb6 25. Dfl Db8 26. h4 Hb3 27. Hc2 Kg7 28. h5 h6 29. BxfB RxfB 30. hxg6 fxg6 31. Dh3 He8 32. Hhl Rg8 33. Bd3 Hf8 34. g5! Brýtur sér leið að svarta kóngin- um. Ef 34. - h5 þá 35. Bxg6! og áfram t.d. 35. - Bxf3 36. Bxh5! Bxhl 37. Dd7 + Kh8 38. Bg6 og svartur er varnarlaus. 34. - Hxf3 35. gxh6+ Kh8 36. Dg4 Re7 37. Be4 Hf7 38. De6 Df8 Ef 38. - Dg8 39. Dxd6 og svarið við 39. - Hxc3 yrði 40. Dxe5 + og vinnur. 39. Bxa8 Hf6 40. Dd7 Hfl+ 41. Hxfl Dxfl+ 42. Rdl Hd3 43. Hd2 Hxe3 44. De8+ - Og svartur gafst upp. Bridge íslandsmót kvenna og yngri spilara: Þrír Frakkar íslands- meistarar kvenna Tvö íslandsmót voru spiluð um sl. helgi og sigraði sveit Þriggja Frakka í kvennaflokki en sveit Sigurbjöms Haraldssonar varð íslandsmeistari í flokki yngri spilara. í sveit Þriggja Frakka spiluðu Ljós- brá Baldursdóttir, Anna Þóra Jóns- dóttir, Esther Jakpbsdóttir og Dröfn Guðmundsdóttir. í sveit Sigurbjöms Haraldssonar spiluðu, auk hins 15 ára unga fyrirliða, Steinar Jónsson, Skúli Skúlason og Stefán Stefánsson. Þeir þrír síðastnefndu eru í fremstu röð yngri spilara og Steinar vann það afrek að sigra í opnum flokki árið 1993 ásamt fóður sínum, bróður og foðurbræðrum, Siglfiröingasveitinni svokölluðu. Sveit Þriggja Frakka vann með nokkrum yfirburðum í kvennaflokki en í flokki yngri spilara ógnaði sveit PÓLS rafeindavara sigri Sigur- -bjömfc.................. Umsjón Stefán Guðjohnsen Hér er spil frá viðureign þessara sveita. N/Allir ♦ G65 9 Á32 ♦ G52 + K865 * Á10842 9 KDG75 ♦ - + Á42 ♦ 97 9 86 ♦ ÁK10973 + 973... I lokaða salnum sátu n-s Ragnar T. Jónasson og Hlynur Magnússon en a-v Skúli og Stefán: Norður Austur Suður Vestur pass 1 spaði 3 tíglar 3 spaðar pass. 4spaðar pass pass pass Með spaðanum 3-2 og laufkóng réttum voru 12 slagir upplagðir. í opna salnum sátu n-s Steinar og Sigurbjöm en a-v Stefán Jóhannsson og Ingi Agnarsson. Vestur teygði sig fulllangt í sögnum en uppskar ríku- lega: Noröur Austur Suður Vestur pass 1 spaði 3tíglar 4 spaðar! pass 4grönd pass 5tlglar pass 5hjörtu pass 6spaðar? pass pass pass Þrátt fyrir þetta áfall vann sveit Sigurbjöms leikinn 19-11. m i\uo 9 1094 ♦ D864 Aktu ekki út í skuldafen * ö I Það kostar u.þ.b. 33.000 kr.* * á mánuði að eiga bíl. Bensín, tryggingar og viðhald - og óneitanlega rýrnar verðgildi bifreiða með tíma og notkun. En þqð getur líka skipt máli hvernig þú fjármagnar kaup á bifreið, hvort þú staðgreiðir eða borgar vexti af skuldabréfum og víxlum. 'Samkvæmt uppl. FÍB m.v. 15.000 km ákstur á ári. Vikan 6.-10. mars verður átaksvika í fjármálum heimilanna. Af því tilefni verður opið hús í aðalbankanum, Austurstræti 5, og öllum útibúum Búnaðarbankans, þar sem þjónusfuráðgjafar veita upplýsingar um útgjaldadreifingu, áætlanagerð o.fl. Handbókin „Fjármál heimilisins" verður til sölu á sérstöku tilboðsverði, kr. 900 þessa viku. Þá verður að auki boðið upp á sérstök fjármálanámskeið, þátttakendum að kostnaðarlausu, þar sem leiðbeint verður um hvernig lækka má rekstrarkostnað heimilanna. Fjallað verður um heimilisbókhald, áætlanagerð, lánamál og leiðir til sparnaðar svo eitthvað sé nefnt. Námskeiðin standa í 3 klst. og eru þau auglýst sérstaklega. HEIMILISLÍNAN BÚNAÐARBANKINN - Traustur banki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.